Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 11
ÞRffiJUDAGUR 17. ágúst 1965 TÍMINN SEND TIL ÍSLANDS JANE 47 neinn sómasamlegan stað að ræða, sem hann gat farið með hana á. Væri hann aðeins liðþjálfi, vissi hann ef til vill ekki einu sinni, að stærsta og fínasta hótelið á íslandi er engu stærra en það minnsta heima. (Hótel Borg, bezta hótelið í Reykjavík, býður upp á kvöldverð og dans, en þangað mega einungis liðsforingjar koma). Hann myndi ekki vita, og kannski ekki vilja vita, það með fallega stúlku upp á arminn og engan stað að fara á, að aðgangur að Borg var einu sinni heimill óbreyttum liðsmönnum, en menn neyddust til þess að breyta því og leyfa inngöngu aðeins liðsforingjum, vegna þess, hve þröngt hafði verið þar inni, en liðsforingjarnir voru mun færri talsins. Meira að segja Hekla varð bannsvæði vegna óróaseggja, sem höfðu látið mikið til sín taka þar, slegizt og verið með ólæti. Þar af leiðandi höfðu dyr Heklu lokazt fyrir óbreyttum liðsmönnum. Þetta var auðvitað mjög óþægilegt fyrir þá menn, sem kunnu að skemmta sér án þess að hegða sér illa og vera með ólæti. Það skipti engu máli, hve mikið mennimir lögðu á sig til þess að skilja allar þessar takmarkanir og líta á þær sem nauðsynlegar aðgerðir, þá fór svo, að reiði þeirra og óánægja varð svo mikil, að þeir sáu ekki lengur hið rétta í málinu, og vildu það heldur ekki. Við slík tækifæri áttu þeir til að sökkva sér niður í sjálfsmeðaumkun og segja: — Að vera hermaður, er sama og vera ekki neitt, eða — Liðs- foringjarnir gína yfir öllu — og fjandinn hirði okkur hina! Kannski eru þetta venjulegar hermannaáhyggjur um all- an heim í öllum herjum, hverrar þjóðar, sem þeir em. En á íslandi var þetta oftar alvarlegt umræðuefni fremur en hversdagslegar k'vartanir. Mörgum vikum eftir að heim- ilið var opnað héldu þeir áfram að hamra á þessu sam^, eins og þeir hefðu ekkert annað skemmtilegra um að hugsa. Það var næstum með óeðlilegri ánægju, að þeir spáðu: — Bíðið og sjáið, við munum ekki hafa þetta lengi. Ég var sammála því, að það væri alveg möguiegt, en því aðeins, að þeir höguðu sér eins og tartaralýður og væru nægilega heimskir til þess að skemma, það sem þeim hafði verið fengið í hendur. Sú staðreynd, að engir herlögreglumenn voru þarna á verði hjálpaði mér: heimilið er eign hvers og eins hinna amerísku hermanna, þar af leiðandi ber hver einstakur hermaður ábyrgð á því, að þar fari allt fram með röð og reglu. Örlög heimilisins lágu einvörðungu í höndum þeirra sjálfra. Áður en heimilið var opnað, hafði verið rætt um það frá öllum hliðum, hvort rétt væri að hafa herlögreglu á verði þar. Þetta var mjög viðkvæmt mál, og þurfti varfærnis- legrar meðferðar við samræmi við það: Herlögreglan er ekki svo vinsæl innan hersins. Þvert á móti er hún sem deild, aðskilin óbeint frá hinum deildunum. Hermennirnir, sem eru í lögreglunni, vinna oft við erfiðar aðstæður, því menn forðast þá, reyna að reita þá til reiði og gera þeim lífið erfitt á öllum sviðum af ásettu ráði. Þegar fáir menn þurfa að láta valdið vinna fyrir sig, hættir þeim til að verða dálítið afskiptasamir. Því er það, að allir herlögreglumenn, góðir, slæmir eða afskiptalausir eru kallaðir „rottur“ þótt leitt sé frá að segja, og á íslandi eru þeir kallaðir „Texas-rottur“. Þetta var langt í frá að vera aðalástæðan til þess að við ákváðum að hafa ekki neina fulltrúa herstjórnarinnar nær- stadda á heimilinu. Bæði Mary og mér fannst þetta fyrsta skref í áttina að almennu tómstundastarfi ætti að vera frjálst og laust við allar takmarkanir, sem