Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983
55
VELVAKANOI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Hvaða sjóðir eru þetta?
Sigríöur Guðmundsdóttir skrifar:
„Við vorum í saumaklúbbnum
mínum af gefnu tilefni að ræða
sjóðstofnanir og gátum ekki rifjað
upp eða komið okkur saman um
hvernig í lægi. Þess vegna langar
mig til að koma á framfæri í Vel-
vakanda spurningum í von um að
svör við þeim gætu orðið til að
upplýsa okkur.
Það er um sjóðstofnanir sem
forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir, hefur tilkynnt um á ferðum
sínum. Ég man að minnsta kosti
að í frétt frá París um daginn, var
frá því sagt að forseti íslands
hefði í móttöku hjá íslenzka sendi-
herranum tilkynnt um sjóðstofn-
un í tilefni þess að 850 ár eru liðin
síðan Sæmundur fróði var í skóla í
París, að því er þjóðsagan segir.
Þessi sjóður skyldi vera til styrkt-
ar íslenzkum námsmönnum í
París, ef ég man rétt.
Þá þóttist önnur okkar muna
eftir því, að forsetinn hefði til-
kynnt í London, í opinberri heim-
sókn, að hún ætlaði að standa
fyrir stofnun á einhverjum svip-
uðum sjóði til styrktar náms-
mönnum þar. Og enn var að væfl-
ast fyrir okkur einhver sjóðstofn-
un á vegum forsetans þegar hún
var á ferðalagi á Ströndum, gott ef
það var ekki eitthvað í sambandi
við kirkjuna á Hólmavík. Nú lang-
ar okkur til þess að vita hvaða
sjóðir þetta eru, hver stendur að
þeim og hvar þeir eru nú. Helst
hvar á að sækja um styrk úr þeim.
Einkum hefur ein okkar áhuga á
sjóðnum í París, þar sem hún á
aðstandanda sem þar stundar
nám. En það er nú kannski of
snemmt að fara að sækja um
hann.
Ég vona að enginn fari að móðg-
ast, þótt við spyrjumst fyrir um
þetta, enda opinber málefni, og í
lýðræðisþjóðfélagi eiga borgar-
arnir að geta leitað sér upplýsinga
um hvaðeina sem er á opinberum
vegum og tilkynnt í blöðum. Þetta
er bara venjuleg kvenleg forvitni,
að leita nánari upplýsinga um það
sem maður er að tala um.“
Var stúlkan eitt-
hvað að villast?
Næturflug yfir
Reykjavfk
sjaldgæft nema
í mikilli hæð
Valdimar Ólafsson yfirflug-
umferðarstjóri skrifar:
„Vegna fyrirspurnar Garð-
ars Sigurgeirssonar í Velvak-
anda 7. og 12. þ.m., um hávaða
frá flugvélum yfir Reykjavík-
urborg, sem Gunnar Sigurðs-
son flugvallarstjóri svaraði
vegna Reykjavíkurflugvallar,
skal eftirfarandi tekið fram:
Engar sérstakar hömlur eru
á flugi yfir Reykjavíkurborg,
aðrar en alþjóðareglur um
lágmarksflughæðir yfir þétt-
býli. Að nóttu til er flug yfir
borginni sjaldgæft, nema í
mjög mikilli hæð.
Flugvélar varnarliðsins eru
þó stundum á ferð að nóttu til
við sitt eftirlitsflug og er lík-
legt að umræddur hávaði hafi
stafað frá slíkri flugvél.
Mælst hefur verið til þess
við varnarliðið, að flugvélar
þeirra leggi lykkju á leið sína,
framhjá mesta þéttbýlinu, að
nóttu til.
Jafnan hefur verið tekið til-
lit til þeirra tilmæla og frávik
eins og þetta verður að teljast
undantekning."
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur les-
endur til að skrifa þætt-
inum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til
— eða hringja milli kl.
