Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 10
HVAD ER AD GERAST DM HELGINA? 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 Þrjár sýningar Light Nights um helgina Light Nights hafa nú hafið sýningar, en þetta er fjórtánda sumariö sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir sýningum í kvöld- vökuformi fyrir erlenda ferða- menn á islandi. Uppfærslan sem nú er boöiö upp á er tví- skipt, annars vegar er leik- myndin baöstofa frá síöustu aldamótum og hins vegar vík- ingaskáli. Sýningarkvöld veröa fjögur í hverri viku, fimmtudags, föstu- dags, laugardags- og sunnu- dagskvöld og hefjast sýningar kl. 21.00 í Tjarnarbíói. LEIKSYNINGAR Kvöldvökur-og kvik- myndasýningar Á vegum íslensku óperunnar veröa haldnar kvöldvökur, í kvöld og laugardagskvöld kl. 21.00, sem ætlaðar eru jafnt erlendum feröa- mönnum sem islendingum. Á dagskránni eru íslensk þjóö- lög sem kór óþerunnar syngur og einsöngur Jóns Þorsteinssonar og Svövu Nielsen. Þá verður einnig myndlistarsýning á efstu hæö Gamla bíós þar sem sýnd veröa verk eftir Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes Kjarval auk þess sem myndvefnaöur Vig- dísar Kristjánsdóttur er til sýnis á stigagöngum. Kvikmyndin „Eldeyj- an“ sem gerö var um Heimaeyjar- gosiö veröur og sýnd. Kvikmyndasýningar veröa föstu- dag og laugardag kl. 18.00 og sunnudag kl. 21.00 þar sem sýnd- ar verða þrjár myndir. Finnskur gestaleikur í Félagsstofnun „Amatörteatergruppen frán Jonessia“ nefnist finnskur leikhóp- ur, sem sýnir gestaleik á vegum Stúdentaleikhússins í Félagsstofn- un á laugardagskvöld. í verkinu, sem nefnist „Marjattas sáng“, er hinni gamalkunni goö- sögn um kyntrölliö Don Juan snúiö viö — nú er þaö kona sem seiöir til sín karlmenn. Sýningin hefst kl. 20.30. Leikendurnir í Lorca-dagskránni. F.v. Ragnheiöur Arnardóttir, Harpa Arnardóttir, Andrés Sigurvinsson, Hans Gústavsson, Aldís Baldvinsdóttir, Kristján Franklín Magnús og Kristín Ólafsdóttir. Stúdentaleikhúsið: Dagskrá úr verkum Frederico García Lorca frumsýnd á sunnudag „Klárinn blakkur, tunglið rautt“ nefnist dagskrá sem byggð er á verkum spænska skáldsins Frederico García Lorca, sem myrtur var af fasistum 27. júlí 1936. Er því ekki af tilviljun sem Stúdentaleikhús- iö valdi 17. júlí til frumsýningar verksins, því þann dag braust borgarastyrjöldin út á Spáni fyrir 47 árum. Á sýningunni veröa fluttir hlutar úr tveim verkum Lorca, „Blóö- brullaupi" í þýöingu Hannesar Sigfússonar, en verkiö var flutt í heild á fjölum Þjóðleikhússins 1959—1960, og „Yerma“ í þýöingu Karls Guömundssonar. Hefur þaö verk ekki veriö flutt hér áöur. Söngtexta þýddu Guöbergur Bergsson, Karl Ágúst Úlfsson og Þórarinn Hjart- arson. Ljóöaþýöingar eru eftir Helga Hálfdanarson. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir, en umsjón meö tónlist hefur Valgeir Skagfjörö og leika auk hans Arnaldur Arnarson og Gunn- þóra Halldórsdóttir á gítar og fiölu. Sýningar veröa 17., 18., 21. og 22. júlí og hefjast kl. 20.30 í Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. Tilboö*Tilboö*Tilboö*Tilboö Sumarföt á lækkuðu verði Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP Reykjavík Akureyri Njarðvík TÓNLEiKAR Orgeltónleikar í Dómkirkjunni Orgeltónleikar veröa í Dómkirkj- unni á sunnudag, 17. júlí. Leikur Marteinn H. Friðriksson á orgel og hefjast tónleikarnir kl. 17.00. Allir velkomnir og er aðgangur ókeypis. UTIVERA Útiviot: Þrjár helgarferöir Helgarferöir veröa farnar í kvöld, á vegum Útivistar, í Land- mannalaugar, Kerlingarfjöll og Þórsmörk svo og skíöagönguferö á Mýrdalsjökul. Á sunnudag kl. 8.00 hefst einsdagsferð í Þórs- mörk og kl. 13.00 veröa tvær dagsferöir. Ganga hjá Tröllafossi og gönguferð á hátind Esju. Brottför í feröirnar er frá bens- ínsölu BSÍ. NVSV: Skoðunarferð um Esjuhlíðar Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer sína þriöju laugardags- ferö á morgun, til kynningar á fyrir- huguðu Náttúrugripasafni Islands. í feröinni verður blóm- og gras- lendisgróöur í Esjuhlíöum skoöað- ur. Fariö verður í Esjuhlíöar ofan Kollafjaröar. Leiösögumaður í feröinni veröur Eyþór Einarsson, grasafræöingur, en feröin hefst viö Norræna húsiö kl. 13.30 og er fargjald kr. 150 en ókeypis fyrir börn. Ferðafélag íslands: Dagsferðir um helgina Feröafélag íslands er meö þrjár dagsferöir um helgina. Á laugar- dag kl. 9.00 veörur farin ökuferö um Mýrarnar þar sem ekið verður niður aö sjó og um Hítardal. Á sunnudag veröur gönguferð á Baulu kl. 8.00 og kl. 13.00 veröur gengiö um Botnsdal og aö Glym. Að gefnu tilefni skal tekið fram aö ferðin 22.-27. júlí — Skaftár- eldahraun — féll niður í auglýsingu um sumarleyfisferöir Fí, en sú ferð er farin í tilefni þess aö 200 ár eru liðin frá Síðueldum. Árbæjarsafn: Gönguferð um Elliðaárdal Árbæjarsafn er opiö um helgina frá kl. 13.30—18.00 og verða kaffiveitingar í Eimreiöarskemmu. Á sunnudag kl. 16.00 leikur blás- arakvartett Guöna Franssonar úti, ef veöur leyfir og.sama dag, kl. 14.00 hefst gönguferð um Elliöa- árdal frá safninu. Aðgangseyrir er kr. 40 fyrir full- oröna og kr. 20 fyrir unglinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.