Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 32
Veist þú um einhverja H;_________góóa frétt? ringdu þá í 10100 MIÐVIKUDAGUR 8. JUNI 1983 Sími 44566 RAFLAGNIR samvírki JS\f Farmanna- og fiskimannasambandið: Krefst stöðvunar Hafþórs FARMANNA- og fiskimannasam- bandið fór þess á leit við Landhelg- isgæsluna í gær að Hafþór, sem Þormóður rammi á Siglufirði leigir af Hafrannsóknastofnuninni, yrði færður til hafnar. Ástæðan er sú að í gær var ekki enn búið að lögskrá áhöfn skips- ins, að sögn Ingólfs Stefánssonar, framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasambandsins. Hafþór hefur verið rúman hálfan mánuð að veiðum og það er að sögn Ing- ólfs skýlaus skylda skipstjórans að sjá til þess að áhöfnin sé lögskráð, en í því felst m.a. að hún sé tryggð. Landhelgisgæslan gat ekki orðið við þessari beiðni sambandsins vegna þess að ekkert varðskip var í námunda við Hafþór. Ingólfur Stefánsson sagði að þess verði krafist að skipið verði stöðvað um leið og það kemur næst til hafnar. Fá 530 þús. fyrir fálkann FÁLKAÞJÓFAR geta vænst þess að fá allt að 50.000 þýsk mörk (um það bil 530 þúsund íslenskar krón- ur) fyrir fuglinn samkvæmt upplýs- ingum sem fram komu f sjónvarps- þætti f V-Þýskalandi á dögunum. í þættinum var fjallað um ránfugla og varplönd þeirra og var þar sér- staklega minnst á haförninn og ís- lenska fálkann. Þátturinn er í röð náttúrulífsmynda sem sýndar eru við miklar vinsældir í V-Þýska- landi. Sigurlaug Sæmundsdóttir, arkitekt í Miinchen, hafði sam- band við Morgunblaðið, í tilefni fréttar blaðsins síðastliðinn laugardag, en þar var greint frá ráni úr fálkahreiðri í friðlandinu við Mývatn. Sigurlaug sagði að vegna fyrrgreinds sjónvarpsþátt- ar hefði frétt þessi ekki komið sér á óvart. Dagblöð hefðu einnig skýrt frá ævintýralega háu verði fyrir rán- fugla um þessar mundir. Sigur- laug sagði að það væru einkum auðugir arabískir olíufurstar sem keyptu slíka fugla og notuðu þá við veiðar að hætti miðalda- konunga. Benfica vill kaupa Pétur BENFICA, eitt þekktasta knattspyrnulið heims, vill kaupa Pétur Pét- ursson. Pétur fór í morgun áleiðis til Lissabon í Portúgal til að líta á aðstæður hjá félaginu og til viðræðna við forráðamenn þess. Benfica hafði nýlega samband við Antwerpen í Belgíu, núverandi félag Péturs. í framhaldi af því hafði Benfica samband við Pétur og bauð honum til Portúgal til við- ræðna. Antwerpen hefur sett upp geysihátt verð fyrir Pétur eða 20 milljónir belgískra franka, jafn- virði 10,7 milljóna íslenzkra króna. Fleiri félög hafa haft áhuga á að kaupa Pétur og hafa belgísk blöð í því sambandi nefnt hollenzku fé- lögin Ajax og Feyenoord og spænska félagið Sporting Gijon. Þekktasti knattspyrnumaður Benfica fyrr og síðar er Eusebio, sem lék með félaginu gegn Val á Laugardalsvelli 1968. Eusebio kemur til landsins í þessari viku í boði Víkings og mun hann leika með félaginu gegn Stuttgart. Sjá samtal við Pétur Pétursson á íþróttasíðu. BSRB segir upp kjarasamningum SAMEIGINLEGUR fundur stjórnar og samninganefndar BSRB samþykkti í gær samhljóða að segja upp gildandi kjarasamningum. Jafnframt mótmælti fundurinn harðlega af- námi samningsréttar fram til 1. feb. 1984 og skerðingu hans til 1. júní 1985 og telur ákvæði nýsettra bráðabirgðalaga jafngilda banni við starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Um sjálfan grundvöll lýðræðisins og frjálsrar verkalýðshreyfingar sé að tefla og rannsaka beri hvort þessi skerðing á starfsrétt- indum almannasamtaka sé ekki brot á stjórnarskránni og alþjóðasamþykktum, sem ísland er aðili að. Þá segir að þær efnhagsráð- stafanir sem nú hafa verið gerð- ar, geri ekki að neinu þá kaup- máttaraukningu launa, sem BSRB hafi náð fram frá því að Eimskipafélagið selur Bæjarfoss og Fjallfoss EIMSKIP hefur undirritað samning um sölu á Fjallfossi og verður skipið afhent nýjum eigendum í byrjun júlí. Kaupendur eru þýzkir, en skipið verður skráð í Panama. Söluverð