ef til vill væru al- gjörlega óþarfar. Okkur fannst líka, að það bezta, sem við gátum boðið mönnunum upp á í þessu takmarkaða húsrými, væri heimilislegt andrúmsloft, fyrst og fremst. Ef byrjað var með að setja alls kyns reglur var það sama og bjóða vandræðunum heim, og um leið eyðileggja heimilisblæinn. Við vildum byrja smátt og glíma við vand- ræðin, þegar þau yrðu á vegi okkar. Það var bezt að setja reglurnar eftir því sem þörf krefði en að setja þær með það í huga, sem fyrir gæti komið, sögðum við. Mennirnir munu hjáipa okkur til þess að halda uppi lögum og reglu. Hin staðfasta trú okkar á þá var endurgoldin margfaldlega allt þetta fyrsta ár. Við gerðum okk;ur auðvitað Ijóst, að skóla-heimilið myndi alls ekki leysa húsnæðisvandræði tómstundastarfseminnar til fullnustu. Enn var ekki hægt að uppfylla tvær heitustu óskir hermannanna: að hafa dansleiki og að þeir gætu komið með stúlkurnar sínar á einhvern sómasamlegan stað. Hvað þetta snerti voru hendur okkar gjörsamlega bundnar, því skól inn hafði verið lánaður með því skilyrði, að enginn íslend- ingur, maður eða kona, fengi að sækja hann að staðaldri. Það var engin leið að komast fram hjá þessu ákvæði, þar sem íslendingarnir höfðu sett það sjálfir. Það var erfitt að hafa nú náð svona langt, en þó ekki alla leið. Þar við bætt- 30 og bar hana yfir þvera stofuna. Hann nam staðar við gluggann, dró tjöldin fyrir og lokaði sólina úti. Monty sat í bílnum og var öðru j hverju að líta upp í gluggann. i — Eg vona, að hún hafi ekki | gleymt mér, tautaði hann. — Það | er skrambi heitt að sitja hérna. : Hann reykti hvern vindlinginn ; eftir annan, og var að hugsa um forsæluna á svölunum fyrir utan spilabankann. Það væri ekki ama- legt að fá ískaldan svaladrykk núna! ' — Halló, Monty! Hann leit upp. Mafalda stóð við dymar og veifaði til hans. — Halló! kallaði hann á^ móti. Hún þurfti ekki meira. Á svip stundu var hún komin og hallaði sér upp að bílnUm og horfði ástar-; augum á Monty. Hann opnaði I dymar og klappaði á auða sætið j við hlið sér og bauð henni að setjastinn. — Ég hafði engan til að dansa' við í gærkvöldi, sagði hún kvein- andi um leið og hún settist. — Druce bauð upp á líkjörglas eftir matinn, en það er nú lítið gam- an að honum, eins og þú veizt. Hann sat og lét sér líða illa, af því að konan hans var með höfuð- verk. — Jæja, var hún það? sagði Monty hissa. — Á ég að segja þér nýjasta nýtt? hélt hún áfram án þess að taka eftir að Monty hafði orðið undrandi. Pabbi hefur lofað að ég skuli fá að fara til New York í haust! — Hvað ætlarðu að gera þang- að? — Leggja stund á listnám, sagði hún hátíðlega. Brúnu augun brostu til hennar. — Leggja stund á karlmenn, er ekki svo? Hún færði sig nær honum. — Einn mann, kannske, ef ég fæ! Glensið skein enn úr augunum á Monty. — Það er hugsanlegt að þú fáir það. En það kemur undir því, hvort . . . Hann renndi augunum eftir gluggaröðinni, sem glampaði í sólskininu. — Eg skal vera ósköp þæg, sagði hún og stakk hendinni und- ir handlegginn á honum ... En nú tók hann ekki lengur eftir því, sem hún sagði. Hann horfði upp í gluggann og svipur- inn varð býsna skrítinn. Hann kreysti saman varirnar. Mafalda leit í þá áttina, sem hann horfði. — Er einhver að veifa til þín? spurði hún hissa. — Það er svo að sjá, svaraði hann stutt. — Við skulum aka eitthvað burt og fá okkur í staup- inu. Hann ræsti bílinn án þess að bíða eftir, að hún svaraði. Þessi bending sýndi, að allt hafði fallið í ljúfa löð. Að hann gat ekki vænzt neins framar . . . — En hvað þetta er skrítið, sagði