Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 3
ÞRHMrtJDAGUR 17. ágúst 1965 8 TÍMINN Á vílligötum Gísli Magnússon ritar grein um einræðishneigð núverandi ríkisstjórnar í síðasta tölublaði Einherja, blaðs Framsóknar- manna á Norðurlandi vestra. Hann segir: „Hið íslenzka lýðveldi er að- eins rösklega tveggja áratuga gamalt. Þó hafa þegar fyrir nokkru komið í ljós háskalegir þverbrestir í framkvæmd lýð- ræðis í þessu barnunga ríki. Þessir þverbrestir verða aug- ljósari með hverju ári. Þeirra varð fyrst til muna vart eftir að kjördæmaskipaninni var breytt. Þá varð gerbylting til hins verra. Síðan hafa kjósend ur orðið að velja um flokka, ekki um menn — frambjóð- endur. — Flokksræðiö Ósjaldan mun flokksstjórn ráða mestu um það, hverjir settir eru á framboðslista flokksins og í hvaða röð. Er þess þá fyrst og fremst gætt, að hleypa þar ekki öðrum að, en sauðtryggum flokksmönn- um, hvað sem öðru líður. Því er það, að á þingbekki setjast menn, sem fjöldi kjósenda hef- ur hvorld séð né heyrt, og ekki einu sinni haft spurnir af vegna þess, að af mönnum hefur hreint ekkert spurzt, og því vonlaust fyrir þá að ná kosningu fyrir eigin verðleika sakir. Þingmenn, sem þannig eru kjömir í blindni, verða marg- ir þingmenn og þjónar flokks- ins fyrst og fremst. Ófyrirláts- söm ríkisstjóm getur, í krafti flokksvaids, leikið á þá eins og hljóðfæri af hinni mestu list, svo að ekki heyrist ómstríður tónn. í átt til einræðis Nú hefur íhaldsstjóm farið hér með völd um hríð. Að henni standa að vísu tveir flokkar. En þess verður ekki vart í stjómarháttum. Ríkis- stjómin hefur eina sál — íhalds sáL Við þessu er út af fyrir sig ekkert að segja. Hitt er verra, að stjómin virðist hafa ískyggi- lega ríka tilhneigingu til að víkja æ meir af vegi lýðræðis og stefna f átt til einræðis. Hallelúja Þýðingarmestu þjóðmálum er ráðið til lykta með hallelúja- samþykktum á flokksfundum. Síðan era málin lögð fram á Alþingi undir þinglok, hespuð af á kvöld- og næturfundum, með margföldum afbrigðum frá þingsköpum, 0g afgreidd með mjög naumum meirihluta — án þess að þingmönnum hafi gefizt nokkurt tóm eða tækifæri tii að athuga þau og rannsaka til fullrar hlítar. Bráöabirgdalög Stjómarskráin heimilar út- gáfu bráðabirgðalaga — og þó með því fororði, að til þess beri „brýna nauðsyn“. Allar ríkisstjómir hafa beitt þessu heimildarákvæði stjórnarskrár- innar af hinni mestu varfæmi, svo sem vera ber, — allarj nema núverandi ríkisstjóm’. Hún virðist frá öndverðu hafa haft það fyrir eins konar tóm- stundagaman, að iáta bráða- birgðalögum rigna yfir lands- Iýðinn, treystandi á öragga undirgefni sinna flokksmanna. Framhald á bls. 14 Charles Conrad (til vlnstri) skýrir blaSamönnom hinn 19. júlí frá væntanlegri geimför og Gordon Cooper hlustar. 121 f erð umhverf is jörð- ina á átta sólarhringum EJReykjavfk. fimmtudag munu skjóta á loft tveggja maima Gemini-5 geimfari ogá það að vera lengur á lofti en nokkttrt annáð geimfar til þessa .