Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 10

Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 Speglar og steint gler Myndlist Bragi Ásgeirsson Það eru stöðugt að koma fram nýir frjósprotar í íslenzkri list, nöfn sem koma og fara, — sum staldra við á sviðinu um stund, önnur festast í vitund þjóðarinn- ar, — ganga inn í söguna. Hver þau nöfn eru, sem verða varanleg, veit enginn í upphafi listferils við- komandi, því að sagan segir okkur, að hinar glæstustu vonir verði ósjaldan að engu í tímans rás. Annað mál er, að sumir miklir myndlistarmenn halda aldrei sýn- ingar eða einungis eina um dag- ana, en það eru undantekningar frá reglunni og ber að meðhöndl- ast eftir því. Þegar kona á besta aldri, Ingunn Benediktsdóttir að nafni, tekur upp á því að halda sýningu á nokkrum myndverkum í steindu gleri á kaffistofu Norræna hússins, er auðvitað tómt mál að spá nokkru um framtíðina. Jafnvel þótt myndirnar séu geðþekkar og sumar þeirra verði listrýninum að úmhugsunarefni, löngu eftir að hann er horfinn á brott út í aus- andi haustregnið. Listakonan, sem er fædd 1944, hefur lokið MA-prófi í frönsku og málvísindum við háskólann í Rochester. Auk þess hefur hún stundað nám í glerskurðarlist í New York, auk þreifinga til skynj- unar framlengingar sálarinnar í teiknitímum við skóla í sömu borg. Hún kennir frönsku, jafnframt því sem hún leggur stund á glerskurð- arlist. Þetta er hennar fyrsta sýn- ing hérlendis, en áður hefur hún tekið þátt í samsýningum í Banda- ríkjunum. Auðséð er af sýningunni, að Ing- unn er mikil smekkmanneskja — hún notar litina í miklu hófi, en leggur meiri áherzlu á ólitað gler svo sem spegla. Glerlist er líkt og vefjarlist, ákaflega háð efniviðn- um, sem er mjög fagur fyrir augað og þannig næsta auðveldur til snoturs árangurs. Þess vegna er það ávinningur fyrir gerandann, er hann spilar ekki einungis á hið fagra efni, heldur leitast við að vinna úr lögmálum myndflatarins, jafnvægi, andstæðum og hlutföll- um. Þetta gerir Ingunn og er það henni til hróss, en þó greindi ég ekki mikil átök við efniviðinn á bak við vinnubrögð hennar. Þá vill svo til, að sú mynd, er ég staldraði einna lengst við, var hvað liræn- ust, „Sólarupprás í stórborg" (8). í henni sá ég hvað mestu átökin, því að það er mjög vandasamt að ná árangri í jafn samsvarandi form- um (Symmetríu). í heild þykir mér sem listakon- an megi vel við þessa frumraun sína una, þótt um framhaldið verði naumast spáð. Umbúnaður sýningarinnar er gerandanum til mikils sóma. Málari fágunarinnar Listrýnirinn verður að vara sig á mörgu, er hann nálgast og skoðar sýningar í því augnamiði að skrifa um þær, jafnvel duttl- ungum íslenzkra veðrabrigða. Þannig kom ég á sýningar í Norræna húsinu í ausandi rign- ingu á laugardaginn eftir ein- hverja þá fegurstu haustdaga um árabil, — er sól óð í skýjum eða faldaði kristalstæra festinguna gullnu flosi. Ég get þessa vegna þess að ég var nokkra stund að átta mig á sýningu Henri Clausen í kjallara- sölum hússins og inntaki verka hans, var í nokkra stund líkastur álfi í hól. Fannst myndirnar frekar daufar og einátta. En þessi skoðun varaði aðeins í litla stund og eftir nokkrar yfirferðir fann ég, að ég var ekki á réttum stað á réttum tíma og að farsæl- ast væri að skreppa upp, skoða annað er til sýnis væri, og koma svo aftur. Það er skemmst frá að segja, að er ég kom aftur niður, blasti við listrýnandanum allt önnur sýning en hann hafði verið að skoða nokkru áður, eða svo fannst honum. Fljótfærni hefði þannig komið sér illa hér og orð- ið viðkomandi til lítils sóma og málaranum til angurs. Nánari kynni við myndverk danska mál- arans Henri Clausen opinbera einstaklega fágaðan og gagn- menntaðan listamann með mikla tilfinningu fyrir litrænu sam- spili. Það er fljótséð, að þessi maður þrautvinnur myndir sínar og að hann hefur gengið í gegn- um stranga ögun. Flestar mynd- anna á sýningunni eru unnar eft- ir sjálfráðum og ósjálfráðum lögmálum ákveðinnar burðar- grindar, er málarinn hefur til- einkað sér. Myndirnar geta þannig