Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 79 staddir, lítur einstaka sinnum hjúkrunarkona inn eða sjúkraliði, sem einhverju öðru er að sinna, en kemur rétt sem snöggvast bak við tjaldvegginn. Á sínum tíma mun svo einhver komast að því við nán- ari athugun, að sjúklingurinn sé barasta dáinn. Þá eru hafðar hraðar hendur við að kistuleggja lík hans og láta það ?vo hverfa hið skjótasta inn í eina áf stálskúffunum í kæligeymslu líkhússjúkrahússins niðri í kjall- ara. Árla morguns einhvern næsta dag er svo þessi kista, ásamt öðr- um líkkistum í kæligeymslunni, sótt í kyrrþey og ekið á brott. Þannig lýkur síðasta þætti mann- legs lífs í nöturlegri einsemd, án minnsta virðuleika. í fcluleik við dauðann Það kemur ekki hvað sízt fram í málnotkun okkar, hve erfitt við eigum með að viðurkenna bana- stund og dauða, sem raunveru- legan hluta af æviferli okkar — að minnsta kosti mun erfiðar en ýmis önnur menningarsvæði, sem hafa annað gildismat en við. Það er til fjöldi orðatiltækja í tungunni, sem eru til þess gerð að fara á sveig við dauðann sem stað- reynd, komast öðruvísi að orði um hann, nefna hann ekki sínu rétta nafni. Þessi orðatiltæki þjóna ým- ist þeim tilgangi að draga úr ógn dauðans í mæltu máli, fegra hann og sveipa hann dulúð, og er orða- valið þá ýmist mjög markvisst eða með kaldranalegum hálfkæringi. Öll þessi orðatiltæki eiga það þó sameiginlegt að láta það skýrt í ljós að menn kæra sig ekki um að nefna banastund og dauða réttu nafni. Það er þá frekar sagt eins og til að herða upp hugann: að andast, látast, sálast, gefa upp öndina, fá hvíldina, skilja við, falla í valinn, sofna svefninum langa, fara til Guðs, vera leystur frá þjáningum, ganga inn í sæl- una, ganga á vit feðra sinna, ganga fyrir ætternisstapa, deyja drottni sínum, geispa golunni, leggja upp laupana, drepast. Af öðrum toga og ólíkum er svo orðalag hinnar læknisfræðilegu skilgreiningar á dauða. Þessi skilgreining leitast fyrst og fremst við að spanna, og takmarka nánar, hið auða svið milli þess, sem við almennt köllum dauða, og þeirrar breytingar, sem þá fyrst tekur við frá líkamlegri hérvist til þess að vera ekki lengur til. Dauður samkvæmt læknisúrskurði Samkvæmt læknisfræðilegri skilgreiningu er dauði ekki viður- kenndur, fyrr en um svokallaðan heiladauða er að ræða. Vorið 1982 lagði sérstök nefnd, skipuð full- trúum úr vestur-þýzka læknafé- laginu, auk fulltrúa samtaka ým- issa sérgreinalækna, til, að stuðzt yrði við fjórar meginreglur við að úrskurða mann látinn, svo öruggt mætti telja. í fyrsta lagi verði þau skilyrði, sem leiða til algjörra heila- skemmda að vera óvefengjanlega fyrir hendi; í öðru lagi verði að fást klínísk staðfesting á, að öll ein- kenni á lokum heilastarfsemi liggi fyrir; í þriðja lagi skal svo leggja fram sönnun þess, að allri heila- starfsemi sé lokið með heilalínu- riti (EEG eða elektroencephalo- grammi), sem hefur sýnt núll-línu í 30 mínútur eða þá að þetta er sannað með angiographíu báðum megin, sem leiði í ljós algjöra stöðvun blóðrásar til heilans. í fjórða lagi má líta svo á að óyggjandi sönnun