Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 17 áhuga á að betrumbæta flugher landsins og hafa í þeim tilgangi leiðbeint orrustuflugmönnum með vélar af MIG-15 gerð. Um sjötíu flugmenn og vélstjórar frá Nicar- agúa munu hafa lokið námi i Búlg- aríu í desember og höfðu þrjátíu þeirra viðkomu á Kúbu á bakaleið til frekari þjálfunar. Til samanburðar við vígbúnað Nicaragúa má geta þess að herinn í E1 Salvador hefur einungis um tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð hermönnum á að skipa og nýtur aðstoðar fimmtíu og fimm bandarískra ráðgjafa eins og áður er getið. Flugher landsins er illa í stakk búinn og býr að mestu við úreltan vélakost. Skæruliðar í E1 Salvador, er njóta stuðnings stjórnar sandínista i Nicaragúa, eru taldir vera á bilinu fimm til sex þúsund. Stjórn Hondúras hef- ur yfir sautján þúsund hermönn- um að ráða og hefur sér til aðstoð- ar um hundrað og fimmtíu banda- ríska hernaðarráðgjafa, einkum grænhúfur. Flugher landsins stendur allvel að vígi og er búinn nýjustu orrustuþotum, sem að- keyptar eru frá ísrael. Á Costa Ríca hafa stjórnvöld reynt að þræða meðalveg hlutleysis og hafa sér við hönd um fimm þúsund þjóðvarðliða í mesta lagi. Með hliðsjón af slíkum saman- burði getur fáum blandazt hugur um fyrirætlanir kommúnista á svæðinu og er með ólíkindum ef bandaríska þingið hyggst áfram sigla með laufsegli að sandínistum í Nicaragúa. Þegar hugað er að væntanlegum ávinningi Sovét- manna af aukinni hlutdeild í mál- efnum Mið-Ameríku, koma að minnsta kosti fjögur atriði fram í hugann: I fyrsta lagi er Sovétmönnum augljós hagnaður í að láta Kúbani og nóta þeirra blása eld að ófriði við bæjardyr Bandaríkjanna. Lífi sovézkra hermanna er þannig ekki stofnað í hættu og Reagan storkað til að auka hernaðarumsvif á svæðinu án verulegrar hernaðar- áhættu fyrir Sovétmenn. Með þessum hætti yrðu hendur banda- ríska flotans bundnar og athygl- inni beint frá öðrum ófriðarsvæð- um, svo sem löndunum við Persa- flóa. Sovétmenn gætu hrósað sigri að hafa afhjúpað Reagan sem her- mangara og farið enn á kostum sjálfir sem ástvinir friðar. í öðru lagi hafa Sovétmenn látið í veðri vaka að þeir kunni að koma fyrir meðaldrægum kjarnorkueld- flaugum á Karíbahafi haldi Evr- ópuþjóðir fast við fyrri ákvarðanir BANDARÍSK FLOTADEILD Flugmóöurskipið „Coral Sea“ og ajö önnur herskip ■EHi Bandarískir Flóttamanna- 35 ráögjafar búöir □ Kontra-búöir Flugvellir |JL> Aöalstöövar sandínista Aögeröir Tgegn sandínistum • Limon Meðfylgjandi kort birtist í brezka blaðinu „The Times“. Nokkrar breytingar hafa hins vegar orðið á herafla Bandaríkjanna síðan kortið birtist og er það helzt að herskipum hefur fjölgað. um að taka í þjónustu sína banda- rískar stýriflaugar og Pershing II eldflaugar í desember á þessu ári. Hótanir Sovétmanna eru til vitnis um að þeir munu svifast einskis til að koma höggi á keppinautinn nái þeir frekari fótfestu í ríkjum Mið-Ameríku. f þriðja lagi er vert að hafa í huga að það var undan ströndum Mið-Ameríku, sem Hitler leyndi hluta þýzka kafbátaflotans á ár- unum 1942—’43 og ógnaði með honum hafflutningaleiðinni frá Bandaríkjunum til Bretlands. Tækist Sovétmönnum að koma sér upp flotastöðvum í Mið-Ameríku má víst telja að þeir myndu fara líkt