Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 13
Hér er mynd af sigurvegurunum í 2. deild ásamt þjálfaranum, Jóni Magnussyni, t. h. og formanni Knatt- ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 1965 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR StOTTUR uppí Vestmanna ungir proTTarar nveT|a sma menn meo íuoramæsTri Þróttur sigraði Vestmannaeyinga með 7 : 3 eftir framlengdan ieik eyingar mín. frá 1. deildinni Alf-Reykjavík. — Aldrei hafa Vestmannaeyingar komizt eins nálægt 1. deildinni og s. 1. laugardag, þegar þeir léku við Þrótt um sæti í 1. deidl, því þeir voru aðeins 5 mínútur frá hirou langþráða marki sínu. Fimm mínútum fyrir leikslok höfðu Vestmannaeyingar yfir, 3:2, og flestir áhorfenda á Laugardalsvellinum reiknuðu með sigri þeirra. Og þó ekki allir, því Þró'ttur átti nokkra trúverðuga fulltrúa af yngri kynslóðinni í stúkunni, sem hvöttu félag sitt áfram með lúðra- blæstri. Og Þegar rúmlega 4 mín. voru eftir, tókst Jens Karlssyni að jafna fyrir Þrótt, 3:3. í framlengingu máttu Eyjamenn svo bítá í það súra epli að horfa 4 sinnum á eftir knettinum í netið, án þess að geta svarað fyrir sig. Það er fyrir „taktisk“ mistök, að Vestmannaeyingar leika ekki í 1. deild næsta ár, því þegar þeir höfðu náð 3:2 áttu þeir sigurinn vísan. f staðinn fyrir að draga innherjana aftur og styrkja vörn ina síðustu 5 min. leiksins, héldu Vestmannaeyingar áfram að sækja og tefldu þar með í mikla tvísýnu, því vöm þeirra var greini lega veikari hluti liðsins. Hefðu þeir styrkt vömina Þessar síð ustu mínútur leiksins, væru lík- lega Vestmannaeyingar nú í fyrsta skipti í sögunni í 1. deild. 3 mörk á 4 mínútum! Það var óþekkjanlegt Þróttar- líð, sem lék á vellinum í fram- lengingunni (2x15 mín.). Bar- áttuhugurinn ljómaði af hverj um einasta leikmanni, en hins vegar var deyfð yfir Eyjamönnum, sem greinilega voru miður sín vegna þess hve klaufalega þeir glopruðu sigrinum úr höndum sér. Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og á 7. mín. skoraði Axel Axelsson 4. mark Þróttar, eftir að hafa náð knettinum frá hinum seinheppnu varnarmönnum Vest mannaeyja. Þremur mínútum síð ar gaf Axel stuttan ,,stungubolta“ fram til Guðmundar, bróður síns, sem lék upp áfram og skoraði 5:3. Aðeins mínútu síðar skoraði Hauk ur Þorvaldsson svo 6:3. Hann skaut þrumuskoti frá vítateigslínu, og hafnaði knötturinn í Vestm.eyja markinu. Þrjú mörk höfðu verið skoruð á 4 mínútum — og með þessu var gert út um leikinn. Sjö unda markinu bætti Þróttur við í síðari hluta framlengingunnar og var Axel að verki. Góð byrjun Eyjamanna Það var hálfleiðinlegt veður, þegar leikurinn á laugardaginn hófst, rigning, sem smám saman jókst. Völlurinn var því rennandi blautur og erfitt fyrir leikmenn beggja liða að fóta sig, sérstak lega, þegar líða tók á leikinn. Fyrstu mín. leiksins var stanz laus sókn Eyjamanna á dagskrá og oft komst Þróttar-markið í mikla hættu. Það var ekkí fyrr en á 18. mín., að Eyjamenn skor uðu. Guðmundur Þórarinsson sendi ,,langbolta“ fram miðjuna til Aðalsteins Sigurjónssonar, hins hættulega miðherja ÍBV, og hann brunaði upp og skoraði framhjá Guttormi markverði Þróttar. Vestmannaeyíngar héldu for ystunni ekki lengi, því á 20. min. jafnaði Haukur Þorvaldsson fyr ir Þrótt, 1:1. Hann fékk knöttinn úr þvögu, sem myndaðist fyrir framan mark ÍBV og skoraði af stuttu færi. Fyrir hlé bætti Hauk ur öðru marki vlð. Hann skaut Þrumuskoti frá v. kanti efst í Vestmannaeyja-markið. Þannig var staðan í hálfleik 2:1 fyrir Þrótt. Eyjamenn ná forystu aftur Á 21. mínútu í síðari hálfleik jöfnuðu Vestmannaeyingar. Mark ið var mjög keimlíkt fyrra mark ínu. Guðmundur sendi bolta fram miðjuna, og Aðalsteinn elti og komst inn fyrir með. Fimm mín. síðar fékk Sigmar Pálmason, h. útherji ÍBV, sendingu frá Guð- mundi, lék upp kantinn og inn í vítateig, þar sem hann skaut — og knötturínn hafnaði í netinu, 3:2 fyrir Eyjamenn. spyrnudeildar Þróttar, Steinþóri * '£-‘ *Í -k »'< • - -• e -- v,v > *Jv* r