Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúst 1965 HEIMSÓKNIR Framhald af bls 8 gáH — enda sjúklingur á rápi út og inn, sem auðsjáanlega vissi líiið í þennan heim eða annan - svo hávaðinn var engu minni parna inni, og auk þess skerandi Dirta frá loftljósi, beint í augu gamalmennanna, sem auðsjáan- lega voru i uppnámi — allir fundu og sáu, að sjálfur dauð- inn laut þar yfir eitt' rúmið. Vin- ur minn var að hverfa og skynj- aði nú orðið lítið af umihverfinu. En hvernig var líðan stofufélaga hans? Þeirra, sem fylgdust með af fullri rænu, og horfðu á dauða stríðið, vitandi það, hver um sig, að ef til vill yrði hann næstur. AUir hljóta að skilj a, að á slík- um stað er andrúmsloftið annað en á sjúkrahúsi, þar sem yngra fólk dvelur það lifir þó að minnsta kosti í voninni um bata. Eru þama ekki til tjöld kring- um rúm —eins og þó em orðin algeng á öðrum sjúkrahúsum, — hvað þá heldur smáklefi, þar sem deyjandi fólk fær að kveðja lífið í kyrrð. Það hef ég þó lesið, að heimsfrægir hugsuðir, sem telja öruggt, að líf sé að loknu þessu, telja það mikils um vert að þau umskipti njóti næðis og friðar — og jafnvel dýrin leita afsíðis til að deyja. Fólk, sem lítið þekkir til vanda málanna með gamla fólkið, þarf ekki vera í neinum áróðurshuga eða bera sök á hendur neinum sérstökum, þó að slík atvik veki þá spurningu í huga þess: Þarf þetta að vera svona? Er þá ekki neyð hverrar mannssálar meira virði en margt af því, sem þ]óð- in eys nú milljónum í? Mér skilst, að úrræði til bóta í þessu máli hljóti að vera fyrir hendi, ef athugað er. T.d. úti á landi, þar sem gömlu fólki er ekkert skýli ætlað, rísa hin veg- legu félagsheiimili hvert af öðru Já, jafnvel svo þétt, að næstum því má kallast á á miUi þeirra. Víst eru þau ágæt og nauðsynleg en mættu þau ekki vera ofurlítið færri — ekki virðist unga fólkið vanta bílakostinn til að renna á milli þeirra! En hvernig væn að spara kostnað við byggingu þeirra með því að lofa æskunni að leggja hönd á plóginn endur- gjaldslaust, vegna áhugans á að koma þeim á fót? Það ráð virt- ist gefast vel — hef ég heyrt — þegar fyrstu ungmennafélögin okkar vantaði skýli yfir starfsemi sína —eða hefur leti og úrræða- leysi eflzt með þjóðinni á þessu?n velsældarárum? Eg bara spyr. Til er líka sú góðgerðástarfsemi sem tíðkast erlendis og ætti alveg eins að geta þrifizt hér, — svo reynd sem þjóðin er að því að vilja líkna þar sem liðsinnis þarf. En það er að veita öldruðu fólki aðstoð í heimahúsum til að íorða því í lengstu lög frá því að lenda á biðlista yfirfullra elliheimila. Sú aðstoð væri í mörgum tilfelluin alls ekki tímafrek, — því mig grunar, að í sumum tilfellum sé það frekar einstæðingskenndin, sem hrekur fólk frá heimilum sín- um eftir að makinn er horfinn, og heimsóknum vina og ættingja fækkar ört —fyrir ýmissa hluta sakir, heldur en stöðug þörf fyr- ir hjúkrun. En ef þetta fólk ætti daglega vísa heimsókn velviljaðr ar manneskju, sem rétti hjálpar- hönd þar sem þyrfti og léti gam- almennið finna, að það væri í tengslum við lífið, og gæti leitað hjálpar (í síma) ef með þyrfti. Eg veit reyndar, að fjöldi af þeim konum, sem annars eiga heimangengt, vinna úti, — því alltaf vantar aura fyrir einhverju, en fyrir þetta mætti líka greiða, án þess að það yrði eins dýrt og dvöl á elliheimili. Og væri hægt að velja hlýlyndar. skilningsríkar 7 konur í starfið — konur, sem ræktu það ekki eingöngu pening anna vegna — þá gæti þetta orð- ið svo þakklátt starf. að ég þekki kynsystur mínar illa, ef þær hefðu ekki gleði af að vinna það, eftir að áhugi þeirra væri vakinn. Það er að vísu nöldrað yfir því að illt sé að gera öldnu fólki til hæfis en á reynslu byggi ég þá skoðun mína, að í flestum tilt’ell- um sé það af því, að þeir, sem um það annast, skortir skilmng á hinum margháttuðu erfiðleik- um ellihrömunar, og sýna f.kki næga þolinmæði og alúð — og náin skyldimenni eru þar ekki ávallt heppilegustu aðilarnir. Það leiða of fáir hugann að því, hvað grátur gamalmenna er ömur’ega sár — og þakklætiskennd þeirra innileg og blessunarrík. Það færist nú óðum í vöxt, að sveitaheimili bjóðast til að taka böm til sumardvalar gegn á- kveðnu gjaldi, og þetta virðist gefast vel, —en býður nokkur gamalmennum upp á slíkt? Það er þó einmitt gamla fólkið. sem flest hvað tregar sveit æsku sinn ar — þótt atvikin hafi flutt það á mölina, þar sem sumt af því hef- ur aldrei fest rætur. Væri ekki hugsanlegt, að stundum gætu þarna myndazt sambönd, sem ekki þyrfti endilega að slíta eftir fáar vikur — húsráðendur gætu fengið „meðlagið" áfram og gamalmenni eignazt heimili á ný. Jú. úrræðin eru mörg, ef marg ir vildu