Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.08.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983 69 Vestur-Þýskaland: Stórfé sett til höfuðs nýnasista Wiesbaden, 26. ágúst. AP. LÖGREGLAN í Vestur-Þýskalandi hefur heitið hverjum þeim manni nærri 600.000 kr. ísl., sem getur veitt upplýsingar um vestur-þýskan ný- nasista, sem sakaður er um að hafa skipulagt hryðjuverk og banatilræði við bandaríska hermenn. I desember sl. slösuðust tveir bandarískir hermenn þegar sprengja sprakk við heimili þeirra í Vestur-Þýskalandi og í öðrum sprengingum við aðsetur banda- rískra hermanna hafa orðið veru- legar skemmdir. Fimm félagar í hægrisinnuðum öfgahópi hafa verið handteknir en forsprakkinn, Ottfried Hepp, gengur enn laus. Eru hryðjuverkamennirnir grun- aðir um að hafa fjármagnað ódæð- isvérkin með fjöldamörgum rán- um. Lögreglan hafði hendur í hári þriggja þessara manna í febrúar sl. en tveir eru í haldi í Englandi. Þangað flýðu þeir frá Vestur- Þýskalandi. Fangavörður skotinn Nuoro, Sardiníu, 23. ágúst. AP. FANGELSISVÖRÐUR var skot- inn til bana seint í gærkvöldi við heimili sitt í Arzana í Austur- Sardiníu. Stjórnvöld segja, að hryðjuverkamenn hafi verið að verki, en enginn hefur enn sem komið er lýst verknaðinum á hendur sér. Ástand hefur verið ótryggt á Sardiníu lengi og hafa mannrán og hvers kyns glæpir þar, bersýnilega af pólitískum toga, færzt í vöxt. Hjól fyrir kaffi Dar es Salaam, Tanzaníu, 23. ágúsL AP. AUSTUR-Þjóðverjar hafa ákveðið að selja til Tanzaníu tíu þúsund reiðhjól og ýmis önnur tæki i skiptum fyrir kaffi, bómull, te og tóbak frá Tanzaníu, segir í við- skiptasamningi, sem var undirrit- aður af fulltrúum landanna í dag. Viðskiptaráðherra Tanzaníu sagði að þessi vöruskiptasamningur hefði verið gerður vegna takmark- aðra birgða Tanzaníu af erlendum gjaldmiðli. Hliðstæður samningur hefur einnig verið gerður við Búlg- aríu. íslenskir bridgespilarar hafa aldrei fengið tækifæri sem þetta: * Við efnum til viku skemmtisiglingar með M.S. Eddu og skipuleggjum tvö stórmót um borð, þar sem spilað er um ein hæstu verðlaun sem sögur fara af í íslenskri bridgesögu 160.000 kr. ■ Tvímenningskeppni ■ Viðkoma í Bremerhaven og Newcastle ■ Sveitakeppni ■ Lúxus aðbúnaður ■ Bridgenámskeið ■ Verð aðeins kr. 7.800 pr. farþega í tveggja manna klefa. ■ Valkostur: 2ja nátta hótelgisting í Newcastle án aukakostnaðar. Upplýsingar og pantanir hjá Samvinnuferðum-Landsýn í Reykjavík og hjá umboðsmönnum um land allt. Spilið rétt úr draumahöndinni, - tryggið ykkur þátttöku í tíma. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Við kynnum LK-NES raflagnaefni í rafmögnuðu hjólhýsi hjá Sætúni 8 Notið tækifærið og kynnist LK-NES. Heimilistæki hf Sætúni 8. — Sími 27500 Heimilistæki hafa fengið til landsins hjólhýsi þar sem komið er fyrir sýnishornum af slökkvurum, tenglum, „dimmerum“ og öllu því raflagnaefni sem þarf í íbúðarhúsnæði. Allt er tengt og tilbúið, til þess að fólk geti kynnst LK-NES af eigin raun. Hjólhýsið verður við verslunina í Sætúni 8 á venju- legum opnunartíma alla næstu viku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.