Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 1965 8 TÍMINN Emelía Biering: Heimsóknir og heilabrot Fyrir skömmu las ég athyglis- verða grein eftir frú Sigríði Thorl acíus, sem hún nefndi: „Hvar á aldrað fólk að búa?“ og vonandi hafa orð hennar snert fleiri en mig — og alveg sérstaklega þá, sem öðlazt hafa áhrif og þekkingu, sem nægja mætti til að koma hreyf ingu á þetta þarfa mál — sem mér finnst ótrúlega lítill áhugi sýndur. Gleymum við því ekki allt of oft, meðan við njótum fullra starfskrafta, og lífið lokkar með óteljandi áhugaefnum, að ef við fáum að lifa lengi — eins og flest ir munu kjósa, að minnsta kosti meðan allt leikur í lyndi — þá eig- um við þá vísa heimsókn E!li kerl ingar, og þó að hún sé mislynd og mishittin á margan hátt, þá tekur hún þó völdin í sínar hend- ur og flestum mun reynast hún óþarflega harðhent — að þeim finnst. Úr þvi mætti þó mikið bæta, ef við væru vel undir það búin að taka á móti henni. En — erum við það? Mér finnst óhætt að segja ákveðið: „Nei“. Það er svo margt í okkar ört gróandi þjóð lífi, sem truflar og tekið er fram yfir þetta mál — sem hver bar áttufær maður telur svo langt framundan hjá sjálfum sér. Ein- staklingshyggj an er alltaf mikils ráðandi hjá flestum, og einnig er það óþrjótandi, sem þjóðin og landið þarfnast, af alls konar um bótum og „nýsköpun“ og víst er það flest nytsamt og nauðsynlegt, en þó hvarflar það oft í huga minn, hvort hismið sé ekki stund- um hirt“— en kjarnanum kastað. Um flest má deila — og deilur eru mér fjarri skapi, það var eingöngu hagur elztu kynslóðar innar sem mig langaði til að minn ast á. — Eða finnst ekki fleiri en mér það furðulegt, að meðan hver áratugurinn af öðrum á þess ari öld, hefur fært fólki bættan fjárhag yfirleitt, meiri munað, og svo mikla vaxandi velsæld, að nú er jafnvel talað um vinnuþrælk un, ef unglingum er ætlað að snerta á verki! — (Gamla fólkið man aftur þá tíð, að iðjuleysið var talið rót alls ills! — ætli meðal vegurinn væri ekki þarna, sem víðar, beztur?) þá leyfi ég mér að segja, að hagur gamla fólks ins hafi tiltölulega versnað — þrátt fyrir ellilífeyri, sem enginn getur auðvitað lifað á eingöngu. Ég ætla ekki að lasta þau lög, sem léttu þeirri skyldu af yngra fólki, að ala önn fyrir foreldrum sínum, og hvernig sem sá bók- stafur hljóðar, þá tel ég það þó alltaf siðferðilega skyldu hvers manns, að hlúa að þeim í ellinni, sem auðsýndu þeim kærleika og umönnun í bernsku — hvort sem þeir voru skyldir eða vandalausir, já, öllu frekar, ef Það voru nú vandalausir, sem ekki báru ábyrgð á tilveru þeirra. Almenn ingsálitið er sterkt afl, og á mín um bernskuárum, þótti það illur ljóður á ráði hvers manns, sem ýtti öldruðum foreldrum útaf heimili sí-u, ætti hann sjálfur „til hnífs og skeiðar" sem kallað var. En þá voru nú heldur ekki gerðar kröfur til, minnst 30—40 ferm. stofu — aðallega til að raða í rándýrum húsgögnum! Þá voru líka til aldraðir einstæðingar, sem sveitin varð að sjá fyrir, og marg ur bóndinn mátti nauðugur skjóta skjólshúsi yfir — jafnvel þótt hann fengi þóknun fyrir! Slíkir vesalinga. lágu stundum rúmfast- ir, jafnvel árum saman — t. d. man ég vel eina slíka konu á mínu heimili, en þótt hjúkrunar tækin væru færri