Mafalda, er bíllinn sveigði niður á þjóðveginn. — Þarna stendur einhver enn, og er að veifa. Ray var ein í herbergi Druce. ' Hún hallaði sér út um gluggann. Hún veifaði og veifaði með litl- um vasaklút. Metnaðurinn var það eina, sem hélt henni uppi núna. Monty mátti aldrei fá grun um það, sem hafði komið fyrir. Þá mundi hún deyja af blygðun. Hún heyrði, að hann ræsti bíl- inn, sá hann beygja og hverfa í moldarskýi á veginum. Monty var horfinn. Og með honum sú eina ást, sem hún hafði upplifað um ævina. f kuldalegu og þegj- andalegu svefnherberginu var ekki annað en hatur. Hatur til manns- ins, sem hafði óvirt hana svo tak- markalaust. niðurlægt hana svo hrottalega — maðurinn, sem hún hafði svarið að hefna sín á. En þrátt fyrir, að hatrið væri henni ríkt í huga fannst henni að hún gæti ekki komið hefndinni fram. f fyrstu var hún svo bama- lega opinská, að hann hló að henni. Hún fann glöggt, að hún var jafn ósjálfbjarga næstu mán-| uðina og hún hafði verið þessa' 11 Rest best koddar Endurnýjum gömlu sænguraar Eigum dún og fiðurheld ver, æðardúns og gæsadúnssængur og kodda af ýrasum stærðum. - PÓSTSENDUM - Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simi 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) hræðilegu stund inni í herberg- inu hjá honum forðum, þegar hún barðist árangurslaust við að losna úr greipum hans. Stundum lá henni við að gefast upp, en þá þurfti- hún ekki annað en minn- ast orðanna, sem Druce hafði sagt: „Einu sinni vildi ég eignast ást þína. En nú er hún orðin gildis- laus. Nú læt ég mér nægja að eiga kroppinn á þér, Ray.“ Hve- nær, sem hún minntist þessara orða hitnaði hún af blygðun. Hún hafði svarið að hefna sín, og það ætlaði hún að efna! Druce umgekkst hana með svo mikilli blíðu og umburðarlyndi, að það ætlaði að gera útaf við hana. Hvernig, sem hún reyndi að særa hann og móðga, var hann alltaf jafn kurteis við hana. Þegar hann kynnti hana vinum sínum í New York, kallaði hann hana alltaf „elsku konuna mína,“ með svo mikilli alúð, að henni lá við að springa af reiði. Hana langaði til að æpa hástöfum til þess að hæ- verskubrosið hyrfi af andliti hans. Það var yndislegt og tómlegt í senn, þegar hann var fjarver- andi og hún hafði stóru lúxusíbúð- ina ein útaf fyrir sig. Þá reyndi hún að njóta sem bezt auðæfanna, sem hún hafði ávallt talið mikils- verðust af öllu í lífinu. En jafn- vel auðæfin voru hætt að veita henni gleði. Hverju skipti það þó gólfdúkarnir væru mjúkir og þykk ir að þjónarnir hneigðu sig djúpt, og að henni stæðu allar dyr opn- ar í samkvæmislífinu, þegar hjart- að var tómt og kalt? Ray gerði allt, sem hún gat til þess að njóta tilbreytingar í þessu tómi. Þegar hún var ekki boðin út sjálf, hafði hún gesti hjá sér. f dag var móðir hennar í heim- sókn. Frú Redmond hafði yngzt upp síðan dóttir hennar giftist, og hún var unglegri og kátari en nokkru sinni áður. — Þú líkist meir og meir ungri stúlku með hverju deginum, mamma, sagði Ray. — Já, það er bráðnauðsynlegt á mínum aldri, ef maður vill ekki eldast, svaraði frúin spekingslega. — En finnst þér ég ekki hafa grennzt líka? Þú veizt, að ég er alltaf að reyna að léttast. En úr því að maður minnist á mat, Ray — þú mundir ekki ætla að bjóða mér að borða hjá þér í dag? Ray varð vandræðaleg. — Ekki í dag, mamma. Ég á von á heil- um hóp . . . Hún var rétt kom- in að því að segja „af ungu fóIH,4* en tók sig á á síðustu stundu. — Við ætlum í „Köngulóna“ á eftir. Náttklúbbinn, skilurðu. — Góða barn, w** «w*»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.