Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.09.1983, Blaðsíða 12
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 ikil gróska er nú í sigl- ingum hér á landi. Sí- fellt fer þeim fjölgandi sem stunda siglingar hér við land sér til ánægju. Góð aðstaða er til að stunda siglingar á Stór- Reykjavíkursvæðinu. ís- landsmótinu í siglingum er nýlokið og kepptu þar fleiri bátar en nokkru sinni fyrr. Hér á síðunni er spjallað við íslands- meistarann. Keppt var í mörgum flokkum. Sigur- vegarar íflokkunum inn- byrðis keppa síðan um titilinn bikarmeistari í siglingum ár hvert. Keppnislýsing Keppnir í siglingum skiptast í tvo hópa, þ.e. opnar keppnir og dokkakeppnir. í opnum keppnum, eins og yf- irstandandi íslandsmeistara- keppni á kjölbátum er keppnin opin, þ.e. allir keppa um sama titilinn óháð því hve stór bátur- inn er og hve mikil segl er hægt aó hafa uppi. Til jöfnunar í opinni keppni er hverjum flokk báta gefin svoköll- uð forgjöf sem er hlutfallstala lengdar vatnslínu, þyngdar og seglflatar. í flokkakeppni keppa einungis samstæðir bátar og þá án forgjafar. I»eir bátar sem taka þátt í ís- landsmeistaramótinu skiptast í eftirtalda flokka, talið frá minnsta báti til þess stærsta: Micro, tvær gerðir, Micro 18 og GEM. Lengd er 5,5 m og mesti seglflötur 36 m2. 22 fet, þrjár gerðir, PB 6,4 m og heildarseglflötur 40 m2, Formula One, 6,7 m, seglfl. 49 mz og Boheme, 6,3 m seglfl. 43,5 m2. 25 fet, tvær gerðir, Tur 84 8,5 m langur og með seglflöt 86,2 mz. QT er af sömu stærð, en með 75 mz seglflöt. Stærsti keppnisbáturinn er 28 fet, 9,0 m, Drabant með 122 m2 seglflöt. Þegar keppni hefst eru merki gefin með flöggum og hljóðmerkjum, eftir föstum reglum. Merkjaflöggin segja til um tímamörk og allir reyna að koma sér sem best fyrir á línu sem markast af baujum eða öðru sem keppnisstjórn greinir frá í upphafi keppni. Eftir að rásmerki er gefið er siglt eftir ákveðinni braut sem öllu jöfnu er lögð eftir því sem vindstaðan er. Reglur eru mjög strangar og brot kærð til keppnisstjórn- ar. Keppendur þurfa því að vera tilbúnir til að sækja mál eða verja að lokinni keppni, en oft vill verða mjótt á munum hvort reglur hafa verið brotnar eða ekki. Aðalreglan er þó að sá bátur sem hefur vind á stjórn- borðshlið hefur allan rétt fyrir þeim sem sigla á bakborða. kann að koma upp á. Aths. í lýsingu á bátunum hér að ofan er getið lengdar í fetum og metrum. Orsökin er sú að almennt er rætt um stærðarflokka í fetum þar sem þekking á keppnissiglingum og reglum er upphaflega sótt til landsins frá Englandi og fyrstu keppnisbátar voru keyptir það- an. í keppni gildir að „haga segl- um eftir vindi", smámistök geta þýtt tapað sæti, allir verða að gæta þeirra stjórnlína (skauta) sem þeim eru ætlaðar og skipstjórinn að vera útsjón- arsamur að nýta alla möguleika þess vinds, stefnu, afstöðu til annarra báta eða annars sem Þeim sem kynnu að verða í áhöfn er bent á að gæta sín vel þegar start er í aðsigi og skip- stjóri kallar á vendingu, að öðru leyti gildir samvinnan við áhöfnina. Góð „motiv" fyrir myndatöku eru við vendingar og af flotanum þegar venda á fyrir baujur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.