Morgunblaðið - 25.08.1983, Page 30

Morgunblaðið - 25.08.1983, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Roðinn í austri 8. grein Ræða Krúséfe Stalínisminn Boðskap þann, sem fluttur er í bókinni „Leninisminn" og kruf- inn hefur verið nokkuð hér að framan, hefði miklu fremur átt að kenna við Stalín en Lenin. Hér er greinilega um að ræða túlkun Stalínsá Marx-Leninism- anum og Stalíns eigin boðskap um það, hvernig framkvæma skuli hlutina. Stalín boðaði flest miklu harðara en fyrirrennari hans, Lenin, hafði gert og fram- kvæmdirnar urðu eftir því mjög harkaiegar. í Stalínismanum, eins og hann reyndist, sáu „rétttrúaðir" Marxistar rætast sínar vilitustu draumsjónir, en hinir voru að sjáifsögðu fleiri, sem óttuðust þessa stefnu og töldu hana ekki aðeins ranga heldur líka stórhættulega. Meðal þeirra síðarnefndu var Krúséf, eftirmaður Stalíns, og er nú fróðlegt að sjá, hvað hann segir um sinn forvera og Stalín- ismann. Nikita Khrushchev er fæddur i Rússlandi árið 1894. Hann tók við af Stalín sem aðalritari Mið- stjórnar kommúnistaflokksins árið 1953, og gegndi þessu valda- mesta starfi Sovétríkjanna til ársins 1964. Honum tókst að draga nokkuð úr ofsa Stalínism- ans og varð það upphaf hinna svokölluðu slökunarstefnu (en- tente) stórveldanna, af Rússa hálfu. Það var á 20. þingi Kommún- istaflokksins í febrúar 1956, að Krúséf flutti hina frægu ræðu sína um valdaferil Stalíns. Ræð- an er öll mjög hörð gagnrýni á Stalínismann, en með honum hefur Marxisminn náð hámarki sínu í einræði og grimmd. Fara átti leynilega með ræðuna í fyrstu, en hún var þó furðu fljótt gefin út erlendis. Sú útgáfa á ræðunni, sem hér er notuð birt- ist í bók eftir prófessor B.D. Wolfe: „Khrushchev and Stalín’s Ghost", New York 1957. Betram D. Wolfe (1896-1977) var amerískur rithöfundur, einkar vel að sér í sovéskum fræðum og kunnugur byltinga- leiðtogum austur þar, sérstak- lega þeim Stalín, Trotsky, Bukh- arin og Mólotov. Wolfe var einn af stofnendum kommúnista- flokksins í Bandaríkjunum árið 1919 og einn af þeim fyrstu í þeim flokki, sem gerðist ein- beittur andstæðingur Stalíns. í þessari bók birtir hann alla ræða Krúséfs ásamt „erfðaskrá" Len- ins og bréfum, en þetta var allt lagt fram á 20. Flokksþinginu. Meirihluti bókarinnar er annars skrifaður af höfundinum, sem úttekt hans og túlkun á þessu framlagi Krúséfs. Hér á eftir er aðeins stuðst við ræðuna sjálfa, nema annars sé getið, en undir- fyrirsagnir eru mínar. Mér vitanlega hefur ræða Krúséfs ekki verið gefin út á ís- lenzku. Mun kommúnistum hér- lendis ekki hafa þótt hún heppi- legur lestur fyrir þá, sem enn lifðu í hugarórum Leninismans, þessu „manna" af himnum ofan, sem útgefendur „Réttar" báru á borð fyrir íslenzka alþýðu árið 1930. Ræda Krúséfs Krúséf byrjaði á því að áfell- ast þá persónudýrkun, sem Stal- ín hafði innleitt á sjálfum sér. Það sé óleyfilegt og ekki í anda Marx-Leninismans að gera nokkurn að ofurmenni eða guði líkan, en slík persóna á að vita allt, sjá allt, hugsa fyrir alla, geta gert allt og vera óskeikul I allri breytni sinni. Slfk trú á Stalín „var ræktuð meðal vor í mörg ár“, sagði Krúséf. Hæ- verska Lenins var aftur á móti orðlögð. Hvernig Lenin leit á Stalín Af ótta um framtíð Flokksins og þjóðarinnar benti Lenin á það, að athuga þyrfti, hvort ekki ætti að flytja Stalín burt úr stöðu aðalritara, vegna þess hversu hann væri óheflaður, harðneskjulegur og duttlunga- fullur og misnotaði vald sitt. Og Krúséf vitnar til Lenins: í desember 1922 skrifaði Lenin Flokksþinginu á þessa leið: „Eftir að hafa tekið við stöðu Aðalritara, hefur félagi Stalín dregið í sínar heldur ómetanleg völd, og ég er ekki viss um, hvort hann verður alltaf fær um að nota þetta vald með þeirri gætni, sem krafist er.