Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 9
MUÐJUDAGUR 17. ágúst 1965 TIMINN * Þegar grasagarður er nefndur, dettur mörgum eflaust í hug, að þar séu einungis ræktaðar gras- tegundir. Þær eru þar að vísu, en áherzla er lögð á, að hafa sem mest af villtum íslenzkum plönt- um og einnig erlendum blóma-, runna- og trjátegundum, er þýð- rngu hafa fyrir skrúðgarða hér- lendis. í beðum þeim, sem fyrst ber fyr ir augu, þegar komið er inn í gras garðinn, er safn íslenzkra plantna. í þeim eru allar algengustu plönt urnar, sem fyrir augu ber úti í náttúrunni, að undanteknum rak- lendis- og vatnaplöntum. Hver planta í garðinum hefur sérstakt númer, og eru íslenzku plönturn- ar númeraðar eftir bókinni „Flóra íslands“. Bókstafurinn F er fyr- ir framan númer þeirra, svo auð- Annar fræðsluþáttur Garðyrkjufélags íslands: Grasagarðurinn í Laugardal velt er fyrir þá, sem áhuga hafa á að fræðast meira um þær. að fletta upp í þeirri bók. Flestar blómategundirnar skarta nú sínu fegursta og ætti á- hugafólk að leggja leið sina í grasgarðinn sem fyrst, þar sem garðurinn er á stað, sem nætur- frost gera fyrst vart við sig og valda þá all-miklum spjöllum. Nú er því rétti tíminn til að skipu- leggja blómabeðin í heimagörð- Eftirfarandi gjafir og áheit hafa borizt til Stóra-Dalskirkju undir Eyjafjöllum á s .1. ári: Guðríður Sveinsdóttir og Guð mundur Guðmundsson, Löndum, Miðnesi kr. 5000.00. Guðbjörg Kristófersdóttir kr. 376.00 Sveinn Þorláksson kr 1860.00. Frá Bakka bræðrum kr. 2000,00. Járngerður Einarsdóttir kr. 200,00. Frá ónefnd um kr. 100.00. Frá ónefndum kr. 125,00. Frá ónefndum kr. 500.00. María og Valtýr Sæmundsson, kr. 200.00. Sigfús Sveinsson og frú kr. 1000,00. Einar Jónsson, Bakka kr. 1000,00. Helgi Jónasson, Selja- um fyrir næsta ár. Auðvelt er að gera það þannig: Beðið er teiknað upp á blað og síðan raðað í það eftir eigin vali t.d. með því að draga hringi á teikninguna, er gætu táknað plöntuhvirfingar og skrifa í þá nafn plöntunnar og af- brigðanafn. Það segir oft til um litinn. Þetta getur sparað bæöi vangaveltur og fyrirhöfn á vorin og er þá hægt að fara á garð- yrkjustöðvarnar og kaupa það, landsseli kr. 1000.00. Jóhann Jón asson kr. 200,00. Sigurður Sæ- mundsson kr. 1000,00. Jensína Björnsdóttir kr. 700.00. Þorbjörg Kristófersdóttir, kr. 75.00. Kristj ana Kristófersdóttir kr. 100,00. Vigdís Kristófersdóttir, kr. 810,00. Guðbjörg Jónsdóttir, kr. 150,00. Guðjón Einarsson, Berjanesi kr. 1000.00. Ámi Kristófersson, kr. 200,00. Sigurður Jónsson, Selja- iandi kr. 1000,00. Magnús Sigur jónsson, Hvammi, vinnufrl. kr. 800.00. Guðmundur Guðmundsson Núpi, vinnufrl. kr. 800-00. Jón Ein Framhald á bls. 7 sem búið var að ákveða í beðið. Þetta er sérstaklega auðvelt, hvað snertir sumarblómin. því garð- yrkjustöðvarnar eru með flestar sumarblómategundirnar, sem í grasagarðinum eru. Sumarblómin er að finna í beðinu, sem er upp við gróðurhúsið og einnig í þeim hluta garðsins, sem