fórna þeim tíma og fram kvæmdum, — en það er mér líka ljóst, að á frekar við um þessi mál, en flest önnur, að engin störf geta raunverulega borið í sér blessun, nema þau séu unnin af fórnfúsum og kærleiksríkum huga. Emilía Biering. GJAFIR Framhald af bls. 9 arsson, Bakka, vinnufrl. kr. 500,00. Grétar Haraldsson, Míðey, vinnu frl. kr. 500,00. Innkominn ágóði af skemmtun frá eftirtöldum: Grétar - Haraidsson. Jón Einarsson, Ragn ar Guðlaugsson. Valdimar Auðuns son, Konráð Auðunsson og Auð unn Valdimarss. kr. 4550.00. Alls Iru þetta kr. 25.746.00. Auk framangreindra gjafa og | áheita, hafa gjaldskyldir sóknar- menn lagt fram fé og vinnu að upphæð rúmlega eitt hundrað þús und krónur til kirkjubyggingar í Stóra-Dal, sem hófst á s. 1. ári og stendur nú yfir. Ennfremur hefur nokkuð borízt af gjöfum á yfir- standandi ári og verður þeirra get ið síðar. Fyrir framangreindar peninga- gjafir, vinnu og fyrirgreiðslu, sem við höfum notið á síðastliðnu ári, viljum við færa alúðarþakkir. Eysteinn Einarsson, formaður. VIÐ ÞURFUM FLEIRA Framhald af 5. síðu að sá flokkur, sem bæði hann og i ég styðjum, mun gætilegust en | jafnframt raunhæfust ráð leggja til. Hugsanlegir lesendur þessa greinarkorns munu eflaust telja þetta, sem ég sagði um að beita kröftum sínum að einum stórum framfaraflokki, firru, þar sem rauðu flokkarnir eru felldir burt. En þeim tekst ekki samvinna, og þótt svo væri, höfum við ekki atkvæðamagn til þess að halda uppi verkalýðssinnuðum flokkum sem starfa á móti verkafólki í þessu landi. en þá vantar ekki til þess vilja — sbr. Alþý/.uflokkinn, sem nú starfar að því að rífa nið ur það, sem áður var búið að byggja upp á sviði verkalýðsmála og á ótal mörgum fleiri sviðum. Ýmislegt fleira gæti ég nefnt, en það hefur svo oft verið gert, að ég tel þess ekki þörf, en ef svo færi. að t.d. stjórnarblöðin hefðu eitthvað við þetta að athuga, þá gæti ég eflaust fundið nægar sann anir máli mínu til stuðnings. Gunnar B. Jónsson, Ólafsvík. Laus staða Vegna veikindaforfalla óskast karlmaður til að gegna störfum umsjónarmanns við Lækjaskóla í Hafnarfirði skólaárið 1965—66. Laun samkvæmt launasamningi bæjarstarfs- manna. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. ágúst n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. VIÐ ÓÐINSTORG — SlMI 20 - 4.90 T ÆKNISKÚLIÍSLANDS tekur til starfa um mánaðamótin september— október n.k. og starfar í þrem deildum. Inntökuskilyrði: Forskóli (undirbúningsdeild). a) Umsækjandi hafi lokið iðnnámi eða b) Umsækjandi hafi lokið fullgildu gagnfræða- prófi og fullnægi kröfum um verklega þjálf- un. Millideild. a) Umsækjandi hafi lokið missirisprófi frá und- irbúningsdeild Tækniskólans 1964—65 eða b) Hafi lokið í það minnsta eins árs framhalds- námi eftir gagnfræðapróf. Auk þess þarf nemandi að fullnægja kröfum um verklega þjálfun. Deild í Tækniskóla. a) Umsækjandi hafi staðizt lokapróf undirbún- ingsdeildar Tækniskólans eða b) Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi stærð- fræðideildar menntaskóla og fullnægi kröf- um um verklega þjálfun. (Nemandi tekur ekki þátt 1 öllum námsgreinum. Nánari upplýsingar verða veittar og umsóknar- eyðublöð afhent á skrifstofu Tækniskólans í Sjó- mannskólanum, Reykjavík, kl. 10—12 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá og með 18.ágúst n.k. Á Akureyri verður starfrækt ein deild; forskóli (undirbúningsdeild) og mun herra Jón Sigurgeirs- son, skólastjóri, gefa nánari upplýsingar og af- henda umsóknareyðublöð. Umsóknir um skólavist sendast Tækniskóla ís- lands eigi síðar en 10. september n.k. TÆKNISKÓLl ÍSLANDS. Héraðslæknisembættið í Hólmavíkurhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu al- menna launakerfi opinberra starfsmanna og stað- aruppbót samkvæmt 6. gr. læknaskipunarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur til 12. september n-k. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 13. ágúst 1965. Laus staða Staða bæjarritara í Hafnarfirði er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi bæjar- starfsmanna. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 31. ágúst n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. SIGLUFJ ARDARFLUG FLUGSÝNAR h.f. FARÞEGAFLUG VARAHLUTAFLUG SJÚKRAFLUG HÖFUM STAÐSETT 4 SÆTA Gestur Fanndal, kaupmaður Héraðslæknisembættið í Hvammstangahéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu al- menna launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur til 15. september n.k. Veitist frá 20. september n.k. FLUGVÉL Á SIGLUFIRÐ! SIGLUFIRÐI Dóms- og kirkjumáiaráðuneytið 16. ágúst 1965.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.