er um 28 milljónir króna. Þá hefur Eimskip gengið frá sölusamningi á Bæjarfossi til fyrirtækisins OK hf. á ísafirði. Söluverð Bæjarfoss er um 11 milljónir króna. Fjallfoss var smíðaður í Dan- mörku árið 1974 og er eitt af fjórum systurskipum, sem Eimskip keypti árið 1977. Skipin hafa nú öll verið seld. Undanfarin misseri hefur Fjallfoss verið í ýmsum óreglu- bundnum flutningum. Unnið hefur verið að því um nokkurn tíma að selja skipið, og er sala þess liður í endurnýjun á stórflutningaskipum félagsins. Eins og áður hefur verið greint frá, keypti Eimskip fyrr á þessu ári stórflutningaskipið John Wulff, sem verður afhent félaginu í september eða október nk. John Wulff er með 225.000 rúmfeta lestarrými, sem er um það bil helmingi stærra en í Fjallfossi. Burðargeta nýja skipsins er 4.000 tonn. Eimskip er með kaup á öðru stór- flutningaskipi í athugun og frekari endurnýjun á stórflutningaskipum félagsins. Eimskip hefur haft Bæjarfoss á söluskrá í nokkuð langan tíma, og erfiðlega hefur gengið að selja skipið erlendis. Skipið hentar ekki til brettaflutninga á frystum fiski, en eins og kunnugt er vinnur Eimskip í samráði við Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna að breyttu fyrirkomulagi frystiflutninga. Bæjarfoss verður í flutningum á frystum fiski fyrir eigendur OK, sem eru Skagstrendingur hf., Niðursuðu- verksmiðjan og fleiri aðilar. Bæjar- foss var smíðaður í Noregi árið 1972 og keyptur til landsins 1975. Bæjar- foss hefur frá upphafi verið í flutn- ingum á frystum fiski einkum til Bretlands og meginlands Evrópu og í söfnun hér innanlands. Er Bæjarfoss hefur verið seldur rekur Eimskip fimm frystiskip, en auk þess hefur félagið aukið veru- lega flutning á frystum fiski í frysti- gámum á undanförnum misserum. Á þetta bæði við um flutninga til Bandaríkjanna og Evrópu. samtökin öðluðust samningsrétt 1962. Um næstu áramót muni þær ráðstafanir sem gerðar hafi verið hafa valdið a.m.k. 30% kjaraskerðingu frá árinu 1982 og að það þurfi því 40% launahækk- un á næsta ári ef ná eigi kaup- máttarstigi þess árs. Þær ráð- stafanir sem gerðar hafi verið séu einhliða skerðing á kaup- mætti launa, en verðlag látið óheft. Vísitölubætur á laun séu afnumdar, en vísitölutenging lána látin haldast. Landbúnað- arvörur hafi þegar hækkað um 22—33% og innfluttar vörur um 20% og skriða hækkana á opin- berri þjónustu sé farin af stað með hækkun orkuverðs. Þá er í tillögunni, sem sam- þykkt var samhljóða, látinn í ljósi uggur um að ráðstafanir stjórnvalda kunni að leiða til at- vinnuleysis, vegna samdráttar sem þær valdi í atvinnulífi lands- manna. í tillögunni er boðað að efnt verði til fundarhalda til að kynna afleiðingar bráðabirgðalaganna og kannað verði viðhorf félags- manna til bráðabirgðalaganna, en þau hljóti samtökin að hafa að leiðarljósi við ákvarðanatöku á bandalagsráðstefnu í kjölfar hinna almennu funda. Franska stúlkan kannar möguleika á skaðabótamáli MARIE LUCE BAHUAUD, franska stúlkan sem varð fyrir lík- amsárás í sæluhúsi á Skeiðarár- sandi í ágústmánuði síðastliðnum, er nú stödd hér á landi vegna yfir- heyrslna í máli ákæruvaldsins á hendur Grétari Sigurði Árnasyni, sem misþyrmdi henni og olli dauða Yvette systur hennar. Ásamt því að Marie Luce ber vitni fyrir Sakadómi Reykjavík- ur, kannar hún möguleika á að höfða skaðabótamál vegna þeirra meiðsla og þjáninga sem hún leið þegar fyrrgreindir at- burðir urðu. Samkvæmt heim- ildum Mbl. hitti hún í gær lög- fræðing sem kannar fyrir henn- ar hönd hugsanlega möguleika á skaðabótum vegna þessa. Yfirheyrslur yfir stúlkunni fóru fram í gær í Sakadómi Reykjavíkur. Sjá frásögn á miðopnu. Gullskipsmenn byrjaðir aftur GULLSKIPSMENN eru byrjaðir aftur af fullum krafti við undirbúning á björgun Het Wapen Van Amsterdam á Skeiðarársandi. Sem kunnugt er fluttu þeir öll tæki og búnað upp á sandinn þegar vart varð við gosið í Grímsvötnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.