Tíminn - 17.08.1965, Síða 2

Tíminn - 17.08.1965, Síða 2
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 17. ágúít 1965 r FISKI MOKAÐ UPP VIÐ SNÆFELLSNES 2 MÁNUDAGUR 16. ágúst 1965 NTB—Aþenu. Stefan Stefanopulos og Elais Tsirimokos, sem báðir hafa staðið framarlega í flokki Pap- andreou, Miðflokkasambandinu hafa gengið úr þingflokknum og telja sig óháða. Er talið, að þeir muni ráða Konstantín kon ungi til þess að velja annan hvorn þeirra til þess að mynda stjórn. Ekki er vit- að, hve marga fylgismenn þeir eiga í flokknum, en 30 þing- menn flokksins hafa lýst fylgi við þá þegar. EDA-flokkurinn, sem er dul- búinn kommúnistaflokkur, hef ur hvatt til mótaiælaaðgerða í Aþenu í kvöld. NTB—Santiago. 44 manna er saknað af fall- þyssubátnum Jariequo frá Ohile. Báturinn sökk í gær um 900 kílómetra fyrir sunn- an Santiago. 40 ihafa farizt af völdum of- veðurs í Ohile, og gífurlegt eignatjón hefur orðið þar af völdum snjóflóða. NTB—Nýja Dehli, Karachi. Indverskar hersveitir hafa hertekið tvö virki Pakistan- manna í Kasmír. Pakistanmenn draga nú saman herlið við vopnahlcslínuna í Kasmír. NTB—New York. Sá orðrómur gengur meðal rússneskra sendimanna i Bandaríkjunum, að Andrej Gromyko hverfi bráðlega úr starfi utanríkisráðherra, en við taki núverandi ambassador Sovétríkjanna í Washington, Anatole Dobrynin. Það er bandaríska tímaritið News- week, sem skýrir frá þessu í dag. Segir Newsweek, sem skýrir frá þessu í dag. Segir Newsweek, að ástæðan fyrir því, að Gromyko hættir, sé sú, að núverandi valdhafar í So vétríkjunum vilji losna við alla þá, sem voru' framarlega í stjórnmálunum á Stalíntíman- um. NTB—New York. Hinn hárprúði Beatles-kvart ett frá Englandi söng í gær á Shea-leikvanginum í New York. Áheyrendur voru 56.000 Beatles fengu 160.000 dollara fyrir 35 tnínútna söngskemmt- un. Það er heimsmet. Það leið yfir 115 stelpur, — og það er líka heimsmet. Leonard Bern- stein segist vera mjög hrif- inn af Beatles. NTB—Moskvu. Á myndunum, sem sendar hafa verið til jarðar frá rúss- neska geimfarinu Zond-3, sjást mikil meginlönd og stórir gíg ar á þeirri hlið tunglsins, sem snýr frá jörðu. Myndirnar, sem sendar hafa verið um tveggja milljón kílómetra vegalengd, eru sagðar mjög skýrar. Tveggja ha. „landi” dælt úr Ólafsvíkurhöfn AS-Ólafsvik, 16. ágúst. — Lokið er stórfelldri dýpkun hafnarinnar hér í Ólafsvík. Sanddæluskipið Sandey hefur unnið að þessu verki í sumar, en erfiðasta verk- efni nú í sambandi við höfnina er að halda sandburðinum í skefjum. Sandey hóf verkið 24. júní og lauk því 13. ágúst. Dældi skipið 65325 teningsmetrum af sandi úr höfninni. Var sandinum dælt upp í nýja uppfyllingu innan hafnar- svæðisins, og varð hún rúmlega tveir hektarar að stærð. Eftir þessa dýpkun er dýpi í Ólafsfjarðarhöfn orðið 4,5—5,5 metrar um stórstraumsfjöru, og er því um stórfellda hafnarbót að ræða. í framhaldi af þessari dýpkun verður nú byggð 110 metra löng bátabryggja úr harðviði fram af nýju uppfyllingunni og er nú beð ið eftir timbrinu í hana. Þess er vænzt, að þessum hafnarfram- kvæmdum verði lokið um næstu áramót. Gerbreytist þá öll aðstaða fyrir skip og báta í Ólafsvíkur- höfn. Verkstjóri við hafnargerðina er Sigurður J. Magnússon í Ólafs- vík, en verkfræðingur Jónas Elías son, Reykjavík. 