Morgunblaðið - 28.09.1983, Page 3

Morgunblaðið - 28.09.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 - 43 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Á skakkri Sumir unglingar eru svo stál- heppnir að mynda sér snemma skoðun á því, hvað þeir ætla sér að verða í lífinu. Þeir stefna visst að markinu, afla sér nauð- synlegrar menntunar og komast á endanum í það starf, sem þeir hafa haft í huga. Þeir hafa ekki einasta lent á réttri hillu í lífinu; þeir hafa klifrað upp á hana. En það er minnihlutinn, sem er svona ákveðinn og heppinn að geta fundið hilluna sína. Flestir hinna eru lengi að finna út, hvað þá langar til að taka sér fyrir í lífinu, og hjá þeim gildir oft happa og glappa aðferðin. Marg- ir eru reikulir í rásinni og ekki nógu þrautseigir við að undirbúa sig fyrir lífsbaráttuna. Þeir sjá heldur ekki fyrir, þrátt fyrir tíð- ar aðvaranir sér eldri manna, að það er nauðsyn að afla sér réttr- ar menntunar, áður en lagt er út á lífsins braut. Samt eru sumir í þessum hópi það heppnir, að þeir skrönglast einhvern veginn á rétta hillu. En afar margir lenda á skakkri. Örfáir lukkunnar pamfílar hafa einhverja sérgáfu, sem þeir geta notað sér við lifsstarfið. Þeir fara beint inn á rétta hillu án mikillar fyrirhafnar. Þannig var það með hann kunningja minn, Fridmund forvitna. Fróð- leiksfýsn hans eða réttara sagt forvitni kom honum hvað eftir annað í klandur á uppvaxtarár- unum. Eitt sinn var hann meðal annars gómaður við að kíkja á glugga kvennaklefanna í Sund- höllinni. Fleiri afrek vann hann, en þau verða ekki talin upp hér. Friðmundur er tollvörður á Keflavíkurvelli og opnar hann hverja tösku, sem hann kemst í tæri við. Yrði ég ekki hissa að heyra, að hann hefði staðið fyrir kroppaleit á flugþernunum, sem ég las um í blöðunum um daginn. Áður fyrr var kvenfólk undan- þegið því að þurfa að hafa áhyggjur af því á hvaða hillu það myndi lenda í lífinu. Fyrir þær var hvorki meira né minna en sú stærsta frátekin og á henni stóð: Húsmæður. Það voru þeirra ör- lög, og ekki dónalegt hlutskifti, að sitja heima og búa um rúmið og laga kaffi. En nú er þetta allt breytt, því konur nútíðarinnar vilja alíar vinna úti, en eru hætt- ar að vera heima og búa um rúmið og hella upp á könnuna. Þær eru farnar að klifra í hillun- um og lenda sumar á réttum en aðrar á röngum, alveg eins og karlfólkið. Hérna vestur í henni Ameríku gengur á ýmsu hjá fólki að finna sér sem bezt lífsstörfin og pláss á réttu hillunum. Allnokkuð er gert af því að kynna ungu fólki mismunandi störf og atvinnu- greinar, og benda því á stéttir þar sem vanta muni fólk í fram- tíðinni. Sömuleiðis er reynt að bægja því frá atvinnugreinum þar sem ríkjandi er atvinnuleysi. Þeir, sem lenda á skökkum hillum hér 'oggengur illa í lífinu, taka sig oft upp og flytja í annað fylki þar sem enginn þekkir þá. Þar byrja þeir upp á nýtt og reyna að finna réttu hilluna sína í annarri atrennu. Sumum tekst það en flestum ekki. Þetta er erf- itt að gera á íslandi þar sem allir þekkja alla. Mörgum finnst það bölvað ves- en að þurfa að vinna yfirleitt, og þeir taka ekki einu sinni í mál að leita að neinum hillum. Þeir verða flestir auðnuleysingjar og verða að sætta sig við fátækt og ræfildóm. Svo eru líka til hér vestra fjöl- skyldur, þar sem fókið hefir ekki unnið handtak í þrjá eða jafnvel fjóra ættliði. Afi eða langafi missti vinnuna í kreppunni miklu á fjórða áratugnum, en þá var tekið upp víðtækt kerfi af atvinnuleysisstyrkjum og fá- tækraframfæri. Síðan hefir fjöl- skyldan ekki fengið vinnu, en fólkið sniðið sér stakk eftir vexti og látið ríkis- og sveitaframfær- ið nægja. Það veit heldur ekki hvað það er, að þurfa að vakna á hverjum morgni og ganga til