— þ. e. átta sólarhringa. Á geim- farið að fara 121 ferð umhverfis jörí6na. Aðal tiigangur þessarar gennferðar er að firtna út, hvaða áhrif svo Bng geimferð hefur á heHsu geimfaranna, en geimferð- in verður jafnlöng og ferð til tunglsins og til baka til jarðarinn- arv í geimfarinu verða þeir Gordon Cooper og Charles Conrad. Coop- er hefur þegar farið í eina geim ferð. Hann fór 22 ijerðir umhverf- is jörðina í Mercury-geimfarinu Faith-7 dagana 15.—16. maí 1963. Cooper, sem er 38 ára gamall, verður stjómandi geimfarsins. Conrad, sem er 35 ára fer nú í sma fyrstu geimferð. Áætlað er, að Gemini-5 verði skotið á loft fimmtudaginn 19. ágúst kl. 14,00 GMT frá Kennedy höfða. Geimfarið á að fara 121 ferð umhverfis jörðina. og lenda síðan 27. ágúst kl. 13,53 GMT í Atlantshafinu, um 500 míl- ur (805 km) suðvestur af Ber- muda. Ef allt fer samkvæmt áætl- un, verður þetta lengsta geimferð til þessa, en metið á sovézki geim- farinn Valery Bykovsky, sem fór í fimm daga geimferð árið 1963. Talsmaður NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, sagði í gær að átta dagar væru um það bil sá tími, sem nauðsynlegur væri til þess að Apollo-geimfarar næðu til tunglsins, gætu rannsakað yfir- borð þess og komið til baka til jarðar. Ferð Gemini-5 á að sanna, að átta daga dvöl í lofttómu rúmi skaði ekki heilsu manna, og að velþjállfuð áhöfn geimfara geti hæglega unnið störf sín vel í svo langri dvöl í þyngdarleysi. Þýðingarmesta tilraunin, sem geimfararnir munu gera á ferð sinni, er að reyna að komast mjög nálægt litlum gervihnetti, sem settur verður á sérstaka braut um- hverfis jörðina, en það er mjög þýðingarmikið í sambandi við fyrirhugaða ferð til tunglsins árið 1970, að geimfar geti komizt upp að öðru geimfari úti í geimnum. Tilraun þessi verður gerð fyrstu 7 klukkustundir geimferðarinnar. 25 mínútum eftir að geimfarinu verður skotið upp, verður 80 punda gervihnetti sem geymdnr. verður í enda Gemini-geimfarsins, komið á sórstaka braut umhverfis jörðina. Gervihnöttur þessi kallast REP. Cooper mun síðan fljúga Gemini-geimfarinu í a'llt að 83 km fjarlægð frá gervihnettinum, og síðan reyna að stýra því að REP aftur þar til Gemini-geimfar- ið er komið í 6 metra fjarlægð frá gervihnettinum. Er talið, að þessi tilraun muni taka rúmlega fjórar klukkustundir. I gervihnettinum verða bæði ljósmerkjasendir og útvarpsbylgjusendir til þess að auðvelda geimförunum að finna ,hfnn( í Gemini-geimfarfnh verð- ur bæði radar og rafeindaheili, sem einnig mun aðstoða geimfar- ana við að ná til gervihnattarins. Geimfararnir munu einnig fram kvæma 17 aðrar vísindalegar og læknisfræðilegar athuganir, m. a. ljósmyndun himingeimsins. Gemini-5 er fyrsta geimfarið, sem er útbúið með nýrri tegund rafgeyma — það, sem kallað er „Fuel Cell“-rafgeymar. Munu þeir sjá geimfarinu fyrir öllu því raf- magni, sem nota þarf í sjálfri geimferðinni en venjuleg „batt- erí“ verða notuð við lendingu geimfarsins. Er vísindamönnum mikil forvitni á að vita hvernig þessar „Fuel Cell“ reynast. Gemini-geimfarinu verður skot- ið á loft með tveggja þrepa Titan II. eldflaug. Jarðnánd geimfarsins verður minnst 161 km, en áætluð mesta jarðfirð þess verður' 352 km. Ef geimfarið nær þessari jarðfirð, þá verður það hæðarmet bandarísks geimfars. Geimfararnir Cooper og Conrad í geimbúningum. Á VÍÐAVANGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.