Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 14

Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 Ljósmjnd Valdimar Kristinsson „Enginn er annars bródir í leik“ en Tómas var ekki lengi að óska keppinaut sínum til hamingju þegar Ijóst var að Aðalsteinn hafði borið sigurorð af honum í aukaúrsíitum í fimmgangi. Fyrir okkur fslendingana var það heilt ævintýri að sjá hesta þýsku sveitarinnar svo góðir sem þeir voru. Hér eru þeir Andreas Trappe á Þór og Karl Zingsheim á Fífí á fullri siglingu, en myndin er tekin á æfingu þýsku sveitarinnar. Af Evrópumótinu í Roderath — II. grein: sem þessari séu minni en með gamla laginu. Islendingar og Þjóðverj ar í aðalhlutverkunum Hlutu alla EM-titlana utan einn Það var stór stund hjá okkur Islendingum þegar verðlaun voru afhent í fimmgangi og á eftir var leikinn þjóðsöngur íslands en myndin er einmitt tekin á þeirri stundu. Lengst til hægri er Evrópumeistarinn Aðalsteinn á Baldri, þá Tómas á Fjölni, Reynir á Sprota, Piet Hoyos Austurríki á Sóta frá Kirkjubæ og Eyjólfur á Krák. Hestar Valdimar Kristinsson Eftir velheppnaðan og eftirminni- legan föstudag voru íslensku kepp- endurnir staðráðnir í að gefa ekkert eftir í töltinu sem var fyrsti dag- skrárliður á laugardagsmorgni. Upp- haflega var reiknað með að Eyjólfur ætti möguleika á að komast í úrslitin um 6. til 10. sæti en í samtali við undirritaðan á miðvikudag fyrir keppnina kvaöst Eyjólfur telja möguleika sína minni en hann hafði gert ráð fyrir eftir að hafa séð til keppinauta sinna á æfingu, þannig að á þessari stundu mátti ætla að okkar menn hefðu engu að tapa og með slíkt veganesti vinna menn oft óvænt afrek. Trappe efstur í tölti — Islendingarnir í einum hnapp Töltið átti að hefjast klukkan níu en vegna fundar út af meintu lyfjamisferli Karls Zingsheim seinkaði dagskrá. Aganefnd kvað upp þann úrskurð að hann skyldi ekki fá að halda áfram keppni og þar með var hægt að byrja. Tómas var fyrstur af íslendingunum í keppni og höfðu fjórir lokið sér af þegar hann fer inn á og voru einkunnir lágar, Peter Mesch, Sví- þjóð, efstur með 64 stig. Tómas og Fjölnir fengu 78 stig og þar með langhæstir en Adam var ekki lengi í Paradís því Andreas Trappe á Þór komst „naumlega" yfir Tómas eins og einn gaman- samur orðaði það, en hann fékk 104 stig. Engin breyting verður á röð efstu manna lengi vel þegar komið er að Gunnari og Galsa. Vel tókst til hjá Gunnari og menn fóru að reikna en allt var það heldur fljótfærnislega gert því menn töldu hann hærri en Tómas. Eftir miklar vangaveltur kom það á daginn að þeir voru jafnir með 78 stig og jafnir í 2. til 3. sæti. Næst- ur íslendinganna var Lárus á Bjarma en í millitíðinni tókst Evu Barmettler að skjótast upp fyrir Tómas og Gunnar og Lárus fór að dæmi hennar, þótt ekki kæmist hann upp fyrir þá svissnesku. Þeg- ar hér var komið sögu fóru að renna tvær grímur á íslend- ingana, það skyldi þó ekki vera að þeir Tómas, Gunnar og Lárus kæmust í B-úrslit og okkar stærsta von í töltinu, Eyjólfur á Krák, eftir að fara í dóm. Að vísu vissu menn að margir góðir kepp- endur voru eftir en þegar hér var komið var forkeppnin rúmlega hálfnuð svo allt gat gerst. Olil kemur næst en áður hafði Walter Feldmann á Magnúsi fengið 91 stig og stuttu seinna Joris van Grinsven frá Hollandi á Rauð- dreka 89 stig. Og nú var það spurningin hvað Olil gerði. íslend- ingarnir voru komnir í 5. til 8. sæti og spennan í hámarki. 78 stig varð útkoman hjá henni og Eyjólf- ur fór stuttu seinna í 80 stig og var þar með efstur íslendinganna. En það sem merkilegt var að þeir voru allir í einum hnapp, 9. sæti til 13., og Eyjólfur og Lárus inni í B-úrslitum og íslendingar í sjöunda himni yfir góðri útkomu. Þrefaldur sigur í skeiðinu Á fimmtudag fyrir mótið voru teknir tímar á tveim hestum ís- lensku sveitarinnar á æfingu. Var þetta gert í tvennum tilgangi, annars vegar til að fá vitneskju um hversu góð brautin væri og svo hitt að vita hvort hestarnir væru ekki í góðú formi. Sproti skeiðaði á 22,0 sek. en Baldur á 22,5 sek. og með þetta að veganesti mættu okkar menn galvaskir til leiks. Bestu tímar sem hestar útlend- inganna höfðu náð voru rétt innan við 24,0 sek., þannig að ekki þurfti að örvænta á þessum vígstöðvum. í fyrsta spretti sem Tómas var í gleymdist að taka tíma þannig að þeir urðu að reyna á nýjan leik. Eftir fyrri umferð voru með lang- bestu tímana Tómas og Fjölnir á 21,7 