Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 35 hann væri þess fullviss að unnt yrði að byggja upp rekstur hússins og reka það svo sómi yrði af. Hann sagðist hafa hlustað á ráðamenn fyrir sunnan tala um hraðfrysti- húsið sem versta dæmið um lélega fjárfestingu. Það hefðu þeir einnig gert á sínum tíma um hraðfrysti- húsið á Bíldudal, en í dag sendu þeir menn þangað til að læra af rekstrinum, en framlegðin þar næmi nú 30%. Greip þá einn fund- armanna fram í og sagðist undr- andi á þessari yfirlýsingu forsæt- isráðherra því hraðfrystihúsið á Bíldudal ræki ekki útgerð eins og gert væri á Patreksfirði og útgerð- in væri fryst á kostnað fiskvinnsl- unnar. Þá var Steingrímur spurður, hvort hann ætlaði að standa við orð fyrirrennara síns í starfi um að fullar bætur kæmu til Patreks- firðinga vegna snjóflóðanna. Steingrímur sagði unnið að því, hann hefði beitt sér fyrir 340 þús. kr. viðbótargreiðslu, en vandamál væri varðandi brunabótamat og þær tryggingar sem iðgjöld hefðu verið greidd samkvæmt því mati. Spurningu um húshitunarkostnað á landsbyggðinni svaraði hann á þá leið að niðurgreiðslur vegna raforkuhitunar yrðu auknar á næsta ári. „Ekki kemur tii máia að selja Kíkisskip" Fundurinn á ísafirði fór fram með svipuðum hætti og á Patreks- firði. Fyrirspyrjendum þar lék m.a. hugur á að vita hvort fyrir- hugað væri að setja upp radar- stöðvar og hernaðarmannvirki á Vestfjörðum. Steingrímur sagði að radarstöð á Vestfjörðum hefði aldrei komið á borð ríkisstjórnar- innar. Aftur á móti myndi ný rad- arstöð t.d. á Höfn í Hornafirði þýða fækkun á starfsliði úr 120 í 6—7 manns. Forsætisráðherra sagði þessar nýju stöðvar mjög fullkomnar og með þeim væri m.a. unnt að fylgjast með skipaferðum, sem yrði til mikilla hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna. Hann kvað þó engar tillögur um þetta liggja fyrir hjá ríkisstjórninni. Þá kom fram í máli Steingríms að hann væri þeirrar skoðunar að Banda- ríkjamenn hefðu átt að borga alla flugstöðvarbygginguna nýju á Keflavíkurflugvelli. Spurningunni um af hverju Al- þingi var ekki kallað saman eftir kosningar svaraði Steingrímur á þá lund að þarna hefði helst verið um að ræða að kjósa í nefndir þingsins, en hann treysti Kjartani Jóhannssyni sem gegndi for- mennsku í utanríkismálanefnd og Geir Gunnarssyni formanni fjár- veitinganefndar vel til að sinna formennsku. Þá kom fram í svör- um forsætisráðherra, að ekki kæmi til mála að hans mati að selja Ríkisskip, sú þjónusta sem fyrirtækið ræki yrði ekki trygg í höndum einkaaðila. Húshitunar- kostnaður var mikið til umfjöllun- ar og kom fram í máli manna að þeir telja þá fjárhagsbyrði eitt af aðalvandamálum við búsetu á Vestfjörðum. pp Drætti frestað í Sumarbæti, happdrætti FEF til 5. okt. DRÆTTI í sumarbæti, skyndi- happdrætti Félags einstæðra for- eldra hefur verið frestað til 5. október, en ætlunin hafði verið að draga í happdrættinu í dag, 20. sept. Margir góðir og nýstárlegir vinningar eru í boði, svo sem heilsuvikudvöl, líkamsræktar- námskeið o.fl., o.fl. Félagar eru hvattir til að nota tímann fram til 5. október til að selja upp og gera snarlega skil til skrifstofu FEF í Traðarkotssundi. (Fréttatilkynning frí FEF.) INNLENT í tilefni þess að við afhendum þúsundasta Suzuki-bílinn þessa dagana, seljum við nokkra Suzuki Alto árgerð 1983 með 95.000,- króna útborgun. Missið ekki af upplögðu tækifæri til að eignast nýjan bíl á góðum kjörum. Suzuki Alto — Sterkur — Sparneytinn Eyðsla: minna en 5 I. pr. 100 km. Verd kr. 185.000,- Útborgun 95.000,- 35—40 nýir blikksmidir í ár ÞRETTÁN nýir blikksmíðasveinar fengu sveinsbréf sín og félagsskír- teini í Blikksmiðafélaginu afhent við hátíðlega athöfn á dögunum. Síðar í haust munu 25—30 menn fara í sveinspróf í faginu, að sögn Krist- jáns Ottóssonar, formanns félagsins. Myndin hér að ofan var tekin við það tilefni í hófi, sem félög meistara og sveina í greininni héldu, en það var samkvæmt sérstöku samkomu- lagi félaganna frá fyrra hausti. Þrír nýbakaðir sveinar fengu sér- staka viðurkenningu: Skúli Guð- mundsson fyrir hæsta meðalein- kunn og þeir Gunnar Valdimars- son og Björgvin Ormarsson fyrir ágætiseinkunn í verklegu prófi. Viðurkenningin var skrautrituð Blikksmíðasaga Íslands, sem þeir fengu frá stéttinni. „Aðaláherslan er lögð á hand- verkið," sagði Kristján Ottósson í stuttu spjalli við Mbl. „Það hefur að undanförnu verið mikið starf unnið í fræðslumálum stéttarinn- ar, og blikksmíðin er eina fagið, þar sem haldið hefur verið sér- stakt námskeið fyrir prófnefnd- armenn." Kristján sagði að á undanförn- um árum hefði samstarf meistara og sveina í stéttinni verið mikið. Mætti benda á samvinnu um út- gáfu Blikksmiðatals og baráttuna fyrir réttindum fagsins í bygg- ingarreglugerð, þótt þar væri enn mikið starf óunnið. Alls munu um 240 menn hafa lokið sveinsprófi í blikksmíði. Um miðjan fjórða ára- tuginn voru starfandi í landinu fimm blikksmiðjur og starfsmenn innan við 30. Nú eru smiðjurnar 34 og starfsmenn um eða yfir 300. í blikksmiðjunum hafa jafnan unn- ið allmargir aðstoðarmenn en nú er stefnt að því að láta þá, sem unnið hafa lengi í faginu, gangast undir sveinspróf skv. lagaheimild eða koma þeim á námssamning. Nýútskrifaöir blikksmiðir með félagsskírteini sín. SUZUKI kr. 95.000,- útborgun Mjólkuidagar’83 /' íþróttahöllinni á Akureyri 23, 24. og 25. september. KYNNING verður á nýjustu fram- leiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur. MARKAÐUR Fjölbreytt úrval af mjólkurvörum á kynningarverði. VEITINGAR ástaðnum og myndbönd í gangi. ÞAÐ VERÐURKÁTTíHÖLLINNI Eitthvað um að vera allan tímann. ÓKEYPIS AÐGANGUR Opið föstudag kl. 17-21, laugardag og sunnu- dag kl. 13 - 21. Verið velkomin. Mjólkmriagsnefhd 8 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.