að í heimsófriði. Má því ljóst vera að flotabækistöðvar komm- únista í Mið-Ameríku myndu bjóða hættunni heim fyrir þjóðir við norðanverða Atlantsála. í fjórða lagi eiga heimspólitísk sjónarmið eflaust sinn þátt í til- raunum Sovétmanna til að veikja stöðu Bandaríkjanna á hefð- bundnu áhrifasvæði sínu. Eins og Henry Kissinger, formaður sér- stakrar Mið-Amerfkunefndar for- setans, vék að nýlega, ættu Banda- ríkin örðugt um vik að sannfæra aðrar vinaþjóðir um hollustu sína og traust ef þau brygðust nú bandamönnum þar sem forysta Bandaríkjanna hefur verið óskipt í hundrað og sextíu ár. Lætur að líkum að tilburðir Sovétmanna miða ekki sízt að því að veikja stöðu Bandaríkjanna á alþjóða- vettvangi og gera sér pólitiskan höfuðstól úr sundurþykkju Banda- ríkjamanna og skjólstæðinga þeirra. Vart verður því neitað að her- ská Mið-Ameríkustefna Reagans virðist í svipinn hafa íþyngt sam- starfi Bandaríkjanna og Vestur- Evrópuríkja. Viðbrögð eru þó á ýmsan veg. Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sem eflaust er minnug dyggilegs stuðnings Reag- ans í Falklandseyjastríðinu, hefur látið svo um mælt að Banda- ríkjamönnum sé fullkomlega heimilt að stunda heræfingar í Mið-Ameríku án samráðs við Atl- antshafsbandalagsríkin. Vitað er að Frakkar eru á öndverðum meiði. Vegna átaka í Chad, þar sem Mitterand væntir stuðnings Reagans, hefur forsetinn þó mjög stillt í hóf mótbárum sínum gegn stefnu Bandaríkjamanna i Mið- Ameríku. Ef marka má frásagnir vestur-þýzkra dagblaða óttast hins vegar Kohl, kanzlari Vestur- Þýzkalands, að styrjaldarástand í Mið-Ameríku hafi áhrif á mál- efnalega stöðu kristilegra demó- krata, sem undirbúa um þessar mundir andsvör gegn væntanlegri atlögu friðarsinna gegn stjórn- völdum í haust. I raun varpa að- stæður vestur-þýzka kanzlarans lærdómsríku ljósi á þann vanda, sem Reagan er á höndum. Forset- inn verður annars vegar að mæta hernaðarbrölti kommúnista í Mið-Ameríku með fullri einurð, en hins vegar að sýna þeim Evrópu- leiðtogum skilning, sem nú ryðja braut varnaráformum Atlants- hafsbandalagsins síðar á árinu. Líkur benda til að Mið-Amer- íkustefna Bandaríkjastjórnar á næstu mánuðum verði samofin festu og varúð. Leynd, sem hvílt hefur yfir ferðum Stones, sendi- manns Reagans, um löndin á svæðinu bendir til að stjórnvöld hyggist beina athygli frá málefn- um heimshlutans, sem verið hafa í brennidepli að undanförnu. Frið- arfrumkvæði Contadora-hópsins kann í þessu efni að vera velkom- inn reki á fjörur yfirvalda vestan- hafs. Þegar til langs tíma lætur hlýt- ur á hinn bóginn að teljast ólíklegt að friðarumleitanir beri árangur nema lýðræðisöfl sýni þrek í skjóli hervalds. Veiti bandariska þingið ekki forseta svigrúm til mótunar farsælli utanríkisstefnu nú dregur dimmu á forystuhlutverk Banda- ríkjanna í framtíðinni. Verði kommúnískir valdhafar ekki beittir efnahags- og hernaðarleg- um þvingunum getur ekkert forð- að vanburða nágrönnum frá áframhaldandi undirróðri, morð- öld og ófrelsi. Svo sem árásin á Nicaragúa átti upptök sín í E1 Salvador, verða varnir E1 Salva- dor að hefjast í Nicaragúa. Ein- kenni plágunnar verða því aðeins afmáð að ráðið verði niðurlögum sjálfrar meinsemdarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.