Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.07.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1983 41 MÍGRENI KEMUR í KÖSTUM Mígreni er ein tegund æöa- höfuðverkjar og mjög al- geng. Niðurstöður rannsókna á tíðni mígrenis hafa verið nokkuð mismunandi. í Englandi var tíönin 15—19% hjá körlum og 24—29% hjá konum, en í öðrum rannsókn- um (Bandaríkjunum, Englandi, Danmörku) hefur tíðnin veriö allt frá 5—60%. Fjöldi þeirra sjúklinga sem fá svo slæman mígrenihöfuö- verk að þeir eru ööru hvoru frá vinnu eða skóla er sennilega 4—5% af öllum íbúum. Um ættgengi mígrenis er það að segja aö ef annað foreldri hefur mígreni má búast við aö 50% barnanna fái þaö en 83% ef báöir foreldrar hafa mígreni. Ekki eru allir sérfræöingar sam- mála um skilgreiningu á mígreni. Segja má þó aö mígreni sé nafn á sérstakri tegund höfuöverkjar sem kemur í köstum og þegar samtímis verknum eða á undan honum ber á öörum einkennum sem eru nokkuð mismunandi frá einum sjúklingi til annars. Þessi fylgieinkenni eöa fyrirboöar geta veriö tímabundin sjóntruflun, óþægindi frá maga, svo sem ógleöi eöa uppköst, eöa skapgeröarbreytingar, svo eitt- hvaö sé nefnt. Verkurinn er ýmist hægra eöa vinstra megin í höföinu (hjá tveimur sjúklingum af hverjum þremur) en báöum megin hjá sum- um. Hjá fimmta hverjum sjúklingi er hann sömu megin i öllum köst- unum. Venjulega byrjar hann eins og þyngslaverkur sem fjótlega veröur sárari og æöasláttur finnst. Algengast er aö mígreni geri fyrst vart viö sig á aldrinum frá 10 til 20 ára og komi allt aö fjórum sinnum í mánuði. Kastiö líöur hjá á nokkrum klukkustundum en getur stundum staöiö í nokkra daga. Þótt kastið geti komið á hvaöa tíma sólarhringsins sem er þá er algengast aö þaö byrji snemma morguns þannig aö sjúklingur vakni meö höfuöverk. Á milli kast- anna eru sjúklingar nánast ein- kennalausir. Ekki er meö vissu vitaö um or- sakir mígrenis og eru margar get- gátur um þær. Vitaö er aö í byrjun kastsins á sér staö óeölilegur sam- dráttur á hluta heilaæöanna en þaö veldur mlnnkuöu blóörennsli til hinna ýmsu hluta heilans. Ein- kenni frá miötaugakerfi, sem koma í byrjun kastsins, fara svo eftir því hvaöa æöar eru þannig truflaöar. Tíu til þrjátiu mínútum síöar á sér svo staö óeölileg útþensla á æö- um, einkum utan á höföi, en einnig inni í höföi, sem valda verknum. Á undanförum árum hafa rann- sóknir á blóöflæöi heila sýnt fram á aö þaö er verulega minnkaö í byrjun mígrenikasts. Einnig hefur veriö sýnt fram á aö á milli kast- anna er um nokkra minnkun blóö- flæöis í heila aö ræöa hjá mígreni- sjúklingum, þegar þeir eru ein- kennalausir. Ein skýring á orsökum mígrenis er sú aö í blóöi sjúklinganna sé óþekkt efni sem valdi því aö of mikið af efninu „serotonin" losni úr blóöflögunum, en þaö veldur óeölilega miklum samdrætti í æö- um. Nokkru síöar fer magn „serot- onins“ lækkandi í blóðinu og þá á sér staö mikil útvfkkun á stærri æðum. Þessu til staöfestingar má benda á aö efni eins og „reserþin" (var áöur notaö viö hækkuöum blóðþrýstingi og einnig gefiö óró- legum geösjúklingum) minnkar „serotonin" í blóðflögunum og veldur æöahöfuöverk. Viö þaö aö dæla „serotonini" f sjúklinga sem eru í verkjakasti hverfur verkurinn eöa minnkar verulega og „methys- ergide“ sem upphefur verkanir „serotonins” kemur í veg fyrir köstin. Of langt mál er aö fara frekar út í aö tala um aörar kenningar í sam- bandi viö orsakir mfgrenis. Mígreni er skipt í undirflokka en tveir þeir stærstu eru svonefnt klassfskt mígreni og venjulegt mígreni. Klassískt mígreni. Þessi tegund telst um 10% af mígreni. Þar eru áberandi einkenni frá augum og miötaugakerfi (skyntruflanir, tal- truflanir, o.fl.) í