Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 í eftirfarandi grein lýsir þýzki blaðamaðurinn Kathar- ina Zimmer síðustu ævidögum aldraðra og dauðvona — ein- manaleika þeirra, umkomu- leysi og angist. Við, sem erum enn hraust og í fullu fjöri, ýtum eftir megni frá okkur allri tilhugsun um dauðann og viljum þar helzt hvergi nærri koma, jafnvel þegar okkar nán- ustu eru að kveðja þennan heim. af, lokaðir inni; þeir taka ekki lengur þátt í daglegu lífi venju- legrar fjölskyldu, sjást naumast við störf í atvinnulífinu. Þó tekur fyrst steininn úr, þegar um dauðsfall er að ræða. Með dauðann er farið mjög í launkofa eins og eitthvað neyðarlegt, óvið- eigandi, eins og utan gátta, eitt- hvað alveg óviðkomandi daglegu lífi fólks. Þótt það fari auðvitað ekki hátt, virðist það í mörgum tilvikum vera aðstandendum deyj- andi fólks hinn mesti léttir að þurfa ekki að vera neins staðar nærstaddir, þurfa ekki að horfa á og fylgjast sjálfir með því, sem þeir innst inni óttast einmitt svo mjög. Þennan ótta vilja menn þó ógjarnan játa, hvorki fyrir sjálf- um sér né öðrum. Flestir búa líka það þröngt nú á dögum, að það er ekkert pláss fyrir deyjandi sjúkling á heimil- inu. Það eru því sjúkrahúsin og hjúkrunarhælin, sem verða, hvort sem það nú er með góðu eða illu móti, að ráða fram úr þessum vanda og taka við hinum dauð- vona. Oftar en hitt gengur það þó heldur báglega til á sjúkrahúsum og hjúkrunarhælum og skal engan undra, þegar þess er gætt, að þess- ar stofnanir hafa oftast ekki nægilega mörgu sérþjálfuðu starfsfólki á að skipa til þess að stunda dauðvona sjúklinga, svo vel sé, og annast þá af þeirri nær- færni og þeim skilningi, sem þarf. Þá kemur það og fyrir, að mikill misbrestur er á framkomu starfs- liðs við aðstandendur hinna deyj- andi. Jafnvel læknar, hjúkrunarfræð- ingar og sjúkraliðar eru oft á tíð- um ekki þeim vanda vaxnir að mæta dauðastríði sjúklinga sinna á réttan og tilhlýðilegan hátt. Nöturleiki viö banabeð í sjúkrahúsi einu í Múnchen skoðaði ég herbergi, sem deyjandi sjúklingar eru venjulega fluttir í. Þetta líktist einna helzt geymslu- rými, með ógagnsæjum glugga- rúðum og veggirnir málaðir í held- ur dapurlegum grágrænum lit. Þarna deyja menn, svo lítið ber á, bak við tjaldvegg, sem stillt er upp fyrir framan rúmið — í eins konar felustað inni í felustaðnum. Séu engir aðstandendur nær- þinn? að hryglir í gamla manninum. Húðin stríkkar yfir kinnbein- unum og er einkenni- lega slétt á að líta. Ná- hvít höndin liggur máttvana ofan á sænginni. Hann virðist ekki vera með meðvitund. Mælitækin hand- an við hátt sjúkrarúmið sýna starfsemi hjartans og blóðrásar- innar. Hinn 87 ára gamli maður er í andarslitrunum. Læknirinn á gjörgæzludeild sjúkrahússins hafði ráðfært sig við eiginkonu sjúklingsins og hjúkrunarkonur deildarinnar um hvað enn skyldi aðhafast. Þau hafa stundað gamla manninn, sem þjáist af lungnaþembu, og vikum saman hafa þau fylgzt með því, hvernig honum hrakar jafnt og þétt. Þau hafa öll samúð með hon- um, því þeim þykir vænt um þenn- an þolinmóða, aldraða sjúkling. Læknirinn hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að það væri betra að hætta núna að veita sjúklingnum frekari aðstoð með öndunarvél- inni, því hún ylli honum aðeins óþarfa kvölum. Það var snemma um morguninn. Nú er klukkan að verða 5 síðdegis. Manninum er orðið þungt um andardráttinn. Hjúkrunarkonan rennir mjórri slöngu inn um opinn munn hans niður í lungnapípuna til þess að soga slím upp úr lungunum. „Ann- ars