Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 13

Morgunblaðið - 28.08.1983, Side 13
stofan „gleymir" að telja upp nokkra kostnaðarliði á reikningi sínum til tannlæknisins, en tann- læknirinn gleymir þessum kostn- aðarliðum tannsmiðanna hins vegar ekki, þegar hann leggur sinn reikning fyrir sjúklinginn eða sjúkrasamlagið til greiðslu. Hinir ódýru tann- smiðir í Hong Kong Algeng aðferð hjá tannlæknum i Hamborg er einnig að panta tannsmíðina hjá tannsmíðastof- um í þeim löndum, þar sem vinnu- aflið er sérstaklega ódýrt. Tann- læknir, sem lætur smiða góma handa sjúklingum sínum hjá tannsmiðum i Hong Kong, fær gómana miklu ódýrar í hendur, þrátt fyrir flutningskostnaðinn milli heimsálfa, en ef hann hefði látið þýzka tannsmiði vinna verkið, og það þótt þýzku tann- smiðirnir hefðu gefið tannlæknin- um ríkulegan afslátt af uppgefn- um smiðakostnaði. Sjúkrasamlagið eða sjúklingur- inn fær vitanlega alls engar frétt- ir af þessari utanríkisverzlun tannlæknisins. Gómarnir eru því greiddir tannlækninum á því verð- lagi, sem tíðkast i Þýzkalandi. Hagnaður tannlæknisins af þess- um leynilegu tiltektum er mjög verulegur. Jafnvel líkin gefa af sér hagnað Samanborið við fjáröflunarleið- ir af þessu tagi, eru aðferðirnar, sem fjórir læknar í Köln beittu til frekari fjáröflunar, aftur á móti næstum því fyrirgefanlegar. Þess- ir læknar hlutu nýlega dóm í svo- kölluðu hjarta-gangráðsmáli. Læknar frá sjúkrahúsum i Kiel, Leverkusen og í Wuppertal voru meðal annars ákærðir fyrir að hafa sett notaða hjartagangráða — sem stundum voru teknir úr likum — í sjúklinga. Gangráðarn- ir voru yfirfarnir lítils háttar af viðgerðarmönnum, áður en lækn- arnir fengu þá aftur í hendur til að nota í sjúklingana. í sjúkrahús- unum voru þessir gangráðar sagð- ir nýir, og framleiðandinn var i vitorði með læknunum í þeirri yf- irlýsingu. Tækin voru því greidd eins og væru þau flunkuný. Verðið á slikum hjartagangráðum skiptir þúsundum marka (tugþúsundum ísl. króna). Hagnaðurinn af þess- um skuggalegu viðskiptum var yf- irleitt látinn renna i kaffisjóð sjúkrahússlæknanna eða við og við til þess að kaupa eitthvað nauðsynlegt tæki til notkunar á sjúkrahúsunum, þegar sjúkrahús- ið hafði ekkert fé til slikra tækja- kaupa. Þess skal og getið, að i gang- ráðs-málaferlunum kom fram, að læknarnir höfðu ekki reynt að auðgast persónulega á þessari furðulegu sölustarfsemi sinni. Óvenjuleg vaktavinna Miðað við þær gífurlegu fjár- upphæðir, sem þannig renna eftir ýmsum viðskiptaleiðum til lækna, verður að telja kvartanir yfir vissri ónákvæmni í skráningu yf- irvinnustunda sjúkrahúslækna beinlínis smásálarskap. Að svíkja út fé á þann hátt er einnig fastur liður í atvinnugreininni eins og fylkisendurskoðunin í Nieder- sachsen og í Baden-Wúrttemberg hefur komizt að raun um. Endur- skoðunin á þessum kostnaðarlið við vinnu sjúkrahúslækna leiddi fljótt í ljós, að læknar reikna sér að vísu mjög í hag í þessu sam- bandi, en kunna hins vegar oft ekki að reikna: Annars hefðu þeir átt að hafa komizt að því fyrir löngu, að það eru aldrei 30 eða 31 dagur í febrúarmánuði. Það verð- ur þvi alltaf erfitt að sannfæra aðra um allar yfirvinnustundirn- ar, sem unnar voru þessa mánað- ardaga. Endurskoðunin lét að minnsta kosti ekki sannfærast af þeim reikningum. Wolfgang Hoffmann MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 61 Skólaritvélar Olyripia rityélarnar eru allt í serm skóla-, ferða- og heimilisritvélar. Ódýrar og fáanlegar í mörgum gerðum. CarmaS áreiðanleg vél, búin mörgum vinnslum sem aðeins eru á stœrri ritvélum. TraveUer de Luxe fyrirferðaiítn og léttbyggð vél sem þolir auðveldlega hnjask og ferðalög. Begina C rafritvél með leiðréttingar- búnaði. Fisléttur ásláttur auk annarra kosta stórra skrifstofuritvéla þótt Regina sé bœði minni og ódýrari. Leitið nánari upplýsinga KJARAIM K ARMULI 22 - REYKJAVÍK - SIMI 83022 INVrTA innréttingar í allt húsið Yfir 40 mismunandi tegundir. Stuttur afgreiðslu- c c timi. Þægilegar eldhús- innréttingar byggðar á vinnusparandi skápum. Sérsmíðaðar og staðlaðar innréttingar í öll herbergi — gæðin í fyrirrúmi. Nýjir viðskipta- hættir: Við undirritun samnings er afhendingardagur ákveðinn. Ef hann stenst ekki bjóðumst við til að borga þér dagsektir. SKALINN Grensasvegur 12 — 108 Reykjavik — Simi 91-39520 Gódandaginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.