Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983
19
Stuttfréttir:
Danmörk
Ringsted, 19. september. AP.
LÖGREGLAN í danska bæn-
um Ringsted hljóp upp til
handa og fóta, er felmtri slegið
fólk hringdi og sagði að lítil
flugvél hefði sést hrapa stjórn-
laust til jarðar. Fór fjölmenn-
ur leiðangur lögreglumanna
með marga sjúkrabíla á stað-
inn og rakleiðis að braki flug-
vélarinnar.
Brakið reyndist ekki dreifð-
ara en um 10 fermetra og fórn-
arlömb voru engin. Aðeins einn
maður var á staðnum, hnípinn
eigandi hinnar fjarstýrðu
leikfangaflugvélar. Bæjarbúar
höfðu ruglað saman lítilli
flugvél og fjarstýrðu leikfangi
með 3 metra vænghafi. Margir
leyfðu sér að skellihlæja og
lögreglan tók málinu með jafn-
aðargeði, enda ágæt æfing í
sjálfu sér.
Lést á N-írlandi
Belf&st, 19. september. AP.
ROSKIN kona lést á sjúkra-
húsi í Belfast í gær, 10 dögum
eftir að hún tendraði leyni-
sprengju á heimili bróður síns,
sem er háttsettur í varnarliði
Ulster. Bróðir konunnar var í
sumarleyfi er atvikið átti sér
stað og fór konan til heimilis
hans til að gefa hundi hans að
éta. IRA lýsti víginu aldrei á
hendur sér, en böndin beindust
samt sem áður að þeim. Lög-
regluyfirvöld í Belfast sögðu í
gær, að fórnarlömb mannvíg-
anna á Norður-írlandi væru
orðin 43 það sem af væri þessu
ári.
Banna ekki nekt
Aþenu, 19. september. AP.
GRÍSKA þingið samþykkti í
gær, að milda mjög reglur um
nekt á grískum baðströndum.
Ákvað þingið að baðgestir
þyrftu því aðeins að óttast
handtöku, að einhver kærði þá
fyrir ósæmilega hegðun. Áður
var það hreinlega bannað að
sóla sig og synda fatalaus á
grískum baðstöðum og ferða-
fólk, jafnt sem heimafólk, sem
það gerði gat átt von á fyrir-
varalausri handtöku.
Talið er að samþykkt þings-
ins eigi rætur að rekja til yfir-
lýsinga samtaka fólks sem vill
synda og spóka sig klæðlaust á
baðstöðum. Hinn breski forseti
hinna 22 milljóna manna sam-
taka sagði að viðkomandi fé-
lagar myndu hreinlega hætta
að ferðast til Grikklands. Kom
yfirlýsingin í kjölfarið á hand-
töku ungrar sænskrar blóma-
rósar sem afklæddi sig og
stakk sér til sunds á grískri
baðströnd eigi alls fyrir löngu,
og var kærð af nokkrum við-
kvæmum sálum.
lögregluforingi í Austin.
Lögreglan um Bandaríkin öll
hefur verið að dusta rykið af
morðmálum sem aldrei voru
leyst og lýsingar og frásagnir
Lucasar hafa orðið til þess að
lögreglan hefur fundið lík fólks
sem var ekki einu sinni vitað til
þess að væri saknað. Mörg
óleyst morðmál hafa passað við
frásagnir Lucasar, m.a. fyrsta
morðið sem hann framdi, aðeins
13 ára gamall. Það var ung
kennslukona Lucasar sem hann
myrti og komst það aldrei upp.
Lucas hefur verið ákærður
fyrir 6 morð, en víst er að sú
tala mun fara hækkandi á næst-
unni og talsmaður lögreglunar í
Austin sagði í gær, að það gæti
tekið nokkur ár að koma öllum
kurlum til grafar og draga hann
fyrir rétt.
9 flýja Pólland í
lítilli flugvél
Varsjá, 19. september. AP.
Yfirvöld hafa staðfest að pólskur leigubílstjóri hafi „rænt“ smáflugvél f
borginni Zielona Gora í vesturhluta landsins og komist undan til Yestur-
Berlínar. Gefið var í skyn að bílstjórinn hafi verið einn á ferð, en lögreglan í
Vestur-Berlín segir að níu manns hafi verið í flugvélinni, tvær fjölskyldur, og
hafi fólkið beðið um hæli sera pólitískir flóttamenn við komuna til Temp-
elhof-flugvallar.
Jafnframt sagði vestur-þýska
lögreglan „að a.m.k. tvær sovéskar
orrustuþotur hafi veitt flugvél-
inni, sem er af gerðinni Ant-
onov-2, eftirför um 160 kílómetra
leið. Þær hófu eftirför meðan
flugvélin var enn í pólsri lofthelgi,
en reyndu ekki að neyða hana til
lendingar.
