Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 23

Morgunblaðið - 28.09.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983 63 Reykjavík, sýndi nýja tegund af humarflokkunarvél og stærðar- flokkunarvél fyrir síld og annan smáfisk, en þá vél hefur fyrirtæk- ið framleitt og flutt út í allmörg ár. Traust var eina íslenska fyrir- tækið sem auglýsti sig sérstaklega sem verkfræðifyrirtæki er veitir alhliða þjónustu við hönnun, smíði og uppsetningu vinnslukerfa. Af vélbúnaði sýndi fyrirtækið þvotta- kör. Tœknibúnadur sýndi olíueyðslu- mæla ásamt fleiri rafeindatækj- um sem fyrirtækið framieiðir fyr- ir fiskiskip. Örtölvutœkni sýndi einnig olíu- eyðslumæla ásamt fleiri rafeinda- tækjum sem fyrirtækið framleiðir fyrir fiskiskip. Eins og áður var minnst á, sýndu fjögur íslensk fyrirtæki í sérbás móttökukerfi fyrir frysti- hús, þ.e. öll tæki sem þarf frá fisk-. móttöku frá skipshlið að hausun- arvél. Vélsmiðjan Oddi, Akureyri, sýndi kassakló sem notuð er til að lyfta upp fiskkössum og kassalos- ara, sérstakt tæki til að losa fiskinn úr kössunum. Klnttur hf. er framleiðandi ís- skilju, sem skilur að ís og fisk, eftir að fiskkassarnir hafa verið tæmdir í kassalosunartækinu. Ofnasmiðjan sýndi fiskkassa- þvottavél sína sem tekur við tómu kössunum sem fluttir eru með færibandi frá kassalosaranum að þvottavélinni sem skilar þeim hreinum út á annað færiband. Plasteinangrun frá Akureyri framleiðir fiskkassa þá sem not- aðir voru. Þetta framtak fjögurra fyrr- nefndra fyrirtækja markar tíma- mót í sýningarþátttöku íslenskra fyrirtækja í fiskiðnaðar- og sjáv- arútvegssýningu erlendis. Hér sýndu fleiri fyrirtæki sameigin- lega heildarlausn. Verður það að teljast spor í rétta átt, ef fyrir- tækjunum tekst að vinna saman og ná þeim árangri sem nauðsyn- legur er til þess að slíkt samstarf borgi sig. Um leið er rétt að benda á að samstarí sem þetta er tví- mælalaust forsenda þess að okkur takist það sem menn hafa svo lengi viljað sjá, öflugan útflutning á tækjum og búnaði til sjávarút- vegs og fiskvinnslu. Vegna smæðar og skorts á tæknilegum möguleikum í hönnun og prófun heilla kerfa er slíkt samstarf forsenda þess að við náum fótfestu í útflutningi heilla kerfa, en um leið má segja að for- senda þess að við náum fótfestu í útflutningi sé að við getum boðið heildarlausnir, frá hönnun til upp- setningar. Vonandi verður áframhald á samstarfi þessara fyrirtækja. Ef þeim tekst að ná árangri, verður þess eflaust ekki langt að bíða að fleiri feti í fótspor þeirra. Tæknilegar nýjungar Óhætt er að fullyrða að á þess- ari sýningu hafi mátt sjá, undir einu þaki, allt það nýjasta í fiski- leitar-, fiskveiða- og fiskvinnslu- tækni. Það sem athygli manna beindist þó sérstaklega að voru þau svið þar sem tækniþróunin er og hefur verið hröðust, svo sem rafeindatæknin og þróun raf- eindabúnaðar innan fjarskipta- tækni, fiskileitartækni og í tengsl- um við bætta nýtingu á orku. í því sambandi má nefna olíueyðslu- mæla, rafeindatæki til stjórnunar togkraftá, skrokklagshönnun skipa (lágmörkun viðnáms), raf- eindavogir fyrir fiskvinnslu o.fl. Orkusparnaðarhugsunin virtist ráða ríkjum á flestum sviðum. Auk nýjunga á sviði rafeinda- búnaðar má nefna nýjungar í vökvatækni, en síaukin áhersla hefur verið lögð á vökvatæknina á undanförnum árum, því með auk- inni tæknivæðingu á þessu sviði má bæta verulega nýtingu og af- köst um borð í fiskiskipum. Einnig má nefna í þessu sambandi aukna notkun gerviefna í veiðarfærum, svo sem köðlum og netum. Arangur