Morgunblaðið - 25.08.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
fMmogtittltfafrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakiö.
Lóðir og kreppa
Sagt frá fundi áhugamanna
um úrbætur í hús-
næðismálum í gærkvöldi
STJÓRNMÁLAMENN voru greinilega ekki f miklu uppáhaldi á fundi
„áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum" í Sigtúni við Suðurlands-
braut í gær. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson hugðist koma á framfæri
„staðreyndalegum upplýsingum“ um frumkvæði Alþýðuflokksins, yfir-
gnæfðu fundarmenn hann með lófataki og hrópum, þannig að hann sá sér
þann kost vænstan að stytta mál sitt og leggja þrjú frumvörp þingmanna
Alþýðuflokksins inn á borö fundarstjóra með þeim orðum, að hann vænti
góðs samstarfs við fundarboðendur og aðra fundarmenn varðandi úrbætur
í húsnæðismálakerfmu.
Aðrir stjórnmálamenn létu sér nægja að fylgjast með því sem fram fór og
á fremsta bekk mátti m.a. sjá félagsmálaráðherra Alexander Stefánsson.
Sem fyrr getur var fullt út úr dyrum og urðu fjölmargir að standa og sitja
á gólfi og í stigum. Samþykkt var ályktun og fjölmargar ræður voru fluttar,
þar sem áhyggjum var lýst yfir hag húsbyggjenda og íbúðakaupenda.
Fréttirnar um að aðeins
53,5% af þeim 895 sem
fengu úthlutað lóðum í
Reykjavík á þessu ári hafi
greitt fyrstu greiðslu gatna-
gerðargjalda fyrir tilskilinn
tíma staðfesta enn frekar að
það harðnar á dalnum hjá al-
menningi. Þetta þarf ekki að
koma neinum á óvart þegar
sveigt hefur verið af þeirri
óheillastefnu að halda uppi
fölskum lífskjörum með því að
safna skuldum í erlendum
bönkum og lifa um efni fram.
„Þetta þýðir 133 milljón kr.
minni tekjur borgarsjóðs en
við höfðum gert ráð fyrir á
þessu ári,“ sagði Davíð
Oddsson, borgarstjóri, hér í
blaðinu í gær þegar afleið-
ingar greiðsludráttarins voru
ræddar við hann.
Vinstrimenn í borgarstjórn
Reykjavíkur hneigjast til þess
í ummælum sínum um þessar
fjárhagslegu staðreyndir
borgarsjóðs að leggja stefnu
sjálfstæðismanna í skipu-
lagsmálum og fjárhagsvanda
almennings að jöfnu sem
ástæðu fyrir slæmum skilum á
gatnagerðargjöldum. Þessi
röksemdafærsla vinstri-
mennskunnar er út í hött.
Ásóknin í þær lóðir sem aug-
lýstar voru og úthlutað hefur
verið sýnir áhuga almennings
á því að eignast húsnæði í
Reykjavík jafnt við Grafarvog
sem annars staðar. Þótt afföll-
in séu mest vegna lóða fyrir
einbýlishús og raðhús, þar sem
af 519 sem fengu lóð stóð að-
eins 181 í skilum, segir það
ekki þá sögu að hætta eigi að
úthluta lóðum undir einbýlis-
hús og raðhús í Reykjavík,
heldur hitt að á krepputímum
hætta menn auðvitað fyrst við
dýrustu framkvæmdirnar. Hin
þrönga fjárhagsstaða almenn-
ings sem meðal annars á ræt-
ur að rekja til þess að húsnæð-
islánakerfið er í molum fyrir
afskipti vinstrimanna má alls
ekki verða til þess að horfið
verði frá þeirri stórhuga
stefnu í lóðamálum sem
sjálfstæðismenn komu til
framkvæmda á þessu ári, að
láta lóðaframboð fullnægja
eftirspurn.
Nýr meirihluti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn undir
forystu Davíðs Oddssonar
vann stórvirki í lóðamálum á
örfáum mánuðum með því að
hverfa frá bletta- og punkta-
stefnu vinstrimennskunnar og
veita öllum umsækjendum úr-
lausn á stóru byggingasvæði.
Skömmtunin sem vinstri-
mönnum er kærust jafnt á lóð-
um sem fjármagni leiddi af
sér að menn steyptu sér oft í
botnlausa skuldasúpu af ótta
við að í lóðaskortinum og fjár-
magnsskortinum yrði fengur
þeirra tekinn af þeim ef þeir
reistu sér ekki hurðarás um
öxl. Skömmtunin á lóðum
leiddi til óeðlilegrar spennu á
lánamarkaði, hækkaði verð á
lánsfjármagni, jók kostnað
húsbyggjenda á öllum sviðum
og hvatti til verðbólgu. Nægi-
legt framboð á lóðum gjör-
breytir aðstæðum og dregur
úr óeðlilegri og hættulegri
spennu.
