Morgunblaðið - 25.08.1983, Síða 14

Morgunblaðið - 25.08.1983, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Ný von um betri afkomu og vöxt á komandi árum 'Æ - sagði Víglundur Þorsteinsson formaður FII Enskur hár- greiðslumeist- ari með sýningu DAGANA 27. og 28. ágúst mun enski hárgreiðslumeistarinn, Keith Williamsson, halda hár- greiðslusýningu hér á landi. Hár- greiðslusýningu þessa mun hann halda í samvinnu við Hár- snyrtistofuna Papillu, en hann mun vera á hennar vegum hér. Hárgreiðslusýningin verður í veitingahúsinu Broadway. Keith Williamsson er vel þekktur bæði í Englandi og eins vestan hafs. Mikla athygli hafa hárkollur hans vakið og hárskraut unnin úr hári. Á sýningunni hér að þessu sinni mun hann aðallega vera með þrjú sýningaratriði: 1. Viktoríutímabilið May Fair Lady, 2. Cats-söngleikinn, 3. Baseball. Öll módel koma fram í við- eigandi klæðnaði í hverju sýn- ingaratriði. Klæðnaðurinn er sérstaklega hannaður og val- inn af hárgreiðslumeistaran- um. Sunnudagskvöldið 28. ágúst verður sérstakt boðsmiðakvöld fyrir viðskiptavini og velunn- ara Papillu. Boðsmiðar verða afhentir þeim sem þess óska, á hársnyrtistofunni Papillu Laugavegi 24. Hér fer á eftir ræða sú, sem Víg- lundur Þorsteinsson, formaður Fé- lags ísl. iðnrekenda, flutti við opnun iðnsýningar ’83 sl. fóstudag: „Forseti íslands, ráðherrar og aðrir góðir gestir. I tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra iðnrekenda ákvað stjórn félagsins að efna til þeirrar iðn- sýningar sem hér verður opnuð á eftir. Markmið okkar var ekki að hafa uppi háreysti og berja bumb- ur vegna afmælisins sem slíks, heldur hitt að reyna að ná saman á iðnsýningu a.m.k. 100 framleið- endum af þeim 2500 sem eru í fé- laginu og fá fram sýningu, sem sýndi vel þá breidd og fjölhæfni sem í dag er að finna í íslenskum iðnaði. Eftir að hafa fylgst með þessari sýningu í mótun undanfarna daga trúi ég að það hafi tekist, en um það fáum við að dæma nú á eftir. Á undanförnum mánuðum hef- ur kviknað ný von í íslenskum iðn- aði um betri afkomu og vöxt á komandi árum. Samkeppnisstaða iðnaðarins hefur batnað mjög á undanförnum misserum þannig að á þessu og á næsta ári er mögu- leiki á að iðnaðurinn nái að yfir- vinna áföllin sem yfir hann gengu árin 1981 og 1982. Það útaf fyrir sig er okkur iðn- rekendum fagnaðarefni, en hitt er að samkeppnisstaðan hefur ekki batnað vegna þess að mönnum sé orðin að fullu ljós þýðing iðnaðar- ins í framtíðinni, heldur er ástæð- unnar enn sem fyrr, fyrst og fremst að leita í þeim ráðstöfun- um sem grípa hefur þurft til, vegna þeirra áfalla sem gengið hafa yfir sjávarútveg okkar, þann- ig að fyrir þjóðina í heild er síður en svo ástæða til fagnaðar. Ég sagði áðan að með iðnaðin- um hefði kviknað ný von þrátt fyrir að bætt samkeppnisstaða okkar eigi rætur sínar fyrst og fremst í þeim gengisfellingum sem fylgt hafa áföllunum í sjávar- útvegi. Sú von hefur kviknað vegna þess að í fyrsta skipti um margra ára skeið eygjum við lausn á starfsskilyrðamálum iðnaðarins og svo hitt sem er þýðingarmest að nú hefur í fyrsta sinn um langt skeið verið ráðist af alvöru að þeirri óðaverðbólgu sem hér hefur geisað. Óðaverðbólgan er og verð- ur versti óvinur atvinnuveganna og þar með allri þjóðarinnar. Bar- áttan við hana í hverju fyrirtæki tekur upp mestalla starfskrafta stjórnenda. Starfskrafta sem fyrst og fremst á að nýta til framtíð- arstefnumótunar og uppbyggingar í fyrirtækjunum. Afleiðingin verð- ur fyrst stöðnun og síðar hnignun. Hvort tveggja fyrirbæri sem við höfum séð í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum. Á sl. vetri náði verðbólgan hærra og áður óþekktu stigi hér á landi. Hinn 1. maí sl. var verðbólga síðustu 12 mánuði þar á undan 87% og á hraðri uppleið, 1. ágúst var verðbólgan mæld á sama hátt 101%, 1. nóvember nk. verður hún enn 85—90% en þó á niðurleið. Þessi reikniaðferð er raunhæft mat á verðbólgunni þegar við er- um að horfa til baka. Ágætis að- ferð fyrir þá sem vilja lifa í fortíð- inni. En það er annar máti á að reikna