Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.08.1983, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 Faöir okkar, t KRISTBJÖRN TRYGGVASON, lasknir Miklubraut 48, Reykjavík, andaölst aöfaranótt 23. ágúst. Helgi Kristbjarnarson, Fanney Kristbjarnardóttir, Halla Kristbjarnardóttir. t JÓNASTRYGGVASON frá Finnstungu lést að héraðshælinu Blönduósi þann 17. ágúst sl. Hann veröur jarösunginn frá Blönduóskirkju laugardaginn 27. ág- úst kl. 14.00. Ættingjar og vinir. t JÓN ÁGÚST GUOJÓNSSON, Heysholti, andaöist i Landsspitalanum 18. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Skaröskirkju i Landssveit laugardaginn 27. ágúst kl. 14.00. Sigrföur Guömundsdóttir, Óskar Guömundsson. t Systir okkar, ÓLÖF G. JÓNSDÓTTIR, Laufásvegi 3, Stykkishólmi, veröur jarösett frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 14.00. Systkinin. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, JENNÝAR SIGFÚSDÓTTUR, Barkarstöóum, Miöfirði, fer fram frá Melstaöarkirkju laugardaginn 27. ágúst nk. kl. 14.00. Jarösett veröur í heimagrafreit aö Barkarstööum. Ferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 8 f.h. útfarardaginn. Ragnar Benediktsson, Arndfs Pálsdóttir, Börkur Benediktsson, Sólrún Þorvaróardóttir, Birna Benediktsdóttir, Kriatinn Jónsson, Bergþóra Benediktsdóttir, Ásmundur J. Jóhannsson, Sveinlaug Sigmundsdóttir. t Útför eiginmanns míns, STEFÁNS ÓLAFS STEFÁNSSONAR, stöövarstjóra, Kirkjutorgi 5, Sauöárkróki, fer fram frá Sauöárkrókskirkju í dag, fimmtudaginn 25. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd barna, barnabarna og tengdabarna, Alma Björnsdóttir. t Útför eiginkonu minnar og móöur, ELÍNAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Bústaðavegi 91, Reykjavík, veröur gerö frá Fríkirkjunni í Reykjavík flmmtudaginn 25. ágúst nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Is- >anClS Albert Sigurósson, Guöjón Albertsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÓSKAR SVEINSSON, prentari, Drekavogi 20, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Hjarta- þræöingatæki Landspítalans gíróreikn. 23700-0. Jakobína Hafliöadóttir, Sveinn Óskarsson, Helga Óskarsdóttir. Elíri Guðjóns- dóttir — Minning Fædd 2. apríl 1918. Dáin 17. ágúst 1983. Mig langar til að minnast mág- konu minnar Elínar Guðjónsdótt- ur sem lést 17. ágúst sl. eftir þung- bær veikindi. Hún var fædd 2. apríl 1918 að Neðri-Þverá í Fljótshlíð. Foreldr- ar hennar voru hjónin Sigríður Sigurðardóttir og Guðjón Árna- son, er þar bjuggu. Ella, en það var hún ætíð kölluð, var elst 6 systkina. Árið 1939, 27. maí, giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Al- bert Sigurðssyni. Einkasonur þeirra er Guðjón, lögfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins, sem kvæntur er Kristínu Guð- mundsdóttur og eiga þau tvær dætur, Elínu og Sif. Ella var fyrirmyndar húsmóðir og var einkar gott að heimsækja þau hjón að heimili þeirra að Bústaðavegi 91, enda voru þau með afbrigðum gestrisin. Mér er ofarlega í huga hve góð hún var syni mínum alla tíð og hversu rausnarleg hún var á öllum sviðum og nutu barnabörn mín þess einnig. Ella var mjög félagslynd og hafði gaman af að ferðast og var búin að fara víða, bæði innanlands og utan. Um langt árabil starfaði hún við afgreiðslu í Kexverksmiðjunni Esju og er verksmiðjan var lögð niður fór Ella að vinna í eldhúsi Borgarspítalans þar til hún hætti vegna veikinda. Þá er ég kveð hana og þakka henni allt það er hún var mér og minni fjölskyldu bið ég henni Guðs blessunar og sendi Alla, Guðjóni, Stínu og dætrum samúð- arkveðjur. Hanna „Ég er ekki tilbúin að taka við þessu," grét átta ára hnáta, þegar henni var sagt að Elín „amma“ væri dáin. Hún kom þannig orðum að því, sem bærðist innra fyrir hjá okkur hinum, sem þó erum eldri og reyndari. Þrátt fyrir langan að- draganda veitist okkur erfitt að skilja og sætta okkur við, að kveðjustundin sé upp runnin, að Elín sé farin frá okkur