Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 5 Manuela Wiesler leik- ur einleik á SÍÐASTA tónleikahelgi „Sumartón- leika í Skálholtskirkju“ að þessu sinni verður næstkomandi laugar- dag og sunnudag. Mun þá Manuela Wiesler leika einleik á flautu. Á efn- isskrá hennar er nýtt verk, „Soli- tude“ eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, er hún mun frumflytja á þessum tónleikum, en á þeim átta árum sem sumartónleikar hafa verið haldnir í Skálholtskirkju, hefur riautu Manuela frumflutt sjö verk, þar af fjögur með Helgu Ingólfsdóttur, scmballeikara. Auk „Solitude" Magnúsar Blöndals er á efnisskrá Manuelu „Les Folies d’Espagne", 32 til- brigði eftir barokktónskáldið Marian Marais og sónata eftir sænska tónskáldið Sven Erik Back. Sölustofnun lagmetis; Eyþór Olafsson ráðinn mark- aðsfulltrúi í Bandaríkjunum SÖLUSTOFNUN lagmetis hefur núverandi sölustjóra SL, markaðs- ákveðið að ráða Eyþór Ólafsson, fulltrúa í Bandaríkjunum. Hefur __________________ hann þar störf í næsta mánuði. Lýst eftir bifreið AÐFARANÓTT þriðjudagsins 16. ágúst var bifreiðinni R-38413 stol- ið frá húsi í Hamrahlíð. Bifreiðin er af Lada-gerð, skutbifreið og hvít að lit. Þeir sem upplýsingar geta gefið um bifreiðina og hvar hún er niðurkomin eru vinsamlega beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn Heimis Hannessonar, framkvæmdastjóra SL, er þessi ákvörðun tekin í framhaldi auk- innar áherzlu á markað lagmetis í Bandaríkjunum. Eru miklar vonir bundnar við þá auknu markaðsstarfsemi, sem fólgin er í því. Er mesti vaxtarbroddur út- flutnings okkar og annarra bundinn við Bandaríkin um þess- ar mundir. Hvöt og Landssamband sjálfstæðiskvenna: Hvetja til friðarfimdar á degi Sameinuðu þjóðanna MORGUNBLAÐINU barst í gær eftir- farandi ályktun stjórnar Hvatar og framkvæmdastjórnar Landssambands sjálfstæóiskvenna vegna friðarfundar: Stjórn Hvatar og framkvæmda- stjórn Landssambands sjálfstæð- iskvenna hefur borist erindi frá Kvennalistanum um þátttöku í frið- arfundi kvenna, sem haldinn verður þ. 26. ágúst á Lækjartorgi. Fundur- inn er haldinn á þeim degi er Frið- arganga kvenna kemur til Wash- ington í Bandaríkjunum. I ljósi þess að fjölmörg þeirra slagorða, sem gengið er undir sam- rýmast ekki utanríkisstefnu Sjálf- stæðisflokksins sjá stjórnirnar sér ekki fært að taka þátt f fundi þennan dag þó fundurinn sé ekki auglýstur undir þessum slagorðum. Fundarboð þetta barst formönn- um samtakanna þ. 22. og 23. ágúst, sem telja verður allt of skamman tíma til undirbúnings slíks fundar. Stjórnirnar beina því til kvenna- samtaka er hafa friðarstarf á dagskrá að beita sér fyrir þverpóli- tískum friðarfundi þ. 24. október á degi Sameinuðu þjóðanna. Með því fæst nægur tími til undirbúnings, en það hlýtur að vera forsenda góðrar þátttöku og upplýsandi umræðu um friðar- og afvopnunarmál. Stjórnirnar vara eindregið við um- ræðu í nafni friðar þar sem þess er krafist að lýðræðisríki á Vesturlönd- um skuldbindi sig með einhliða yfir- lýsingum að vera óvarin gegn vax- andi vigbúnaði í austri. Stjórnirnar vara við því að lýst sé yfir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum nema það sé liður í víðtæku samkomulagi um afvopnun- armál. Skynsamlegasta leiðin til að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið er samkomulag um gagnkvæma af- vopnun stig af stigi undir nákvæmu eftirliti. Stjórnirnar álykta að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims og ekki síst kjarnorkuveldin sameinist um raunhæfa stefnu í afvopnunar- málum, sem ieitt geti til samninga um gagnkvæma og alhliða afvopnun, þar sem framkvæmd verði tryggð undir alþjóðlegu eftirliti. 24. ágúst 1983, F.h. stjórnar Hvatar, Bessí Jóhannsdóttir, f.h. framkvæmdastjórnar LSS, Halldóra J. Rafnar. LOFTRÆSTIVIFTUR A undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér- verzlun landsins, með loflrcestiviftur í híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús, verksmiðjur, vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf. Veitum tceknilega ráðgjöf við val á loftrcestiviftum. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 NYTT BLAÐ um allt sem snertir S JÁ V ARÚT VEGINN Fiskifréttir flytja þér ferskar og glænýjar FISKIfréttir BLAÐ FYRIR ÞÁ, SEM VIUA FYLGJAST MEÐ Smáauglýsinga- og áskriftarsími Ritstjórn: 84053 27006 :ttir Þingholtsstræti 5,101 Reykjavík. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Fiskifréttum □ Má setja ófrímerkt í póst FISKIFRÉTTIR PÓSTHÓLF 871 121 REYKJAVÍK Nafn: Nafnnúmer Heimilisfang Póstnúmer simi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.