Morgunblaðið - 28.09.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983
57
fi lk í
fréttum
Afmælisfagnaður hjá Hussein
HUSSEIN Jórdaníukonungur hélt nýlega upp á það
með pompi og prakt, að honum hefur tekist að halda
völdum í landinu í 31 ár. I'egar opinberu hátíðahöldin
voru afstaðin kom fjölskyldan saman, nánustu vinir
og vandamenn og allur barnahópurinn hans Husseins
en þau eru tíu talsins.
Núverandi kona Husseins heitir Nuur upp á
arabísku en er raunar af ensku bergi brotin og
ljóshærð og bláeyg. Þau eiga þrjú börn, sem bregð-
ur meira í móðurættina hvað litaraftið varðar og
því allólík afkomendum bedúínanna, hirðingj-
anna, sem staðið hafa með Hussein í gegnum
þykkt og þunnt. Mesta fagnaðarefnið á þessum
tímamótum var þó það, að á undanförnum árum
hefur enginn reynt að sækjast eftir lífi Husseins
en það þykir nokkrum tíðindum sæta með þjóð-
höfðingja á þessum slóðum.
Christina á leið
til fundar við Rod
+ Eins og komið hefur fram í
fréttum stendur hjónaband
þeirra Rod Stewart og Alönii,
konu hans, á hinum mestu
brauðfótum og segja sumir, að
öih> sé lokið á milli þeirra.
Rod situr ekki heima í sorg-
um en er farinn að slá sér upp
með annarri, danskri sýn-
ingarstúlku, sem Christina
heitir. Raunar reyna þau að
láta sem minnst á samdrætt-
inum bera og sverja fyrir að
nokkur kunningsskapur sé
með þeim en þau voru þó sam-
an í London á dögunum og
urðu samferða vestur um haf
til New York þar sem þau
dvöldu eina nótt á einu fínasta
hóteli í borginni þar sem það
kostar 12.000 kr. ísl. að halla
sér eina nótt. Kunningjar
Rods i London segja, að þau
Christina hafi hist fyrst fyrir
tveimur árum og þegar Rod
var kominn til London eftir að
hann fór að heiman hafi hann
sent boð eftir henni til Banda-
ríkjanna.
7*
ARA GAMALT
YFIR I VARARSKEGG
+ Bandaríkjamaðurinn
Paul Miller státar sig af
því að eiga lengsta yfir-
skegg í heimi. Það er
nokkuð á annan metra
samtals og tók það Miller
sjö löng ár að safna því.
Hann var staddur í
Frakklandi á dögunum
og stefndi þar til sín
þarlendum mönnum, sem
þættust vera skeggprúð-
ari en hann. Þeir reynd-
ust hins vegar ekki vera
til og þess vegna varð
Miller bara að skála fyrir
sjálfum sér, eða öllu
heldur að sötra úr glas-
inu í gegnum rör til að
bleyta ekki skeggið.
Bladburðarfólk
óskast!
G. ÞORSTEINSSON S JOHNSON H.
Ármúla 1 Sími 85533
Húsbyggjendur -
íbúðakaupendur
Umsóknarfrestur um
skuldbreytingarlán vegna
skulda, sem stofnað hefur verið
til vegna byggingar eða kaupa á
eigin húsnæði í fyrsta sinn
undanfarin 2 - 3 ár, rennur út
föstudaginn3Q. september
næstkomandi.
Samband íslenskra viðskiptabanka
Samband íslenskra sparisjóða
Veljið
það besta —
Veljið
IFORMICA
BRAMD
„Formica", fyrsta efni sinnar tegundar og alltaf síöan
fremst um gæöi, útlit og endingu. Hvort sem um er
aö ræöa eldhúsinnréttinguna, baöherbergiö, sól-
bekkina eöa annarsstaðar þar sem reynir á hina
níösterku húö „Formica".
Og svo þarf ekki annaö en rakan klút til aö halda öllu
hreinu. Fjölbreytt úrval af litum og mynstrum.
Lítiö inn eöa hringiö.
Vesturbær Austurbær
Bárugata Flókagata 1—51