“ Lenin krafðist vægðarlausra aðgerða gegn andstæðingum byltingarinnar, þegar það var nauðsynlegt, og þá einnig gegn stóreignamönnum. En þegar hugsjónaágreiningurinn við þá Trotsky, Zinoviev, Kamenev og Bukharin stóð sem hæst, þá beitti Lenin þá engum þvingun- araðgerðum. Það var ekki fyrr en á árunum 1935—1938, að Stalín tók að beita þessa og aðra flokksfélaga sína hörðu og bæla alls konar andstöðu niður með fjöldaútrýmingum. Hreinsanir Stalíns Það var Stalín, sem fyrst not- aði hugtakið „óvinur þjóðarinn- ar“, er sýnilega var mjög teygj- anlegt. Hvort tveggja gat alltaf verið matsatriði, hver var óvinur þjóðarinnar, og hversu þunga refsingu átti hann að fá. Geð- þóttaákvarðanir Stalíns gengu svo langt að fjöldamargir, sem stimplaðir höfðu verið sem „óvinir“, njósnarar eða skemmd- arverkamenn og því verið út- rýmt, reyndust síðar við nánari athugun alltaf hafa verið trúir kommúnismanum. Sakargiftirn- ar höfðu verið byggðar á kjafta- sögum og rógi, eða sakborn- ingarnir voru pyntaðir svo mik- ið, að þeir játuðu á sig hvað sem var, þegar þeir þoldu ekki lengur kvalirnar. Eitt grófasta dæmið um svona hreinsun var þegar 98 af 139 meðlimum Miðstjórnar flokksins (Central Committee), og kosnir höfðu verið á 18. Flokksþinginu 1934, voru teknir fastir og skotn- ir. Krúséf tók fram að 80% full- trúanna, sem atkvæði greiddu á 18. Flokksþinginu, hafi gengið í flokkinn fyrir 1921, og 60% full- trúanna hafi verið verkamenn. Það var því óskiljanlegt, að þannig skipaður fundur skyldi kjósa í Miðstjórnina fulltrúa, sem að meirihluta reyndust vera óvinir Flokksins og þjóðarinnar. Orðrétt segir Krúséf: „Eina ástæðan til þess, að 70% af meðlimum og frambjóðendum Miðstjórnarinnar, sem kosnir voru á 18. Flokksþinginu, voru brennimerktir sem óvinir Flokksins og þjóðarinnar, var sú, að heiðarlegir kommúnistar voru rægðir, sakargiftir gegn þeim voru tilbúnar og bylt- ingarlögmæti (revolutionary leg- ality) alvarlega undirgrafið." Nikita Krúséf „Samskonar örlög biðu ekki aðeins meðlima Miðstjórnarinn- ar, heldur einnig meirihluta full- trúanna á 17. Flokksþinginu. Af 1.966 fulltrúum með atkvæðis- og tillögurétt voru 1.108 ein- staklingar teknir fastir, sakaðir um glæpi gagnvart byltingunni, þ.e. greinilegur meirihluti full- trúanna." Réttarreglur Stalíns Þann 1. desember 1934 lét Stalín gefa út eftirfarandi fyrirmæli: „I. Rannsóknarréttum er fyrir- skipað að flýta málum þeirra, sem ákærðir eru fyrir að undir- búa eða fremja hryðjuverk." „II. Réttaryfirvöldum er skipað að fresta ekki fullnægingu dauðadóma fyrir glæpi af þessu tagi vegna möguleika á náðun, því að Forseti Aðalfram- kvæmdaráðs USSR gerir ekki ráð fyrir að fá slíkar bæna- skrár." „III. Yfirstjórnendum innanrík- ismála er fyrirskipað að full- nægja dauðadómum yfir glæpa- mönnum ofangreindrar tegund- ar þegar í stað eftir uppkvaðn- ingu refsidómsins." Sagan af félaga Eikhe Krúséf tilfærir nú fjöldamörg dæmi um nafngreinda flokksfé- laga, sem sakfelldir voru og líf- látnir á þessum ógnarárum, en sakir reyndust sfðar hafa verið upplognar. Eitt átakanlegasta dæmið er saga félaga Eikhe. Eikhe hafði verið virkur og frábær félagi í Flokknum allt frá árinu 1904. Hann var handtek- inn í apríl 1938 fyrir sakir byggðar á kjaftasögum og rógi, og án þess að ríkissaksóknarinn hefði staðfest handtökuna. Stað- festingin kom ekki fyrr en eftir að Eikhe hafði setið 15 mánuði í fangelsinu. Réttarhöldin voru hin hrottalegustu og ekkert var hirt um lögmæti þeirra. Með pyntingum var Eikhe neyddur til að skrifa undir játningu á sekt sinni, játningu, sem dómarar hans höfðu sett saman. Þann 2. febrúar 1940 var Eikhe færður fyrir réttinn. Þar játaði hann ekki á sig neina sök, en mælti eftirfarandi orð: „í öllum svonefndum játning- um mínum er ekki einn stafur skrifaður af mér nema undir- skrift mín að gjörðarbókarupp- kasti, sem ég var þvingaður til að gefa. Ég hef gefið játningar undir þrýstingi rannsóknardóm- aranna, sem allt frá handtöku minni hafa beitt mig pyntingum. Eftir það fór ég að skrifa alla þessa vitleysu ... Mikilvægast fyrir mig er að segja réttinum, flokknum og Stalín, að ég er ekki sekur. Ég hef aldrei gerst sekur um neitt samsæri. Ég mun deyja í trúnni á stjórnarstefnu flokks- ins, eins og ég hef staðið í þeirri trú allt mitt líf.