Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983
• Sammy Lee fagnar sigri Liverpoot í ensku deildarkeppninni í fyrra.
Stærsta spurningín í sambandi viö ensku deildarkeppnina í ár er,
hvort veldi Liverpool veröi hnekkt. Eöa eiga Sammy og félagar oft eftir
aö fagna sigrum á tímabilinu?
Enska knattspyrnan byrjar á laugardaginn
Tekst einhverju liði að
hnekkja veldi Liverpool?
ENSKA KNATTSPYRNAN hefst á laugardaginn og eins og venja er, þá
spyrja menn hverjir séu líklegastir til sigurs, hvort einhverjum takist
aö hnekkja á Liverpool. Manchester United sýndi fram á það í leik
liöanna um góögerðarskjöldinn á dögunum, aö Liverpool má ekki vera
of öruggt um aö sigra því þeir unnu meistarana 2—0 á Wembley.
Liverpool hefur unniö deildina
sex sinnum á síöustu tíu árum og
hefur ekkert liö veriö svona afger-
andi á Englandi síöan Arsenal var
og hét hér á árum áöur. Liverpool
er nú meö nýjan framkvæmda-
stjóra sem er Joe Fagan, en hann
tók viö af gamla meistaranum Bob
Paisley, sem nú er hættur störfum.
Þeir tefla einnig fram nýjum sókn-
armanni en þeir keyptu Mick
Robinson frá Brighton í sumar og
hefur hann verið iöinn viö aö skora
í æfingaleikjum meö Liverpool upp
á síökastiö. Þeir hafa nú dregiö
Dalglish aftur á miöjuna þar sem
hann leikur viö hliö þeirra Souness
og Lee en aö ööru leyti er liöiö eins
og veriö hefur.
Manchester United er líklega
meö sterkustu miöjuleikmennina í
Englandi, ef ekki í allri Evrópu.
Robson, Wilkins, Moses og Muh-
ren þurfa þar aö keppa um þau
þrjú sæti sem þar bjóöast. Gordon
McQueen er áfram í miðvarðar-
stööunni og Stableton og White-
side sjá um framlínuna.
Bæöi liöin byrja deildina meö
leikjum viö liö sem komu upp úr 2.
deildinni. United leikur viö QPR og
Liverpool á aö leika gegn Wolves á
útivelli.
Stærsta spurningarmerkiö í vet-
ur er Watford en þeir léku mikiö
uppá aö senda langar sendingar á
Luther Blissett sem var mjög lag-
inn aö vinna úr þeim sendingum í
fyrra og nú viröist eins og þá vanti
mann til aö fylla upp í skarö þaö
sem hann óneitanlega skilur eftir
sig, en þaö kemur betur í Ijós á
laugardaginn.
Tvö af sterkari liöunum hafa
misst sinn manninn hvort vegna
meiösla um tíma aö minnsta kosti.
Tottenham veröur aö leika án Ar-
diles í fyrstu sex leikjunum þar
sem hann tognaöi illa á fæti, þeim
sem brotnaði í fyrra. Aston Villa
leikur án Gordons Cowans í fyrstu
leikjunum en hann fótbrotnaöi í
æfingaferð til Mexíko fyrr í sumar.
Arsenal er ákveöiö aö gera
stóra hluti í vetur og væntir sér
mikils af Charlie Nicholas, sem var
keyptur frá Celtic fyrir stóran pen-
ing. John Robertsson, vítaskyttu-
kóngurinn úr Nottingham Forest,
mun leika meö Derby i 2. deildinni
í vetur og veröur því fjarri góöu
gamni meö sínum gömlu fólögum.
Auk QPR og Wolves eru Leicester
komnir í 1. deild aö nýju en
Manchester City, Swansea og
Brighton féllu niður í 2. deild á siö-
asta keppnistímabili.
Enska knattspyrnan:
Þeir þóttu vera
bestu leikmennirnir
VIÐ SKULUM til gamana líta á
hvaöa leikmenn í ensku deildinni
voru álitnir þeir bestu á síöasta
keppnistímabili. Þeím var gefin
einkunn og viö byrjum á mark-
vöröunum.
MARKVERÐIR:
Shilton (Southampton) 7,17
Turner (Sunderland) 6,86
Parkes (West Ham) 6,84
Fox (Stoke) 6,80
Woods (Norwich) 6,76
Cooper (Ipswich) 6,70
Grobbelaar (Liverpool) 6,67
Clemence (Spurs) 6,35
VARNARMENN:
Lawrenson (Liverpool) 7,12
Statham (WBA) 6,96
Atkins (Sunderland) 6,89
Watson (Norwich) 6,88
Neal (Liverpool) 6,82
Burley (Ipswich) 6,81
Martin (West Ham) 6,81
Sansom (Arsenal) 6,81
Evans (Aston Villa) 6,80
Bonds (West Ham) 6,77
Kennedy (Liverpool) 6,76
MIÐJULEIKMENN:
Robson (Man. Utd.) 7,28
Thomas (Stoke) 7,18
Devonshire (West Ham) 7,10
Souness (Liverpool) 7,05
Cowans (Aston Viila) 7,00
Owen (WBA) 7,00
• Kenny Dalglish, Liverpool,
besti framherjinn í ensku
knattspyrnunni aö mati sér-
fræöinga.
