Morgunblaðið - 25.08.1983, Page 44

Morgunblaðið - 25.08.1983, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1983 „ petta. \jar naestum alger óóL\myrkvi? fannst þer ekJci tíko. ? " er... að gleyma ekki að taka landsleikinn upp á myndbandið. TM Reg.'U.S. Pat. Off —all rights reserved ©1983 Los Angetes Times Syndicate Ég var beðinn um að koma til að gefa fílnum jkkar sprautu? Með morgunkíiffinu Konan mín hélt að hún gæti komið I veg fyrir að ég kæmist hingað, með því að læsa fótin mín inni í skáp. HÖGNI HREKKVlSI Hvort veldur erfiðleik- um, að spyrja eða þegja Sigurður Ragnarsson, Keflavík skrifar: „Velvakandi. Alkirkjuráðið (World Council of Churches; réttari þýðing: Heims- ráð kirkna) er samtök 301 kirkju- deildar í um 100 löndum, en aðild að kirkjudeildunum eiga meira en 400 milljónir manna, mótmælend- ur og orþódoxar. Á síðasta áratug hefur þeim kirkjudeildum fjölgað um u.þ.b. 40, sem eiga aðild að ráðinu. Það nær þó ekki til allra kirkjudeilda mótmælenda. Einnig hafa kirkjudeildir slitið samvinnu við ráðið, nýlega Hjálpræðisher- inn. Sbr. Lueker, E.L. (ritstjóri): Lutheran Cycloptedia, London 1975. í þessum mánuði var sjötta þing Alkirkjuráðsins haldið í Háskóla Brezku-Columbiu f Vancouver. Það sóttu 838 fulltrúar og þúsund- ir áheyrnarfulltrúa. Af hálfu þjóð- kirkjunnar voru fulltrúar þau herra Pétur Sigurgeirsson biskup og séra Dalla Þórðardóttir prestur á Bíldudal, en áheyrnarfulltrúar voru þrír. Þau hafa öll sagt frá þinginu í fjölmiðlum. Meðal ágreiningsmála á þinginu var ályktun um Afganistan, þar sem herlið Sovétríkjanna og um- deildrar ríkisstjórnar landsins berst ómildilega við hluta þjóðar- innar, en mikill mannfjöldi hefur flúið land. Nefnd á þinginu undir forystu Bandaríkjamannsins William P. Thompson gerði tillögu að ályktun. Því er haldið fram, að í henni kveði ekki fast að orði og haft hafi verið samráð um það við fulltrúa frá Sovétríkjunum, sem sátu þingið. Alexander Malik biskup pakist- önsku kirkjunnar lagði til, að til- löguninni yrði vísað aftur til nefndarinnar og mótuð yrði ein- arðlegri afstaða. Eftir honum er haft: „Ef einhver vestræn þjóð ætti í hlut, er ég þess fullviss, að við hefðum ekki sparað harðasta orðalag, sem orðabækur eiga til. Sovétríkin hafa gert mikla árás á grannríki, og það ber að for- dæma.“ Tillögu Maliks var hafnað, þegar Kirill erkibiskup í Rúss- landi hafði varað við því, að ákveðnari ályktun ylli kirkju sinni „hræðilegum erfiðleikum" og yrði til að „ögra tryggð okkar við sam- kirkjuhreyfinguna". Ályktun þingsins um Afganist- an mun vera þess efnis, að krafizt er (asked for, skv. heimild minni) heimkvaðningar sovézkra herja í tengzlum við alhliða, pólitíska laus mála. Þetta orðalag hefur verið talið gefa til kynna, að ekki sé krafizt heimkvaðningar sov- ézku herjanna að sinni, þar til samkomulag í þessa veru verði gert. Þá hafnaði þingið aðstoð við andkommúníska baráttu í Afgan- istan. Mér er ókunnugt, hvernig atkvæði voru greidd um þessi má. Þrátt fyrir hógláta ályktun um Afganistan, tók þingið ákveðna af- stöðu til ýmissa alþjóðamála, for- dæmdi til dæmis harðlega stefnu Bandaríkjastjórnar i málefnum Mið-Ameríku, bar lof á ríkisstjórn Nicaragua, nefndi ekki Kúbu á nafn. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Alkirkjuráðið tekur óljósa afstöðu til sovézkra málefna. Á fimmta þingi þess, sem var haldið i Nair- obi fyrir átta árum, var birt bréf frá tveimur kristnum mönnum i Sovétríkjunum, föður Gleb Yak- unin og Lev Regelson, sem ásök- uðu ráðið um þögn, þegar „rússn- esk-orþódoxa kirkjan var nærri lögð að velli" snemma á sjöunda áratugnum. Þeir báðu um stuðn- ing gegn ofsóknum yfirvalda. Þrátt fyrir það, að sovézku kirkj- urnar gáfu í skyn, að þær myndu slíta sambandi við ráðið, var ályktað að gefa meiri gaum trú- arbragðafrelsi, án þess þó að nefna Sovétríkin. Að þessu markmiði hefur verið unnið und- anfarin ár, en þess gætt að draga ekki að því athygli með opinberum yfirlýsingum. Þess má geta til samanburðar, að skv. útvarpsfréttum í gær hef- ur páfinn aftur hafið opinbera baráttu fyrir trúfrelsi hvarvetna um heim, og mun einkum snúast gegn austantjaldsríkjum. Þinginu í