32 hafa fallið í Los Angeles NTB-Los Angeles, mánudag. Brown ríkisstjóri í Kaliforníu sagði á fundi með blaðamönnum í dag, að tekizt hefði að binda endi á uppþot negra í Los Angeles. 32 hafa látið lífið í þessum óeirðum, sem hófust í fyrri viku. Varla hafði Brown lokið máli sínu, er fréttist um ný uppþot, rán og gripdeildir í Los Angeles. Lög- reglan hefur handtekið fjölda manns, eða 2760. Af þeim eru 439 unglingar. Alls hefur verið kveikt í rúmlega 2000 húsum, og er tjón af þeim völdum metið á 200 millj. dollara (það eru rúmlega 8 mill- jarðar ísl. kr.). Er þá ekki reikn- að það, sem rænt hefur verið í búðum. Brown sagði, að 15.000 manna lið úr þjóðverði Kaliforníu hefði verið kallað til Los Angeles. í Long Beach, skammt frá Los Angeles, var hvítur lögreglumað- ur skotinn til bana í dag. Negrar grýttu þar bíla. í San Diego og San Fernando-dalnum í nágrenni Los Angeles hefur komið til upp- þota, og varpað var sprengjum í Hollywood. Fjöldi fólks í Kali- forníu hefur orðið sér úti um byss ur, þar eð það óttast, að negrarn- ir fari að láta til sín taka í hinum fínni hverfum borganna, en hing að til hafa uppþotin einkum verið í negrahverfunum, sem eru hin lélegustu í hverri borg. Þrjú orgelverk tileink- uð dr. Páli ísólfssyni GB-Rcykjavík, mánudag. Blaðinu hefur borizt nýtt hefti úr nótnaritasafninu Musica Is- landica, sem kemur út á vegum Menningarsjóðs, er það hefti nr. 4 og hefur að geyma þrjú orgel verk eftir Jón Þórarinsson. Þessi orgelverk Jóns eru Prel udium, Choral og Fuga, ,,Samin um gamalt vlðlag“, ársett 1954, og tileinkar höfundur þau Páli ísólfssyni. AK-Reykjavík, mánudag. í verstöðvunum norðan á Snæfellsnesi, einkum Rifi, Ólafsvík og Grundarfirði hafa verið slík uppgrip af handfæra fiski, jafnvel uppi í landstein- um, í allt sumar, að dæmi eru varla um annað eins hin síðustu sumur. Handfæraaflinn var þó mest- ur í maí og júní eða þangað til snurvoðartíminn hófst 15. júní. Síðan hefur heldur dregið úr handfæraaflanum, en hann er þó ætíð mjög mikill og fæst góður fiskur, ef siglt er tvo til þrjá tíma út. Frá Rifi eru gerðar út nokkr ar trillur og tveir eða þrír stærri bátar, sem hafa aflað ágætlega, og salta sjómenn þar HÓl-Reykjavík, mánudag. Dagana 30. ágúst til 3. septem- ber n. k. verður haldin í Reykja- vík guðfræðileg ráðstefna á veg- um Lútherska heimssambandsins. Ráðstefnan er haldin að ósk ís- lenzku kirkjunnar og undirbúin af séra Ólafi Skúlasyni fyrir hönd biskups, samstarfsnefndar ís- lenzku kirkjunnar og í samráði við kennara guðfræðideildar Háskóla íslands. Biskupinn, herra Sigurbjörn Ein arsson, skýrði svo frá í dag, að þessi ráðstefna væri hin fyrsta sinnar tegundar, sem haldin er hér á landi. í henni taka þátt inn- lendir og erlendir guðfræðingar. Er hún liður í starfi