Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 13 Kolskeggur Kvíkmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: The Black Stall- ion. Tónlist: Carmine Coppola. Myndatökustjóri: Caleb Deschan- el. Handrit: Melissa Mathison, Jeanne Rosenbere oe William Wittliff. Byggt á samnefndri sögu: Walter Farley. Stjórn: Carol Ballard. Sýningarstaóur: Tónabíó. Það er ekki oft að maður sér jafn listilega gerða barnamynd og Svarta folann er nú prýðir tjald Tónabíós. Hið eina sem skyggir á gildi myndarinnar er ef til vill lengdin en hún spannar nærri tvær klukkustundir og heyrði ég ekki betur en sumir hinna smávöxnu bíógesta hefðu fengið óla Lokbrá í heimsókn síðasta hálftímann eða svo. Ég bauð tveim litlum vinkonum á myndina og þær tjáðu mér að hún hefði alls ekki verið lang- dregin og voru sammála um að sum atriðin hefðu verið „ ... æð- isleg". Tel ég myndina vel við hæfi sæmilega stálpaðra krakka og get verið innilega sammála vinkonunum um að sérstaklega upphafsatriði myndarinnar — þegar skipið sekkur undan Afríkuströndum og Alec litli Ramsey bjargast við taum ara- bíufolans Kolskeggs hafi verið „ ... æðislega vel unnin". Man ég vart eftir jafn áhrifa- ríkum myndskeiðum frá því hin- ir sjösamurai gengu á hólm í samnefndri mynd Kurosawa. í báðum tilvikum léku hestar mikilvægt hlutverk og það var eins og í námunda við þessar skepnur færðust út mörk veru- leikans. Áhorfandinn var í miðj- um stríðsátökum og hluti hinna hugumstóru japönsku stríðs- manna og í hinn stað staddur í borð um logandi skipi er feykti honum fyrir borð og þar berst hann við drukknun uns hann flækist í taum Kolskeggs. Á slík- um stundum nær kvikmyndalist- in hæst. Samruni á sér stað milli skynjunar kvikmytidaleikstjór- ans og kvikmyndatökumannsins annars vegar og hins vegar áhorfandans sem í óeiginlegum skilningi lyftist úr sæti sínu og sveiflast inní átakamikla at- burðarás. Ég man að þegar ég las Kol- skegg barn að aldri þá hafði sag- an svipuð ahrif á mig og töfra- brögð Caleb Deschanel kvik- myndatökumanns og Carrol Ballard leikstjóra nú. Ég er ekki frá því að sagan hafi hrifið und- irritaðan sterkari tökum en mynd þessi og þá mátti ekki á milli sjá í einstaka atriði eins og upphafsatriðinu sem áður gat eða þegar þeim félögum Kol- skeggi og Alec hafði skolað uppá ströndina og myndaugað fór að rannsaka furður náttúrunnar — berg sem virtist ættað frá öðru sólkerfi, sól, sem virtist sömu- leiðis skína af öðrum himni — fleiru verður ekki lýst enda ekki hlutverk mitt að taka frammi fyrir hendurnar á kvikmynda- gerðarmönnum sem standa und- ir nafni. Það má svo sem vel vera að kvikmyndatökustjórinn hafi gleymt sér full við að skálda nýstárlegan veruleika á filmuna en þó varð ég ekki var umtals- verðrar óþreyju meðal barnanna í salnum. Eiga börn annars ekki rétt á fegurð eins og hinir full- orðnu? Þurfa þau endalausan hasar í mynd Tomma og Jenna? Viljum við kannski ala upp has- arbörn sem ekki skynja hin fín- gerðari svið tilverunnar? Eða viljum við eiga einkarétt í feg- urðinni eins og Elít-tískukóng- urinn sem setti nýlega fjórtán ára stúlkubarn á fegurðarmark- aðinn? í Kolskeggi sjáum við samband barns og fullvaxta manns (Mickey Rooney) og dýrs eins og það getur fegurst orðið. Hér er ekki verið að nauðga sál barnungra stúlkna í bláu lóni. Ævintýri barnæskunnar fá að rætast í mynd glæsilegs blakks fola. Kolskeggur verður einskon- ar táknmynd hinnar tærustu fegurðar sem er barnssálin. Er ekki mesti glæpur sem við getum framið að skemma þá viðkvæmu byggingu með endalausum has- ar? Ef menn hafa eirð í sér til að sitja tvo tíma í bíó þá ættu þeir að láta það eftir sér að sjá Kol- skegg þó ekki væri nema til að rifja upp þá tíð er maður, hestur, köttur og mús var allt ein eining og ekkert var ómögulegt, jafnvel ekki að sitja á baki hálftamins arabísks fola á valhoppi yfir skeiðbraut. , TÆKIFÆRI SEM BYÐST ALDREIAFTUR! Sú skemmtilega staða er komin upp, að við getum selt 27 óyfir- byggða (pick-up) bíla af gerðinni Volvo Lapplander fyrir 195.492.- krónur næstu daga. Bíl- arnir eru með gömlu, góðu B20A Volvovélinni, alsamhæfðum gírkassa, háu og lágu drifi, 280/85x164 hjólbörð- um, 12v rafkerfi, þrí- hyrnings hemlakerfi. Lágmarkshraði 2,8 km. Hámarkshraði 115 km. Sýningarbíll og upplýs- ingar í Volvosalnum. VELTIR HF SuÓurlandsbraut 16 • Simi 35200 VOU/O LAPPLANDER fyrír 1957192,-krónur óöur lrr. 236.2ML-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.