Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Vígslubiskupshjónin Ehba Sigurðardóttir og Ólafur Skúlason. / Kírkjan er of hógvær til að minna á sig Rætt við Ólaf Skúlason vígslubiskup í sumar var vígður nýr vígslubiskup í Skálholtsbiskups- dæmi hinu forna, Ólafur Skúlason. Tók hann við af Sigurði Pálssyni á Selfossi sem lét af embætti vígslu- biskups í sumar. Var Ólafur vígður á Skálholtshátíð að viðstöddum flestum sóknarprestum Skálholtsbiskups- dæmis, svo sem venja er við vígslu vígslubiskupa. I lög- um frá árinu 1909 er lítið kveðið á um verksvettvang vígslubiskupa nema það helzt, að þeir eigi að vígja biskupa. Kirkjuþing hefur í marggang ályktað um víðari verksvettvang vígslubiskupa en verið hefur. En strand- að hefur á Alþingi að samþykkja þau lög, sem lögð hafa verið fram um vígslubiskupa og þar við situr. Til að fræðast dulítið nánar um hlutverk vígslubiskupa var ólafur fyrst inntur eftir því, í hverju starfið væri fólgið. — Það er töluverður vandi að útskýra. Eitt er það, sem lög gera ráð fyrir. Annað það, sem maður gæti ætlað, að væri sjálfsagt o? eðlilegt og í þriðja lagi, hvað ei mögulegt miðað við þær kringum stæður, sem við búum við. Vænt- ingar fólks eru aðrar en þær einai að hann eigi að vígja biskup, ef fráfarandi biskup kemur þvi ekki við. Kirkjan hefur allt aðrar vænt- ingar, að hann hafi einhverju hlutverki að gegna og rækja það eftir því sem kostur er. En þá kemur að þessu þriðja atriði um möguleikana. Vígslubiskup er sóknarprestur fyrst og fremst, og hans frumskyldur eru þar af leið- andi við söfnuð sinn. Vandinn er að koma þessu öllu heim og sam- an. Að verða við óskum safnaða um heimsóknir og jafnframt að þjóna sínum söfnuði. Því er það spurning, hvort kirkjan, studd af velviljuðu kirkjumálaráðuneyti og kirkju- málaráðherra, geti gert eitthvað meir úr þessu vígslubiskupsemb- ætti, en gert er ráð fyrir í lögum. Þannig að þeir verði meira í sam- hljóðan við það, sem kirkjan vill með þessa menn og komið hefur fram í ítrekuðum samþykktum á Kirkjuþingi og víðar. Við þurfum ekki að bíða eftir því, að þessi lög um þrjá biskupa verði endanlega afgreidd á Alþingi. Heldur að kirkjan hagnýti sér þessi lög. I sjálfu sér eru komnir 3 biskupar, þótt 2 af þeim séu kallaðir vígslu- biskupar, unnt er að fela þeim verkefni, ef kirkjumálaráðuneytið vill taka það upp. Aðalvandinn, held ég, liggur í því, hvernig unnt er að samræma þetta starf jafn- hliða sóknarprestsembættinu. Á Kirkjuþingi hefur verið sam- þykkt tillaga þess efnis, að vígslu- biskupar inni af hendi eftirlits- heimsóknir í stað íslandsbiskups og hann hafi þá meiri tíma til þess að sinna sínum málum syðra. Munt þú annast slfkar heim- sóknir í framtíðinni þannig að þú getir verið í meiri tengslum við söfnuðina? — Ég hef rætt þetta við Pétur biskup og lyktir þess eru, að ann- ars vegar tek ég á móti boðum frá söfnuðum en hins vegar felur hann mér að vinna einhver verk- efni, sem hann kemst ekki yfir að sinna. Hvort sem væri, myndum við hafa samvinnu um allt, þannig að ég fer ekki í heimsókir út á land, án þess að hafa rætt um það við biskup áður. Jafnvel þótt boðið komi til mín sjálfs. Ég held að eitt af því þýð- ingarmesta, sem vígslubiskup geti gert, sé að sækja heim, miðla upp- lýsingum, tendra hugsanlega ein- hvern aukinn áhuga, og koma því á framfæri, sem söfnuðir út um land vilja að tekið sé á. Fer ekki saman, aö vígslu- biskup sé bæði sóknar- prestur og prófastur Nú varst þú prófastur Reykja- víkurprófastsdæmis fyrir og erl enn. Ætlar þú að halda því emb- ætti áfram? — Ég er algerlega á móti því, af vígslubiskup sé bæði sóknarprest- ur og prófastur. Sú skoðun mír hefur alls ekki breytzt á þeiir mánuðum, sem ég er búinn að ver£ vígslubiskup. Það er þó ekki eim einfalt og það gæti hljóðað, að ég segði af mér prófastsstörfum, aí því að í stjórnkerfinu er varla gert ráð fyrir vígslubiskupsembættinu. En ég ætla ákveðið að segja aí mér prófastsstörfum — og hefi rætt það við minn biskup en við ætlum að sjá til, hvort ekki verði gerðar á næstunni breytingar á hlutverki vígslubiskupa, svo unnt sé að miða afsögn mína sem dómprófasts við það, að það sé bú- ið að leysa þessi mál með vígslu- biskup. Ég segi af mér sem dómprófast- ur, strax og þessi mál eru komin á hreint. Söfnuðir verða að ráða fleiri starfsmenn Nú hafið þið hér í Bústaðasöfn- uði ráðið ykkur aðstoðarsóknar- prest. Heldur þú, að það verði aukning á því á næstunni, að söfn- uðir í Reykjavík ráði sér aðstoðar- sóknarpresta til þess, að