opnaður var síðastliðið vor. (Norðurbeð, sem snýr milli austurs og vesturs). Margar fjölæru blómategundirn ar í grasagarðinum eru ekki fáan legar í garðyrkjustöðvum. Auð- velt er að fjölga þeim flestum með skiptingu. Óhætt er að planta og umplanta fjölærum blómum hven ær sumarsins, sem er. Þá þarf að skera ofan af plöntunum og fórna þannig þim blómknúppum, sem fyrir eru á plöntunni. Gott er að vökva með áburðarvatni einu sinni í mánuði. Leysa má upp 15 gr. af blönduðum garðá- burði í 10 lítrum af vatni og vökva með því hvern fermetra beðsins. Sama gildir um sumar- blómin. Plönturnar í grasagarðinum eru ættaðar frá ýmsum stöðum, sem bjóða upp á ólík vaxtarskilyrði. Allt frá háfjöllum til sjávar- stranda. Það er í raun og veru einkennilegt, að plöntur, sem ætt- aðar eru úr svo ólíku umhverfi, skuli geta lifað og dafnað hlið við hlið við sömu aðstæður. Margar þessara tegunda verða hávaxn- ar og er æskilegt að binda þær upp áður en þær hafa lagzt á hlið ina af völdum veðurs, en þá er jafnan illmögulegt að binda þær upp svo vel fari. Trjá- og runnabeðin mynda eins konar umgjörð um garðinn. Vil ég benda . húseigendum, sem hafa látið gera teikningar af lóð- um sínum á að taka þær með sér í grasagarðinn. Þar er auðvelt að glöggva sig á útliti garðsins með því að leita uppi plönturnar, sem merktar eru inn á teikninguna og skoða þær með eigin augum. Eitt af verkefnum grasagarðsins er að flytja inn og reyna nýjar tegundir. Hefur hann nú þegar fræskipti við 35 grasagarða í ýms um löndum. Síðastliðið vor voru einnig fluttar inn 150 tegundir og afbrigði runna og trjáplantna frá Þýzkalandi. og erum við fullir eftirvæntingar að sjá. hvernig þeim reiðir af næsta vetur. Þetta er talsvert kostnaðarsamt, því þótt undarlegt megi virðast, verður grasagarðurinn að borga 40% toll af plöntum, sem hann kaupir inn til þessara tilrauna. Þessi innflutn ingur er þó mjög æskilegur. Mörg ár tekur að ala tré og runna upp frá fræi, þar til hægt er að planta þeim út á beð, t.d. liggur fræið oft yfir heilt ár í moldinni áður en það spírar. Eg vil eindregið hvetja fólk til að hagnýta þennan garð sér til fróðleiks og ánægju. Sigurður Albert Jónsson. Gjafir og áheit til Stóra-Dalskirkju I Þjófnaður Nú verður að gera eitthvað til að stöðva listaverkaþjófana. Á síðustu árum hefur I ailmörgum heimsfrægum málverkum j verið stolið frá ýmsum listasöfnum. Sumarið 1961 voru öll fyrri og síðari met slegin, því þá var rænt hvorki meira né minna en 66 ómetanlegum málverkum, ueirra á meðal málverki Goya. „Hertoginn af Wellington" sem hvarf af Nationai Gall ery í Lundúnum og fannst síðar i farang 'irsgeymslu á iárnbrautarstöð í Birming- nam. i í síðasta hefti af tímariti Menningar- og listaverka vísindastofnunar S.