Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 37 stunda atvinnurekstur. Ég var ófrísk er mér barst bréfið í hendur og komst því ekki, en svaraði bréf- inu og sagðist hafa mikinn áhuga á að kynnast þessu starfi frekar. Þaer héldu mér síðan volgri með bréfasendingum allt árið og það endaði sem sagt með því að við Sigríður fórum báðar.“ Og þegar hér var komið sögu birtist Sigríður skyndilega, og eft- ir að hafa kastað mæðinni smá stund var hún spurð hvenær hún hafi farið út í atvinnurekstur." „Það var fyrir 10 árum,“ svarar hún. „En ég hafði alltaf unnið talsvert utan heimilis." Sigríður á þrjú börn, 24 ára, 23 og 13 ára. „Sá yngsti man ekki eftir mömmu öðruvísi en í „bisn- ess““ bætir hún við brosandi. „Hann hefur reyndar verið svo heppinn að geta verið með pabba sínum alla daga þar sem við búum upp í sveit. Annars held ég að það : sé erfitt að vera með fyrirtæki og jafnframt mörg ung börn. Konur eru mjög gjarnar á að setja heim- ili og eiginmann alltaf númer eitt, eða fram fyrir störf sín. A.m.k. þyrfti kona að vera mjög vel gift til að það gæti gengið upp.“ Þær Bára eru sammála um að einn stærsti kosturinn við ráð- stefnur af þessu tagi eru þau tengsl sem myndast og ótal mögu- leikar á að koma á hagstæðum viðskiptasamböndum. Bára segist hafa hitt leikstjóra sem hafi haft áhuga á dansflokknum hérna og Sigríður segist hafa hitt konu sem hafi sýnt því áhuga að stuðla að útflutningi ullarvarnings til Bandaríkjanna. Þær eru einnig á einu máli um að talsverður munur sé á stöðu kvenna og karla sem atvinnurekenda, „við erum að mörgu leyti að fara út fyrir hefð- bundið verksvið kvenna," segir Sigríður, en hún segist hafa verið heppin í starfi og Bára tekur bros- andi undir þau orð, „það var einn- ig áberandi að flestar kvennanna þarna úti töldu sig hafa verið mjög heppnar með flest í lífinu," og er við kveðjum þær stöllur velt- um við því fyrir okkur hvort „heppni" sé rétta orðið yfir at- hafnasamar konur. Sigríður Pétursdóttir í Röskva, annar íslensku þátttakendanna á ráðstefnunni... ... og Bára Magnúsdóttir jassballettkennari og eigandi Jassballettskóla Báru. Það má segja að þess misskilnings hafi oft gætt að yfirmenn hljóti að vera verri ef fólkinu líði vel á vinnustaðnum. Sumir hafa t.d. haldið því fram að augljós dæmi um vel rekið fyrirtæki væru stimpilklukka og kuldaleg kaffi- stofa svo eitthvað sé nefnt. Konur og karlar eru ólík og kon- ur leggja gjarnan meira upp úr notalegu umhverfi, vilja t.d. hafa blóm í kringum sig og myndir á veggjum. En þó kvenfólk stjórni á annan hátt, er ekki þar með sagt að það sé verri stjórn og þó karl- menn hafi stjórnað á ákveðinn hátt er ekki þar með sagt að við þurfum að taka aðferðir þeirra upp. Annars hef ég alltaf verið sannfærð um ágæti kvenfólks þó ég hafi alls ekki verið nein kven- réttindakona, og ég held við þurf- um alls ekki að fara að vinna á skurðgröfum til að sanna ágæti okkar.“ Nú hefur þú rekið skólann í 17 ár jafnframt því að vera með börn og heimilL Hvernig hefur þér tekist að samræma þetta tvennt? „Ég þekki ekkert annað, ég hef aldrei verið eingöngu heima með börnin mín, en ég hef verið gift frá því ég var 20 ára. Ég held að flest- ar konur fari í gegnum einhver tímabil þar sem þær eru tvístíg- andi og vita ekki hvort þær eiga að halda áfram að vinna utan heimil- is eða fara heim og vera með börn- unum. Ég man að ég gerði það upp við mig á sínum tíma að halda áfram að vinna þrátt fyrir heimili og börn og flestar konurnar á ráð- stefnunni virtust hafa gengið í gegnum svipaða reynslu. Eg hef ekki orðið vör við að börnin mín séu með neina van- metakennd þó ég sé ekki með þeim alla daga. Reyndar er ég á þeirri skoðun að það sé ekki tíminn sem varið er í verkefnin sem skipti öllu máli, heldur hvernig tímanum er varið. En það er mikilvægt að skipuleggja starfið vel og viður- kenna fyrir sjálfum sér að það er ekki hægt að gera alla hluti sjálf- ur.