Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JÚNÍ 1983 Ungur ýtustjóri slapp naumlega er ýtan fór í sjóinn: „Fékk holskeflu gler- mig“ út úr húsinu og upp á yfirborðið og synti síðan til lands. Menn sem eru að reisa olíutanka þarna á múlanum tóku á móti mér og hjálpuðu mér í land. Ég er ekk- ert meiddur að ráði en þó finn ég til eymsla í höfði og í baki. En það var mikið af kurluðu gleri innan fata sem ekki kom í ljós fyrr en ég fór að skipta um föt.“ Húnbogi var aðeins búinn að vera fjóra daga á jarðýtu þegar óhappið varð en hann er vanur öðrum vinnuvélum. Hann var ekkert eftir sig eftir volkið og sagðist tilbúinn að byrja aftur þegar vélin kemst í lag ef eig- andi hennar vildi. Konráð Gísla- son, eigandi ýtunnar, sagðist vona að búið yrði að gera við hana á miðvikudag eða fimmtu- dag en hún skemmdist ekki mik- ið nema rafbúnaður og rúður. Úlfar sjávar yfir Morgunbladid/Úlfar. ísafirdi, 7. júní. „ÉG fann þegar stórgrýtiö byrjaði að skríða undan jarðýtunni,“ sagði Húnbogi Valsson, 23ja ára ýtu- stjóri á ísafirði, sem varð fyrir þeirri lífsreynslu síöastliðinn mánudag að sex tonna jarðýta, sem hann stjórnaði, sökk á um sjö metra dýpi í sundunum á ísafirði. „Ég reyndi strax að koma ýt- unni í bakkgír en þá drap hún á sér og ég stefndi beint í hafið. Þegar ýtan, sem allan tímann stóð á beltunum, var komin í sjó ætlaði ég að komast út um einu dyrnar í stjórnhúsinu, en vatns- þrýstingurinn var þá orðinn svo mikill að ég gat ekki opnað. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerð- ist; en um það bil sem ýtan stöðvaðist á botni splundraðist framrúðan undan vatnsþungan- um og ég fékk holskeflu gler- brota og sjávar yfir mig. Ég drakk einhvern sjó en komst þó Húnbogi Valsson við jarðýtuna. brota og Sementsverksmiðjan: Fyrstu kolin FYRSTI kolafarmurinn til semcnts- verksmiðjunnar á Akranesi kom frá Amsterdam á mánudaginn, en sem- entsverksmiöjan mun á næstunni taka kol til brennslu í stað olíu. í samtali við Mbl. sagði Guðmund- ur Guðmundsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðju ríkisins, að um з. 600 tonn af kolum hefðu verið af- fermd á Grundartanga í gær. Kolin komu um Amsterdam frá Bandaríkj- unum. Ekki hefði verið talið ráðlegt að geyma þau nálægt byggð og því verið brugðið á það ráð að afferma þau á Grundartanga. Guðmundur sagði ennfremur að brennsla kola hæfist innan skamms, en þau kost- uðu nú u.þ.b. helming af olíuverði. Hefði verið byggð sérstök verk- smiðja er malaði kolin og blési þeim inn í ofn, þar sem sementsgjallið væri brennt. Þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til mengunarvarna, en kostnaður við framkvæmdir væri и. þ.b. 30 milljónir króna. Ný plata Mezzoforte komin upp f 75. sæti Nýja tveggja laga piatan með Mezzoforte, sem ætlað er hið erfiða hlutverk að fylgja forvera sínum eftir, komst í gær- morgun upp í 75. sæti breska smáskífuvinsældalistans eftir að hafa gist 83. sætið í síðustu viku, en þá aðeins eftir tveggja daga sölu. Á þessari nýju plötu er aðallagið „Rockall", en lagið á B-hliðinni heit- ir „Gazing At The Clouds“ og munu margir e.t.v. kannast betur við lagið undir nafninu „Spáð í skýin.