byrjun kastsins, mikil ógleöi og uppköst. Æöaslátt- urinn er áberandi. Venjulegt mígreni er um 85% af mígreni. Þar ber ekki eins á upp- köstum eöa einkennum frá miö- taugakerfi. Hins vegar ber oft á aö sjúklingar eru „pirraöir". Höfuö- verkurinn stendur yfir mun lengur en viö klassískt mígreni. Hortons-höfuðverkurinn er enn ein tegundin (4%) og kemur eink- um fyrir hjá körlum á aldrinum 20—40 ára. Þar er verkurinn í öll- um köstum sömu megin. Verkur- inn, sem er framan í enni, kemur skyndilega, einkum á næturnar, og er mjög sár. Hvert kast stendur yfir i 20—180 mínútur. Samfara verkn- um ber á miklu rennsli úr nefi og auga, sem er rautt. Köstin koma daglega í nokkra daga en svo eru sjúklingarnlr einkennalausir mán- uöum saman, jafnvel f mörg ár. Mígreni samfara helftarlömun eða lömun i augnvöðvum sést stundum. í þessum tilfellum getur sjúklingur verið lamaöur öörum megin f nokkrar klukkustundir eftir kastiö og lýst er varanlegum löm- unum. HVÍLD í MYRKRI GET- UR LINAÐ ÞRAUTIR Sjúklingar meö mígreni geta hjálpaö sér sjálfir allmikiö meö því aö læra aö þekkja þá þætti sem framkallaö geta kastiö. Sem dæmi um framkallandi þætti má nefna kvíða, áhyggjur, mikiö Ifkamlegt eöa andlegt álag, svefn fram eftir morgni á frídegi, mjög mikla birtu eöa hávaöa, og ef horft er lengi á sjónvarp eöa bíó. Margir sjúklingar tala um aö ýmislegt í fæöunni framkalli kast, t.d. súkku- laöi, ostar og steiktur matur. Einn- ig fá margir höfuöverk ef boröaö er óreglulega og þeir veröa svang- ir. Vel þekkt eru áhrif alkóhóls, einkum rauövíns og portvfns, á höfuöverkinn. I einstaka tilfellum þarf ekki annarrar meöferöar viö en skýra út fyrir sjúklingi hvers eölis verkurinn er og aö hann sé hættulaus. Sjaldnast þarf aö gera nokkuö í sambandi viö fyrirboöa kastsins í þeim tilvikum þegar þaö stendur stutt yfir. Ef verkurinn stendur lengi yfir og honum fylgja blindu- köst, lömun eöa taltruflanir, þá er hægt að reyna ýmis lyf. í sjálfu verkjakastinu er best aö ráðleggja sjúklingi aö leggjast fyrir f dimmu herbergi og taka eina verkjatöflu (asþirin eöa codimagn- yl) og reyna aö sofna. Ef þeir geta sofnaö í nokkrar klukkustundir vakna þeir oft einkennalausir. Samkvæmt skoöun þeirra sem vinna viö höfuöverkjadeildir, þar sem sjúklingar eru lagöir inn í kasti, lagast klassískt mígreni hjá um 90% sjúklinganna á tveimur klukkustundum viö áöurnefnda aöferö, jafnvel hjá sjúklingum sem segjast hafa höfuðverkinn venju- lega í einn til tvo sólarhringa hverju sinni. Sumum sjúklingum veröur gott af „ergotamini" og oft er gott aö gefa lyf eins og „valiurrT eöa „diazeþam“. Best verka lyf ef þau eru tekin strax og sjúklingur finnur fyrir því aö kast er í aösigi. Ef sjúkl- ingur er meö upþköst veröur aö gefa lyfið á annan hátt, t.d. meö stikkpillu. Ef köstin koma nokkuö oft er reynt aö gefa ýmis lyf daglega í nokkra mánuöi í senn til aö koma í veg fyrir köstin eöa a.m.k. aö reyna aö koma í veg fyrir aö þau veröi svæsin. Mjög mörg lyf hafa verið notuö en með mismunandi árangri. Ástæöa er til aö vara fólk við aö taka mikið inn af lyfjum, eins og t.d. „cafergot" og skyldum lyfjum. Þau geta í stórum skömmtum valdiö höfuöverk og auk þess þröngum æöum í útlimum og víö- ar. Er nauðsynlegt aö taka þetta fram því að mjög margir sjúklingar taka inn mun meira magn af þess- um tegundum lyfja en ráölagt er. Hinn mikli fjöldi lyfja sem er á markaðnum í dag viö mígreni segir ekki annaö en aö árangur af þeim sé ekki nógu góöur. Er ekki ástæöa til aö þreyta lesendur með upþtalningu á þeim, umfram þaö sem gert var hér aö framan. i i HÖFUÐVERKUR VEGNA ÆXLA OG AÐRAR SJALDGÆF- AR TEGUNDIR Eins og bent hefur