Lee (Liverpool) 6,96
Horton (Luton) 6,93
Hill (Luton) 6,90
O’Neill (Norwich) 6,88
Mortimer (Aston Villa) 6,83
Taylor (Watford) 6,81
Hartford (Man. City) 6,80
Williams (Southampton) 6,80
Wark (Ipswich) 6,77
FRAMHERJAR:
Dalglish (Liverpool) 7,47
Blissett (Watford) 7,33
Callaghan (Watford) 7,16
Chamberlain (Stoke) 7,00
Barnes (Watford) 6,96
Mariner (Ipswich) 6,90
Walsh (Luton) 6,87
Brazil (Spurs) 6,80
Withe (Aston Villa) 6,79
Whiteside (Man. Utd.) 6,76
Rush (Liverpool) 6,72
Wallace (Forest) 6,66
Þaö skal tekiö fram, aö ein-
kunnagjöfin var gefin af knatt-
spyrnusérfræöíngum bresku
blaöanna. í Skotlandi voru þessir
leikmenn álitnir bestir á síöasta
tímabili.
SKOTLAND:
Miller (Aberdeen) 7,23
Strachan (Aberdeen) 7,13
Narey (Dundee U.) 7,10
Provan (Celtic) 7,09
Aitken (Celtic) 6,94
Fraser (Dundee) 6,93
Nicholas (Celtic) 6,88
Baines (Morton) 6,87
Rough (Hibs) 6,83
Simpson (Aberdeen) 6,79
Thomson (St. M’n) 6,79
Allir þessir leikmenn sem hér
hafa verið taldir upp, eru enn í
fullu fjöri og eru líklegir til þess
aö láta mikiö aö aér kvaöa á
keppniatímabilinu sem hefst á
laugardaginn. En þá leika þessi
liö saman í 1. deildinni:
Arsenal — Luton
Aston Villa — WBA
Everton — Stoke City
Ipswich — Tottenham Hotspur
Leicester — Notts County
Man. Utd. — QPR
Nott. Forest — Southampton
Sunderland — Norwich
Watford — Coventry
West Ham Utd. — Birmingham
Wolverhampton — Liverpool
— ÞR
14 hættu við keppni á PAN-AM leikunum:
Voru íþróttamennirnir
undir áhrifum lyfja?
FJÓRTÁN bandarískir frjáls-
íþróttamenn yfirgáfu Pan Am-
leikana, sem fram fara í Banda-
ríkjunum, vegna þess aó lyfja-
prófun átti aó fara þar fram og
þeir voru hræddir um að fram
kæmi aö þeir notuðu ólögleg lyf
til aö styrkja sig fyrir átökin.
Þaö var áöur búiö aö taka pruf-
ur af nokkrum lyftingamönnum og
þar kom í Ijós aö átta þeirra höföu
neytt lyfja og voru verölaun þau
sem þeir unnu til á mótinu tekin af
þeim og er taliö aö frjálsíþrótta-
mennirnir hafi veriö hræddir vegna
þess hversu nákvæmt þetta próf
var, en sem kunnugt er hafa
Bandaríkjamenn ekki veriö strang-
ir varöandi lyfjanotkun íþrótta-
manna sinna.
MorgunblaAið/Þórarinn Ragnaraaon.
• Eggert Bogason (t.v.), efnilegur kringlukastari úr FH, mun halda í
haust til Bandaríkjanna til æfinga og mun dvelja í Alabama. Vésteinn
Hafsteinsson til hægri, íslandsmethafinn í kringlukasti, dvelur víö nám
og æfingar í Alabama og mun hann veröa Eggert innan handar. Þeir
kappar kepptu um síöustu helgi í Evrópukeppninni í Dyflinni. Þá
kastaði Eggert sleggju en Vésteinn kringlu.
Ragnheiður og Eggert
til Bandaríkjanna
RAGNHEIÐUR Ólafsdóttir, hlaup-
ari úr FH, og Eggert Bogason,
kastari úr sama félagi, eru á för-
um til Bandaríkjanna þar sem
þau hyggjast stunda nám og æfa
sínar íþróttagreinar í vetur.
Þau munu fara til Alabama í
sama skóla og þau Þórdís Gísla-
dóttir og Þráinn Þorsteinsson.
Eggert og Ragnheiður eru stiga-
hæstu einstaklingar í frjálsum inn-
Stórsigur
Þróttar Nes.
ÞRÓTTUR, Neskaupstaö, sigraöi
Sindra frá Hornafiröi þegar liöin
mættust á Norðfiröi í gær. Stór-
sigur, 11—0, og Siguröur Frió-
jónsson skoraöi aöeins fimm
mörk og náói þar meö Gústafi
Björnssyni en þeir eru báóir meó
17 mörk í þriðju deildinni.
— sus
an FH og bera þau því sæmdar-
heitið Garparnir, en Eggert á best-
an árangur 54,52 í kringlu og 49,69
í sleggjukasti og Ragnheiöur á
best 2:04,09 en Ol-lágmarkið er
2:02,00 og hefur hún mikinn hug á
aö ná því í vetur og ætti hún aö
hafa mikla möguleika á því.
— SUS
GR
NK. LAUGARDAG, hinn 27. ágúst,
fer fram undankeppni Olfubikars-
ins í Grafarholti. Leikinn veröur
18 holu höggleikur meö forgjöf.
16 beztu keppendurnir halda sfð-
an áfram í holukeppni. Ræst
verður út frá kl. 9.00.
Aö loknum leik í undankeppni
Oliubikarsins, fer fram keppni um
flatarmeistara kvenna og karla,
svo og keppnin um Berserk.