við fyrstu sýn virkað nokkuð einhæfar og staðlaðar, en við nánari kynni koma í ljós margvísleg mismunandi blæ- brigði, er gerandinn spilar á af mikilli leikni og yfirvegun. Beri maður t.d. hinar mörgu blóma- samstillingar saman, kemur í Ijós, að hver og ein mynd er gerð út frá ólíkri upplifun, þótt sumar þeirra sýnist.harla líkar. Þessar myndir eru ákaflega vel málaðar og sumar skera sig úr fyrir fersk- leika svo sem „Uppstilling rauð- gulu og í bláu“ (32) og „Uppstill- ing í bláu“ (34). Til þess að fullkomna myndina er sýnir fjölbreytileikann í verk- um Henri Clausen er nauðsyn- legt að fara hér út í nokkra upp- talningu, því að samanburður er mikilvægur til dýpri skilnings. Vil ég þá nefna auk fyrrtöldu myndanna: „Landslag, franska Sviss" (1), „Uppstilling með bóndarósum" (4), „Uppstilling — blár vasi“ (13), „Fjallalandslag, Valais" (14), „Kvöld, Ascona" (24), „Signal de Bougy" (25), „Uppstilling í rauðu" (28), „Blómstrandi Kirsuberjatré" (31), „ísafjörður, sept. ’83“ (36), „Sólsetur" (41), „Bláu krukkurn- ar tvær“ (42), „Bláu trén“ (45), „Haustvöndur" (48) og „Uppstill- ing í gráu og grænu" (50). Allar eru þessar myndir í raun ólíkar innbyrðis þrátt fyrir líkan og fastmótaðan málunarmáta. Henri Clausen er fæddur 1909 í Kaupmannahöfn og hlaut mjög víðtæka menntun við listahá- skólann þar í borg. Frá því 1959 hefur hann verið búsettur í Saint-Livres í Sviss. Svo sem nöfnin í sýningarskránni gefa til kynna hefur hann gert mjög víð- reist og jafnan málað á ferðum sínum, þótt myndirnar hafi flest- ar tekið á sig endanlega mynd á heimaslóðum. Þar er raunar kominn skýringin á hinum fast- mótaða stíl listamannsins. Hér er um virtan málara að ræða, sem á myndir eftir sig í söfnum á Norðurlöndum, Mar- okkó, Frakklandi, Sviss og Bandaríkjunum. — Þessi ágæta sýning, sem Norræna húsið býð- ur nú upp á, hefur verið frekar illa sótt af höfuðborgarbúum eins og svo margar ágætar sýn- ingar frá Norðurlöndum, sem þar hafa verið settar upp. Slíkt van- mat á list nágrannalanda okkar er til lítils sóma, en er þó ósköp keimlíkt vanmati hinn Norður- landanna á íslenzkri list — en það er nú mestmegnis okkur sjálfum að kenna. Skipulagsleysi, nánasarsemi og tregðulögmál- inu. Það er von mín, að menn taki við sér og skoði þessa sýn- ingu áður en henni lýkur nk. sunnudag. Listamanninum þakka ég fyrir heimsóknina. Teikningar Kristjáns Jóns Guðnasonar I anddyri Norræna hússins hef- ur verið komið fyrir á skilrúmum allnokkrum rissum Kristjáns Jóns Guðnasonar. Myndirnar hafa orðið til á ferðalögum heima og erlendis og er hér mestmegnis um að ræða laus riss — líkast minnisrissum fyrir viðameiri verk. Sumar myndirnar geta þó minnt á riss þau, er fylgja oft textum í blöðum og bókum — auðgandi lýsingar ritmálsins. Það verður þó að segjast eins og er, að mörg rissin eru harla laus í sér og naumast svo veigamikil að þau eigi erindi á sýningu. En önn- ur og einkum þau veigameiri, þar sem lögð er nokkur áhersla á línu- grindina í þá veru að gerandinn lokar teikningunni, svo sem í myndunum nr. 44 og 45, og öðrum slíkum, — bera vott um glöggt auga fyrir aðalatriðunum ásamt því að hin sérstaka stemmning myndefnisins kemst til skila. Það er tilefni til að minnast á þessa sýningu vegna þess, að það er alltof lítið um það, að myndlist- armenn opinberi þennan þátt list- ar sinnar. Þannig á að hafa komið í leitirnar mikill fjöldi teikninga eftir Ásmund heitinn Sveinsson, eftir að hann dó, en áður var haft í flimtingum, að einungis ein teikning væri til eftir hann, og þótti eðlilega lítið. Ekki má vanrækja þessa hlið myndlistar, því að margar teikn- ingar standa jafnfætis bestu mál- verkum og gefa um leið miklar upplýsingar um list gerandans, — á stundum ómetanlegar uppíýs- ingar. Teikningar Kristjáns Jóns Guðnasonar lífga að vísu nokkuð upp á anddyri Norræna hússins, en það er eins og margar þeirra séu veigalítil augnabliksriss og vildi ég þá frekar biðja um vatns- litamyndir hans. í þeim birtist máski hans sterkasta hlið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.