þá en nú, fékk hún aldrei legusár — og slíkt mun líka hafa verið ótrúlega fátítt þá. Geta Elliheimilin nú sagt slíkt hið sama? — Ætla ég þó ekki að fara að hnýta í þau — eða þá sem þeim stjórna — því tilgangur þeirra er mannúðlegur, og til heilla, sé hægt að reka þau heim ili í réttum anda, en það mun hár rétt vera, að ekki henti þar bezt stórar stofnanir, sem ekki geta hjá því komizt að allt verður of vélrænt, svo gamalmennið fær þá tilfinningu að það sé bara ofur lítið einskisnýtt hjól — en varla lifandi vera með líkama og sál. Og þarna finnst mér vera einn sterkasti þátturinn í hinni virð ingaverðu baráttu hr. Gísia Sig- urbjörnssonar, fyrir tilveru hins aldraða fólks. Hann skilur hvers virði það er, fyrir gamalmenni sem alið hefur allan sinn aldur í sömu sveit, umvafið kyrrð og friði, og á þar allar sínar minn ingar frá heilla og harma stund um, að mega vera þar kyrr, ef hann kýs það, í stað þess að vera fluttur — oft þvert á móti vilja sínum, inn í ys og þys höf uðborgarinnar, og holað þar nið ur í litlum klefa, með engu útsýni, og oft með ruglaðan fé- laga í. næsta rúmi, sem engan gerir mun dags eða nætur, og svifta því aðra svefni og ró. Og ef svo skyldi bætast við, léleg um hirða og lítil nærgætni starfs- fólks, sem nú á tímum er svo vandfengið, að engu er úr að velja, en það vita allir sem reynt hafa, að ekkert starf mun krefj ast jafn óþrjótandi þolinmæði og fórnfúsrar kærleikslundar, eins og hjúkrun gamalmenna. Þess er því ekki að vænta að óþroskaðar unglingsstúlkur geti unnið það af nægum skilningi. Þess er heldur engin von að þetta vandamál sé nú strax komið í viðunanlegt horf, en þó finnst mér að fleiri gætu sýnt því áhuga, en gera, og í upphafi er þó alltaf „orðið”. Það er líka margt sem verður að athuga af fyllstu ná- kvæmni áður en slíkar byggingar eru reistar — og meira virði að þær séu hagkvæmar, en úr hófi skreyttar. Þessi smágrein mín er ekki rituð neinum til hnjóðs — miklu frekar er markmiðið að vekja athygli þeirra sem um þessi mál fjaila, á því sem í fljótu bragði virðast smámunir, en valda þeim vandræðum sem við það eiga að búa — bæði vistfólki og starfs kröftum, og ætti ekki að endur- taka sig, hvar sem elliheimili eru reist. Ég vil taka dæmi á dreif — og aðeins það sem ég hef verið sjónarvottur að: Ég átti erindi á elliheimili og kom þar inn í fagr an forsal, en mér hálfbrá við og hugsaði hvort ég hitti svo iila á, að eitthvað væri um að vera, því þarna var samankominn mikill fjöldi af vistfólki, sæti voru þar auðvitað ekki fyrir svo marga, og sá ég þarna fatlað fólk, sem hafði „skorðað sig af‘ þar sem slíkt var mögulegt, en átti þó auðsjáanlega erfitt með að halda sér uppi — aðrir voru hressir og hvikir, og gátu gengið um og rabbað saman. Orsök þess að fólkið stóð þarna, kom svo í ljós: ég hafði einmitt hitt á kaffitímann, og brátt hvarf allur hópurinn inn í borðsalinn. En þetta andartaks yfirlit, færði mér þó heim sanninn um það, hver óhæfa það er að ætla slíkum hópi öllum það sama í aðbúnaði. f annað skipti kom ég á slíkan stað, og sá að eitthvað óþægilegt hafði skeð, hitti ég þar gamla konu sem ég þekkti.