verið á eru spennuhöfuöverkur og mí- greni (en þær tegundir fara mjög oft saman) um 90% af öllum höfuö- verk. Rétt er að benda á aö grein- ingin á hinum 10% tilfella er mjög þýöingarmikil. Allt of oft hafa þeir sjúklingar ranglega veriö greindir meö mígreni, sþennuhöfuöverk eöa hvort tveggja og því ekki hlot- iö rétta meðferö. Þar er átt viö æxli og ýmsa galla á heilaæöum svo eitthvaö sé nefnt. Þótt fæstir þeirra er þjást af höfuöverk hafi einkenni um heilaæxli þá er þaö algengt aö þeir sem eru meö heila- æxli hafi höfuðverk. I L L i. I i i i L -*■ r«n Þessar teikningar sýna gang al- gengustu tegunda höfuðverkjar. 1. Mígreniköst standa oftast ( nokkrar klukkustundir en síð- an er margra daga hvíld é milli. 2 Spennuhöfuðverkur er nénast stöðugur. 3. Spennuhöfuöverkur og mí- greni fara mjög oft saman. 4. Hortons-höfuðverkur stendur yfir hverju sinni í 20—180 mín- útur. Köstin koma daglega í nokkra daga en svo eru sjúk- lingarnir einkennalausir mán- uöum saman. 5. Höfuðverkur viö heilaæxli er stööugt versnandi. Af öörum tegundum höfuöverkj- ar er rétt aö minnast á svonefndan „temporal arteritis" sem einkum kemur fyrir hjá fólki um og fyrir fimmtugt. Verkurinn er sár, kemur skyndilega og er staðsettur viö gagnauga. Er svæöiö þar og æðin, sem er áberandi hlykkjótt, aumt viðkomu. Vegna hættu á blindu er mjög þýöingarmikiö aö greina þessa tegund nógu snemma. Gláka, of hár blóðþrýstingur og ýmsir sjúkdómar í hálsliðum geta valdiö höfuöverk. Flestar tegundir höfuöverkjar er auövelt að greina eftir aö tekin hefur veriö nákvæm sjúkrasaga og skoöun fariö fram. í sumum vafatilfellum er nauö- synlegt aö gera frekari rannsóknir til greiningar. Má þar nefna heila- rit, röntgenmynd af höföi og háls- liðum og heilaskönnun. Sumar rannsóknir er hins vegar aðeins hægt aö gera í sjúkrahúsi, m.a. mænuvökvarannsóknir og sér- stakar röntgenrannsóknir á heila og mænu, svo eitthvaö sé nefnt. Með tilkomu tölvustýrörar röntgengreiningar, sem rutt hefur sér til rúms erlendis á undanförn- um árum, er hægt aö greina skemmdir í höföi á algjörlega hættulausan og sársaukalausan hátt, auk þess sem sú rannsókn er margfalt nákvæmari en aörar. Vonandi verður ekki langt aö bíöa þar til viö fáum slíkt tæki. Sþurn- ingin er ekki hvort viö eigum aö kaupa þaö heldur hversu lengi viö getum beöiö eftir þvi. Dr. tíunnar tíuðmundsson er rflr- læknir taugadeildar Landspítalans og prófessor rid læknadeild Há- skólans. en grein þessi birtist idur í tímaritinu Heilbrigdismil. Heimllishorn Borð fyrir grill-hlutina Bergljót Ingólfsdóttir Borð fyrir grill-hlutina. Þaö er ýmislegt sem fylgir því aö matbúa á grilli úti í garöi eöa á svölunum, þar eru þó sjaldnast þau þæg- indi og vinnuaðstaöa sem er í eldhúsum. Gamalt te-borö, ef til er, gæti bætt aðstööuna viö matreiðsluna til muna, þar væri hægt aö setja svo til allt sem hafa þyrfti viö hendina. Margt annaö er aö sjálf- sögöu nothæft til þessara hluta, en te-borð hefur þaö umfram aö þar eru jafnan hillur undir, boröiö er tvær hæöir ef svo má aö oröi komast og þar af leiöandi hægt aö setja þar talsvert á. Þeir handlögnu geta sjálf- sagt smíðað sér borö til aö hafa undir alla grill-hlutina, aörir geta ef til vill gert uþþ eitthvaö gamalt sem til er. Waldorf-salat. Waldorf-rúllur Búiö er til gott salat úr: 150 gr. af soöinni sellerírót, skorinni í bita, 2 fremur súrum eplum, skornum í teninga, 50 gr. valhnetu-kjörnum, skornum i bita. Þetta er sett saman viö 1 dl. af majones og 1 dl. þeyttum rjóma, bragöbætt að smekk, t.d. meö sítrónusafa. Salatiö sett inn í skinkusneiöar, sem rúllað er upp eins oq kram- arhúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.