“ Hvernig fannst þér íslenskar kon- ur standa í samanburði við hinar sem þú hittir þarna á þinginu? „Að mínu áliti eru íslenskar konur mjög heppnar, hér eru (Ljósm. Rax) a.m.k. engin lög eða siðvenjur sem meina konum þátttöku eins og tíðkast víða annars staðar. Það vakti einnig mikla athygli að for- setinn okkar er kona og ég held reyndar að athygli samtakanna hafi beinst hingað að miklu leyti þess vegna, en ég var mjög ánægð með að fá að bera þinginu kveðju forsetans. Mér finnst reyndar löngu kominn tími til að íslenskar konur hætti þeim barlómi sem stundum hefur borið á, ég tel slíkt langt fyrir neðan virðingu okkar." Hvernig stóð á því að þér var boð- ið til þessarar ráðstefnu? „Ég veit það ekki, mér barst bréf frá þessum samtökum í fyrra. í bréfinu var listi með nöfnum nokkurra íslenskra kvenna sem Þetta er dönsk framleiösla frá POWER. Takiö eftir flauels-ásaumi á jökkunum og rennilás á buxnaskálm- um. Jakkarnir og buxurnar eru fóðraðar. Hlýr og smart klæðnaöur fyrir hressa krakka. Barnafatnaðurinn líkist æ meir fatnaði hinna fullorðnu, hvað varðar liti, efni og snið. Þessi skemmtilegu náttföt og náttkjóll eru úr 100% bómull og fást í hvítu/rauöu og hvítu/pastel. staklega fyrir þá krakka, sem mik- iö stunda skíöi eöa aðrar vetrar- íþróttir. Þykkar pólar-úlpur og duffel- frakkar eru bæöi fyrir stráka og stelpur. Oft eru þessar yfirhafnir fóöraöar meö lambaskinni og flestar hafa hlýjar hettur, sem hægt er aö draga vel saman um andlitið. Hentugt fyrir íslenska haust-og vetrar-veöráttu! Margar yfirhafnir — og þá sér- staklega jakkar — eru oft meö ýmsu skemmtilegu skrauti, svo sem kögri á brjósti og ermum, ýmsum leðurbótum og leggingum, svo og stórum vösum. Skíðafatnaðurinn á aö vera úr hlýjum efnum, oft í hinum vinsælu pastellitum. Gallabuxur halda sínum ótrú- legu vinsældum og hettupeysur eiga vel viö. Sumir hönnuöir kynntu hlýjar prjónabuxur, sem * » # / Lítill blúndukragi getur líka átt vel viö og útsaurr- að hjarta á jogging-blússunni einnig. Settið fæst í litunum blátt, Ijósrautt, hvítt og dökkrautt. Þó maöur sé ekki hár í loftinu, getur maður þó verið þokkalegur til fara, ekki satt? Við þetta velour-sett kýs ungi maöurinn hér að nota legghlífar. „troöa“ á niöur í há stígvél, en stígvélin — yfirleitt úr leöri — eiga aö vera stór og loðin aö utan. Útsaumaöar kúrekaskyrtur, bæöi fyrir stelpur og stráka, veröa vinsælar, og við eiga gallabuxur, sem eru þá ýmist með leður- eöa málmleggingum. Vesti, úr sama efni og buxurnar eiga vel viö, svo og kúrekastígvél og jafnvel kú- rekahattar í John Wayne-stíl, sem nú er hægt að fá í mörgum barna- stæröum. Ungbarnafatnaður er mjög fín- legur, oft meö fallegum útsaumi. Litirnir eru þó frjálslegir, svo og þau efni sem notuð eru. Mjúkt flauel, frotté og velour eru t.d. vinsæl hjá mörgum hönnuðum. Varla þarf aö taka fram aö svo til öll efni sem notuð eru í barna- fntnað, eru einföld í þvotti og viö- haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.