Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 15 atriðið er þegar hún reynir að forfæra vesalings skósmiðinn. Það fór kliður um salinn því að áhorfendur kunnu vel að meta skopið. Þegar hún kemur undir lokin í heimsókn í sitt eigið hús, orðin fastlaunað viðhald í blokk, lýsir hún einnig vel hinni von- lausu aðstöðu sinni. Þorsteinn Gunnarsson túlkar Stíg. Ekki held ég að það sé ofsögum sagt að meistaralega er þar staðið að verki. Það er eins og hljómborð Þorsteins stækki og stækki og því ber að fagna að hann snýr sér nú óskiptur að leiklist. Pétur Einarsson hefur verið maður önnum kafinn við að stjórna Leiklistarskóla íslands, en birtist nú á sviðinu í gervi Finnbjörns skransala, eiginlega betri en nokkurn tíma fyrr þótt hann hafi oft látið að sér kveða áður. Skransalinn er ekki mann- gerð sem ástæða er til að halda sérstaklega upp á. En mannleg hlýja Jökuls gerir skransalann þrátt fyrir allt hluta af flóru hinna bágstöddu og blæs honum lífsanda í nasir. Pétur kennari er leikinn af Jóni Hjartarsyni og trúverðugur í höndum hans, túlkunin mennsk. Meðal þeirra hlutverka sem tíðindum sæta vegna góðrar túlk- unar er rukkari Karls Guð- mundssonar. Slíkur leikur er fá- tíður í annars heldur ómerkilegu hlutverki. Kómíkin bregst ekki þegar Karl á í hlut. Nýliðar á sviði Iðnó eru Krist- ján Franklín Magnús og Edda Heiðrún Backman. Ásamt öðru fólki í Leiklistarskólanum á liðnu leikári gerðu þau margt gott í sýningum eins og Sjúkri æsku og Prestsfólkinu. Kristján Franklín Magnús vann tvímæialaust leiksigur í hlutverki Láka. Þessi ungi ieikari er óvenjulega vel í stakk búinn til að túlka i senn ákaflyndi og ráð- leysi ungrar kynslóðar. Hann er vandanum vaxinn að taka við jafnstóru hlutverki og Láka. Hvernig Láki breytist úr upp- reisnarunglingi í þroskaðan mann túlkaði Kristján Franklín frábærlega. Edda Heiðrún Backman er eins og Kristján Franklín Magnús geðfelldur leikari og meira en það. Hún lýsti á sterkan hátt stúlkunni Árdísi, en hlutverkið er mikilvægt vegna þess að höfund- urinn teflir því fram til mótvægis við hina spilltu og lífsþreyttu og það er tákn vonar hjá honum. Það er ekki síst vandi að skila þessu hlutverki án ofleiks, gera það jafn hljóðlátt og Jökull vill að það sé. Þetta tókst Eddu Heið- rúnu Backman fyllilega. Vonandi eigum við eftir að sjá Kristján Franklín Magnús og Liebhaber, var flutningur Kristins frábær, bæði söngur og leikur. Þarna átti og Jónas alveg stór- kostlegan leik og einnig i næsta lagi, Two little flowers, eftir Ives, sem Kristinn flutti af ótrúlegum nettleika. Eftir hlé sýndi Kristinn á sér klærnar og flutti fimm aríur úr stóróperum Mozarts og Verdis. Þar sýndi Kristinn að hann er feiknalega efnilegur óperusöngv- ari, með rödd sem ekki aðeins nýt- ur sín í veikum og viðkvæmum söng, heldur ekki síður i tilfinn- ingaátökum eins og þau gerast mikilfenglegust hjá Verdi. Þrátt fyrir stórbrotinn söng Kristins, bæði í Mozart og Verdi, var list hans ekki síður tær og fögur og reis hátt i tveimur söngperlum er hann flutti sem aukalög, Fjar- lægðinni eftir Karl 0. Runólfsson og Rósinni eftir Árna Thorsteins- son. Kristinn er þegar mjög góður söngvari en á áreiðanlega eftir að bæta miklu við söng sinn á næstu árum. Það er ekki ofsagt að Krist- leikum, enda má segja, að hann standi á þrepskildinum að höll Músanna, albúinn til inngöngu þangað sem aðeins útvöldum er boðið til vistar. Árdís (Edda Heiðrún Backman) og Áróra (Soffia Jakobsdóttir). Eddu Heiðrúnu Backman oft á leiksviði. Hér eru á ferð nýir og ferskir kraftar í leikhúsinu. Smáhlutverk má einnig nefna. Lilja Þórisdóttir og Hanna María Karlsdóttir léku skemmtanasjúk- ar smástúlkur með góðum þokka og Evert Ingólfsson og Krist- mundur Halldórsson fóru stilli- lega með hlutverk þeirra tveggja manna sem skransalinn leigði til að sækja strandkafteininn á elli- heimilið. Sýningin byggist vitanlega ekki síst á leikstjórn Hallmars Sigurðssonar, lýsingu Daníels Williamssonar og leikmynd og búningum Steinþórs Sigurðsson- ar. Einnig ber að nefna fremur hlédræga en velheppnaða tónlist Eggerts Þorleifssonar. Það er mikil angurværð í Hart í bak, en líka fullt af gamansemi og háði. Jökull reyndi að sameina lífsvið- horf efasemdamannsins og vissa ádrepu í garð borgaralegra lífs- hátta. Efasemdamaðurinn varð ádeilumanninum yfirsterkari, en verkin má líka túlka farsakennt eins og raunin hefur orðið á þeg- ar einstök atriði hafa verið dreg- in út úr þeim. Leikritin gefa marga möguleika og ýmsir þeirra eru ónýttir. Ég hygg að Sveinn Einarsson hafi rétt fyrir sér þeg- ar hann minnist á einn möguleik- ann, þ.e.a.s. að skopstæla verk Jökuls, en vona að það verði látið bíða um sinn. Sú sviðsmynd, smíði Steinþórs Sigurðssonar, sem við okkur blas- ir í Hart í bak getur naumast ver- ið trúverðugri. Þar er Vesturbær- inn kominn eins og ljósmynd sprottin úr gamalli kassavél. Vissulega er sýningin fremur hæg og Hallmar Sigurðsson gerir ekkert til að rjúfa þann ramma. En aðferðin er rétt. Svona var Jökull. 100 Gintök Ekkeit mól meS XEROX Rlogið cr mikið, Porstjórinn hringir og biður um 100 eintök oPskýrslunni sem vor vélrituð í gaer. €kkert mol.... XEROX Ljósritunorvélin bjargar þessu ó 5 mínútum. XEROX' LEIÐANDI MERKI í LJÓSRITUN NÓN HF. HVERFISGÖTU 105 SÍMI 26235 XEROX UMBOÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.