Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Glæsilegir bíl- ar til sölu: Opið 1—5 laugardag Árg. Jeep Wagoneer sjálfsk. 1979 BMW 320 sjálfsk. 1977 BMW 520 I vökvast. 1982 Honda Accord sjálfsk. 1978 Honda Accord 4ra dyra 1980 Ch. Citation 6 cyl. 1980 Ch. Caprice Classic 1982 Honda Accord Ex 4ra dyra 1982 Ford Granada 2ja dyra 1980 Toyota Carina 4ra dyra 1980 Opel Ascona 4ra dyra 1982 Isuzu Gemini 1981 Mazda 323 st. 1980 Mazda 929 2ja dyra sport 1982 Subaru 4x4 St. 1982 Ch. Cherette 1979 Ch. Malibu Classic 1979 Mercury Bobcat 1979 Ch. Blaeser Cheyenne 1979 Kr. 390.000 175.000 560.000 125.000 175.000 265.000 650.000 375.000 350.000 210.000 310.000 180.000 145.000 340.000 335.000 130.000 230.000 210.000 420.000 Bein lína 39810 VÉIADEILD SAMBANDSINS BIFREIÐAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 í tilefni lönsýnigarinnar í Laugardalshöll og 50 ára afmælis Félags íslenskra iónrekenda fæst, gegn framvísun afsláttarkorta okkar, 10% staógreiðslu- afsláttur á öllum framleiösluvörum Rafha en 5% ef keypt er á kaupsamningi. Skoðið Rafha-básinn í Laugardalshöll og fáið afsláttarkort. Gildirtil 5. september 1983. Einstætt tækifæri til að gera góó og hagkvæm kaup á vandaöri, íslenskri framleiðslu. KYNNID YKKUR VERO OG GÆDI. RAFHA — VÖRURSEM ÓHÆTTERAÐ TREYSTA! —ZR-a-jj-h-a.___________ Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Símar: 84445,86035. Hafnarfjörður, símar: 50022,50023,50322. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJÖRN BJARNASON Nokkur haustverk í alþjóðamálum Þess sjást nú merki að stjórnmílamenn og erindrekar þeirra i alþjóða- vettvangi eru teknir til við að undirbúa haustverkin. Eftir rúma viku eða mánudaginn 5. til 6. september munu utanríkisráðherrar Norðurland- anna hittast á reglulegum fundi, að þessu sinni í Stokkhólmi. Hinn 6. september befst sjötta lotan f Genfar-viðreðum Bandaríkjamanna og Sovétmanna um niðurskurð meðaldregra kjarnorkuvopna í Evrópu. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær efnt verður til lokafundar Madrid- ráðstefnunnar en utanrfkisráðherrar þátttökuríkjanna 35 búa sig undir að fara þangað 7. til 9. september. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður sett 20. september og þannig metti áfram telja. Af þessum fundum sem hér hafa verið nefndir vekja Genfar-viðræðurnar og lyktir Madrid-ráðstefnunnar mesta at- hygli. Um niðurstöðuna í Genf veit enginn enn þá. Og tímasetn- ing lokafundarins í Madrid er í nokkurri óvissu vegna þess að Möltustjórn hefur haldið fast við sérsjónarmið sín um sérstaka ráðstefnu um öryggi á Miðjarð- arhafi. Átti í dag, 25. ágúst, að leggja málmiðlunartillögu hlut- lausra ríkja fram á ráðstefnunni í Madrid í von um að unnt væri að blíðka Möltumenn, en það er einkenni Madrid-ráðstefnunnar að þar skilji menn einhuga um framhaldið. Þegar litið er til áforma Atl- antshafsbandalagsins um að byrja að koma fyrir meðaldræg- um kjarnorkueldflaugum í Vestur-Evrópu fyrir lok þessa árs hafi ekki náðst samkomulag fyrir þann tíma um brottflutn- ing og niðurrif sovésku SS-20 eldflauganna í viðræðunum í Genf, er ljóst að sjötta viðræðu- lotan er einskonar úrslitatilraun til samninga. Lítið bendir til þess að hjá þvf verði komist fyrir Atlantshafsbandalagsríkin að setja hinar nýju eldflaugar niður, þar sem Sovétmenn hafa reynst með öllu ósveigjanlegir við samningaborðið. Þeim mis- tókust þau áform að láta and- stæðinga kjarnorkuvarna