Vancouver bárust tvö bænaskjöl frá Sovétríkjunum. Annað var frá mannréttinda- nefnd, sem faðir Yakunin stofnaði. Hitt var frá kirkjuleiðtoga að nafni Vladimir Rusak. Fulltrúum á þinginu var lítil grein gerð fyrir efni bréfanna. Forystumenn Al- kirkjuráðsins héldu þvi fram, að atbeini þingsins um þessi mál svaraði til íhlutunar í eigin mál- efni kirkjudeildar. Alkirkjuráðið fer með sjóði, sem meðal annars eru notaðir til að styrkja skæruliða SWAPO, sem berjast i Nambíu, og á sama hátt styrkti það á sínum tima skæru- liða í Zimbabwe-Rhodesiu. Ráðið telur skæruliðum þessum treyst- andi til að efla ekki vopnakaup, þó þeim áskotnist fjármunir. Framansagt er að mestu byggt á fréttaskýringu i Time i dag. Höf- undur hennar er Richard W. Ostling (associate editor). Yfir- skrift greinar hans er: „Hin kyn- lega pólitík samkirkjustefnunnar — Gagnvart Alkirkjuráðinu eru Sovétríkin syndlaus". Hann held- ur því fram, að margir vestrænir kirkjuleiðtogar séu samþykkir árásum á stefnu Bandarikjanna og bandamanna þeirra, en einnig sé þögnin það gjald, sem virðist þurfa að greiða til að halda kirkj- um austantjaldsríkja innan ráðs- ins. Þessi afstaða hindri ráðið meðal annars í þvi að láta málefni kristinna manna í Sovétríkjunum til sína taka. Þá hafi talsmenn ráðsins svarað með þeim orðum gagnrýni á fjárstuðning þess við skæruliðahreyfingar, að hún væri hræsni eða hvítt kynþáttamis- rétti, og hafi naumast heyrzt hvíslað andmælum gegn þessum fjárframlögum á þinginu í Van- couver. f Morgunblaðinu 21. ágúst er haft eftir séra Barnharði Guð- mundssyni fréttafulltrúa, áheyrn- arfulltrúa á þinginu, að „sumir Gömul kona, veikt barn Halldór Jónsson, verkfræðingur skrifan í júní 1971 lenti 4 ára drengur í bifreiðarslysi. Honum var ekki hugað líf enda áverkarnir miklir, heilaskemmdir og beinbrot. Tveimur mánuðum síðar, þegar séð varð að hann mundi lifa þrátt fyrir varanlega 100% örorku, vildi amma drengsins leggja eitthvað af mörkum til seinni nota. Lagði hún 200 krónur, liðlega 2 tíma kaup, inn á bundna bankabók með hæstu mögulegum vöxtum. Gömlu konuna hefur áreiðanlega munað um þetta á þeim tima. Þá kostaði íbúð u.þ.b. 1,5 milljón eða liðlega 100 mánaðarkaup verkamanns, um 15 þúsund krónur. Það vill svo til að þetta eru svip- uð hlutföl og eru núna milli þess- ara hluta. Það er aðeins búið að deila í krónuna með 100, taka upp nýkrónu til þess að „auka verð- skyn almennings". ótal nefndir og ráð hafa setið, færustu efnahags- ráðgjafar hafa starfað með ríkis- stjórnunum, gengismun hefur ver- ið ráðstafað, félagsmálapakkar hafa verið virtir til jafns við kaup, skuttogarar keyptir í hverja vík o.s.frv. Allt gert að beztu manna yfirsýn. Litli öryrkinn er nú orðinn 16 ára. Pabbi hans tók út úr banka- bókinni um daginn. Upphæðin með hæstu vöxtum var kr. 5,45, þ.e. um 5 mínútna kaup. „Er ekki gott fyrir þig að nota þetta í stöðumæli, pabbi?“ sagði piltur- inn, þegar hann sá sjóðinn. Inni- stæðan á hæstu vöxtum hafði rýrnað 24falt á 12 árum. Stúlka, tengd þessum pilti, fékk frá fæð- ingu lagt inn á reikning sinn hjá kaupfélaginu 2 lömb í hverri slát- urtíð. Hún varð tvitug um daginn og tók út innistæðuna; hvað fékk hún? 40 lömb? Nei, 3,5 lamb. Kaupfélagið er þannig sýnu skárra en bankinn. Nú vilja ýmsir stjórnmálamenn kaupa sér fylgi skuldara með þvi að beita sér fyrir afnámi verð- tryggingar. En erum við ekki búin að reyna þetta áður? Er ekki full- reynt að þær aðgerðir munu ekki lækka dýrtíðina? Hún mun ekki valda innstreymi i bankana. Hún mun ekki hafa „félagslegt rétt- læti“ í för með sér. Hún mun ekki auðvelda ungu fólki að byggja, þvf fjármagn mun hverfa úr umferð. Hún mun ekki hvetja fólk til að vinna meira, meðan stéttakerfið er látið óbreytt, sem refsar fólki fyrir vinnusemi. Afnám verðtryggingar mun sjáifsagt afla einhverjum foringj- um tfmabundið kjörfylgi. Auð- veldara verður um stund að reka SÍS og kaupfélögin og einhverjir geta eignast togara. En hvað á hinn hljóði, smásparandi að gera? Verður hægt að treysta vísitölu- bréfum óorðheldins ríkis? Hvern- ig á þá gömul kona að gefa veiku barni gjöf til framtíðarinnar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.