og staðfesting sé fengin á klínískum úrskurði um dauða — án EEG og án angio- graphíu — með því einu, að fylgzt hefur verið með hinum látna í hæfilega langan tíma. Þegar dauðaúrskurðurinn hefur verið felldur, skiptir frumdánar- orsökin ekki lengur neinu máli i því sambandi. Hvort sjúklingarnir dóu úr krabbameini (í V-Þýzka- landi létust 254.492 af völdum krabbameins árið 1980), af hjarta- og blóðrásarsjúkdómum (100.211), sviptu sig sjálfir lífi (12.868) eða létust í umferðarslysum (12.521). Það er úrskurðurinn um heila- dauða þeirra, sem einn kveður á um, að þeir séu raunverulega dauðir. Það er ekki fyrr en menn eru komnir yfir þessi landamæri, það- an sem enginn hefur ennþá snúið aftur til jarðnesks lífs, að leyfilegt er að taka úr mönnum líffæri til að nota við ígræðslu í aðra sjúkl- inga. Á gjörgæzludeildinni er um líf og dauða að tefla. En jafnvel þótt dauðinn standi þegar albúinn við rúm- stokkinn, gefst þó tími til hinztu tján- ingar — síðustu, orð- vana samræðna. Handan landamæranna — fullkomin óvissa, nema í trúnni Sú mikla nákvæmni, jafnvel varðandi hin smærri atriði, sem fram kemur í lýsingum á læknis- fræðilegum einkennum heila- dauða, fær þó á engan hátt dulið þá staðreynd, að jafnvel læknarn- ir vita heldur ekki með óyggjandi vissu, nákvæmlega hvenær hinn líffræðilega dauða ber að. Þrátt fyrir þær ótrúlega miklu framfarir, sem orðið hafa á öllum sviðum læknisfræðinnar, þrátt fyrir allar ráðstafanir, sem unnt er að gera til að lengja ævidaga manna, vita læknarnir þó, að líf mannsins, alveg eins og með öllum öðrum lífverum — að fáeinum ein- frumungum undanskildum — er óumflýjanlega endanlegt. Lífið er endanlegt, af því að sú hæfni lifandi fruma að skipta sér, er í ýmsum líffærum takmörkuð við ákveðinn fjölda slíkra frumu- skiptinga. Af þessum sökum hafa mennirnir að visu getað aukið að miklum mun lengd meðalaldurs- ins. Fyrir hundrað árum námu lífshorfur nýfædds sveinbarns um 33 árum, nú á dögum eru allar horfur á, að nýfætt sveinbarn lifi í 73 ár en stúlkubarn í 77 ár. Mönnum hefur þó ekki reynzt mögulegt að ná hærri aldri yfir- leitt en í hæsta lagi 90—100 árum. Þetta er alkunn staðreynd, þrátt fyrir það, að menn hafi stundað læknislist í nokkrar árþúsundir og fengist við vísindalegar rannsókn- ir í þó nokkra áratugi. Allar hugmyndir um það, hvað við taki eftir dauðann, hefur hingað til eingöngu verið að finna í tn' arbrögðunum. Vísindalegar upplj úngar um líf eftir dauðann eru ekki fyrir hendi. Dauðastundin ekki jafn kvalafull og almennt álitið Að sjálf dauðastundin sé ekki jafn kvalafull og nánustu aðstand- endur hins deyjandi sjúklings virðast oft á tíðum álíta, hafa allir þeir læknar, sem ég spurði, borið einum rómi. Súrefnisskortur, sem mjög oft gerir vart við sig hjá sjúklingnum rétt áður en dauðann ber að, gerir það að verkum, að meðvitundin sljóvgast smátt og smátt og veldur jafnvel vissri dauðafró. Forsenda þess, að dauðastundin hafi ekki ákafar kvalir í för með sér, er þó sú, segir Paul Becker, læknir, sem hefur langa reynslu í að umgangast deyjandi sjúklinga, að reynt sé eftir mætti að