Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983
3
Þriggja daga
gaddur gæti vald-
ið vatnsleysi
„EF þAÐ gerir 10—14 stiga frost í
meira en þrjá daga á komandi vetri er
hætt við að vissir bæjarhlutar lendi
úti í kuldanum, það er að segja að
þeir verði heitavatnslausir," sagði
Gunnar Kristinsson, yfirverkfræðing-
ur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, í sam-
tali við fréttamann Mbl. í gær.
„Þrátt fyrir gjaldskrárhækkun-
ina, sem við fengum, tæp 48%, hef-
ur nánast ekkert breyst hjá okkur
síðan í fyrravetur," sagði Gunnar.
„Hækkunin kom það seint, að pen-
ingarnir eru lítið sem ekkert farnir
að skila sér inn og því verður litlu
sem engu komið í gagnið í vetur. Á
vissan hátt erum við jafnvel verr
staddir en í fyrra, því talsvert hefur
bæst við af húsum á veitusvæðinu í
sumar. Við sluppum með skrekkinn
í fyrra, því þótt veturinn hafi verið
kaldur þá voru ekki langvarandi
frosthörkur og það eru þær, sem við
þurfum að hafa áhyggjur af.“
Gunnar sagði að kæmi til frosta,
sem stæðu í meira en þrjá daga eða
svo, þá væri hætt við að nokkur
hverfi myndu missa vatn. Það væri
t.d. Skólavörðuholtið, ásar Kópa-
vogs og ef til vill Breiðholt II, þ.e.
Seljahverfi. Um frekari vatnsöflun
í haust og vetur sagði Gunnar að
fyrirhugað væri að bora eina holu á
Nesjavöllum í Grafningi og koma
því af fyrir veturinn. „Svo er ætlun-
in að bora tvær holur í borginni og
þá á svæðum þar sem við erum með
holur fyrir, þannig að auðveldara
verði að koma því vatni inn á kerfið
með því að ekki þurfi að leggja í
miklar nýjar lagnir. En þetta tekur
allt tíma, það tekur alltaf mánuð að
bora og annan að tengja, miðað við
að vel gangi, þannig að ástandið í
vetur verður engu betra en í fyrra.
En eftir það ætti að fara að rofa til
í þessum málum hjá okkur,“ sagði
Gunnar Kristinsson.
Keflavíkurflugvöllur:
Yfirdýralæknir hefur mót-
mælt flutningi matvæla
„ÉG HEF oft kvartað yfir þessum
fiutningi matvæla út af Kefiavíkur-
flugvelli enda er smithættan sú sama
hvort sem í hlut á einhver tiltekinn
hópur Bandaríkjamanna eða íslend-
ingar," sagði Páll A. Pálsson, yfirdýra-
læknir, í samtali við Mbl., er hann var
að spurður álits á heimild 50 tiltekinna
Bandaríkjamanna tii að fiytja matvæii
út af Keflavíkurfiugvelli.
Yfirdýralæknir sagði að smithætt-
an væri þó ekki mjög mikil þar sem
þessi matvæli væru öll i neytenda-
umbúðum og tilbúin til matseldar,
ekkert væri um kjöt í heilum skrokk-
um til dæmis, auk þess sem sorpeyð-
ing á þessu svæði væri orðin til mik-
illar fyrirmyndar; allt sorp brennt.
Varðandi innflutning Flugleiða á
eggjum til flugeldhúss félagsins á
Keflavíkurflugvelli sagði yfirdýra-
læknir að þau mál væru ekki innan
hans valdsviðs og heyrðu undir
varnarmáladeild utanrfkisráðu-
neytisins.
ÞriAr
NVIAR UNKfflÖUfUR
SE0IMARKA
TIMAMOr
Rainbow
Professional 325 Professional 350
KRISTJÁN Ó
SKAGFJÖRÐ HE
Tölvudeild, Hólmaslóð4,101 Reykjavlks.24120
Gunnar I
v*
jeocAViDmy
.!> FRUMSÝNING NÆSTKOMANDI FÖSTUDAGSKVÖLD
KL. 19.00 STUNDVISLEGA
Við höldum nú áfram að rifja upp
skemmtilegt tímabil í tónlistinni og nú
er það Bítlatímabilið.
Hljómar
A n menn létu háriö vaxa svo aö eldra fólki
PCVaMn þótti nóg um.
ÞEGAR stúlkur féllu í yfirlið á tónleikum af hrifningu.
kcp A D allir héldu aö unga kynslóðin væri nú
“c****l* endanlega að ganga af göflunum.
kpp * D blómatímabiliö gekk yfir og unglingarnir
PCUMn sungu um friö á jörö.
Já, þaö er margs aö minnast og
nú verður þaö rifjað upp undir
stjórn þess manns sem hvaö
mest var í sviðsljósinu á Islandi á
þessum tíma, Gunnars Þóröar-
sonar. Gunnar hefur nú sett
saman 12 manna hljómsveit sem
leikur undir hjá stjörnunum sem
eru:
Sigursteinn Hákonarson, Steini í
Dúmbó,
Ólafur Þórarinsson, Mánum,
Pálmi Gunnarsson,
Jónas R. Jónsson Flowers
Þuríöur Siguröardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Þorgeir Ástvaldsson
Halldór Kristinsson Tempo
Pétur Kristjánsson
Magnús og Jóhann
Björgvin Halldórsson
Rúnar Júlíusson
Þau flytja yfir 50 lög
Þá verða og flutt lög úr söng-
leiknum Háriö sem sló í gegn alls
staöar í heiminum.
Auðvitað koma svo fram
Go Go
stúlkur sem einmítt voru vins-
ælar á dansleikjunum og
ómissandi á öllum stærri upp-
ákomum.
Páll Þorsteinsson, hinn eldhressi
kynnir, rifjar svo upp skemmti-
legt atvik á sinn skemmtilega
hátt og diskótekararnir leika létt
lög frá þessum árum.
Matseöill:
Hörpuskelfiskkokteill
a la Kinks
Kryddlegiö lambalæri Bordela-
ise a la Beatles
Verö kr. 450
Aögangseyrir kr. 300
Boröhald hefst kl. 19.00 stund-
víslega.
Boröapantanir í síma 77500 kl.
9—7 í dag.
Tryggið ykkur miða
strax.