íslensku fyrirtækjanna Sé á heildina litið, virðist sem íslensku fyrirtækin geti flest, ef ekki 011, verið ánægð með þann árangur sem þau náðu. Vörur þeirra vöktu almennt mjög mikla athygli og í samanburði við aðra framleiðslu virtust flestar ís- lensku vörurnar vera með því há- þróaðasta sem sást. Yfirleitt virt- ist verð v'era sæmilega samkeppn- isfært og gæðin í samræmi við kröfur markaðarins. Hins vegar var augljóst að íslenskir framleið- endur eiga ýmislegt ólært varð- andi útlitshönnun, auglýsingar og sölustarfsemi. í heimi nútímans, þar sem tækninni fleygir hraðar fram en nokkru sinni fyrr og kröfur mark- aðarins um hátæknivörur vaxa stöðugt, er öflug markaðs- og sölu- starfsemi ásamt stöðugri vöru- þróun forsenda þess að varan selj- ist. Háþróuð vara í dag getur verið orðin úrelt á morgun. Líftími hverrar vörutegundar styttist. stöðugt, þannig að fyrirtækin sem stundá ekki öfluga og stöðuga vöruþróun eiga næsta litla mögu- leika á að ná varanlegum árangri og þeirri markaðshlutdeild sem er forsenda þess að varan skili þeim arði sem er nauðsynlegur til þess að framleiðslan borgi sig. Því er mikilvægt, ef við viljum b.vggja upp öflugan útflutning á tækjum og búnaði til sjávarútvegs og fiskvinnslu, að styðja við þau fyrirtæki sem sýnt hafa áræði og vilja til að ráðast í markaðssetn- ingu háþróaðra tæknivara fyrir útgerð og fiskvinnslu á erlendum mörkuðum. Allir, sem til þekkja, vita að hér er um geysilega kostn- aðarsamt verk að ræða, það þarf mikla vinnu, fjármagn og þekk- ingu til að komast inn á þennan markað í dag. Fyrirtækin ráða flest yfir nægu vinnuafli og hluta þeirrar þekkingar sem er nauð- synleg en í flestum tilfellum skortir fjármagnið. Einn mikilvægasti þátturinn sem stjórnvöld gætu haft áhrif á, væri að efla möguleika fyrirtækja í þessum iðnaði til að taka áhættulán fyrir vöruþróun og markaðssetningu. Ef við ætlum okkur að nýta þá möguleika sem virðast vera að skapast í útflutningi íslenskra tækja og búnaðar til sjávarútvegs og fiskvinnslu, er nauðsynlegt að brugðist verði skjótt við og þess- um fyrirtækjum veitt aukin að- stoð í formi ráðgjafar og áhættu- lána. Annars er hætt við að menn reyni að markaðssetja vörur sem í raun eru ekki fullhannaðar og prófaðar eins og því miður hefur gerst stað nokkrum sinnum á und- anförnum árum. Afleiðingarnar af slíku eru oftast miklir gallar, tíðar bilanir, vélin skilar verki sínu ekki á þann hátt sem til er ætlast, lítil eða engin þjónusta, markaðslegt vantraust, varan hættir að seljast og vörur frá sama landi hætta að seljast. Með auknu eftirliti með útflutn- ingi þessara vara, t.d. gæðaeftir- liti sem vel mætti hugsa sér að yrði í höndum Iðntæknistofnunar íslands, mætti hindra að slíkur út- flutningur ætti sér stað og að ein- ungis yrði flutt út vara er upp- fyllti nauðsynleg skilyrði. Af þessu má sjá að það er að ýmsu að hyggja, ef árangur á að nást í útflutningi tækja og búnað- ar til sjávarútvegs og fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa sýnt að þau eru þess megnug að hanna og fram- leiða vörur sem markaður er fyrir, en þau skortir þekkingarlegt aðhald, eftirlit og stóraukið lánsfé, ef árangurinn á að verða varanlegur. Páll Kr. Pálsson er hagfræóingur og deildarstjóri Tæknideildar Fé- lags ísl. idnrekenda. Móttökukerfi fyrir frystihús. Á myndinni má sjá kassalosarann, ísskiljuna og kassaþvottavélina. menn aukning á raforkuþörf til annarra innanlandsnota er lítii þá er afar erfitt að virkja stórt án stóriðju og mjög erfitt að virkja hagkvæmt