fyrir fullt og allt. Það var 1952 að við fluttumst fyrst í sama hús. Ég var fimm ára, og Elín var konan niðri. Það var fljótrötuð leiðin um þvottahúsið og inn til hennar. Ferðirnar urðu enda svo tíðar, að mömmu þótti nóg um ónæðið, sem af hlytist. Ekki virtist Elín þó finna fyrir því. Hjá henni var alltaf til mjólk- urglas og heimsins besta rúllu- terta. Svo var bókasafnið hans Guðjóns, sem skoða mátti að vild, ef vel væri með farið. Við uppi fluttumst á braut í nokkur ár. Er við snérum aftur, var allt við það sama og við jafn- velkomin á neðri hæðina til Elínar og Alberts og fyrr. Enn fluttum við, en tíu árum seinna sneri ég aftur, í þriðja sinn, þá gift kona. Betra sambýli en þá hófst er vart hægt að hugsa sér. Þau voru ófá skiptin, sem leitað var niður eftir hveiti, eftir tvinna, eða bara til að segja halló. Þegar börnin þrjú hlóðust niður á efri hæðinni, reyndi e.t.v. fyrst á nágrannaþelið. Þrír barnavagnar fylltu upp allt sameiginlegt rými, þvottahús beggja hæða var hertekið, fyrir- ferðin á okkur hefði gert venjulegt sambýlisfólk gráhært. En ekki El- ínu og Albert. Þau voru boðin og búin að aðstoða og hliðra til, aldrei bar á að þeim gremdist, sem þó hlýtur að hafa gerzt. Minning: Stefán Ólafur Stefáns son stöðvarstjóri Fæddur 3. mars 1916. Dáinn 16. ágúst 1983. í dag fer fram frá Sauðár- krókskirkju útför Stefáns Ólafs Stefánssonar, stöðvarstjóra Pósts og síma á Sauðárkróki. Hann lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga 16. ág- úst sl. Stefán ólafur fæddist á Ak- ureyri 3. mars 1916 og var því á 68. aldursári, er hann lést. Foreldrar hans voru Stefán Ólafur Sigurðs- son, kaupmaður þar í bæ og kona hans, Jóhanna Sigríður Jónsdótt- ir. Stefán var sonur Sigurðar Jónassonar bónda á Kjartansstöð- um á Langholti en faðir Jóhönnu, móður ólafs, var Jón Jónsson, prófastur að Hofi í Vopnafirði. Jón Kjartansson, forstjóri, ná- inn vinur og frændi Ólaf9, ritaði afmælisgrein um hann sextugan og segir þar m.a. um æskuheimili ólafs á Akureyri: „ólafur ólst upp í fjölmennum systkinahópi á glæsilegu heimili að Hafnarstræti 29 þar sem einstök gestrisni og góðvild settu svip á heimilið og fornar dyggðir voru í hávegum hafðar." Af þessari lýsingu má ráða, að Ólafur hefur hlotið gott uppeldi og fengið í foreldrahúsum það vega- nesti, er dugði honum vel þegar út í lífsbaráttuna kom. Árið 1934 fluttist Ólafur með foreldrum sínum til Siglufjarðar. Hann settist í Verslunarskóla ís- lands haustið 1935 og lauk þaðan prófi vorið 1938. Mér hefur verið sagt, að ólafur hafi verið ágætur námsmaður, skarpur og næmur, hafði stálminni. Engan mann hefi ég þekkt, sem var jafn hraðlæs og hann og undraðist ég oft afköst hans í bókalestri. Árið, sem Ólafur útskrifaðist úr Verslunarskólan- um, var hann ráðinn fulltrúi á póstafgreiðslunni á Siglufirði og starfaði þar óslitið til ársins 1958, er hann var skipaður stöðvarstjóri á Sauðárkróki. Þeim starfa gegndi hann til dauðadags og hafði þá verið í þjónustu Pósts og síma í 45 ár. Á Siglufirði mun ólafur hafa tekið talsverðan þátt í félagsmál- um, og þegar til Sauðárkróks kom, hélt hann afskiptum sínum af þeim áfram. Hann var i mörg ár félagi í Rotaryklúbbi staðarins og félagi í Frímúrarareglunni. For- maður Tónlistarfélags Skaga- fjarðar var hann á annan tug ára og í stjórn Tónlistarskólans á Sauðárkróki. ólafur lék ekki sjálf- ur á hljóðfæri, sagði þekkingu sína á tónlist takmarkaða. En ástæður þess, að hann gerðist for- ustumaður Tónlistarfélagsins, voru einkum tvær, og ég nefni þær hér vegna þess, að þær lýsa ólafi mæta vel. Formennsku í félaginu tók hann að sér fyrir þrábeiðni vina sinna, sem lögðu fast að hon- um, því þeir þekktu hæfni hans og reglusemi í öllum störfum. Hin ástæðan var áhugi Ólafs á að skapa ungu fólki aukna möguleika til menntunar á sem flestum svið- um. Þetta tvennt, að bregðast ekki vinum sínum, þegar þeir leituðu aðstoðar hans, og umhyggja hans fyrir velferð æskufólks, voru