Morgunblaðið - 28.09.1983, Page 21

Morgunblaðið - 28.09.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 61 Skemmtikraftar hylltir á Bítlahátíðinni í Broadway. Bítlamenning í Broadway Guðlaugur Bergmann (í Karna- bæ) skrifar: „Hverjum á að þakka? Hverjum á að hrósa? Hvílík hátíð. Allir, sem að þessari hátíð stóðu, eiga þakkir og hrós skilið. Rokkhátíðin var frábær og mað- ur sagði: Þetta er ekki hægt að endurtaka. En það var gert, jafnvel enn betur. Bítlahátíðin er að öllu leyti stórkostleg skemmtun, hvergi „feilpúst", eins og sagt er. Einn maður verður þó nefndur með nafni; maðurinn, sem gerir slíka skemmtun mögulega; maður- inn, sem tekur á sig alla áhættu af tapi og gróða. Það er ekki einn af sextíumenningunum, sem eiga listir og menningu á Islandi. Hann heitir Ólafur Laufdal, eigandi Broadway, sem með súrum svita hefur komið upp þessari frábæru menningarmiðstöð, án styrkja og snobbs á kostnað almennings. Þökk sé honum." Þessir hringdu . . . Þá er ekki unnið af einlægum huga Launamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg styð sparnaðartilraunir ríkisstjórn- arinnar, eða hef gert það þar til nú, að ég fer að hugsa mig tvisv- ar um, þegar jafngrandvörum manni og Baldri Möller, ráðu- neytisstjóra, er ofboðið, hvernig bruðlað er með opinbert fé vegna utanferða. Þá fer það langt fram úr öllu velsæmi að ætla að senda tvisvar sinnum sjö menn á Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna, í stað þess sem væri kappnóg, að senda einn frá stjórnarflokkun- um og einn frá stjórnarand- stöðu, þar sem fyrir eru hjá stofnuninni embættisménn ís- lenskra stjórnvalda á fullum launum. Ef ríkisstjórnin sýnir ekki sama aðhald og sparnað varðandi stjórnmálamenn og gæðinga þeirra eins og þegar sendisveinar og þvottakonur eiga í hlut, þá er ekki unnið af einlægum huga að lækningu vandamálanna. „Tunglskins- söngur vinnu- konunnar“ Ellen Stefánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég tel mig vita, að kvæðið sem birt var um helgina í þessum dálkum, muni heita „Tunglskins- söngur vinnukonunnar". Þetta kvæði leiðir hugann að því, hvers konar starf það hefur verið að vera vinnukona. Þetta er eitt af þeim störfum, sem eru að hverfa með öllu. Ég held að þetta hafi veri uppbyggilegra starf en ligg- ur í augum uppi í fljótu bragði. Ætli vinnukonurnar hafi ekki verið betur undir það búnar að stofna eigin heimili en mörg stúlkan nú eftir langa skóla- göngu, að skólagöngu ólastaðri? Það eru bæjar- búar sem gefa Norðlendingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Oft sér maður fréttafrásagnir af því, að Lionsmenn eða aðrir slíkir eru að „gefa gjafir". Nýlegt dæmi um það í höfuðborg Norður- lands. Þetta er allrar virðingar vert, nema hvað ég hef lengi ver- ið svolítið óánægður með orða- lagið í blaðafrásögnunum: Lionsklúbburinn gaf tæki til sjúkrahússins og Borgarabíós. Mér finnst það þurfi að leiðrétta þessa hugsanavillu. Félögin, í þessu tilviki Lionsklúbbur, eru ekki að gefa neitt. Það gera að sjálfsögðu bæjarbúar sem styrkja starfsemina, með fram- lagi sínu, það eru þeir sem leggja fram féð. Lionsmennirnir eru aðallega að koma þessum fjár- málum áleiðis, þeir skipuleggja og stjórna og inna af hendi mik- ilvægt starf í þágu góðs málstað- ar, um það er ekki að efast, en hitt er óviðeigandi, að birta af þeim myndir og uppviðhafnar- myndir og segja, að þeir hafi gefið hitt og þetta. Þetta er ógreiði við málstaðinn og lítur út eins og Lionsmenn séu að slá sig til riddara á annarra kostnað og bendir til að ekki sé nú beint kristilegt hugarfar að baki. En slíkt