Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 Kirkjukaffí við Þingvallakirkju á einum fárra sólskinsdaga sumarsins. inn á völlunum og kl. 2 var al- menn helgidagaguðsþjónusta með orgelleik. Þannig lauk hverri þessara 8 helga. Voruð þið ánægð með undir- tektir? — Þetta gaf mjög góða raun að því að þessi litla kirkja var alltaf þéttsetin á laugardags- samverunum og stundum kom- ust ekki allir að, sem vildu, og fólk stóð utan dyra. Ég heyrði marga þakka og mæla þessu bót en engan lasta. Guðsþjón- ustur sunnudagsins voru að sama skapi vel sóttar, svo þetta tókst í alla staði vel. Þótti þér vel fara að blanda saman gömlum hefðura og nýjum hugmyndum í guðsþjónustunni? — Það gafst ágætlega. Ég álít jafnan að það sé mjög hollt fyrir kirkjuna að blanda sam- an gömlu og nýju, en í eðli sínu er kirkjan varðveizlustofnun og frá þvi má hún aldrei kvika. Hún má heldur ekki bregðast því að flytja nýtt líf, þetta tvennt verður að fara saman. Margir höfðu orð á því að gam- Á góðviðrisdegi í vikunni höfðum við mælt okkur mót í miðbænum við séra Heimi Steinsson, prest á Þingvöllum og þjóðgarðsvörð. Væntanlegt viðtalsefni er okkur svo ríkt í huga að við steingleymum að spyrja af haustlitum á Þing- völlum og með blýantinn á lofti innum við séra Heimi eftir hugmyndum að því starfi, sem unnið var í Þingvallakirkju í sumar. — Upphafið var um verzlun- armannahelgina í fyrra, svarar séra Heimir. — Þá varð til þessi hugmynd að reyna að hafa þar verulegt sumarstarf. Við byrjuðum það 17. júní, sem bar upp á föstudag, og héldum því áfram í 8 helgar. Raunar hefur verið helgihald á hverj- um helgum degi kl. 2 í Þing- vallakirkju á þessu ári og árið 1982, og alltaf hafa einhverjir komið til að taka þátt í því. Hver eruð þið, sem unnuð saman þessar 8 helgar? — Starfið byggðist á sam- vinnu við nokkur ungmenni úr Grensássókn og þar með auð- vitað við prest þeirra, séra Halldór Gröndal. Fyrirliðarnir af þeirra hálfu voru Örn Bárð- ur Jónsson djákni og nokkrir leikmenn. Þetta voru gamal- kunnir vinir frá Skálholtsárun- um, nokkrir þeirra héldu mót þar á hvítasunnu 1982. Hvernig skipulögðuð þið helg- arnar? — Hópurinn kom á föstu- dagskvöldum og sló tjöldum. Við byrjuðum með náttsöng og ræddum helgarstarfið. Á laug- ardagsmorgni sungum við mið- morgunstíð kl. 9 í kirkjunni. Síðan fóru þessir góðu gestir á stúfana inn á velli og kynntu helgarstarfið og spjölluðu við fólk og fóru í Valhöll, þar sem þeim var alltaf vel tekið. Síðan var guðsþjónusta eða sam- koma, eftir því hvað við viljum kalla það, kl. 9 um kvöldið í kirkjunni. Þar var samtengt efni, fyrst dálítið Þingvalla- spjall í um 15 mínútur, sem ég sá um, síðan önnuðust gestirn- ir næsta hálftímann og kvöld- inu lauk með náttsöng. Fyrir hádegi á sunnudögum buðu gestirnir til barnasamvistar an væri að heyra nýjan söng og fornan í sömu athöfninni og undir sama þakinu. Gestirnir góðu sungu sálma sunnudags- guðsþjónustunnar og lærðu annan messusöng fljótt og fengu stundum að skjóta inn þar nýjum söng líka. Það þarf að fylgjast vel með þegar steypa á saman gamalt og nýtt. Hyggstu halda áfram þessu starfi næsta sumar? — Ég verð að svara þessari spurningu í fyrstu persónu ein- tölu en ég hygg að hópurinn frá í sumar verði fús til samstarfs aftur. Ég hef hug á að efla kirkjuþjónustu við ferðafólk á Þingvöllum. Fyrirrennarar mínir þar hafa unnið áþekkt starf áratugum saman, svo þetta er engin nýlunda, ég geng þar inn í þeirra störf. Ég hef hug á að fjölga starfshelgun- um, hafa þær frá júní til ágúst- mánaðar eða lengur. Kirkja á Þingvöllum er hluti af þjóð- menningu og í rauninni eru Þingvellir ferðamannasvæði frá páskum fram í nóvember ef vel viðrar. Mig langar til að draga enn fleiri aðila inn í samkomuhaldið á næsta sumri og gæti hugsað mér að hafa að- alræðumenn á laugardags- kvöldunum úr ýmsum áttum. Alls konar breytingar eru í vændum á næstunni með bætt- um samgöngum, Þingvellir færast sífellt nær höfuðborg- inni, þangað sækja æ fleiri, ekki þó endilega til dvalar, og eðlilegt er að auka kirkjulega þjónustu við þá. Og ekki má gleyma 1000 ára afmæli kristnitöku. Hennar minnumst við bezt með því að efla starfið á þeim stað, þar sem hún fór fram. Þingvellir eru sameign margra og allt þetta hvetur mig til að efla þá þjónustu, sem er vel þegin og allir tjá sig vel um en enginn illa. Matvæladagur Sameinuðu þjóðanna í dag, 16. október, er Matvæla- dagur Sameinuðu þjóðanna. Á slíkum degi vaknar spurningin: Hvað er það — og til hvers? Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur staðið fyrir þessum degi síðan árið 1981 til þess að vekja athygli á hungri í heiminum. Á þingi Alkirkjuráðsins, sem hald- ið var í sumar í Vancouver var áhersla lögð á frið og réttlæti og var þar mikið rætt um fæðueklu heimsins og afleiðingar hennar fyrir milljónir manna. Þingið hvatti þá hinar ýmsu kirkju- deildir um heim allan til að nota alla sína mannlegu krafta til að útrýma hungri og fátækt og gera mönnum almennt grein fyrir mannlegum þjáningum. Mikil- vægt er hér á íandi eins og ann- ars staðar að vekja athygli á þessu. í dag er 16. október og fátækt, hungur, næringarskortur og barnadauði ógnar ótrúlegum fjölda manna, því yfir 500 millj- ónir þjást nú af alvarlegum nær- ingarskorti. Það er aðeins ein önnur hætta, sem ógnar lífi í svo miklum mæli — og er það kjarn- orkusprengjan. Afstaða okkar til hungurs í heiminum Hungur? Hvað varðar mig um það? Enginn sveltur hér á landi svo vitað sé og er það ekki þakk- arvert? Þurfum við að skipta okkur af hinum hungruðu, sem eru svo langt í burtu og við þekkjum ekki nema úr bíómyndum eða sjónvarpi? Getum við á einhvern hátt skilið þetta vandamál þann- ig að það snerti okkur svo mikið að við finnum okkur knúin til að hjálpa. Það eru þessar spurn- ingar, sem Hjálparstofnun kirkjunnar reynir eftir fremsta megni að svara. Starfshættir Hjálparstofnunar Hjálparstofnun kirkjunnar var stofnuð af Þjóðkirkju ís- lands árið 1969. Hlutverk hennar er að hafa forgöngu um og sam- hæfa líknar- og hjálparstarf innan lands og utan. Starfs- grundvöllur Hjálparstofnunar- innar er söfnuðirnir og er styrk- ur hjálparstarfsins því jafnan í samræmi við virkni safnaðarins. Söfnuðurinn hefur einnig sam- starf við önnur líknar- og mann- úðarfélög m.a. Rauða krossinn, Samtök lamaðra og fatlaðra o.fl. Þá tekur Hjálparstofnun þátt í tvíliða samstarfi á milli þjóða um framkvæmd sérstakra þróunarverkefna. Hinn kristni grundvöllur Hjálparstarfið er í nánum tengslum við boðun kirkjunnar fagnaðarerindið og Ritninguna. Kristið samfélag er kallað til hjálpar náunganum í neyð hans og þjáningu. Kristur kenndi það með fordæmi sínu, lífi og fórn. Hinn fórnandi kærleikur krist- indómsins er i líkingu talað salt- ið, sem Kristur minnist á í fjallræðunni (Matt. 5:13). Ef mannkærleikurinn dvínar, verð- ur hann líkt og saltið, sem dofn- ar. Hvaðan fá kristin sjónarmið og kristið siðgæði líf og kraft, ef kærleikann vantar? „Þér eruð salt jarðar." Markmið Markmið allrar aðstoðar er að gera þeim, sem eru hjálpar þurfi, kleift að standa á eigin fótum og eygja von um bjartari framtíð. Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur jafnan leitast við að taka þátt í skyndihjálp t.d. til flóttamanna frá náttúruhamför- um eða ófriði. Það hefur verið gert með matvælasendingum, því oftast er það hungur og sjúkdómar, sem eru skæðustu óvinirnir. Þá hafa einnig verið send framlög, sem farið hafa til uppbyggingar, t.d. húsnæðis og sjúkraskýla og til að kosta björgunarfólk til starfa. Hjálparstarfið á að fela í sér hina kristnu kærleiksvon, um að allir menn megi njóta daglegs brauðs, lífs og friðar. En ástand- ið í heiminum vitnar um hið gagnstæða. Ljóst er að vandamál manna verða ekki leyst með hjálpar- starfi einu sér. Til þess þarf að koma vilja- og hugarfarsbreyt- ing er byggir á trausti og ábyrgð í öllum mannlegum samskiptum. Þetta er grundvöllur vonarinnar, sem við þekkjum í gjöf Guðs, Kristi, lífi hans, dauða og upp- risu, sem um leið er hinn lifandi kraftur líknarþjónustunnar. Kirkjan vill með hjálparstarf- inu leitast við að tjá hina kristnu von í verki, vísa leiðina, kalla einstaklinga og þjóðir til sam- verkastarfa og athvarfs frá dauða til lífs. Séra Heimir Steinsson Orð og efndir 20. sunnudagur eftir trinitatis Matt. 21.28—32 Guðspjallið í dag fjallar um þau, sem sögðust ekki vilja gera vilja Guðs, en gerðu hann samt, og þau, sem sögðust vilja gera hann en gerðu ekki. Það dæmir þau, sem heyra um réttlætið, en trúa ekki boðskapnum. Einatt vekur það okkur umhugsun og oft deilur hverjir það séu, sem gera vilja Guðs. Það er holl umhugsun og hvetur okkur til sjálfsrannsóknar. En hvort sem við trúum á kyrrláta boðun krossfestingarinnar og upprisunnar ellegar um- fangsmikla baráttu fyrir rétti kúgaðra með okkar þjóð og öðrum ellegar hinn margvíslegasta samruna kristinnar trúar og starfs að réttlæti þá er það áreiðanlegt að Jesús Kristur er konungur lífsins og frelsari heimsins. Hvert okkar um sig verður að gera upp hug sinn og velja hann eða hafna honum. A DRönMMffl UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdót ir Gunnar Haukur Ingimundar. on Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir Sumarstarfiö á. Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.