Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 1
Smyglbirgðum skipað upp úr Vatnajökli. (Tímamynd GE). Annar JökulS meo smyglvarning EJ-Reykjavík, mánudag. Á sunnudaginn fundu toll- þjónar töluvert magn af Gen- ever milli þilja í vistarverum skipverja á ms. Vatnajökli, sem kom liingað til lands á laugar- dag. Og um fjögurleytið í dag, þegar Langjökull var að sigla út úr Reykjavíkurhöfn, fannst meira áfengi í lest skipsins. Eftir því sem blaðið fékk upp- lýst í kvöld, hefur þegar fund- izt í skipinu 531 flaska af Gen- ever, 9 flöskur af Whisky, 58.200 sígarettur og 450 vindl- ar. Leitinni í skipinu verður haldið áfram og munu tollverð imir fylgjast með allri afferm- ingu skipsins. Vatnajökull kom hingað til Reykjavikur frá Hamborg, Rott erdam og London á laugardag- inn, og þann dag fóru tollverð ir um borð og gerðu leit. Sú Ieit bar engan árangur, en á sunnudaginn komu þeir aftur og tóku að rífa þiljur í vistar- verum skipverja. Og þá lét ár- angurinn ekki á sér standa. Fundust í vistarverunum 283 flöskur af Genever, 18.200 síg- arettur og 450 vindlar. Jafnframt því, sem smyglið fannst, voru skipverjar teknir til yfirheyrslu. Voru teknir til yfirheyrslu þeir af áhöfninni. sem búa í þeim klefum, sem smyglið fannst í. Enginn hafði aftur á móti verið úrskurðað- ur í gæzluvarðhald í kvöld, að því er blaðið komst næst í kvöld. í dag var farið að afferma skipið. Um fjögurleytið í dag, þegar blaðamenn fóru niður að höfn til þess að fylgja Lang- jökli úr hlaði, sáu þeir, að vinna hafði stöðvazt við fremri lest Vatnajökuls og tollverðir voru að girða af það svæði Togarabryggjunnar, sem Vatna- jökull lá við. Kom í ljós, að í bifreiðum þeim, sem voru í þessari lest, hafði fundizt nokk- urt magn af smyglvarningi. Framhald á bls. 2 Lét úr höfn með 3 millj. á bakinu EJ-Reykjavík, mánudag. Um fjögurleytið í dag lét Langjökull úr höfn í Reykjavík og hélt tíl Bandaríkjanna. Hafði útgerðin þá lagt fram 3 milljóna króna tryggingu. Eins og kunnugt er hefur skipið ver ið í haldi síðan á fimmtudag í síðustu viku vegna áfram- haldandi leitar í skipínu og skipstjóri er Helgi H. Guðjóns son, sem hefur verið stýrimað ur á Vatnajökli, en hefur ver ið í landi i sumarfríi. Eins og kunnugt er fannst einn kassi, eða 41 flöskur, af Geniver í skipinu á laugardag inn, og það varð til þess að framhaldsrannsókn í lestum skipsins hófst á laugardag, og lauk henni í dag. Jóhann Níels son, rannsóknardómari, tjáði blaðinu í kvöld, að við fram haldsrannsókn hefðu ekki fund ízt neinn nýr smyglvarningur í skipinu. Var þvi síðan leyft að sigla úr höfn síðdegis í dag gegn 3 milljóna króna tryggingu. Jóhann sagði, að yfirheyrsl ur hefðu staðið í dag, og væri nú i gangi umfangsmikil rann sókn á þessu mikla smyglmáli Langjökull sigldi síðdegis i gær. (Tímamynd GE) SÖLUBANN SETT Á ÍSL. KARTÖFLUR! EJ-Reykjavík, mánudag. f gærkvöldi auglýsti Framlciðslu ráð Iandbúnaðarins verðið, sem sex manna nefndin Hafði úrskurð- að. En í morgun, Þegar fólk ætlaði að kaupa sér nýjar kartöflur, kom