verðbólguna og sá sem að Víglundur Þorsteinsson mínu mati skiptir öllu máli, en hann er að gera sér grein fyrir því hver er hraði verðbólgunnar í dag og hvers við megum vænta. Síðustu sex mánuðina hefur verðbólgan, reiknuð til heils árs, verið yfir 100%. Á næstu þremur mánuðum verður verðbólguhrað- inn, mældur á sama hátt, um 40% að meðaltali, og þegar kemur fram yfir áramót ætti hann að vera kominn niður í um 20%. Það er þessi þróun sem hefur kveikt þá von sem ég gat um áðan. En vonin ein þó góð sé dugir ekki til að hleypa nýjum krafti í at- vinnustarfsemina og hefja nýtt vaxtartímabil. Verkefni næstu mánaða er að skapa þá trú sem þarf til að svo geti orðið. Það sem nú skiptir máli er að horfa fram á veginn og taka ákvarðanir í efnahagsmálum sem byggja á framtíðarsýn og láta for- tíðina lönd og leið. Á síðustu mánuðum hefur veru- leg kjaraskerðing gengið yfir okkur íslendinga. Kjaraskerðing sem eins og alltaf áður kemur þyngst niður á þeim sem minnst bera úr býtum. Þessa kjaraskerð- ingu verðum við að vinna upp á næstu árum jafnframt því sem við varðveitum og treystum þann árangur í baráttunni við verðbólg- una, sem nú er í augsýn. Á næsta vetri eru framundan örlagaríkir kjarasamningar, samningar sem ráða úrslitum um það, hvort tekst að leggja grunn að stöðugu efnahagslífi og hag- vexti eða hvort við göngum á ný braut óðaverðbólgu. Aðgerðir í peningamálum og skattheimtumálum ríkis og sveit- arfélaga á næstunni eru forsenda fyrir lausn kjarasamninganna. Vaxta- og skattalækkanir á næstu vikum og mánuðum eru að- gerðir sem geta breytt þeirri von sem nú ríkir í trú. Aðgerðir sem geta orðið sú blóðgjöf sem hleypir öflugum vexti í atvinnustarfsemi okkar. Framsýni vinnuveitenda, verka- lýðsforystu og stjórnmálamanna ræður úrslitum um þróun mála hér á næstunni. Hvers konar hik og úrtölur nú, auka líkurnar á þvf að baráttan við verðbólguna mistakist. Það er hlutverk okkar allra, að taka höndum saman og breyta voninni í vissu og virkja krafta okkar að fullu til nýs vaxtarskeiðs í íslensku atvinnulífi." Þórir S. Gröndal skrifar frá Florida: Nýtt M Ameríku Allt fagurt er augum þekkt segir máltækið, og það virðast margir forráðamenn sjónvarpsstöðva hérna í henni Ameríku hafa haft að leiðarljósi, þegar þeir þurftu að ráða kvenþuli til að lesa frétt- irnar á kvöldin. Hér tíðkast oft að hafa bæði karl- og kvenþul á skerminum í einu. Karleintakið er einatt á miðjum aldri, reynd- ur og þekktur sjónvarpsmaður, sam starfað hefir við frétta- öflun og -lestur í áraraðir. Kon- ugarmurinn verður að vera af yngra taginu, og fram að þessu var talið mikilvægara, að hún væri snoppufríð og fögur á að líta, en að hún væri með vel birgt heilabú. Fréttakona nokkur, Christine Craft, 39 ára að aldri, sem var látin hætta að lesa fréttirnar á sjónvarpsstöð í Kansas City, fór nýlega í mál við eigendur stöðv- arinnar. Hún sagði þá hafa gefið sem ástæður fyrir brottrekstrin- um, að hún væri of gömul, of sjálfstæð, ekki nógu aðlaðandi fyrir karlkyns áhorfendur og líka of gáfuð fyrir starfið. Þeir sögðust hafa látið gera skoðana- könnun, og hún hefði leitt í ljós, að allt of margir áhorfendur hefðu verið farnir að skipta yfir á aðra stöð, sem bauð upp á kvenþul, sem haldinn var mikl- um kynþokka og undirgefni en hafði þar að auki tóman haus. Christine sagði, að á meðan hún vann þar, hefðu forráða- mennirnir heimtað, að hún fengi sér ný föt, breytti um hár- greiðslu og eyddi óratíma í að líma á sig gerviaugnhár. Á sama tíma hefðu þessir vísu herrar aldrei skipt sér af því, hvernig karlþulurinn var til hafður eða klæddur, hvað þá að hann hefði verið beðinn um að líma á sig aukahár. Margt fleira tíndi hún til, sem sýna átti, að hún hefði verið beitt hinum versta órétti, bara af því, að hún var kvenmað- ur, sem vildi vinna gott starf, en ekki láta nota sig sem eitthvert kynbombutákn fyrir brenglaða karláhorfendur. Dómur er nú fallinn í málinu og vann Christine glæsilegan sigur. Voru henni dæmdar $500.000,00 í skaðabætur, en vinnuna vildi hún ekki aftur, því