í Vestur-Evrópu vinna fyrir sig á þann veg að einhliða hyrfu NATO-ríkin frá ákvörðuninni sem utanríkisráðherrar þeirra tóku í desember 1979 um Evr- ópueldflaugarnar. Ekki er vafi á því að efnt verður til mótmæla- aðgerða bæði í Bretlandi og Vestur-Þýskalandi þegar eld- flaugarnar koma þangað frá Bandaríkjunum. Þær aðgerðir verða með allt öðrum blæ en fjöldafundirnir á sínum tíma og munu birtast sjónvarpsáhorf- endum sem átök milli lögreglu og mótmælenda ef að líkum læt- ur. Við lyktir Madrid-ráðstefn- unnar munu utanríkisráðherrar þátttökuríkjanna skiptast á yfir- lýsingum um nauðsyn þess að traust sé eflt milli austurs og vesturs. Á hinn bóginn er ljóst að með innrásinni f Afganistan, ofríki gagnvart Pólverjum og sf- felldri hernaðaruppbyggingu sem gengur þvert á slökunar- stefnuna — en hún var forsenda þess að niðurstaða náðist f Hels- inki 1975 og til hennar má rekja ráðstefnuna í Madrid — hafa Kremlverjar ráðist á slökunar- stefnuna með því að hafa að engu þær hátíðlegu yfirlýsingar sem í Helsinki voru gefnar um mannréttindi og frjálsræði í samskiptum þjóða. í ræðu sem Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, flutti á loka- fundinum í Helsinki sagði hann meðal annars: „Hér erum við ekki að reisa nein Potemkin- tjöld." Brot Sovétmanna á Helsinki-samþykktinni staðfesta þessi varnaðarorð Geirs. Sovét- menn hafa svo litið á lokaskjalið frá Helsinki sem Potemkin- tjöld. Reynslan af því framferði öllu sýnir að fyllsta ástæða er að taka heitstrengingum Sovét- manna á þessum vettva'ngi með varúð. Á utanrfkisráðherrafundi Norðurlanda verður rætt um undirbúning mála á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Frá því var og skýrt fyrir skömmu að á bak við luktar dyr sænska utanríkisráðuneytisins hefði verið unnið að tillögum um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum sem ætti að ræða á haustfundi utanrfkisráð- herranna í Stokkhólmi. Undir- tektir ráðamanna annars staðar á Norðurlöndunum voru ekki á þann veg þegar frá þessum til- lögum var skýrt að vænta megi meirihlutastuðnings á fundinum við hugmyndir Svía. Margt bendir til að þær séu þannig úr garði gerðar að þær eigi fremur heima á flokksfundum sósial- demókrata en fundi utanríkis- ráðherranna. Á þeirri bráðabirgðadagskrá sem þegar hefur verið samin fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) munu nú vera 138 mál, þannig að í mörg horn verð- ur að líta þar eins og venjulega. Háleit markmið Sameinuðu þjóðanna hafa því miður verið næstum kæfð í skjalabunkum og málæði. í skoðanakönnun sem gerð var í Bandaríkjunum nú f ár, en þau leggja SÞ til meira fé en nokkurt annað rfki eða 25% af fjárlögum þeirra, kom fram að 48,8% aðspurðra töldu að SÞ styrktu hvorki heimsfrið né póli- tískan stöðugleika i alþjóða- samskiptum, 42,8 % töldu SÞ starfa í þágu friðar. Af ýmsum ritum og skýrslum má ráða að áhrifamiklir aðilar utan banda- ríska stjórnkerfisins gerist æ gagnrýnni á störf Sameinuðu þjóðanna, jafnt í höfuðstöðvum þeirra í New York og í sérstofn- unum SÞ eins og UNESCO sem aðsetur hefur í París. Að þessi gagnrýni verði hávær í ræðum manna á allsherjarþinginu er ólíklegt en stjórnmálamenn, ekki síst í lýðræðisríkjum, verða að gefa henni gaum og þá kannski helst í Bandaríkjunum þar sem dregur að forsetakosn- ingum en f þeim hafa skoðana- myndandi hópar eins og hér um ræðir einmitt mikil áhrif.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.