fyllast þau bara,“ segir hún við hann til skýringar. Hún talar ró- andi við gamla manninn meðan á þessari óþægilegu meðferð stend- ur. Hann veitir mótspyrnu. Það lítur ekki út fyrir, að hann heyri til hennar. Samt sem áður er aldr- ei að vita, hvað sjúklingurinn skynjar í raun og veru mikið, þótt hann virðist vera meðvitundar- laus. Hún vætir skrælþurran munn hans; hann getur ekki lengur drukkið. Hann virðist heldur ekki geta gefið upp öndina. Viö og við gengur hjúkrunar- konan að rúmi hans. Hún segir honum, að konan hans sé að koma. Það líður langur tími, áður en hún kemur. Þegar hún svo kemur inn í fylgd með frændkonu sinni, sezt við sjúkrarúmið, tekur um hönd hans og talar við hann, fær sjúkl- ingurinn aftur meðvitund i fáein augnablik. Þá tekur hinn erfiði andardráttur hans aftur að þyngj- ast, hann grípur andann á lofti nokkrum sinnum, svo stöðvast andardrátturinn. I nokkrar mín- útur sýnir mælitækið ennþá starf- semi hins sterkbyggða hjarta hans, þar til ferill linuritsins verð- ur stöðugt flatari og endar loks í beinni línu. Gamli maðurinn er dáinn. Ósköp venjuiegt dauðsfall eins og það gerist á hverjum degi. Flestir vilja deyja heima Um það bil 60—70% allra dauðsfalla eiga sér stað í sjúkra- húsum. 20—25% dauðvona sjúkl- inga deyja á elliheimilum eða á hjúkrunarheimilum; aðeins um það bil 10% deyja í sínum heima- húsum. EF tekið væri tillit til óska manna væri þessum tölum algjörlega öfugt farið, 90% allra dauðvona sjúklinga vilja nefnilega helzt af öllu fá að dvelja síðustu daga ævinnar heima hjá sér; að- eins um 10%, oftast einhleyp- ingar, kjósa heldur að deyja á hjúkrunarheimili eða í sjúkrahúsi. Allir þeir læknar, sem ég hef rætt við, hafa staðfest, að sá ótti, sem dauðvona fólk lætur langoftast í ljós, sé óttinn við að vera skilinn eftir einn og yfirgefinn, þegar dauðastundin rennur upp. Á eftir þessum ótta, en þó nokkru sjaldnar, láta menn svo í ljós geig við að þurfa að líða þján- ingar í banalegunni eða liggja al- veg meðvitundarlaus og ósjálf- bjarga, glata mannlegum virðu- leika. Það verður naumast sagt, að í daglegu starfi og vafstri, jafnt á sjúkrahúsum sem á hjúkrunar- heimilum fyrir aldraða, sé nægi- legt tillit tekið til einmitt þessara lágmarksóska og þarfa deyjandi manna og þeirra helztu óttatil- finninga. Samt sem áður verður að telja það ósanngjarnt og óréttlátt að skella skuldinni eingöngu á stofnanir eins og sjúkrahús og hjúkrunarhæli. Sökina þá má öllu fremur rekja til viðhorfa alls þorra manna til dauðans. Neyðarlegt laumuspil kringum dauðann I heimi okkar nútímamanna, þar sem góð heilsa, góður efna- hagur, mikil afköst og þróttmikil æska skipa efstu sætin í gildis- mati alls almennings, má svo virð- ast sem sjúkdómar, elli og dauði séu þess háttar óviðunandi fyrir- brigði, sem ekki eigi að hafa í há- mælum, heldur leyna á afviknum stöðum. Þetta á ekki eingöngu við um hið svonefnda þjóðfélag, held- ur einnig um einstaklinginn, sem leitast við að fara dult með allt þess háttar og ýtir því frá sér í lengstu lög. „Þegar maður er veikur, er ekki lengur litið á mann sem fullgilda manneskju," sagði 18 ára gamall sjúklingur við mig, en hann var nýlega búinn að gangast undir annan uppskurð vegna krabba- meins. Að því er varðar aldraða, þá eru þeir neyddir beinlínis til að hverfa úr starfi sínu, ýtt til hliðar, smal- að saman á fjöldastofnanir, girtir Ljósm. Frieder Blickle Katharina Zimmer: Dauði, Hvar er broddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.