Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.09.1983, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 1983 COSTA del SOL Sértijboð fyrir eldri borgara Verd frá aöeins kr. 16.100 COSTA del SOL Sídasta ferö sumarsins til Costa del Sol er 29. september í 3 vikur. Komið og kynnið ykkur kosti COSTA del SOL A COSTA del SOL er meöalhiti í októbermánuöi 26 gráö- ur og fjöldi sólardaga 27. A COSTA del SOL er aðalgolftímabilið frá 1. október til aprílloka og því mikiö um dýröir fyrir golfáhugamenn enda eru yfir 20 golf- vellir á Costa del Sol. A COSTA del SOL er gott veður allan ársins hring enda er ströndin ein sú vinsælasta í heimin- um. Reykjavík: Austurstræti 17, aími 26611. Akureyrí: Hatnarstræti 98, sími 22911. Ekki verið ákveðið að hætta rekstri eld- húss eða þvottahúss — segir Símon Steingrímsson „ÞETTA verða venjuleg útboð en áskilinn er réttur til að taka og hafna hvaða tilboði sem er,“ sagði Símon Steingrímsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna, er hann var inntur eftir því hvernig fyrirhuguð útboð Ríkisspítalanna á ákveðnum þáttum í rekstri þeirra væru hugsuð og hvort þau væru bindandi. Símon sagði þó að engin ákvörðun hefði verið tekin um að hætta rekstri þessara deilda Rík- isspítalanna, það yrði ekki gert fyrr en sæist hvort aðrir aðilar væru tilbúnir að taka þessa þjón- ustu að sér. „Þarna eru svo gríð- arlegir hagsmunir f húfi að við verðum að vera mjög öruggir um að verktakarnir geti staðið við það sem þeir hugsanlega tækju að sér. Það verður að gera miklar kröfur til þekkingar og reynslu, sérstak- lega í sumum þjónustuþáttum, svo sem eldhúsi." Símon sagði að ekki yrðu í út- boðunum kvaðir um að verktakar þyrftu að ráða það starfsfólk sem nú vinnur þessi störf, það hefði ekki verið talið fært að setja slík- ar kvaðir. Á fyrsta stigi yrði þetta að vera algjörlega opið en það yrði að vega og meta tilboðin í ljósi þess hvað yrði um starfsfólkið. Aðspurður um hvað þessi þjónusta kostaði í dag, sagði Símon, að ekki væri hægt að gefa það upp á með- an á þessu útboði stæði en velta síðastliðins árs ætti að gefa ein- hverja hugmynd um það. Velta eldhúss Landspítalans hefði verið 34 milljónir í fyrra og velta þvottahúss Ríkisspítalanna hefði þá verið um 17 milljónir. Alvarlegt þegar starfs- öryggi hundruða manna er stefnt í hættu — segir Einar Ólafsson „ÞAÐ ER nokkuð alvarlegt mál, eins og nú horfir í þjóðfélaginu, að starfsöryggi nokkur hundruð manna er stefnt í voða,“ sagði Einar Ólafs- son, formaður Starfsmanna rfkis- stofnana, er álits hans á fyrirhuguðu útboði vissra þátta í þjónustu Ríkis- spítalanna, meðal annars þvottahúsi, var leitað. „Það fólk sem vinnur við þá þjónustu sem nú er talað um að bjóða út er í Starfsmannafélagi ríkisstofnana og er lægst launaða starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Eftir að það er búið að taka á sig þann bagga frá stjórnvöldum að laun þess hafa verið lækkuð þá á að fara að leggja störf þess niður og leita eftir útboðum. Við erum sannfærðir um að þarna sé þjón- usta á ferðinni sem ekki eigi að falla undir lögmálið um framboð og eftirspurn. Þetta eru heilbrigð- ismál, þetta eru líknarmál og fyrir mitt leyti er ég ekki hrifinn af að þetta verði gerst." — Þú telur að aðrir geti ekki leyst þessi verkefni jafn vel af hendi? „Mikið af þessu eru nokkuð sérhæfð stöf, fólkið hefur aflað sér starfsreynslu og kann ‘sín verk. Mér er kunnugt um það að farið hefur verið ofaní saumana á kostnaði við rekstur Ríkisspítal- anna oftar en einu sinni með að- stoð ráðgjafarfyrirtækja og menn hafa komist að raun um að ekki sé hægt að gera þetta betur.“ — Er þá nokkuð að óttast í sambandi við svona útboð? „Ég held ekki. En ég vil líta á þetta meira pólitískt, mér er ekki sama um það hvaða þjónusta í þjóðfélaginu fellur undir lögmálið um framboð og eftirspurn, en ég tel að líknarstarfsemi og heilsu- gæsla eigi ekki að falla undir slíkt." — Er félagið á móti þeirri ráð- stöfun að bjóða þessa þjónustu út? „Þetta hefur ekki verið rætt á félagslegum grundvelli nema á vinnustöðunum, en þú mátt bók það að persónulega er ég á móti þessu. Ég vil minna á það að þarna vinnur fólk með skerta starfsorku við störf sem hæfa því og skilar fullum starfsdegi. Þetta fólk getur ekki gengið í hvaða vinnu sem er enda á það samkvæmt lögum for- gang að þeim störfum sem eru við þess hæfi,“ sagði Einar Ólafsson að lokum. ASÍ um útboö á þjónustu þvottahúss ríkisspítalanna: Fráleitt skref til aukins sparnaðar MIÐSTJÓRN ASÍ telur áformaö út- boö á þjónustu þvottahúss, mötu- neytis og ræstingu Ríkisspitalanna, fráleitt skref til aukins sparnaðar í rekstrinum, aö því er fram kemur í ályktun miöstjórnar ASÍ, sem gerð var sl. fimmtudag og kynnt var á blaðamannafundi í gær. í ályktuninni kemur fram að miðstjórnin taki undir þau viðhorf að bæta þurfi rekstur heilbrigðis- kerfisins. Skipulagsleysi í fjár- festingum og tækjakaupum, bið- tími sjúklinga og fleira sé til vitn- is um það sem betur megi fara. Hins vegar vekur það furðu að ríkisvaldið sem atvinnurekandi, skuli sýna það „ábyrgðarleysi, að ætla sér að ráðstafa stórum vinnustöðum í hendur einkaaðil- um, án þess að huga að þeim áhrifum sem slíkt hefði á afkomu og félagslega velferð starfsfólks- ins,“ segir í ályktuninni. Þar er minnt á að ekkert hafi komið fram um það að umrædd þjónusta fengist ódýrari með öðr- um hætti og er varað við því að „lykilstofnanir heilbrigðisþjónust- unnar séu seldar í hendur ein- staklingum". Síðan segir: „Verka- lýðssamtökin hljóta að mótmæla því harðlega að verkafólki verði sagt upp á jafn veikum forsendum og nú virðist áformað. Miðstjórn gerir þá kröfu til stjórnvalda að hætt sé við þau áform." í gær funduðu fulltrúar ASÍ með fjármálaráðherra, sem gegnir stöðu heilbrigðisráðherra í fjar- veru hans, þar sem þessi mál voru rædd. Kom þar fram sú skoðun fjármálaráðherra, að eftir að út- boð hefðu farið fram, væri eðiilegt að málin yrðu rædd við stéttarfé- lögin og starfsfólkið og engar ákvarðanir verði teknar fyrr en að vandalega athuguðu máli. Kvaðst fjármálaráðherrann myndu beita sér fyrir slíkri málsmeðferð, að því er fram kemur í frétt frá ASÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.