Lútherska heimssambandsins. í hverju landi þar sem eru lútherskir söfnuðir, er samstarfsnefnd, sem annast samvinnu við aðrar kirkjur heims og þá einkum hinar lúthersku. í samvinnunefnd íslenzku kirkjunn- ar eru séra Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari, formaður, séra Ólafur Skúlason, ritari, séra Jón kuðuns, dómprófastur, séra Jakob Jónsson og séra Jóhann Hannes- son, prófessor. Ráðstefnan hefst mánudaginn 30. ágúst með guðsþjónustu í kapellu Háskólans. Sama dag verð ur fyrsti fyrirlestur ráðstefnunnar haldinn. Flytur hann dr. Dantine frá Austurriki og heitir hann Lög- mál guðs og manns. Er það nokk- urs konar stef ráðstefnunnar. Morgunbænir og biblíulestur, sem séra Jóhann Hannesson, pró-1 fessor annast, verða alla daga ráð j stefnunnar kl. 9. Þriðjudaginn 31. ágúst verða tveir fyrirlestrar. Hinn fyrri flyt- ur séra Jakob Jónsson, og nefnist hann Sálgæzlan og lögmál guðs og manns, fyrri hluti. Síðari fyrirlest- urinn flytur dr. Niels Hasselmann, starfsmaður guðfræðinefndar Lút- ANNAR JÖKULL Framhald af bls. 1 Um fimm leytið var þessum varningi, ásamt þeim, sem fund izt hafði í vistarverum skip- verja, komið upp á pall vöru- bíls og ekið brott. í lestinni reyndist vera eftirfarandi smyglvarningur: 248 flöskur af Genever, 9 flöskur af Whisky og 40 bús. sígarettur. Leitinni í Vatnajökli verður haldið áfram og er ströng varzla höfð við skip og farm. aflann að mestu sjálfir. í Ólafsvík og Grafarnesi vinna frystihús eins og þau geta úr aflanum, og er mjög mikil vinna þar við fiskverkun- ina og mikill skortur á verka- fólki til þeirra og annarra starfa. Telja menn þetta sum- ar eitt hið bezta og aflamesta, sem komið hefur. Blaðið hitti í gær Gunnar B. Jónsson í Ólafsvík og spurði hann um þessi miklu aflabrögð. Hann sagði, að mikill fiskur væri svo að segja alveg uppi í landsteinum, og stæði á hverju járni, sem í sjó kæmi, en sá fiskur væri smár og ekki hæfur til vinnslu í frystihúsum. Væri hann því lítið veiddur. Hins vegar fengist ágætur fiskur ut- herska heimssambandsins í Genf. Fyrirlesturinn fjallar um verk- efni guðfræðinefndarinnar eftir heimsþingið í Helsinki. Miðvikudaginn 1. september flytur dr. Þórir Kr. Þórðarson er- indi, er hann nefnir Lögmál guðs og manns frá sjónarmiði Gamla testamentisins. Er það fyrri hluti erindisins. Þá verður flutt erindi eftir dr. Birger Gerhardsen, er heitir Lögmál guðs og manns. - Fimmtudaginn 2. september flytja þeir séra Jakob Jónsson og próf. Þórir Kr. Þórðarson síðari hluta erinda sinna. Þann dag flyt- ur dr. Hasselmann erindið Lút- herska heimssambandið og hjálpar starf þess. Sýnir hann myndir til skýringar. Milli þess að erindi eru flutt, skiptast þátttakendur á í umræðu hópa og ræða þau mál, sem fram hafa komið. Föstudaginn 3. september verða svo lokaumræður og hugsanlegar niðurstöður. Ráðstefnunni lýkur svo um hádegi þann dag. Vænzt er þátttöku íslenzkra guð fræðinga í ráðstefnunni og einnig gætu allir þeir, sem láta sig varða almenn mannleg vandamál haft gagn af því