sek., Reynir og Sproti á 22,0 sek. og Aðalsteinn og Baldur á 22,7 sek. I seinni riðli var raðað eftir tímum og var greinilegt á þeim þremenningum að nú átti að gera stóra hluti en endirinn varð nú samt sá að þeir stukku allir upp hver af öðrum en tímarnir úr fyrri umferð reyndust bestu tímarnir þrátt fyrir að farnir væru tveir sprettir á sunnudag. Mikil gleði ríkti eftir skeiðið því ljóst var að Tómas var búinn að svo gott sem tryggja sér titilinn sigurvegari mótsins á fimmgangshesti. Hlýðniæfingar skemmtilegar á að horfa Fram að þessu hefur verið keppt bæði í B- og C-hlýðniæfingum á Evrópumótum sem eru miserfiðar. Að þessu sinni var nýtt fyrir- komulag á og er það á erlendu máli kallað kúr. Er það þannig að keppandinn býr sjálfur til pró- grammið, kannski réttara að segja að keppandinn raði æfingum sam- an sjálfur og á þann hátt að það falli bæði að getu hestsins og knapa. íslendingar hafa oftast staðið höllum fæti í þessari keppnisgrein og svo var einnig nú. Eyjólfur og Reynir stóðu sig best Islend- inganna og lenti Eyjólfur í 10. sæti og Reynir í 11. En það var gaman að fylgjast með útlending- unum því það er með ólíkindum hvað þeir gátu fengið hestana til að gera. Sérstaklega var skemmti- legt að fylgjast með sigurvegaran- um, Walter Feldmann, ríða hægt stökk með hraðabreytingum og skiptingu af hægra stökki yfir á vinstri og svo öfugt. Það hefur yfirleitt verið svö að áhugi áhorf- enda hefur verið frekar lítill fyrir þessari keppnisgrein en þessu var öfugt farið nú því lftið vantaði á að áhorfendabekkirnir væru full- skipaðir þrátt fyrir að þetta væri á sunnudagsmorgni. Vafalaust má þakka þetta þessu nýja fyrirkomu- lagi og verður það að viðurkennast þótt möguleikar okkar í keppni Úrslitin — há- punktur mótsins Fljótlega eftir að hlýðnikeppn- inni var lokið var byrjað á úrslit- um. Eins og áður segir var keppt til úrslita um 1. til 5. sæti og svo 6. til 10. sæti í þrem greinum, tölti, fimmgangi og fjórgangi. Byrjað var á fimmgang 6. til 10. og þar var Gunnar Arnarson í baráttunni en var heldur óheppinn því hann féll úr 6. sæti niður í 10. Klaus Zwins, Austurríki, varð 6. á Hrannari frá Sauðárkróki, Hans Olaf Hansen, Danmörku, á Svaða frá Svignaskarði var í 7. sæti, Els Dutilh, Hollandi, á Mána frá Vögl- um í 8. sæti, Morten Lund, Noregi á Kaldár-Blakk varð svo 9. og Gunnar 10. eins og áður sagði. Úr- slit um 1.—5.sæti var að heita má innbyrðis keppni milli íslendinga en eigi að síður æsispennandi. Austurríkismaðurinn Piet Hoyos sem keppti á Sóta frá Kirkjubæ skaut Eyjólfi aftur fyrir sig og lenti í 3.-4. sæti ásamt Reyni. En eftir venjuleg úrslit voru þeir efst- ir og jafnir Tómas og Aðalsteinn og urðu þeir að keppa á nýjan leik. Aðalsteinn hafði betur í lokin en jafnt var það. Og þar með hafði Aðalsteinn tryggt sér EM-titla í tveim greinum, gæðingaskeiði og fimmgangi. í úrslitum um 6. til 10. sæti í fjórgangi hélt Olil sínu 7. sæti og Lárus hristi Peter Petarse frá Hollandi af sér en þeir voru jafnir í 10. til 11. sæti eftir forkeppnina. Eve Barmettler, Sviss, varð í 8. sæti og íslendingurinn Lúther Guðmundsson sem keppti fyrir Danmörku varð 9. Keppnin um 1. sætið í fjórgangi var æsispennandi. Andreas Trappe, Þýskalandi, sem keppti á stóðhestinum Þór frá Sporz var lengi vel talinn sitja besta fjór- gangshestinn en eftir því sem leið á mótið fóru menn að hallast á að Skolli sem Hans Georg Gundlach, Þýskalandi, sat væri sennilega sá besti. Annars voru úrslit í bæði fjór- gangi og tölti í innbyrðiskeppni milli Þjóðverja líkt og hjá íslend- ingum í fimmgangi. Hans Georg Gundlach skaust í 1. sætið og var sigur hans nokkuð sannfærandi. Andreas Trappe /arð að gera sér 2. sætið að góðu. Walter Feldmann varð 3 og þótti mörgum hann hart dæmdur. Daniela Stein varð 4. en þeir Joris van Grinsven Hollandi í 5. sæti og Preben Troels-Smith frá Danmörku í 6. sæti áttu aldrei möguleika á móti sterkum Þjóð- verjum. Einnig hafði maður það á tilfinningunni að Olil hafi átt jafn mikið erindi í þessi úrslit og sá danski. Þá var komið að því sem margir telja hápunkt allra Evrópumóta (jafnvel þó íslendingar séu ekki þar í fremstu röð), nefnilega úrslit í töltinu. Þjóðverjarnir höfðu endurnýjað hestakost sinn frá fyrri Evrópumótum en eigi að síð- ur voru þeir með mjög góða og vel þjálfaða hesta sem gaman var að horfa á. En rétt er að byrja á úr-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.