Flugmaðurinn sagði lögreglunni
að hann hefði leigt flugvélina
ásamt vini sínum til útsýnisflugs í
flugklúbbnum í Zielona Gora, en
síðan lent á akri í 20 km fjarlægð
og tekið þar um borð afganginn af
hópnum, sem flýði í flugvélinni.
Á þessu ári hefur sex pólskum
flugvélum verið snúið til Vestur-
landa, þar af hefur þremur Ant-
onov-2- flugvélum verið flogið til
Tempelhof-flugvallar í Vestur-
Berlín, en flugið þangað um helg-
ina tók 55 mínútur.
Nota lygamæla á
stangveiðimenn
Dallas, Te\as, 18. september. AP.
NÚ ER SVO komið í samkeppnum stangaveiðimanna í Texas og víðar í
Bandaríkjunum, að nota verður lygamæla til að fá úr því skorið hvort
veiðimenn veiddu raunverulega stórfiska sína, eða hvort þeir smygluðu
fiskunum dauðum með sér í því skyni að hreppa verðlaunafé, sem víða er svo
hátt að sportveiðimenn gera í því að sigra.
Samtök í Texas halda til dæmis
9 stangaveiðimót ár hvert þar sem
má sjá fjölda veiðimanna flengja
vatnasvæði félagsins og freista
þess að veiða stærsta bassann,
sem er ríkjandi sportfisktegund
svæðisins. Verðlaunaféð er 30.000
til 100.000 dollarar samtals hverju
sinni og samtökin í Texas hafa
haldið því fram að fisksmygl-
hringir hafi unnið 250.000 dollara
á þessu ári á mótum í Texas,
Luisiana, Florida og Arkansas. Þá
er verið að rannsaka mál tveggja
bræðra í Texas, sem þótt hafa
ótrúlega hittnir á stórbassa. Þeir
unnu saman 65.000 dollara á einu
og sama mótinu fyrir skömmu, en
voru dæmdir frá keppni eftir að
hafa fallið á lygamælisprófi.
„Þetta gekk allt eins og í sögu
meðan fyrirtæki gáfu verðlauna-
gripi, en þegar verðlaunin fóru að
breytast í háar fjárupphæðir,
skreið gráðugt fólk út úr skúma-
skotum og eyðilagði allt saman,"
sagði talsmaður veiðimálastofn-
unarinnar í Texas. Hann sagði
jafn framt, að svindlararnir
kæmu hreinlega með gríðarstóra
fiska, dauða, í farangri sínum,
laumuðu þeim um borð í báta sína
og kæmu síðan til lands að veiði-
degi loknum, sigri hrósandi og
uppfullir af frásögnum um þann
stóra sem þeir fengu og hvað hann
tók fast í. Sagði hann einnig að
grunur léki á að menn bindust
samtökum og væru jafnvel með
ódýra fiskirækt til að ala upp
nokkra stóra bassa.
Csilla Szentpeteri
Fegurst í
Ungverjalandi
Ungverjar hafa kosið sér feg-
urðardrottningu, hina fyrstu
frá stríðslokum. Hin hlut-
skarpa er 18 ára yngismær,
Csilla Szentpeteri. Ánægjan
skín úr augum hennar, en það
er eins og kórónan tolli illa í
lokkaknippinu.
nonsww
!SSS=-
wrir
^r meftal annars un.
appskntt r- matar(ySt.
atarveniur 9 74204.
NÝKOMIÐ
moppur, þveglar, fötur
og pressur
BURSTA
GERÐIN
Smiðsbúð 10 — Garðabæ — s: 41630 — 41930.
íC
Á undanförnum árum hefur Qöldi smátölva á Islandi margfald-
ast. Flestöllum þessum smátölvum fvlgir eða getur fylgt forrit-
unarmálið BASIC. Basic er alhliða forritunarmál. sem þó er
auðvelt í notkun.
MARKMIÐ:
Tilgangur þessa námskeiðs er að kenna forritun í Basic og
þjálfa þátttakendur í meðferð þess. Að námskeiðinu loknu
skulu nemendur vera færir um að leysa eigin verkefni.
EFNI:
Kennslan fer fram með verklegum æfingum undir leiðsögn kenn-
ara. Farið verður yfir skipanir í basic, þær útskýrðar og helstu
aðferðir viö forritun kynntar. Raunhæf verkefni verða leyst.
ÞATTTAKENDUR:
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem læra vilja forrit un i Basic.
LEIÐBEINANDI:
Unnar Þór Lárusson. tölvunarfræðingur.
Útskrifaðist frá Háskóla íslands 1982 og
hefur síðan starfað við Reiknistofnun
mmmm Háskólans
WK
TIMI-STAÐUR:
26.-28. september kl. 9—13. Samtals 12 klst.
Síðumúli 23, 3. hæð.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU
í SÍMA 82930
ATH: Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Starfs-
menntunarsjóður Starfsmanna ríkisstofnanna greiðir
þátttökugjald fvrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýs-
ingar gefa viðkomandi skrifstofur.
STXDRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS H«23