I Ijós, að Kaup mannasamtök fslands hafa sett sölubann á íslenzku kartöflurnar. Telja Þeir, að þeir fái ekki að leggja nægilega mikið á kartöfl- urnar. Samkomulag sex manna nefnd arinnar gerir ráð fyrir, að álagn ingin á sumarkartöflumar ís- lenzku verði jöfn í auratölu og álagningin í fyrrahaust, þ. e. 1.32 kr. á kílóið. Það sem sumarkart öflumar em nokkuð dýrari en haustkartöflumar vom í fyra, verð ur álagningin heldur minni pró- sentulega séð, eða 11.3% á móti 14% i fyrrahaust, en álagningin verður svipuð prósentulega séð í haust eins og í fyrrahaust, ef að líkindum lætur, að því er Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðsins, tjáði blaðinu í dag. Eftir því, sem blaðið komst næst i dag, hafa ekki hafízt nein- ar viðræður milli kaupmanna og sex manna nefndarinar um þetta mál. ,Þess má geta, að Grænmetisverzl Starfsmenn ríkisins fá 4 °lo og 44 st. vinnuviku í gær var undirritaður samn- ingur milli fjármálaráðherra og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um eftirgreindar breytingar á kjömm starfsmanna ríkisins: 1. Laun starfsmanna ríkisins hækka um 4% frá 15. júlí 1965. 2. Vinnutími þeirra starfsmanna, sem nú hafa 48 klst. vikulegan vinnutíma ska) vera 44 klukku- stundir á viku frá og með 16. ágúst 1965. 3. Um verðlagsuppbót á laun fer samkvæmt lögum. unin selur nýjar íslenzkar kart öflur til allra, sem vilja. Guðmundur Ásmundsson hrl. er látinn mánudag. Ásmundsson, hæsta réttarlögmaður, lézt af slysföram á sunnudagskvöldið. Hann var fjörutíu og eins árs að aldri. Guð- mundur var sonur Ásmundar Guðmundssonar, biskups, og Steinunnar Magnúsdóttur, konu hans. Kona Guðmundar var Hrefna Magnúsdóttir og áttu þau þrjú börn. Þegar slysið bar að höndum, var Guðmundur ásamt átta öðrum á leið á hestum ofan úr Borgar- firði hingað til Reykjavíkur. Á tíunda tímanum á sunnudags- kvöldið kom ferðafólkið að Leiru- vogi í Mosfellssveit. Stóð þá á flóði og vogurinn djúpur. Var horfið að því ráði að fara með hestana yfir ofan við voginn, en Guðmundur mun- hafa ætlað að stytta sér leið með þeim afleið ingum að hann losnaði við hest- inn og drukknaði. Iik hans fannst í morgun, mánudag, í sjónum, um kílómetra frá voginum. Guðmundur Ásmundssoa vsrS stúdent frá Menntaskólanum f Framhald á bls. 14 GEKK BURTU ÚR BRAKINU Aðils. Kaupmannahöfn, mánudag. Sverrir Þóroddsson slapp alger- lega ómeiddur er bifreið hans valt í Grand-Prix-kappakstrinum í Hróarskeldu um helgina 30000 manns voru viðstaddir urslitakeppnina og horfðu skelf ingu lostnir er bifreið Sverris þeyttist hátt í loft upp, hulin rykf og reyk. Sverrir kastaðist úr bif reiðinni, en stóð strax á fætur og hljóp út af brautinni til þess að verða ekki fyrir bílunum, sem á eftir komu. Það þykir ganga kraftaverki næst, að Sverrir skyldi sleppa al- gerlega ómeiddur. Bifreiðin er talin ónýt. Það var eins og fyrr segir í úrslitum í „racer—3“ keppninnar, að bifreiðin valt, er Sverrir var á lið að hinni svokölluðu „hámálar beygju“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.