á ganginum, og spurði hana hvort nokkuð hefði komið fyrir, hún fór hjá sér og svaraði fáu, en orsökina fékk ég að vita: í þessari dýru og list skreyttu byggingu, var aðeins eitt snyrtiherbergi fyrir hvort kynið í þessari álmu, og myndaðist því alltof óþægileg biðröð fyrir veikl að fólk. Heldur mikill sparnaður það. Svo gat ég ekki látið hjá líða, að minnast gamals og góðs kunn- ingja míns, sem ég hafði þekkt síð an ég var á unglings aldri, en hann þá orðinn þroskaður og vel metinn maður. Eg fylgdist með ferli hans gegnum áratugi, hann kvæntist ekkí, en einstæðingur gat hann aldrei orðið — til þess varði hann lífi sínu á svo .fórn fúsan hátt, auk þess sem hann átti skyldfólk, sem mat hann mik ils, eins og reyndar allir sem kynntust honum. Árin liðu, kraft ar hans eyddust — jafnvel fyrr en algengt er, sökum fádæma ósérhlífni. Heilsa hans bilaði, en með veikum burðum dróst hann til vinnu um langan tíma, eftir að sjúkrahúsvist virtist hans sjálf sagða hlustkipti. Hvað miklar þjáningar hann leið — andlega og líkamlega — vissi enginn, því hann var einn af þeim, sem ekki kunni að kvarta, og svaraði ávallt með bros á vör, þótt þján ingin markaði hvern andlitsdrátt, og óvissan um framtíðina hlyti að spenna hjarta hans með járn- klóm. Hann sem ávallt hafði verið veitandi, en ekkí þiggjandi um ævina. En það er víst al- gengt meðal beztu hugsjónamanna, að þeir virða lítils veraldlega fjár muni — andi Þeirra er upptek- inn af öðru háleitara, og fórn- fýsi þessa manns var svo rík, að oft hafði hann víst hlotið lítil laun, fyrir lúa og strit. Ungur hafði hann líka tileinkað sér ákveðna skoðun í stjórnmálum, og unnið þeim flokki af sömu trú mennsku og allt annað — stutt hann bæði með fé og framtaki, enda pennafær í bezta lagi, rök viss og fróður, eins og hann var. Bækur og listir voru honum ó- tæmandi unaður, eins og ferðalög og hvers konar fegurð. Slíkur maður gat ekki safnað fé. Enda kom að því, að ég frétti til hans á elliheimili, og gladdist yfir því, að á þeim stað hlyti honum að líða vel, ogð framkvæmdi það fljótlega að heimsækja hann þang að; jú, ég fann hann — uppi und ir þaki. Víst gat maður staðið þar uppréttur, og bjart var í klef anum, Því hann var ljósmálaður, en — með þakglugga! Það þýddi sem sé, að þessi aldni sveita- og sjómaður, sem lengst af hafði stöðvað augu sín við yztu hafsbrún, eða hamraeggjar hárra fjalla og ótæmandi fegurð okkar fagra lands, sem bann tign aði og tilbað — hafði nú ekki ann að fyrir auga en þrönga veggi klefans, og örsmáan blett af heið um himni — eða skýjuðum. Kunningi minn sá víst undrun mína — og ef til vill meira í svip mínum, því hann tók að lofa þessa vistarveru, vel væri um hann hirt, og herbergið bjart — gott að líta i bók, já, bók, — en hvar var megnið af bókunum hans? Eg vissi að hann átti gott bókasafn, jú, þarna var reyndar meira af bókum en plássið raun verulega leyfði, og ég gat vel Hinar miklu kynþáttaóeirðir í Los Angeles hafa verið eitt helzta fréfta- efnið undanfarna daga — enda hafa óeirðirnar haft alvarlegar afieiðingar í för meö sér og margir látizt í átökunum. Myndin sýnir lögreglumann draga ungan svertingja frá búðarglugga og ýmsir munir úr verzluninni liggja á vjð og dreif. skilið, að takmörk yrðu að vera á því hvað hver einstaklingur gæti flutt með sér á slíkan stað, en þarna var heldur alls ekkert ann að, nema dívaninn sem hann svaf á, ofurlítið náttborð, og einn eða tveir stólar, gólfrými mjög svo takmarkað. Og Þá hrökk út úr mér: ,,En skrifborðið þitt?