Morgunblaðið - 28.08.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1983
Úr heimi kvikmyndanna
Erik Balling leikstýrir
dýrustu mynd í Danaveldi
Danski leikstjórinn Erik
Balling hefur tekiö að sér að
leikstýra dýrustu mynd sem
Danir hafa ráðist í að fram-
leiða og hefur hún hlotið
nafnið „Midt om natten“ eða
Um miðja nótt. Kemur hún
til með að kosta 9,8 mií.Mónir
danskra króna eða um 29
milljónir íslenskra króna. Til
samanburðar má geta þess
að dýrasta mynd sem íslend-
ingar eru að framleiða, At-
ómstöðin, kemur til með að
kosta í kringum 10 milljónir.
Þetta er fyrsta myndin sem
Balling leikstýrir eftir myndirn-
ar um Olsen-gengið, sem nutu
mikilla vinsælda þar ytra. Þar
áður hafði Balling m.a. leikstýrt
Jk jp3
T m
hF ¥
Kim Larsen, til vinstri, og Erik Balling stilla sér upp fyrir Ijósmyndara,
fullvissir um að þeir eigi eftir að gera góða mynd.
íslensku myndinni 79 af stöðinni.
Það var fyrir rúmum 20 árum.
„Midt om natten" fjallar um
tvo vini, þá Benny og Arnold,
sem leiknir eru af tónlistar-
manninum Kim Larsen og Erik
Clausen. I byrjun myndarinnar
er sagt af því að þeir hafi saman
rekið verkstæði um nokkurn
tíma en svo hafi þeir orðið at-
vinnulausir og ástamál þeirra er
einnig í rústum. Vinirnir tveir
standa því uppi allslausir en
vongóðir um að þeir geti byrjað
nýtt líf.
Til að byrja með flytja þeir inn
í tómt húsnæði og þegar það er
rifið flytja þeir í gamla verk-
smiðju við Suðurhöfnina í Kaup-
mannahöfn. Þar leggja þeir
grunninn að minnkaðri útgáfu af
Christianiu, sem þeir kalla „Hav-
eje“ því þeir kunna ekki að stafa
Hawaii.
„Við notum Arnold og Benny
sem leiðsögumenn á ferð um
sjötta og sjöunda áratuginn, upp-
gang og hnignun þess tímabils.
Þetta er saga sem lituð er með
breiðum pensli, með miklum
fantasíum og ljóðrænum uppá-
komum," segir Erik Balling leik-
stjóri. Kim Larsen kemur mikið
við sögu myndarinnar, því hann
semur handritið að henni, tón-
listina og leikur annað aðalhlut-
verkið.
Frá Bretlandi fá þeir garpar til
liðs við sig Gerry Crampton, sem
á að stýra og stjórna slagsmálum
og ofbeldisatriðum myndarinnar,
en Crampton þessi er nefndur
hér því hann hefur það sér til
frægðar unnið að hafa stjórnað
slagsmála- og ofbeldisatriðum í
stórmynd Richards Atten-
boroughs, Gandhi.
Pat Stacy og John Wayne við verðlaunaafhendingu.
KUREKINN VÆNI
r
Astkona John Wayne skrifar bók þar sem gefin er önnur mynd
af kúrekahetjunni en menn eiga að venjast í kvikmyndum hans
„Ég man hvað ég var hissa þegar
ég fyrst heimsótti John Wayne til að
taka við hann viðtal," segir blaða-
maðurinn Ivor Davis í grein um
gömlu kúrekahetjuna í „New York
Timcs“ nú nýverið. - „í stað búgarðs
í gamla „western-stílnum“ með indí-
ánatcppum og reiðtygjum upp um
alla veggi var ég leiddur inn í ný-
tísku glæsihús í millahverfinu New-
port Harbor í Kaliforníu, sem fullt
var af fágætum antikhúsgögnum,
málverkum og bókum. Það eina sem
minnti á „Villta Vestrið“ voru brons-
afsteypur af Remington-skotvopn-
ura, sem gegndu hlutverki bóka-
stoða á skrifborði leikarans. Raunar
var það löngu vitað að í daglegu lífí
var John Wayne afar ólfkur hinni
ruddalegu kúrekamanngerð, sem
hann túlkaði oftast á hvíta tjaldinu
og nú hefur Pat Stacy hvítþvegið
hann af þeirri ímynd með bók sinni
„Hertoginn: Ástarsaga“, en Pat var
einkaritari Waynes, vinur og sam-
býliskona síðustu fímm æviár hans.
í bókinni er endanlega gengið
frá ímyndinni um hina hávaða-
sömu og drykkfelldu kúrekahetju,
sem fer illa með konur og rotar
menn í slagsmálum. Pat Stacy
þykir taka nokkra áhættu með út-
gáfu bókarinnar, því Wayne á
marga trygga aðdáendur sen vilja
ekki láta hrófla við hinni einu og
sönnu ímynd, en í bókinni eru
opinskáar lýsingar á sambúð
þeirra og skapgerð hinnar gömlu
kvikmyndahetju. Raunar hefur
Pat nú þegar verið sökuð um að
nota minningu Waynes til að
græða peninga og þeir hörðustu
fullyrða að bókin sé ekkert nema
slúður af ódýrari tegundinni.