Eftir stendur að borgarsjóð-
ur þarf að standa straum af
dýrum undirbúningsfram-
kvæmdum til að gera lóðirnar
byggingahæfar án þess að fá í
ár þær tekjur sem til stóð að
framkvæmdirnar sköpuðu.
Davíð Oddsson lýsir þeirri
skoðun að bilið í fjárhagsáætl-
un borgarinnar sem þarf að
brúa muni ganga saman á
næsta ári. Vonandi gengur það
eftir því að það yrði til varan-
legs tjóns ef efnahagskreppan
græfi undan hinni stórhuga
stefnu sjálfstæðismanna í
skipulags- og Ióðamálum.
Langþráð
rigning
Rigningin á þriðjudag og
aðfaranótt miðvikudags
gekk úr hófi fram hér á suð-
vesturhorninu og var þó nóg
komið áður. Má segja að
hundadagarnir hafi kvatt með
viðeigandi dembu. Auðvitað
vona allir að haustið verði gott
því og menn þurfi ekki að
ganga beint úr rigningunni
inn í veturinn.
Veðurgæðunum er misskipt
en hvaðanæva úr veröldinni
berast fréttir um afbrigðilegt
tíðarfar. í Evrópu hafa til
dæmis verið miklir hitar. Og
grein hér í blaðinu um fjölda
ferðamanna til landsins í
sumar lýkur með þessum orð-
um þegar rætt er um ástæður
þess að fleiri komu hingað í
júlí en áður: „Hvort sem menn
trúa því eða ekki hefur tíðar-
farið hér í sumar verið nefnt í
þessu sambandi. Einn viðmæl-
andi blaðsins hafði það á orði
að hann hefði hitt erlenda
ferðamenn sem beinlínis hefðu
flúið á náðir lands rigningar
og grálegs veðurfars vegna
hitanna í Evrópu í sumar...“
Ögmundur Jónasson, fréttamað-
ur, setti fundinn og greindi frá því
aö á annað hundrað manns á einum
vinnustað á Akureyri, Slippstöð-
inni, hefðu undirritað stuðningsyf-
irlýsingu við fundarefnið. Hann
sagði að markmið þess hóps sem
stæði að boðun fundarins væri að
upplýsa ráðamenn um raunverulega
stöðu mála og stuðla að upplýs-
ingamiðlun í fjölmiðlum til almenn-
ings. Hann sagði að upplýsingaher-
ferðin myndi að einhverju leyti fara
eftir fjárhag hreyfingarinnar og
hvatti því menn til að styðja við
bakið á fundarboðendum með
frjálsum fjárframlögum.
Fyrsti frummælandi var Stefán
Ólafsson, lektor. Hann sagði m.a. í
ræðu sinni: „Við eigum erindi við
ráðamenn þessa lands. Við þurfum
Ögmundur Jónasson fréttamaður.
að koma þeim í skilning um það að
húsnæðislánakerfið er sprungið. Við
þurfum að gera þeim grein fyrir því
misrétti í húsnæðismálum sem
komið hefur upp á milli kynslóða og
því misrétti sem almennt launafólk
er beitt. Ungt fólk getur ekki komið
sér upp húsnæði á þeim kjörum sem
í boði eru.“
Hann sagði að ráðamenn skildu
ekki aðstæður þær sem ungt fólk
byggi við vegna þess, að sú kynslóð
sem nú fer með völdin í landinu hafi
byggt og keypt húsnæði á kjörum
sem væru óþekkt í sögunni:
óverðtryggð lán sem urðu að
styrkjum í verðbólgunni. „En
hvernig var þetta hægt,“ spurði
Stefán, „j ú, með því að étið var upp
sparifé elstu kynslóðarinnar, ráð-
stöfunarfé lífeyrissjóðanna var
einnig stórlega rýrt þannig að nú
lána þeir mun minna til húsbygg-
inga en ella hefði getað orðið, og
loks var étið upp sparifé unga fólks-
ins, okkar kynslóðar — skyldu-
sparnaðurinn óverðtryggði."
Stefán Ólafsson gagnrýndi verð-
tryggingu lána. Verðtryggingu hafi
verið skellt á án þess að nokkuð
annað hafi breyst. „Hlutfall lána
var jafn lítið, lánstími lengdist ekk-
ert og útborgun íbúðarverðs hækk-
aði jafnvel," sagði Stefán og bætti
því við að möguleiki húsbyggjenda
og íbúðakaupenda til að fá skatta-
frádrátt vegna vaxtakostnaðar hafi
verið skertur á sama tíma og sá
kostnaður margfaldaðist. Þaö eina
sem gert hefði verið til úrbóta væru
verkamannabústaðirnir fyrir lág-
launafólk sem þyrfti að verja og
efla.
Hann sagði nægt fjármagn til í
þjóðfélaginu til að setja í húsnæði.