áber- andi þættir í fari hans, sem ég þekkti sjálfur vel og varð oft vitni að. ólafur var nokkur ár formaður stjórnar Sparisjóðs Sauðárkróks og jafnframt Menningarsjóðs hans, sem styrkt hefur mörg þörf málefni á Sauðárkróki og í Skaga- firði. Smáfólkið á efri hæðinni var ekki lengi að rata á gömlu leiðina í gegnum þvottahúsið. Og það var ekki síður velkomið en mamma hafði verið 25 árum áður. Snemma gerðu börnin sér grein fyrir því, hvað þau voru rík. Þau áttu nefni- lega þrjár ömmur! Það var með söknuði, að enn var flutzt burt — sennilega hefðum við aldrei farið, hefði húsnæðið ekki verið sprungið utan af okkur. Það gladdi okkur, að Elín og Al- bert fluttu upp — þar var rýmra en niðri — og við fórum ekki langt. Sambandið hélst líka órofið, ekki síst vegna smáfólksins. Það leið ekki svo vika, að ekki væri beðið um að fá að heimsækja El- ínu. Nú var ég komin í sporin hennar mömmu minnar 25 árum fyrr, að finnast nóg um ónæðið, sem af hlytist. Líklega hefur það verið rangt hjá mér. Þau gáfu hvert öðru svo mikið Elín og börn- in, og enginn vissi hversu naumt tíminn var skammtaður. Alltaf þegar við komum voru móttökurn- ar hinar sömu: Opinn faðmur, opið hús, hlaðið kökuborð og jafnvel uppbúið rúm, þegar smáfólkið bar fyrir sig, að nú væri það lúið. Samskiptasagan okkar við El- ínu er hluti mannlýsingar. Hún segir frá konu með stórt hjarta og órjúfandi trygglyndi. En hún átti fleiri hliðar, hún Elín. Hún var ákveðin kona og óvenjulega hreinskiptin, það vissu allir hvar þeir höfðu hana, svo sumum stóð jafnvel stuggur af. Hún var vinnu- söm og myndarleg, þoldi engum hangs og leti. Hún var sveita- stúlka, sem fyrst á fullorðinsárum fékk tækifæri til þess að skoða heiminn. Það var ekki látið ónot- að, og hinar mörgu utanferðir síð- ustu áratugina stefndu allar hver í sína áttina til að sjá sem mest. Þá eru enn ótalin rausn Elínar og gjafmildi. Allt, sem frá henni kom, var svo höfðinglegt, að ekki var kinnroðalaust hægt við að taka. Eitt sinn sagði ég, að við mundum hætta að koma, ef hún hætti ekki þessu gjafastandi. Hún horfði á mig og kímdi við: „0, þið Hann var í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga um skeið og lengi endurskoðandi reikninga þess. Honum voru falin trúnaðarstörf fyrir Sauðárkrókskaupstað, var m.a. endurskoðandi reikninga bæjarsjóðs og sat í skólanefnd. Þann 14. september 1950 kvænt- ist ólafur eftirlifandi konu sinni, Ölmu Björnsdóttur. Foreldrar hennar eru Björn Björnsson, fyrr- verandi skipstjóri og yfirfiskmats- maður og kona hans, Anna Frið- leifsdóttir, sem lengi voru búsett á Siglufirði en nú í Reykjavík. Ólaf- ur og Alma eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi. Þau eru, talin í aldursröð: Anna Birna, röntgen- tæknir, gift Sigurði Helgasyni bókaverði. Þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn, er bera nöfn móðurforeldra sinna. Næstu er Stefán Ólafur, sem und- anfarin ár hefur stundað nám í fiskeldisfræðum í Skotlandi og Noregi, og yngstur er Jóhann, rafvirki og nemandi í Tækniskóla íslands. Unnusta hans er Elísabet Kemp frá Efri-Lækjardal í Húna- vatnssýslu. Þau eru búsett í Kópa- vogi. í afmælis- og minningargrein- um er oft að því vikið, að hjóna- band þeirra, sem um er rætt, hafi verið sérlega gott og hamingju- ríkt. Þetta hefur mér á stundum fundist hæpin fullyrðing, því sjaldnast er á færi annarra að dæma um þá hluti. Um hjónaband Ólafs og ölmu tel ég mig þó geta sagt með fullri vissu, að það hafi verið einstaklega gott, reyndar svo, að ég þekki fá eða engin dæmi um jafn sterka samheldni og gagnkvæma virðingu tveggja ein- staklinga. Þótt skapferli þeirra væri að ýmsu leyti ólíkt, virtist oft eins og um einn hug væri að ræða. Heimili þeirra á Kirkjutorgi 5 var rausnargarður, þar sem tekið var á móti gestum af stakri hlýju og glaðværð. í þeim efnum, sem öðr- um, voru þau hjón samhent. Alma reyndist manni sínum frábær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.