slæva líkamlegan sársauka sjúklingsins og eyða óróleika hans; að hinn deyjandi sé ekki látinn kafna á banabeðnum, að allri meðalagjöf sé stillt í hóf, og að hjúkrun og umönnum sjúklingsins á banabeði sé eins góð og framast sé unnt; en framar öllu megi ekki skilja hinn deyjandi eftir einan. „Allt frá þeirri stundu, er ég sezt við sjúkrabeð hins deyjandi manns, verð ég ekki framar var við neitt dauðastríð,“ segir Becker læknir, en hann hefur alveg ný- lega látið af störfum sem yfir- læknir lyfjadeildar sjúkrahússins í Limburg. Eins og svo margir aðrir læknar hefur hann tileinkað sér margt og mikið úr hinum sálgreinandi að- ferðum svissneska sálfræðingsins Elisabeth Kubler-Ross. Með fjöl- mörgum dæmum, sem hún lýsir nánar í bókum sínum, hefur hún sýnt fram á, að með nærveru ein- hverrar manneskju, sem fús sé að sinna þörfum hins deyjandi, ráða í spurningar hans og óskir, sem sjúklingurinn nær oft rétt aðeins að ympra á með heldur óljósu, táknrænu móti, sé vissulega hægt að gera sjálfan aðdraganda dauða- stundarinnar viðfelldinn og bæri- legan, og það jafnt fyrir hinn deyjandi og þann, sem við bana- beðinn situr. Fjölmörg kvala- stillandi lyf Elisabeth Kúbler-Ross bendir einnig á, að það sé nauðsynlegt og vel mögulegt að stilla kvalir hinna dauðvona. Til þess að leysa menn undan þjáningum í banalegunni er völ á fjölmörgum, áhrifaríkum lyfjum, meira að segja til að lina kvalir fárveikra krabbameins- sjúklinga, sem þegar eru mjög langt leiddir. í Bandaríkjunum, þar sem Elisabeth Kubler-Ross starfar núna, er dauðvona sjúkl- ingum gjarnan gefin blanda af morfíni og kókaíni, sem gengur undir heitinu bromton-blandan; á öðrum stöðum í Bandaríkjunum tíðkast sambland af heróíni og morfíni. Höfuðkosturinn við þessi lyf er sá, að sjúklingurinn er að vísu leystur frá öllum kvölum, en fellur hins vegar ekki í mók, né gerist óskýr í hugsun. Hann hress- ist og kemst í andlegt jafnvægi. Læknar í Evrópulöndum geta einnig gefið kvalastillandi lyfja- blöndur, sem í allt að því hundrað prósentum tilvika myndu stilla al- gjörlega kvalir deyjandi fólks. Hins vegar er það staðreynd, að í Evrópu er dauðvona sjúklingum bæði gefin sjaldnar slík lyf og í mun minni mæli en tíðkast í Bandaríkjunum; þetta á einkum við um allflest evrópsk sjúkrahús, en alveg sérstaklega, þegar hinn dauðvona sjúklingur liggur bana- leguna á heimili sínu. Nógu mikið, nógu fljótt Allir þeir læknar, sem búa yfir mikilli reynslu í þessum efnum, leggja áherzlu á, að það skipti höf- uðmáli að alls ekki sé beðið eftir því, að sjúklingur á banabeði fái næsta kvalakast, heldur eigi að gefa honum kvalastillandi lyf bæði nægilega snemma og af næ- gilegum styrkleika til að bægja væntanlegri sársaukatilfinningu frá í tæka tíð, þannig að hinn deyjandi verði kastanna ekki einu sinni var. Elisabeth Kúbler-Ross og bandarískir starfsfélagar hennar láta sjúklinginn sjálfan um að ákveða þann skammt af kvalastill- andi lyfjum, sem honum finnst við hæfi fyrir sig, og er þá átt við þau lyf, sem tekin eru inn, en ekki sprautað. Reynslan hefur leitt í ljós, að sjúklingarnir taka minni