“ Þann 4. febrúar var Eikhe skotinn. Nú hefur verið endanlega staðfest, að ákæran gegn Eikhe var tilbúningur og hefur hann hlotið uppreisn æru. Mörg þúsund heiðarlegra og saklausra kommúnista hafa misst lífið vegna viðbjóðslegra falsana á sakargiftum og vegna þvingaðra sektarjátninga hinna ákærðu gegn sjálfum sér og öðr- um. Fjöldamörg þessara mála hafa nú verið endurskoðuð og gerð ógild vegna þess að máls- höfðun var ástæðulaus. Krúséf segir nægja að geta þess: „Að frá því 1954 og þar til nú (24/2 1956) hefur „Military Coll- egium of the Supreme Court" (Herráð Hæstaréttar) endur- reist 7.679 manns, þar af marga að þeim látnum." „Aðgerðir Stalíns af þessu tagi og margar aðrar sýna að allar flokksreglur voru gagnslausar, og allt varð að lúta ósveigjan- leika og þráa eins einasta manns." 'élagsstarf Sjálfstœðisfíokksins | Baldur FUS Seltjarnarnesi Fundur veröur haldlnn í sal Tónlistarskóla Seltjarnarness fimmtudag- inn 25. ágúst kl. 20. Oagskrá: 1. Kosning fulltrúa á XXVII þing SUS. 2. Önnur mál. Sljórnln. Landsmálafélagiö Vöröur Varöar- og Eddufarþegar 8.—15. júní Mynda- og kaffikvöld Vöróur heldur mynda- og kaffikvöld fimmtudaglnn 25. ágúst í Valhöll viö Háaleitisbraut kl. 20.30. Komum meö myndlr og hlttum feröafé- lagana. St/ómln. Friðarfundur kvenna á Lækjartorgi Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning: Föstudaginn 26. ágúst kl. 17.00 verður haldinn á Lækjatorgi frið- arfundur kvenna. Þessi dagur er valinn sökum þess að þann dag kemur friðarganga kvenna til Washington í Bandaríkjunum. í fyrra gengu konur frá Stokk- hólmi til Minsk í Sovétríkjunum og árið þar áður frá Kaupmanna- höfn til Parísar. Nú hafa konurn- ar gengið um 500 km vegalengd, frá New York til Washington, og nú eru islenskar konur í fyrsta skipti með i för. Eins og áður er ekki gengið til að mótmæla Atl- antshafsbandalaginu eða Varsjár- bandalaginu, né heldur ríkistjórn- um austan hafs eða vestan. Frið- arganga 1983 ber fram mótmæli gegn kjarnorkuvopnum í austri og vestri, gegn kjarnorkuvopnum um allan heim, gegn staðsetningu nýrra kjarnorkuvopna í Evrópu. Krafist er stöðvunar á tilraunum, framleiðslu og dreifingu allra gerða kjarnorkuvopna. Lýst er yf- ir stuðningi við kjarnorkuvopna- laus svæði og þess krafist, að því gífurlega fjármagni, sem nú er varið til vopnasmíða, verði varið til að tryggja fæðu og atvinu. Með þessum fundi vilja íslensk- ar konur taka þátt í baráttu kvenna um allan heim gegn kjarn- orkuvopnum og fyrir friði í heim- inum. Að fundinum standa: Samtök um Kvennalista, Lands- samband Framsóknarkvenna, Friðarhópar Alþýðubandalags- kvenna, Samband Alþýðuflokks- kvenna, Kvennaframboðið 1 Reykjavík, Stjórn Fóstrufélags fs- lands. Ávörp flytja: Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, Kvennalista, sr. Dalla Þórðar- dóttir, Sigrún Sturludóttir, Lands- sambandi Framsóknarkvenna, Guðrún Helgadóttir, Friðarhópum Alþýðubandalagskvenna, Kristín Guðmundsdóttir, Sambandi Al- þýðuflokkskvenna, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Kvennafram- boðinu í Reykjavík, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir flytur ávarp Frið- arhreyfingar fsienskra kvenna. Fundarstjóri: Kristín Kvaran, Bandalagi Jafnaðarmanna. m | Meira en þú geturímyndaó þér!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.