Þ. (UNESCO), Museum, gerir yfirmaður öryggisþjónustu Alþjóða- listasafnaráðsins, André Nobleeourt, grein fyrir hinni víðtæku baráttu sem nú er haf- in gegn listaverkaþjófum. Með aðstoð al- þjóðalögreglunnar, Interpol, hefur verið framkvæmd allsherjarrannsókn um heim allan á því hve þjófheld listasöfn eru. Á grundvelli þessarar rannsóknar hefur ver ið gerð áætlun sem miðar að því að betrum bæta viðvörunarkerfi og öryggisráðstafanir vfirleitt. Noblecourt leggur áherzlu á nauðsyn þess að hafa viðvörunarkerfi, sem verki hvernig sem á stendur, einnig við sérstakar kring- umstæður eins og sérsýningar, viðgerðir eða flutning á listaverkum. Viðvorunar- kerfið á helzt að vekja bæði ljósmerki og hljóðmerki. Greinarhöfundur gefur 'anga og ítarlega skrá yfir varnartæki listasafna. bæði vélar, rafmagnsáhöld, sjóntæki, efna sambönd o. s. frv. Hann gefur svo mörg hagnýt ráð, að lesandinn fær á tilfinninguna, að Museum hljóti að vera hin ákjósanlegasta handbók fyrir listaverkaþjófa. En hann róar óðara lesendur sína með þvj að fullvissa þá um, að þessar almennu upplýsingar séu þegar al- kunnar í röðum „fjandmannanna", sem fylgist vel og dyggilega með þróuninni á þessu sviði- 9 íslend- ingar í þriðja sætinu Svíþjóð er það l^nd í heiminum þar sem flest dag- blöð koma á hvern íbúa, eða hálft eintak á íbúa (499 eintök á hverja 1000 íbúa). Bretland stendur ekki langt að baki með 490 eintök á hverja 1000 íbúa. ísland hefur 443, Noregur 338, Finnland 359 og Danmörk 341 eintök á hverja 1000 íbúa. Þessar tölur eru frá 1963. Svíar höfðu einnig hlut fallslega mestu stálfram- leiðslu í heimi eða 545 kg. á hvern íbúa. Sovétríkin gáfu út flestar bækur. Japan framleiddi flestar kvikmynd ir. Kína státaði af flestum kvikmyndahússgestum, þeir námu fjórum milljþrðum. í Japan og Sovétríkjunum óku fleiri menn í járnbraut arlestum en í nokkru öðru landi. Þessar og aðrar áþekkar upplýsingar er að finna í nýútkominni hagfræðiár- bók Sameinuðu þjóðanna fyrir 1964 (flestar tölurn ar eru þó frá árinu 1963). Árbókin er samin af hag- stofu Sameinuðu þjóðanna í samvinnu við 160 Iönd og landsvæði. Af árbókinni er ljóst, að mismunurinn á iðnþróuðum og vanþróuðum löndum verður meiri með hverju nýju ári. Vöruskiptajöfnuð urinn milli iðnþróaðra og vanþróaðra landa á tíma- bilinu 1950 til 1962 varð með þeim hætti, að hlut- deild vanþróaðra landf minnkaði um 19 af hundraði Á sama skeiði minnkaði hlutdeild vanþróaðra landa í alþjóðaviðskiptum um 10 af hundraði í útflutnings verðmætum og 6 af hundr aði í innflutningi. Verðmæti útflutningsins hefur verið undir verðmæti innflutningí ins á hverju ári síðán 1955 Hlutfall iðnvarnings i út flutningi vanþróuðu tand- anna hækkaði úr 11,7 af hundraði árið 1950 upp í 14.5 af hundraði árið 1962 í fyrsta sinn hefur ár- bókin að geyma yfirlit" yfir samanlagða þróun allsherj arþjóðarframleiðslu. Það leiðir í ljós, að lönd með efnahagskerfi. sem byggjast á frjálsum markaði iuku framleiðsluna um 64 af hundraði á skeiðinu 1950— 1962. í iðnþróuðum lönd um nam aukningin 61 af hundraði, en í vanþróuðu löndunum nam hún 66 af hundraði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.