11 og 12, mánudaga til
föstudaga, ef þeir koma
því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og
orðaskipti, fyrirspurnir
og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrit-
uð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisföng verða að
fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir
ástæða til að beina því
til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins,
að þeir láti sinn hlut
ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Gummi skrifar:
„Ég sá á myndum, sem birt-
ar voru af mótmælagöngu að
bandaríska sendiráðinu þegar
Bush varaforseti var hér, að
fremst gekk stúlka með málað
á sig stórum stöfum Víetnam.
Var þetta ekki einhver mis-
skilningur að hún væri að
ganga að bandaríska sendiráð-
inu? Eða var hún eitthvað að
villast. Núna eru engir Banda-
ríkjamenn í Víetnam, og orðið
æði langt síðan þeir voru þar.
Aftur á móti eru það Sov-
étmenn sem vopna Norður-
Víetnama, en þeir hafa sem
Ingibjörg Þorsteinsdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Að undanförnu hafa töluverðar
umræður orðið í blöðum, ekki síst
Mbl., um stofnun hinna fyrirhug-
uðu bókmenntaverðlauna forseta
íslands í minningu Jóns Sigurðs-
sonar.
Að ýmsu leyti tel ég þessar um-
ræður hafa verið upplýsandi og
gagnlegar, þótt þær nær einvörð-
ungu hafi snúist um ytri forms-
atriði og smáagnúa á frummeð-
ferð málsins, sem auðveldlega
verða sniðnir af síðar. Hins vegar
hafa allir verið sammála um ágæti
sjálfrar hugmyndarinnar. Og er
það vel. Það eitt að tengja þessi
verðlaun minningu Jóns Sigurðs-
sonar gefur þeim sérstakt og mik-
kunnugt er lagt undir sig
Suður-Víetnam, og fara þann-
ig með íbúana að þeir flýja
landið í stórum hópum. Þeir
eru líka með innrásarher í
Kambódíu og hafa þar með sér
sovésk vopn.
Stúlkan hefur líklega ætlað
sér að mótmæla því með áletr-
uninni Víetnam á sér, en af
einhverjum ástæðum lent á
vitlausu sendiráði. Sovétmenn
eru uppi í Garðastræti. Heim-
ilisfangið geta þeir, sem láta
sér annt um fólkið í Víetnam,
fundið í símaskránni."
ilvægt gildi, sem m.a. ætti að
tryggja að þau yrðu aldrei veitt
fyrir venjuleg miðlungsverk —
(hvað þá heldur lágkúru þar fyrir
neðan). — Nei, til bókmennta-
verka, sem hæfðu slíkum verð-
launum, er vonandi að ekki ein-
ungis fámenn nefnd heldur þjóðin
öll geri ávallt háar kröfur — fyllstu
gæða-kröfur — og ekki síst sé frá
jákvæðu menningarsjónarhorni
horft.
Ef slíks verður gætt geta þessi
verðlaun orðið sívökul hvatning og
öflug lyftistöng íslensku menning-
arlífi í framtíðinni.
Vigdís forseti á því vissulega
miklar þakkir skilið fyrir sína
björtu hugsjón."
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Þeir þvældust fyrir hvor öðrum.
Rétt væri: Þeir þvældust hvor fyrir öðrum.
Bendum börnum á þetta!
Bókmenntaverðlaun forseta íslands:
Geta orðið sívökul hvatn-
ing og öflug lyfttistöng
íslensku menningarlífi
Tíu skápar á dag
koma skapinu í lag
Sagði fyndnasti lagermaðurinn okkar í gær
þegar hann hamaðist við aö bera stóra og litla
skápa í útkeyrslubílana.
Skápakynning okkar hefur fengiö góðar und-
irtektir og flestir orðið undrandi á því feiknar
úrvali sem við höfum af allskonar skápum.
Aðeins 20% út og rest á 6—8 mánuð-
um. 3ja ára ábyrgð.
UÚSGAGNAHÖLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410
JttargtsstMiifrife
Gtxkrn daginn!