að sækja ráðstefnuna. Það er þýðingarmikið að þeir, sem áhuga hafa á að sitja ráð- stefnuna. láti biskupsembættið vita sem fyrst. Fæddur 17. ágúst 1865 að Ið- unnarstöðum í Lundarreykjardal, Foreldrar hans fluttu fljótlega eftir fæðingu hans að Englandi í sömu sveit. Ástráður missti for- eldra sína á barnsaldri, en var eft ir það i fóstri hjá föðurbróður sín um, Magnúsi Arasyni í Skálholts koti í Reykjavík. Rúmlega tvítug- ur að aldri eftir tveggja ára nám í skóla, réðst Ástráður til Björns Jónssonar, ritstjóra ísafoldar og var í hans þjónustu til dauðadags og var þar aðallega við afgreiðslu ísafoldar. en einnig við bókaút gáfu ísafoldarprentsmiðju. Alla hans tíð var ísafoldarheim ilið með prentsmiðju og bóka- verzlun eins og einn meginþvl- ar, og hefðu 2—3 menn komið að hvað eftir annað með allt að 7 tonnum af handfærafiski á trillum utan af Flaki. Snur- voðaraflinn væri og mjög góð- ur. Hlutur sjómanna síðustu vik urnar væri orðinn hár, einna lík ast og á góðri síldarvertíð. Dæmi væru til að fermingar- drengir hefðu haft al'lt að 30 þús. kr. í hlut. Þá er og góður lúðuafli, þeg- ar bátar gefa sig að þeim veið- um. Trilla í Rifi fékk nýlega 7 stórlúður í einum róðri. í snurvoð fæst nú allmikil ýsa, þótt hennar tími sé raunar ekki kominn enn, og raunar er það svo um þorskaflann líka, að eftir venju ætti bezti tím- inn að vera eftir. Stal leigu- bíl og fór að „praktisera" MB-Reykjavík, mánudag. í morgun stal 17 ára piltur, sem nýsloppinn er út úi; fang- elsi, leigubifreið og ók henni nokkra stund með farþega, sem ekki vissu annað en leigubíl- stjóri væri við stýrið. Síðan lagði hann bílnum og fór að sofa, en engu að síður hafðist fljótlega upp á honum. Málsatvik voru þau, að klukk an sex í morgun var leigubíl- stjóri nokkur frá Bæjarleiðum að skila af sér bifreið, sem hann ók á móti öðrum manni. Átti sá, sem við átti að taka, að hefja akstur klukkan sjö. Bílstjórinn, sem var að hætta akstri, bað kunningja sinn á bifreiðastöðinni að skjóta sér heim, en sá var þá með ungl- ingspilt sem farþega. Fékk hann leyfi piltsins til þess að mega aka samstarfsmanni sin- um heim, en á leiðinni tóku þeir tal saman og komst piltur- inn að stöðvarnúmeri bílstjór- ans. Segir nú ekki af ferðum hans fyrr en nokkru síðar, að afgreiðslustúlka Bæjarleiða heyrði, að viðkomandi bíll var kominn í akstur. Fannst henni H'ramhaio ■> t* -> urinn í lífi Reykjavíkur á þeirp árum, sem hún var að sækja 1 sig veðrið og gjörast höfuðstaður. 1891 kvæntist Ástráður Ingi- björgu Einarsdóttur Þorsteinsson ar smiðs í Arnarholti, sem nú er á horni Smiðjustígs og Lindar- götu. Ástráður andaðist 7. sept. 1935 sjötugur að aldri. Börnin voru sex, en barnabörnin tíu. Ást- ráður átti hvers manns traust og virðingu þeirra allra, sem honum kvnntust. 'Forfeður Ástráðs hafa verið Reykvíkingar frá tíma Skúla fó- geta, og fluttust með honum o-rð an úr Skagafirði. GM. Guöfræðingar á ráöstefnu hér Ástráöur Hannesson HUNDRAÐASTA ÁRTÍÐ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.