“ Nú hefði hann þó haft andlega þörf fyrir að nota sinn góða hæfileíka til ritstarfa — ætli honum hefði veitt af þeirri dægra dvöl, fyrst andlegir kraftar hans voru óskertir. En — hann leit vandræðalega í kringum sig — nei, auðvitað var ekkert pláss fyr ir það. Eg spurði, hvort hann hefði ekki getað fengið betra herbergi en þetta? Nei, óhugsandi .— nema kannske með öðrum, og hann vildi allt til vinna að fá að vera einn, ég skildi það vel. Eg sá svitann hnappast á enni gamla mannsins, og tók þá eftir því, að svækjuhíti var í herberginu, en hann afsakaði Það með því: að sumir þyrftu svo mikinn hita, og sama yrði yfir alla að ganga! þá fór ég að reyna að opna þak- gluggann, en sá fljótt, að hann gat fatlaður maður ek'ki hreyft, svo ég hafði orð á því að hann gæti þá hringt, til að fá honum lokað, þegar hann þyrfti. En það kom þá á daginn að ekkert bjöllukerfi var Þarna uppi. — Og þetta var öldruðu fólki ætlað! sem alltaf gat þurft á hjálp að halda. Það fylgdi mér á leið, þeg ar ég fór, bjarta brosið gamla mannsins, sem aleinn sat nú, þarna uppi undir þaki, ósjálf- bjarga og öllu horfinn, sem áður hafði tekið tíma hans og heilan huga — hvílík viðbrigði fyrir mann með annan eíns félags- þroska og starfsvilja. En svona fer lífið með margan manninn. Og ég er nú svo vond manneskja, að á þeirri stundu hefði ég vel getao unnt arkitekt inum, sem skapaði þessa bygg ingu, og ætlaði öldruðu fólki þessar vistaverur — eða Þá sam býli með „einhverjum“ öðrum, að hann hefði sjálfur fengið að reyna slíka ævi. Seinna lifði ég þó sárari stund ir undir þaki þessa húss. Þá var vinur minn kominn á sjúkradeild ina, og nú dró að því síðasta fyr ir honum. Hann komst ekki leng ur leíðar sinnar í matsalinn eða annað, og var fluttur inn á stóra og bjarta stofu, þar sem átta manns lágu í rúmum svo þétt, að ekki var fólki í heimsókn ætl að pláss fyrir stól. En sjúkling amir á ýmsum stigum, andlegrar og líkamlgrar hrörnunar, og áttu því illa saman. Þrautimar og vonleysið, sem þarna lá í loft- inu, lagðist eins og farg á huga minn. EnnÞá reyndi vínur minn að brosa; en nú fann ég að hans helzta þrá beindist að þakkomp unni uppi, þar sem hann hafði þó fengið að vera einn. En nú dró að þvi síðasta hjá honum, og enn leit ég þar inn. Það var um kvöld. ég gekk upp stigann að sjúkradeildinni og furð aði mig- á óþefnum, sem bar að vitum manns þar, en fékk skýring una, er ég leit niður með stigan- um, og sá þar liggja dyngju af veiðarærum sem vistmenn höfðu sjálfsagt verið að vinna við. En voru þá þrengslin á vinnustað einnig svo mikil, að þetta þyrfti þyrfti að geyma þama? Því að í hvert skipti, sem hurðin að sjúkra deildinni var opnuo gaus þess- óþefjan inn —einnig slíkt getur bæði ergt og þjakað sjúklinga. Hé vaðinn inni á deildinni snerti mi? illa — á slíkum stað. Tónagarg frá hátt stilltu útvarpstæki. hlát- ursköll starfsstúlku og diska- glamur. Ekki þurfti ég að hafa fyrir því að opna hurðina að sjúkrastofunni — hún stóð upp á Framhald á bls. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.