„Ég skrifaði ástarsögu mína til
hertogans því mér fannst minning
hans full af öfugmælum og rang-
færslum. Nafn hans var orðið eins
konar minnisvarði fyrir mikil-
mennskuna en mig langaði til að
sýna hina hliðina á manninum, þá
hlið sem ég þekkti en fæstir aðr-
ir,“ segir Pat, og kveðst vera þess
fullviss að Wayne sjálfur hefði
lagt blessun sína yfir efni bókar-
innar. „Flest það sem skrifað var
um hann fór mjög í taugarnar á
honum en það var yfirleitt allt
skrifað í þessum karlmennsku-
anda, sem menn vildu láta hann
standa fyrir,“ segir hún. „Eitt sinn
sagði hann við mig: Hvers vegna
skrifa þeir ekki um það þegar ég
kyssi dóttur mína góðan daginn
áður en hún fer í skólann eða þeg-
ar hún hjúfrar sig upp að mér á
kvöldin þegar hún er komin heim?
Hann hataði allt þetta karl-
mennskutal."
Maðurinn sem þambaði „Tequ-
ila“ ómælt af stút á hvíta tjaldinu
kunni að vísu ágætlega að meta
áfenga drykki þegar svo bar undir
í daglega lífinu, en það var aðal-
lega léttvín þegar hann fór út að
borða. Ruddinn, sem braut allt og
bramlaði á kúrekakránum, var í
daglegu lífi sinu mikili unnandi
fagurra Iista og sér í lagi áhuga-
maður um falleg húsgögn. „Hann
elskaði allt hið fíngerða í tilver-
unni, sérstaklega ballett, og hann
var mikill aðdáandi Margot Font-
eyn,“ segir Pat Stacy.
John Wayne var lengst af vel
stæður maður en hann var langt
frá því að vera vellauðugur, eins
og margur kann að halda. Sjálfur
hugsaði hann lítið um fjármál
heldur lét hann peningamenn og
ráðgjafa annast slík mál fyrir sig,
en þeir reyndust sumir miður
heiðarlegir. „Á tímabili var svo
komið að hann varð að velta fyrir
sér hverjum eyri,“ segir Pat um
súperstjörnuna, sem græddi millj-
ónir á þeim rúmlega 200 myndum
sem hann lék í um ævina.
Ástarsambandið milli Pat Stacy
og hertogans hófst smátt og smátt
eftir að hún hóf störf sem einka-
ritari hans. Hann var þá nýlega
skilinn við þriðju konu sína, Pilar,
og var einmana og niðurdreginn,
eftir því sem Pat segir í bók sinni.
„Sem elskhugi var hertoginn ást-
ríkur, tillitssamur og blíður," seg-
ir hún ennfremur. „Við ræddum
stundum um hjónaband, en hann
var 65 ára þegar við hittumst fyrst
og mér fannst samband okkar
ágætt eins og það var, þannig að
ekkert varð úr giftingaráform-
um.“
Þegar John Wayne vann við
upptökur á „Brannigan" í London
1978 veiktist hann hastarlega og
gekkst undir hjartaaðgerð, sem
tókst að vísu vel en í kjölfarið
fylgdi gulusótt og hann var lengi
að ná sér. „Eitt sinn við morgun-
verðarborðið kastaði hann diskin-
um skyndilega frá sér með þessum
orðum: Ég get ekkert borðað, mér
finnst eins og glas hafi splundrast
í maganum á mér,“ og hann hné i
gólfið og engdist af kvölum. Ég
hélt í fyrstu að þetta stafaði af
öllum meðölunum sem hann tók,
því lyfjaskápurinn hans var eins
og heilt apótek. En þegar hann var
svo lagður inn á spítala í gall-
blöðruaðgerð kom í ljós að hann
var heltekinn af magakrabba."
Fyrir mann með svo sjálfstæðan
persónuleika varð hinn alvarlegi
sjúkdómur honum stöðug upp-
spretta reiði og örvæntingar.
Hann vissi að það var ekkert hægt
að gera og einn sunnudagsmorg-
uninn gat hann ekki afborið hugs-
unina lengur. „Komdu með
skammbyssuna mína,“ skipaði
hann Pat. „Ég ætla að binda enda
á þetta." Hún lét sem hún heyrði
ekki til hans og þegar hann fór
aftur á spítalann sagði hann við
læknana: „Pat og krakkarnir töl-
uðu mig ofan af því að fremja
sjálfsmorð svo ég verð víst að
reyna að standa mig.“ Hann
kvartaði aldrei eftir það. En það
var Ijóst, að endalokin voru ekki
langt undan.
John Wayne kom siðast fram
opinberlega við afhendingu Ósk-
arsverðlaunanna 1979 þar sem
hann tók á móti heiðursverðlaun-
um við mikinn fögnuð viðstaddra.
„Það var mikið átak fyrir hann að
koma þarna frarn," segir Pat.
„Þegar förðunarmeistarinn kom
sagði hann: Farðu varlega, ég vil
helst ekki líta út eins og smurt
lík.“ En það var fyrst þegar Pat sá
myndir frá kvöldinu að henni varð
ljóst að skammt var til leiksloka.
„Dauðinn var markaður í andlit
hans,“ segir hún. Hertoginn átti í
fórum sínum gullslegið skilti sem
á var letrað: „Eitt vingjarnlegt
orð,“ og var þetta eitt af kjörorð-
um hans. „Þegar ég spurði hann
hvort hann vanhagaði um eitt-
hvað, t.d. kalt að drekka eða sam-
loku, svaraði hann gjarnan: Jú, og
eitt vingjarnlegt orð.“ Þessi bók
inniheldur öll þau vingjarnlegu
orð sem Pat Stacy óskar að koma
á framfæri um elskhuga sinn lát-
inn.
(Þýtt:Sv.G.)