Fjármunirnir lægju í fiskiskipum,
sem lengja veiðibönnin, vinnslu-
stöðvum, sem hefðu ekki einu sinni
nægt vinnuafl, landbúnaðarfram-
leiðslu, sem hefði enga neytendur,
virkjunum, sem seldu raforku til
stóriðju undir framleiðsluverði
skrifstofu-, verslunar- og banka-
höllum, sem þó ættu að dragast
saman ef tölvutæknin væri nýtt á
réttan hátt. „Okkur er jafnvel sagt
að hægt sé að byggja hallir eins og
utan um Seðlabankann og Fram-
kvæmdastofnun, án þess að það sé
tekið af öðru í þjóðfélaginu! Stein-
steypan sem bara fer í grunn Seðla-
bankabyggingarinnar nægir í tugi
eða hundruð íbúða," sagði Stefán
Ólafsson. Hann ræddi loks um
kjaraskerðinguna og sagði að ekki
þýddi lengur að auka ráðstöfunar-
tekjur heimilanna með aukinni yfir-
og næturvinnu, vegna þess að hún
væri þegar hneykslanlega mikil.
Næsti frummælandi var Sig-
tryggur Jónsson, viðskiptafræðing-
ur. Hann sagði að ekkert hefði verið
gert til að uppfylla grundvallarskil-
yrði verðtryggðra húsnæðislána,
þ.e. að hækka lán og lengja lánstím-
ann.
„í hvert sinn sem atkvæði okkar
eru föl, draga stjórnmálamennirnir
upp öll fögru loforðin, en um leið og
kosningum lýkur er þeim stungið
undir stól. Allt fram til ársins 1979
voru húsnæðiskaup niðurgreidd sem
nemur tugum og hundruðum millj-
óna króna. Öll lán voru óverðtryggð
og brunnu upp á örskömmum tíma í
verðbólgubálinu. Á þeim tíma fjár-
festu flestir þeir sem nú ráða því í
þjóðfélaginu að við, sem nú erum að
eignast húsnæði, skulum greiða það
sjálf að fullu, og á jafnskömmum
tíma og lánin þeirra brunnu áður
upp í verðbólgunni. Þegar sú kjara-
skerðing sem nú blasir við leggst
ofan á verðtryggð skammtímalán er
ljóst að eitthvað verður að gera í
málinu,“ sagði Sigtryggur.
Hann sagði að þeim sem nýlega
hefðu fest kaup á húsnæði væri að
sjálfsögðu ljóst, að þau lán sem byð-
ust væru bæði lítil og flest til
skammtíma. „En okkur var líka lof-
að bót og betrun, og enginn átti von
á þeirri miklu kjaraskerðingu sem
nú er orðin að staðreynd," sagði Sig-
tryggur einnig. Hann tók dæmi af
skuldum íbúðareiganda, sem fengið
hefði 500 þús. kr. skammtímalán
Stefán Ólafsson lektor.
Ályktun fundarins var samþykkt með öll
Einvarðssonar, aðstoðarmanns síns, og 1
sem myndi hækka milli 40 og 50
þús. kr. eftir örfáa daga. Þessi sama
skuld hefði þá hækkað um 200 þús.
kr. frá því á páskum. Ofan á þetta
bættust síðan langtímalániri.
„Á sama tíma og nær öll lán til
eigin íbúðarhúsnæðis hafa hækkað
um rúm 40% á þessum tíma hefur
kaupið hækkað um 8%. Um næstu
jól má búast við því að þessi sömu
lán frá því í vor hafi hækkað um
nálægt 60% eða 5 sinnum meira en
launin, og er þá gert ráð fyrir að
ástandið fari batnandi," sagði Sig-
tryggur og bætti við: „Það þýðir
ekkert fyrir stjórnvöld að segja við
okkur að ef litið sé til nógu langs
tíma sé allt í lagi. Þá hækki lánin
ekki meira en kaupið, heldur hækki
kaupið meira en lánin. Það þýðir
ekkert að segja við okkur að við lif-
um þetta af til lengri tíma, ef við
erum þegar dauð til skamms tírna!"
Sigtryggur sagði að sú krafa væri
gerð til stjórnvalda, hverju nafni
sem þau nefndust, að verðtryggð lán
til eigin húsnæðis verði hækkuð nú
þegar og hámarkslánstími verði
lengdur. Gera yrði þá kröfu að
hærri lán nái ekki aðeins til þeirra
sem fjárfesta í framtíðinni heldur
og til þeirra sem fjárfest hafa á
tímum verðtryggingarinnar. Hann
sagði og að gera yrði þá kröfu til
stjórnvalda að þau stæðu við eitt-
hvað af loforðunum frá því í vor.
„Við erum ekki að biðja um mikið.
Við biðjum aðeins um að menn
standi við gefin loforð. Við biðjum
ekki um að okkur sé gefið neitt. Við
biðjum ekki einu sinni um að spari-
fénu sem var stolið af okkur verði
skilað til baka. Við biðjum bara um
að fá að lifa eins og fólk en ekki