vinnu, hvort sem því líkar betur eða verr. Einnig er hér stór hópur fólks af öðru sauðahúsi, þar sem eng- inn hefir unnið ærlegt handtak í marga ættliði. Hér er um að ræða afkomendur viðskiptajöfra og stóriðjuhölda, sem urðu svo ríkir að þeir vissu ekki aura sinna tal. Þeir lögðu grundvöll að ríkidæmum, sem hafa gert niðjunum kleift að lifa í vellyst- ingum praktuglega allar götur síðan án þess að dýfa hendi í kalt vatn eða heitt. Margt slíkt fólk á vetrarhallir eða bústaði í Palm Beach, sem er hér rétt fyrir norðan. Gaman er að keyra þangað og kíkja á þessa sjaldgæfu fugla. Þeir basla við að fylla daginn af einhvers kon- ar dundri og skemmtunum en virðast ekki, í fljótu bragði, vera neitt ánægðari eða lukkulegri en allir hinir. Og á nóttunni þurfa þeir að sofa rétt eins og vanalegt fólk. Sofandi er allir jafnir. Það er gaman að spekúlera í hillunum, réttum og skökkum, og fylgjast með baráttu mann- anna barna við að finna sér þar stað. Það eru svo margir, sem ekki vita hvað þeir vilja. Það er þannig með mig. Ég er ekki enn búinn að ákveða, hvað ég ætla að verða! Herstöðvaandstæðingar: Senda sovézkum yfirvöldum yfirlýsingu KOMIÐ OG Bók fyrir böm: Komið og sjáið KAÞÓLSKA kirkjan á fslandi hefur gefið út bókina „Komið og sjáið“, kristindómsfræðslubók fyrir börn á fjórða aldursstigi (9 ára). Þetta er fjórða bókin í þessari ritröð, en bækur þessar eru samd- ar í Kanada og gefnar út samhliða á Norðurlöndunum. Torfi ólafsson hefur þýtt bókina. Hún er 108 blaðsíður með mörgum myndum, bæði teikningum og litmyndum, en í þessari bók er þó meira lesmál og minna af litmyndum en í fyrri bókunum þrem, enda er hún ætluð þroskaðri börnum en þær. Háskóli íslands: „Að halda lífi í kulda“ DAGANA 1. og 2. október nk. verð- ur haldin hér í Reykjavík ráðstefna um vandamál tengd kulda og vos- búð. Norræna samstarfsnefndin um heilsufarsrannsóknir á norðurslóð hefur forgöngu um ráðstefnuna, en fjöldi íslenskra stofnana, félagasamtaka og áhugamanna um vandamál, sem upp koma við mikinn kulda, standa að ráðstefn- unni. Fjöldi erlendra og innlendra sérfræðinga mun flytja fræðsluer- indi á ráðstefnunni. Erindin verða flutt á ensku en umræður geta farið fram á skandinavisku. Þátt- tökugjöld eru engin en þátttaka er takmörkuð. VEGNA þeirra voöaverka sem Rauði herinn framdi yfir Sjakalín um síð- ustu mánaðamót vilja SHA koma eftirfarandi yfirlýsingu á framfæri við sovésk stjórnvöld. Sovétríkin hafa upp á síðkastið mikið reynt að vingast við vest- rænar friðarhreyfingar og hafa teflt fram hinum opinberu friðar- nefndum sínum sem systurhreyf- ingum vestrænna hreyfina í bar- áttunni fyrir friði og afvopnun. Árásin á suður-kóresku þotuna, dauði 269 farþega hennar og eftir- mál þeirra atburða, bera þó vott um slíka hernaðarhyggju og virð- ingarleysi fyrir mannslífum, að allt friðarhjalið hljómar sem öfugmæli ein. Þegar slíkir atburðir gerast, á sama tíma og Rauði herinn heyr sitt blóðuga stríð í Afganistan og á meðan óháðri friðarhreyfingu er bannað að starfa í Sovétríkjunum, munu SHA tortryggja allar yfir- lýsingar Sovétstjórnarinnar um friðarvilja sinn og stuðning við friðarbaráttu. SHA krefjast þess, að Sovét- stjórnin biðjist afsökunar á mannvígunum yfir Sjakalín, dragi Rauða herinn út úr Afganistan, leyfi stofnun óháðrar friðarhreyf- ingar, síðan má hún tala um frið. LLSTVIÐBURÐUR Um leið og við minnum á sýningu Ragnars Kjartanssonar í Listmunahúsinu, Lœkjargötu, viljum við taka fram að öll verkin eru unnin í Listasmiðju Glits. Höggmyndir Ragnars og Lágmyndir eru gerðar í leirmassa frá hollenska fyrirtækinu Vingerling B. V. Tækniaðstoð annaðist starfsfólk í Glit. Listasmiðja Glits

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.