Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.08.1965, Blaðsíða 16
20 MANNS SLOSUÐUST ÍÁREKSTRIÍFYRRADAG ÍSLAND MJÖG VEL FALLIÐ TIL RÆKTUNAR KARTÖFLUÚTSÆÐIS: Getum ræktað útsæði / stórum stíl til útflunings MB-fieykjavik, mánudag. íslendingar hafa mikla mögu- leíka til Þess a3 rækta kartöfluút sæði í stórum stíl fyrir þjóðir sunnar í álfunni. Byggist þetta í fyrsta lagi á því, að útsæði, sem stofnræktað er á norðlægri breidd argráðu gefur mun betri uppskeru en útsæði sömu tegundar, sem sunnar er ræktað, og í öðru lagi Héraðsmót Framsókn- armanna í Skagafirði Ólafur Karl Björn Framsóknar- menn í Skaga- firði halda hér- aðsmót sitt að Sauðárkróki, sunnudaginn 22. ágúst og hefst það kl. 8.30 sfðdegis. Ræðu flytur Karl Kristjáns- á því að hér á landi fyrirfinnast hériendis tilraunir á stofnræktun ekki blaðlýs þær, sem bera veiru útsæðis fyrir Tékka. Voru þá sett sjúkdóma milli kartöfluplantna. ir niður hér tveir pokar af Rajka- Frá því var skýrt í Tímanum kartöflum, sem sendir voru híngað síðastliðið haust, að hafnar væru Framhald á bls. 14 Kona féll af hús- þaki ogbeið bana MB—Reykjavík, mánudag. Það slys varð um miðjan dag á laugardag, að þrítug kona hrap- aði af húsþaki á Grettisgötu 71 og belð bana. Mun konan hafa far ið út um glugga á risi hússins, sem er kjallari, tvær hæðir og ris og ætlað intn um annan glugga sem hún vissi, að var opinn. Gleðskapur var i þessu húsi á laugardaginn og voru nokkrir þar gestkomandi, þar á meðal kona þessi. Engir sjónarvottar voru að slysinu, en talið er, að konan hafi farið út um opinn glugga á rishæðinni og hafi ætlað inn um opinn glugga á öðru her- bergi, en fallið fram af þakinu. Það fyrsta, er menn vissu um slys ið var, að konan fannst liggjandi á gangstéttinni, og mun hún hafa látizt við fallið. Allt fólkið, sem var í gleðskapnum, var yfirheyrt en lítið mun hafa komið fram í þeim yfirheyrslum. son, alþm. og ávarp flytja al- Framhald á bls. 14 f RIKIÐ MERKIR BÍLANA JHM—Reykjavík, mánud. Búizt er við því, að innan árs verði allar bifreiðar, sem eru í eigu ríkisins, merktar með sérstöku ríkis- merki. Blaðið hefur það eftir áreiðanlegum heimild- um, að búið sé að gera tvær eða þrjár tillögur um merki. Framhaio a Dis 14 Hákarl braut bryggju- stólpa inni á Siglufirði EJ-Reykjavík, mánudag. í gærmorgun lagði stór beinhá- karl leið sína inn til Siglufjarðar og festi sig undir trébryggju Þrá- ins Sigurðssonar útgerðarmanns. Var í gær unnið að því að ná honum undan bry -'junni og á land, og gekk það allsögulega á köflum, en síðan var siglt með hann út fjörðinn og honum sökkt. Fréttaritari TÍMANS á Siglu- firði tjáði blaðinu í dag, að um kl. 7,30 í gærmorgun hafi tveir menn, sem stóðu á umræddri bryggju, orðið varir við einhverja skepnu í sjónum fyrir framan bryggjuna, sem er á innanverðri Siglufjarðareyri. Þegar þeir fóru að gá betur að, kom í ljós, að hér var um beinhákarl að ræða. Há- karlinn synti þarna frarn og aftur, en lenti að lokum undir bryggj- unni og festi sig þar, en vatnið er mjög grunnt á þessum stað, rúm- lega metri á dýpt. Hér er um að ræða trébryggju með tréstólpum, og þegar hákarlinn tók að brjót- ast um undir bryggjunni, lék hún öll á reiðiskjálfi, og bægslagangur inn var óskaplegur. Fréttin um hákarlinn barst Framhald á bls. 14 MB-Reykjavík, mánndag. Mikið bifreiðarslys varð í Reykjavík á sjöunda tímanum á sunnudag. Strætisvagn og lang- ferðabifreið rákust á á gatnamót- um Öldugötu og Ægisgötu og varð að flytja 20 manns á Slysavarð stofuna tll aðgerSar og aShlynning ar og tvær konur voru síðar flutt ar á sjúkrahús. Bifreiðar þær, sem lentu í árekstrinum, voru langferðabifreið frá Guðmundi Jónassyni, sem var með erlenda ferðamenn í í skoðunarferð um borgina, og strætisvagn á Sólvallaleiðinni. Var margt fólk í langferðabifreiðinni, en fremur fátt í strætisvagnínum. Á gatnamótum Öldugötu og Ægisgötu er ekki biðskylda, held ur gildir þar reglan um „varúð til vinstri1. Langferðabifreiðinni var ekið suður Ægisgötu, en strætisvagninn kom austur Öldu götuna, og átti því að víkja fyrir langferðabifreiðinni. Bífreiðar- stjóri strætisvagnsins hefur mætt hjá lögreglunni við rannsókn máls ins, og telur hann sig eícki hafa ekið á miklum hraða, er hann nálgaðist gatnamótin. Hann kveðst hafa verið á um 35 km. hraða og hafa skipt niður í þriðja „gír“ af fimm, er hann kom að gatnamótunum. Hann kveðst hafa stigið á hemilinn, þeg ar hann sá til langferðabifreiðar innar, en telur að hann hafi þá gengið að gólfi, án þess að heml un hafi átt sér stað. Hann kveðst Þá hafa gefið hemilinn upp aftur og hafi sig þá furðað á því hve hann hafi fylgt seinlega eftir. Þá kveðst hann hafa sveigt til hægri, í von um að geta komizt hjá árekstri, og um leíð hafa stigið að nýju á hemilinn. Þá hafi hem ildnn verkað eðiilega, en allt orð ið um seinan og vagnarnir verið að skella saman. Hann kvaðst hafa stöðvað vagninn á biðstöð rétt vestan gatnamótanna og þá hafi allt verkað eðlílega. Þegar bif- reiðaeftirlitsmaður prófaði heml ana eftir slysið, fann hann ekk- ert athugavert við þá. Áre'ksturinn sjálfur varð þann ig að framendi strætisvagnsins skall á framanverðri hægri hiið áætlunarbílsins. Við það snerist Framhald á bls. 14 Dregin upp úr Nautbólsvík MB—Reykjavík, máhudag. ! Klukkan rúmlega sjö á sunnu- | dagskvöld fékk lögreglan hér j tilkynningp um, að alklætt fólk ! væri að svamla í sjónum í Naut- i hólsvík, og myndi það vera ölvað. Lögreglan fór þegar á staðiiun og haft var samband við flugmála- stjóra, sem hafði bát þarna á nœstu grösum. Fóru starfsmenri flugumferðarstjórnarinnar af stað með lögreglunni og voru ölvuð hjú hirt þarna upp úr sjónum og farið mcð þau itnn í Síðumúla, þar sem þau voru „þurrkuð". Ljós- myndara Tímans, Guðjón Einars- son, bar að þar sem verið var að drasla hjúunum í land og tók meðfylgjandi mynd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.