skammta af kvalastillandi lyfjum inn, þegar þeir eru látnir ráða en þegar læknirinn þarf að ákveða magnið fyrir hann. í Þýzkalandi eru stöðugt fleiri læknar núorðið þeirrar skoðunar, að það sé óábyrg afstaða og þjóni heldur alls engum tilgangi að synja dauðvona sjúkl- ingum um sterk kvalastillandi lyf á þeim forsendum, að slík lyf kynnu að hafa vanabindandi áhrif á sjúklingana. Dauöans angist Enda þótt það hafi mjög svo ró- andi áhrif á fólk að vita, að það muni að líkindum alls ekki þurfa að taka út neinar þjáningar í banalegunni, er ótti manna við sjálfan dauðann — eða öllu heldur sá geigur, sem grípur hvern og einn við tilhugsunina um að vera að deyja — þó engan veginn þar með á bak og burt. Hvort maðurinn sé einasta líf- veran, sem býr yfir þeirri vissu, að hann eigi eftir að deyja og því þekki dauðans angist, er spurning, sem hingað til hefur lítið verið gert í að leita vísindalegra svara við. Sálfræðingurinn René Spitz álítur, að það skipti — a.m.k. að því er dýrin varðar — beinlínis sköpum upp á líf eða dauða að kunna skýran greinarmun á því, sem sé lífi gætt, og svo hinu, sem sé lífvana; hann heldur því einnig fram, að hæfileikinn í þá veru hafi áunnizt smátt og smátt við óra- langa framþróun tegundanna. Hræðslan við dauðann þjónar örugglega vissum skynsamlegum tilgangi hjá manninum við að vernda hann fyrir hættum. Hið einkennilega er hins vegar, að á banageiginn skuli vera litið eins og eitthvað neyðarlegt, ósæmilegt eða allt að því ósiðlegt. Menn fara stöðugt í felur með þennan ótta sinn og reyna að leyna honum fyrir öðrum. Þannig kemur það ekki ósjaldan fyrir, að dauðsjúkur maður leitast við að leyna eigin- konu sinni því, hve langt leiddur hann sé. Eiginkonan álítur að sínu leyti, að maður hennar viti ekki, hvernig komið sé fyrir honum, og umgengst hann því eins og ekkert ami aö til þess að láta hann halda, að hún sé með öllu áhyggjulaus; þetta er ástand, sem reyni til hins ýtrasta á taugarnar hjá báðum að- ilum. Á meðan þau eru að rabba saman um hversdagslegustu hluti, finnst hinum dauðvona manni ef til vill undir niðri, að hann fái ekki færi á að segja konunni hug sinn allan, fái ekki að ræða við hana, sem gerst þekkir, um ævi- feril sinn, um tengsl þeirra hjóna, um samskipti hans við aðra í líf- inu eöa um það, hvernig ráða skuli fram úr málum barnanna fyrir framtíðina. Af einskærum ótta við að vera að missa ástvin sinn, kemur það ósjaldan fyrir, að nánustu að- standendur dauðvona sjúklings gera sér jafnvel alls ekki nægilega vel ljóst, að það sé í raun og veru hinn deyjandi, sem sjá verði á bak öllu fyrir fullt og allt. Söknuður Hræðslan við að deyja og óttinn við dauðann sjálfan eiga sér ekki hvað sízt rætur í tilhugsuninni um að þurfa að hverfa burt frá öllum sínum ástvinum og öllu, sem manni er kært í lífinu. Enski vis- indamaðurinn, Colin Murray Parkes, lítur svo á, að þetta sé það gjald, sem maðurinn verði að greiða fyrir hin afar mikilvægu tengsl við foreldra sína, börn sín og maka. Parkes var fyrstur manna til að skrifa bók um ítar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.