án þess að virkja stórt. Hagkvæmar virkjanir tengdar hæfilega stórum orkufrekum iðn- aði ætti jafnframt að geta tryggt lágt orkuverð til almennings svo og til iðnaðar sem ekki telst orkufrekur. Óbeisluð orka skapar ekki verðmæti en beizluð orka án hagkvæms notanda veldur út- gjöldum umfram tekjur og er þá verr af stað farið en heima setið. Hvar á að virkja? Talið er að þeir virkjunarkostir sem til umfjöllunar hafa verið á undanförnum árum séu svipaðir að því er hagkvæmni varðar. Fram til þessa hefur mest verið virkjað á Þjórsársvæðinu en næsta virkjun mun rísa utan eld- virkra svæða (Blanda). Þá eru hugmyndir um stórvirkjun í Fljótsdal og frekari virkjarnir á Þjórsársvæði (Búrfell II). Þótt nokkur ágreiningur kunni að vera um tímasetningu einstakra virkj- ana þá hygg ég að fyrir því sé almennur vilji að dreifa þeim um Iandið m.a. til að draga úr áhættu vegna náttúruhamfara fyrir land- ið í heild, jafna út áhrifum stað- bundins veðurfars sem getur haft alvarlegar afleiðingar ef virkjanir eru allar staðsettar á sama veð- urfarssvæði og til að miðla betur álagi á dreifikerfi landsins hring- inn um kring. Hvar á að byggja stóriðju? Á undanförnum árum hafa starfað nefndir vegna staðarvals orkufreks iðnaðar og meðalstórra iðnvera. Þótt þessar nefndir hafi nokkuð verið gagnrýndar í fjölmiðlum þá b.vgg ég að þær hafi i velflestum málum skilað góðu verki. Þær hafa einkum fjallað um tækni- legar, hagrænar, umhverfislegar og félagslegar forsendur staðar- vals og verður að telja að nú liggi víðast fyrir nokkuð greinargóðar upplýsingar um þessa framan- p-eindu þætti. Stjórnmálamenn- irnir hafa því úr miklu að moða fyrir ákvarðanir sínar. En þeir þurfa líka að huga að öðrum þátt- um s.s. jafnvægi í byggð landsins, samræmingu við fyrirhugaðar orkuframkvæmdir og að fleiri stoðum verði rennt undir atvinn- ulíf þjóðarinnar allrar. Ekki skal hér dregið í efa að alþingi verði starfi sínu vaxið þegar þar að kemur. Hvernig stóriöju á aö byggja? Allmargir valkostir hafa verið bæði kannaðir og framkvæmdir. Má hér nefna stóriðjuver til að framleiða ál, kísiljárn, kísilmálm, trjákvoðu og minni iðjuver til að framleiða kísilgúr, steypustyrkt- arjárn, steinull, sykur o.fl. Hér þarf að taka til athugunar fjöl- marga þætti s.s. markaðsmál, öfl- un hráefna, stofnkostnað, mann- afla, röð virkjana, áhættuþætti, umhverfisþætti o.s.frv. Mestu máli skiptir að litið verði á þessi mál í nægilega víðu samhengi og að alþjóð verði gerð grein fyrir öll- um þáttum málanna í fjölmiðlum á einföldu skiljanlegu máli. Lokaorð Með þessarri grein vil ég hvetja til efnislegrar umræðu um orku- frekan iðnað eða stóriðju. Þjóðin hefur ekki efni á sundurþykkju í jafn þýðingarmiklum málaflokki og hér um ræðir. Ég vil hvetja alla til að lesa ágætar greinar manna úr öllum stórnmálaflokkum um orkumál með opnu hugarfari. Reyna að skilja innihaldið frá umbúðunum hverju sinni og láta til sín heyra á mannamótum eða í fjölmiðlum hvenær sem tilefni gefst. Þingmenn og aðrir forsvars- menn hafa ævinlega tekið þess háttar skoðanaskiptum og aðhaldi vel enda kjörnir og ráðnir fuli- trúar þjóðarinnar allrar. Reykjavík í september 1983. Edgar Guðmundsson. h'dgar Guðmundsson er rerk- frredingur og einn af eigend- um fyrirtækisins Máts hf. í 1‘orlákshöfn og rekur ásamt Óla Jóhanni Asmundssyni, arkitekt, fyrirtækiö Ráðgjöf og hönnun sf. í Reykjarík. Hann hefur rerið ráðgjafi iðnaðarráðuneytisins á ýms- um sriðum orkumála um ára- bil.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.