Jöfnunarmarkið Þegar hér var komið, hafði spennan náð hámarki. Mínútumar liðu og allt útlít virtist fyr- ir sigur Eyjamanna. En þegar rúm ar 4 mín. voru eftir, náðí Jens Karlsson að skora fyrir Þrótt, hið þýðingarmikla jöfnunarmark. Vörnin hjá Vestmannaeyjum var opin eins og flóðgátt og knöttur inn sigldi í netið. Við Þetta mark var eins og Vestmannaeyja-liðið hryndi samana. Þróttur í 1. deíld Vestmannaeyjal-iðið var sterk- Ingvarssyni. I # ari aðilinn í aðalleiknum og hefði ekki verið ósanngjarnt, að það hefði unnið 3:2. En í framlenging unni réðu Þróttarar lögum og lof um og sjaldan hef ég séð þá leika betur. Beztu menn Þróttar voru tvímælalaust Axel og Haukur, en báðir framverðirnir, Ómar og Halldór, áttu einnig góðan leik. Þróttarliðið er mjög leikandí, en hefur skort baráttuvilja og trú á sjálft sig. í framlengingunni var því þó ekki til að dreifa — og árangurinn lét ekki á sér standa. Það væri óskandí, að þessi bar Framhald á bls. 14 Golfmót Suð- urnesja hafið Golfmót Suðurnesja hófst s. 1. laugardag og voru þá leiknar 27 holur. Á sunnudaginn hélt keppn- in áfram og voru þá leiknar aðrar 27 holur. Staðan eftir 54 holur er þessi: 1. flokkur: 1. Þorbjörn Karbo 219 högg 2. —3. Páll Jónsson og Jón Þorsteinsson 243 högg 4. Þorgeir Þorsteinsson 249 högg 5. Hólmgeir Guðmundss. 253 högg 2. flokkur: 1. Þórir Sæmundsaon 268 högg 2. Ásgrímur Ragnars 270 högg 3. Guðm. Guðmundsson 282 högg Mótinu lýkur um næstu helgi. Fram fallið niður í 2. deiid Alf-Reykjavík. — Dagurinn í fyrradag, sunnudagurinn 15. ágúst er dökkur dagur í sögu Knatt- spyrnufélagsins Fram, því þcnnan dag slokknaði síðasti vonarneisti Fram um áframhaldandi setu í 1. deild. Fram tapaði leiknum gegn Akureyringum, 1:2, og getur ekki lengur náð næsta liði fyrir ofan, Val. Fyrir suma er erfitt að hugsa sér þetta gamla Reykjavíkurfélag í 2. deild, en það er staðreynd, að Fram-liðið var veikasta liðið í 1. deild á þessu keppnistímabili og þess vegna liggur leiðin niður. í leiknum í fyrradag náði Fram aldrei að ógna Akureyrarmarkinu verulega og eina markið, sem lið- ið gerði, var skorað úr vítaspyrnu rétt fyrir leikslok, Akureyrar-liðið náði að sýna dágóða knattspyrnu á köflum og verðskuldaði vel að sigra. Kári Árnason skoraði bæði mörk liðs- ins, hið fyrra á 25. mín. í fyrri hálfleik og síðara markið á 24. mín. síðari hálfleiks. — Helgi Númason skoraði eina mark Fram úr vítaspyrnu rétt fyrir ieikslok. í heild var leikurinn daufur og aldrei um neina verulega keppni að ræða. Hafði maður þó haldið, að leikmenn Fram myndu berj- ast af krafti og notfæra sér vel síðasta möguleikann til að halda sér uppi í deildinni. Skýringin á því, hvers vegna Fram fellur nú niður í 2. deild, felst líklega i því, að liðið er orð- ið of ungt. Það er sjálfsagt að not- ast við yngri menn, en það er stórhættulegt að yngja eitt lið svo upp, að nieðalaldur leikmanna sé innan við 20 ára. Baldur Þórðarson dæmdi lei'k- inn vel. .(Tímamyndir GE). ... Jafntefli hjá M. Utd. og Liverpool Ilinn árlegi leikur ensku deilda- og bikarmeistaranna í knattspyrnu var háður á laugardaginn og að þessu sinni léku Manch. Utd. og Liverpool. Áhorfendur v»ru um 50 þúsun^ á Old Traff- ord í Manchester og liðin skildu jöfn í ágætum leik 2:2. Bæði lið voru með sína beztu menn nema hvað Thompson lék ekki með Liverpool, og Foulkes og Conolly hjá United — og lék Noel Cantwell sem mið vörður og 18 ára piltur, John Aston, sonur hins fræga lamdsliðsmanns Manch. áður fyrr, á vinstra kanti. Dennis Law varð að yfirgefa völlinn fljót- lega vegna meiðsla og kom Anderson, 18 ára, í hans stað. Best skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mín — en nokkrum mín sfðar jafnaði framvörðurinn Stev- enson fyrir Liverpool, eft- ir að hafa leikið skemmti- lega á fjóra varnarleik- menn. Þannig stóðu leikar þar til 10 mín. voru eftir að Best splundraði vörn Liverpool og gaf knöttinn til Herd, sem skoraði, en Yeats, hinn 1.90 m hái fyr Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.