er þó ekki raunin á. Ég hef starfað í félagi eins og þarna á í hlut og þar kom þetta til um- ræðu. Við komumst að þeirri niðurstöðu að fyrrgreint orðalag og umstang bæri að forðast og gerðum það. Hrökklaðist út úr garðinum 4192-7828 hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mig langar til að þakka fyrir og taka undir grein Sveinbjarnar I. Baldvins- sonar, „Einskis manns land“, sem birtist í Mbl. á sunnudaginn var og fjallaði um Laugardals- garðinn. Hann hafði orð á því, að þar væri allt bannað, og auðvit- að að vera í boltaleik. Ég hef verið erlendis og kynnst reitum eins og fyrrnefndum garði en þar er andrúmsloftið allt annað. Einn af góðviðrisdögunum nú undanfarið fór ég inn í garðinn í Laugardal og þrjú börn með mér. Við vorum með bolta með- ferðis og litla flugvél sem skotið er af teygju. Fyrr en varði kom til okkar einkennisklæddur mað- ur. Og það var engu líkara en við værum að gera af okkur ein- hvern óskunda. Ég sagðist eiga bágt með að skilja, hvernig hægt væri að setja reglur, sem bönn- uðu börnum að hreyfa sig í leik. Hann hafði mörg orð á móti því og var vondur. Og ég hrökklaðist út úr garðinum með börnin. GÆTUM TUNGUNNAR Ýmist er sagt: láta í Ijós eða; láta í Ijósi. Hvorttveggja er rétt. Byrjenda- og framhaldsflokkar. Síðustu innritunardagar í síma 15359 kl. 13—19. Afhending skírteina fer fram í kennslusalnum þriðjudaginn 4. okt. kl. 17—19. Ballettskóli Guðbjargar Björgvins. íþróttahúsinu Seltjarnarnesi, Litla sal. Kennsla hefst í byrjun október TOLVUVÆÐING á nútíma skrifstof u MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera grein fyrir öllum þeim þáttum sem hafa verður f huga við tölvuvæðingu á nútíma skrifstofum. Eftir nám- skeiðið eiga þátttakendur að geta undirbúið og skipulagt tölvuvæðingur, ákveðið hvað ber að tölvuvæða, valið réttan hugbúnað og tækjabúnað sem hentar fyrir verkefnin og skipulagt nayðsynlegar breytingar sam- fara tölvuvæðingunni. EFNI: — Introduction to Computers/Kynning á tölvum. — Planning the New System/Skipulagning tölvuvæðingar. — Personal Computers/Smátölvur. — Communications and Networks/Samtenging tölva. — Word Processing in Offices/Ritvinnsla á skrifstofum. — Perpheral and optional Equipment/Jaðartæki og annar búnaður. — Related Technologies in the Automated Office/Skrifstofusjálfvirkni. — System Considerations/Samanburður valkosta. — Conversion and Implementation/Breytingar og gangsetning. — The Future of Computers and Office Automation/ Framtíð tölvunnar og skrifstofusjálfvirkni. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeið hentar mjög vel fyrir starfandi ráðgjafa á tölvusviðinu, kerfis- fræðinga og starfsmenn tölvudeilda. Námskeið þetta er kjörinn vett- vangur fyrir þá stjórnendur sem vilja fylgjast með þeirri öru tækniþróun sem er að eiga sér stað á sviði skrifstofutækni. LEIÐBEINANDI: Don J. Wessels, forstjóri fyrir- tækisins Wessels Internation- al, en hann hefur einu sinni komið til fslands með tölvu- námskeið. Don Wessels hefur umfangsmikla reynslu í tölvu- fræðum, bæði sem stjórnandi tölvudeildar, ráðgjafi og kenn- ari. Fyrirtæki hans býður upp á mjög umfangsmikla tölvu- fræðslu bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. STAÐUR OG TÍMI: Kristalssalur Hótels Loftleiða, 5.-7. október kl. 09 til 17 alla dagana. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana greiðir þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði og skal sækja um það til skrifstofu SFR. m STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS i!á23

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.