það verði um meiri þjónustu að ræða en ver- ið hefur, og eins hitt að vera sjálfstæðari gagnvert ríkisvald- inu, sem hefur ekki viljað fjölga embættum, þrátt fyrir mikla þörf? — Ég er alveg sannfærður um það, að söfnuðirnir verði að fara meir og meir inn á þá braut I framtíðinni. Hvort sem þeir kalla til aðstoðarsóknarpresta, safnað- arsystur eða aðra leika til að sinna ákveðnum verkefnum. Tilkoma aðstoðarsóknarprestsins hér í Bústaðasöfnuði, sem söfnuðurinn launar af sínum sjóðum, hefur orðið til þess, að ég hefi frekar getað sinnt mínum störfum sem vígslubiskup. Annars hefði ég bara ekki getað þetta, af því ég er hér bundinn hvern einasta sunnu- dag, ef ekki kæmi til þessi aðstoð. Burtséð frá þvl, þá er ég alveg inn á því, að við eigum að gera miklu meira af þessu. Það eina, sem hefur hindrað söfnuðina, er skortur á fé. Sóknargjöldin hafa verið það lág, að þau hafa rétt nægt til þess að borga fyrir nauð- þurftir safnaðanna. Fyrir söfnuði, sem standa í kirkjusmíði, þá er varla unnt að hugsa sér það að ráða aukastarfsmenn. En það verður að koma. Við sjáum það í söfnuðum eins og hér í Reykjavík, allt upp í 10 þúsund manns, sem þjónað er af einum sóknarpresti. Við sjáum, að þetta er gjörsamlega útilokað. Sókarprestinum hrís hugur við öllum þessum verkefnum, og fólk- ið veit líka, að það getur ekki lagt allt of mikið á þennan eina mann sinn. Þannig verður þjónustan ekki nærri eins mikil og hún þyrfti að vera. Sjálfstæði safnaðanna eykst við þetta líka, að hafa sína eigin starfsmenn. Sóknarpresturinn er embættismaður rfkisins fyrst og fremst, sem söfnuðurinn ræður ekki yfir nema að hluta til. En ef kallaður er til einhver aukamaður, þá er hann alfarið á vegum safn- aðarins, fær greidd laun frá söfn- uðinum og sóknarnefndin fjallar um starfsmál hans. í Reykjavíkurprófastsdæmi, sem og víðar eru á jólaföstu sam- komur á sunnudagskvöldum, sem kallaðar eru aðventukvöld. Væri ekki unnt að dreifa þessum kvöld- um meir, þannig að þessar kvöld- samkomur væru ekki aðeins í des- embermánuði. Heldur væri eitt- hvað um að vera á sunnudags- kvöldum aðra mánuði ársins en ekki aðeins í desemberösinni? — Þessar aðventusamkomur, sem eru ýmist fyrsta eða annan sunnudag í aðventu, hafa orðið til þess, að aðventan er að verða mik- ill kirkjulegur tími. Áður fyrr minnkaði kirkjusóknin í réttu hlutfalli við nálægð jólanna. En með auknu kirkjulegu starfi á jólaföstu hafa allir sunnudagarnir notið góðs af þessu. Það eru þó f sumum kirkjum samkomur, t.d. f Grensáskirkju, sunnudagssam- komur hvern einstaka sunnudag árið um kring. Kirkjukvöld eru oftar en á jólaföstunni. Ég er á því, að það þyrfti að vera meira um svona kvöldsamkomur. Kirkjan of hógvær við að minna á sig Þegar sænski erkibiskupinn tók við embætti sinu f sumar, þá taldi hann eitt ráð vera til þess að auka kirkjusókn að leyfa diskótónlist í kirkjunum og hafa betri markaðs- auglýsingar fyrir kirkjuna. Gildir líkt hér á landi? — Ég held, að kirkjan í sinni höfuðmessu verði að vera mjög íhaldssöm og varfærin. Fólk, sem er búið að sækja kirkju á sama tíma, áratugum saman, kærir sig ekkert um ofsalegar breytingar snögglega. Þegar þeir inni í Langholti, séra Sigurður Haukur Guðjónsson og fleiri, voru með poppmessur, þá gengu þær ljómandi vel hjá þeim, þangað til þeir fluttu poppmess- una yfir á hinn hefðbundna tíma messunnar í kirkjunni. Þá reis fólk upp til að andmæla. Fyrir utan hámessur safnaðarins finnst mér alveg sjálfsagt að gera til- raunir og reyna að ná til fólks, sem ekki myndi annars koma til kirkjunnar. ' Ég held, að við séum of hógvær- ir í kirkjunni til að minna á kirkjulegt starf og sunnudaginn. Þegar ég var lítill strákur í Kefla- vík, þá man ég eftir því að séra Eiríkur Brynjólfsson, Útskálum, auglýsti messurnar á litlu blaði, sem hann festi á skúrinn, þar sem tilkynningarnar í bænum voru. Þegar messutilkynningin var við hliðina á bíóauglýsingunni, þá var munurinn mjög áberandi. Bíóið auglýsti með alls konar auglýsing- um og oft með litum. Messuaug- lýsingin var bara lítið hvítt blað með tveimur, þremur línum á. Kirkjan getur verið of hógvær í að minna á sig. Séra Eiríkur ræddi um þetta við okkur ferm- ingarbörnin og spurði okkur álits á þessu, hvort þetta ætti að vera svona eða ekki. Það sýnir, að hann var að hugsa um þetta sama fyrir 40 árum. Auðvitað gerum við ýmislegt til þess að auka þetta. Það eru út- varpsauglýsingar og tilkynningar í blöðum. Það hefur verið rætt,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.