hún var búin að ráða sig annars staðar. Kvenþulir um land allt, sem komnir eru af léttasta skeiði, geta nú dregið andann léttar í þeirri vissu, að ásjónum þeirra muni verða varpað út um ókomin ár, hvort sem karlfólk- inu líkar betur eða verr. Óvæntur símareikningur: Fyrir síðustu jól sem endranær, var margur maðurinn hér í vand- ræðum með að velja jólagjafir fyrir sína nánustu. Fótaböðin, sem nú eru til á næstum hverju heimili á íslandi, voru notuð í gjafir árið á undan og því allar lappir hreinar og nuddaðar. Komu þá símaframleiðendur til hjálpar og auglýstu grimmt þráðlausa síma, sem hægt var að labba með um allt hús og út í garð. Sáu margir Flóridabúar, að þetta var aldeilis upplögð gjöf fyrir eiginkonur, því miklum tíma er eytt úti í portum, görð- um og við sundlaugar. Nú þyrfti ekki lengur að stökkva inn, þeg- ar síminn hringdi. Eitt slíkt tól lenti því á heimili undirritaðs um jólin. Ekki leið á löngu þar til tekið var eftir furðulegum eiginleikum tækis þessa. Þegar það hringdi, voru oft ókunnar manneskjur byrjaðar að tala saman, þegar maður hallóaði. Þegar verið var að tala við fólk úti í bæ, komu óviðkomandi raddir inn á línuna í tíma og ótíma. Bráðlega kom í ljós, að næsti nágranni átti einn- ig þráðlausan síma og svo virt- ist, sem báðir símarnir væru á sömu bylgjunni. Reynt var, í samvinnu við eiganda hins sím- ans, að stilla tækin til að koma í veg fyrir flækjur símtala, en allt kom fyrir ekki. f janúarlok kom nágranninn að tali við mig og var heldur undirfurðulegur á svipinn. Dró hann upp símareikning, sem hann hafði fengið þá um daginn og var á honum $21,00 símtal til Reykjavíkur! Daginn eftir skil- uðum við þessum þráðlausa síma. Það er líklega hálfgert ólán fyrir íslendinga að nota slíkt tæki. Orðið „sírni" þýðir reyndar „þráður“ og þetta er því eins konar símalaus sími. Engin glóra í slíku. Vald yfir lífi og dauða: Líffæra- flutningar verða tíðari með hverju ári. Nýrna-, lifrar- og hjartatilflutningar eru orðnir algengir og yfirleitt takast að- gerðirnar. Lengja þær líf mót- takendanna um mörg ár og stundum áratugi. En þessir flutningar á líffærum eru enn feikilega dýrir og næstum engin sjúkrasamlög vilja borga fyrir þá. Einnig er eftirspurn eftir líf- færum miklu meiri en framboð- ið. Og hér stendur hnffurinn í kúnni. Hver á að ákveða, hverj- um verða úthlutuð ný líffæri? Hver á að borga fyrir flutning- inn, ef líffærið finnst? Fram að þessu hefir rikisvaldið reynt af veikum mætti að halda sér utan við deilurnar, sem sprottið hafa um þessi mál. Reagan-menn vilja helzt, að spítalar, háskólar, kirkjur og líknarstofnanir reyni að koma einhverju skipulagi á rinmilreiðina, sem nú ríkir. Á meðan ekkert er gert, tíðk- ast það æ meira, að örvita að- standendur sjúklinga, sem ekki geta umflúið dauðann ef þeir fá ekki ný líffæri, leiti á náðir fjöl- miðlanna. í upphafi komust áhorfendur sjónvarps við, þá er þeir þurftu að horfa upp á grát- andi móður með veiklulegt ung- barn í fanginu, grátbæna þá um að koma sér til hjálpar með að finna nýja lifur fyrir barn sitt og peninga fyrir aðgerðinni. Þannig hefir það æxlast, að fjölmiðlarnir og sér í lagi sjón- varpið hafa nú vald yfir lífi og dauða fjölda fólks, sem vantar ný líffæri. Þeir ákveða hvaða að- ilar, oftast ungbörn, séu bezta fréttaefnið og svo er staðið fyrir líffæraleit og fjársöfnun. En nú er svo komið, að slíkar fréttir af grátandi aðstandendum eru hættar að vekja þá meðaumkun og framkalla þá hjálpsemi, sem vart var við í fyrstunni. Fjöl- miðlamenn sjálfir vilja nú losna við þennan kaleik, en eru f vand- ræðum með það, hvernig eða hvert þeir eiga að snúa sér. Enginn vafi er á því, að eitt- hvert skipulag muni komast á þessi mál fyrr eða síðar. Líf- færabönkum verður komið á stofn og einhver aðferð verður fundin upp til að ákveða, hver á að lifa og hver á að deyja. Þang- að til mun halda áfram þessi sorglega og ömurlega barátta þeirra, sem ekki geta lifað nema þeir fái líffæri úr annarri mann- eskju.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.