“ Fast- lega má gera ráð fyrir að „Rockall" sigli upp vinsældalistann, en hvort lagið kemst í 17. sætið, eins og „Garden Party“, eða jafnvel enn ofar verður framtíðin að skera úr um. Eftir talsverðar tafir er breiðskíf- an „Catching Up With Mezzoforte" loks að koma út í Bretlandi, en á henni er að finna bestu lögin af þremur fyrstu plötum hljómsveitar- innar. Er að sögn Péturs Kristjáns- sonar hjá Steinum hf. vonast til þess að hún fullnægi þeirri þörf, sem ver- ið hefur fyrir nýja plötu frá Mezzo- forte að undanförnu. Lagið „Rockall" hefur fengið mjög góðar viðtökur í útvarpsstöðvum og heyrist títt á öldum ljósvakans. Þá hafa þær fregnir borist af tónleika- ferðalagi hljómsveitarinnar, að henni hafi verið tekið með kostum og kynjum er hún kom fram í Henryá Africa í Glasgow í gær. Var fram- kvæmdastjóri hússins að sögn yfir sig ánægður, en um leið súr yfir því að hafa aðeins bókað hljómsveitina á tvenna tónleika. Troðfullt var á öllum tónleikum Mezzoforte í Baileyá í Watford og lætur nærri að um 7000 manns hafi heyrt hana leika þar. Mezzoforte átti upphaflega að leika í Glasgow í gærkvöldi og í kvöld, en tónleikunum var flýtt um einn dag. Frá Glasgow heldur hljómsveitin til Worcester, þá Poole, Croydon og Manchester, en ferðalaginu lýkur ekki fyrr en um miðjan júlf. Geimferjan hér aftur BANDARÍSKA geimferjan Enter- prise hefur viðdvöl hér á landi á leið sinni til Bandaríkjanna frá flugsýningunni í París. Hún var á áætlun hingað til Keflavíkurflug- vallar klukkan 13.45, en var fyrr á ferðinni og flaug lágt yfir Reykja- vík í leiðinni, þó það hafi ekki ver- ið á upphaflegri flugáætlun hennar hingað. í gær og í morgun hefur fólk leyfi til að skoða hana í ná- lægð, en ekki er leyft að fara inn í hana. Eins og fyrr sagði lagði ferjan upp frá París og flaug yfir Birm- ingham, Manchester og Glasgow á leið sinni hingað til lands. Myndina tók Einar Falur Ing- ólfsson af ferjunni á Keflavíkur- flugvell í gær, skömmu eftir komu ferjunnar. Héðan fer ferj- an klukkan 11 í dag áleiðis til Goose Bay á Nýfundnalandi. Þekktur spænskur píanóleikari, Jose Ribera, hélt tónleika í Norræna húsinu í gærkvöldi. Á efnisskránni var spænsk nútímatónlist. Ribera, sem lék nú í fyrsta sinn á íslandi, er þekktur fyrir flutning nútímatónvcrka og hafa mörg nútímatónskáld tileinkað honum verk sín. MorgunbiaAiA/KEE. Trúum ekki öðru en Alþingi felli skerðingarákvæðin Segir Kristján Thorlacius, formaður BSRB „VIÐ LEGGJUM megináherslu á tvennt, annars vegar að afnámi rétt- inda til samninga verði aflétt og kaupskeröingarákvæði bráðabirgða- laganna verði endurskoðuð," sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, í gærkvöldi í samtali við Morgunblaðið, vegna ályktunar stjórnar og samninganefndar banda- lagsins, sem sagt er frá annars stað- ar í blaðinu. „Við teljum að bráðabirgðalögin feli í sér ákvæði sem séu slík skerðing á mannréttindum og gróflegt brot á lýðræði, að við trúum því ekki fyrr en á verður tekið að Alþingi felli ekki þessi skerðingarákvæði, þegar í sumar. Þessi ákvæði varða sjálfan grundvöll lýðræðisins og frjálsrar verkalýðshreyfingar. Hvað kjaraskerðinguna varðar þá er hún gífurleg og við óttumst að erfitt verði að na upp áætlaðri 30% kjaraskerðingu og það verði því erfitt að ná upp laununum aft- ur. Þar að auki óttumst við mjög að ráðstafanirnar leiði til slíks samdráttar í atvinnulífinu, að það muni fara hér eins og þar sem svipuðum aðferðum hefur verið beitt, að þær leiði til atvinnuleys- is. Samtökin álíta þetta mjög uggvænlegar horfur," sagði Kristján. „Við höfum ákveðið að segja upp gildandi kjarasamningum og boða til funda með félagsmönnum okkar í haust, þar sem þessi mál verða rædd. Þessi fundahöld eru ekki hvað síst hugsuð til að leita álits okkar félagsmanna og í framhaldi af þeim verður boðað til bandalagsráðstefnu, þar sem það álit sem kemur fram á þessum fundum verður haft að leiðarljósi við ákvarðanir um frekari aðgerð- ir,“ sagði Kristján að lokum. Góð aðsókn hjá Braga SÝNINGU Braga Ásgeirssonar í Listmunahúsinu lauk um helgina. Aðsókn var mjög góð og seldust um 50 myndir og 20 grafíkmöppur. Mest var aðsóknin á sunnudaginn og var þá stöðugur straumur fólks á sýninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.