Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983 51 Sem Petur Gautur. Sem stjórnmálamaðurinn Kitchen í Early Days. draga sig úr myndinni. Með tím- anum gleymdist þessi setning í samningnum. En það var erfitt fyrir hann að læra textann. Hann hringdi kannski í höfundinn, Storey, um helgar og eina helgina sagði hann: „Ég hef lært textann að blaðsíðu 33.“ „Gott,“ sagði Storey. Næstu helgi: „Ég hef lært textann að blaðsíðu 27.“ Storey: „En síðustu helgi hafðirðu lært að blaðsíðu 33.“ Richardson: „ójá, en það var nú ekki mjög ítarlegt." Næstu helgi: „Ég hef lært textann að blaðsíðu 12 — ég gjörþekki hann.“ Hann hafði hryllilegar áhyggjur af því að muna ekki textann allt fram á frumsýningardag, en þegar kom að frumsýningu gerbreyttist hann. Um leið og hann gekk inn á sviðið var honum alveg sama og óvissan um hvort hann myndi hluta textans hvarf eins og dögg fyrir sólu. Fjölskylda hans átti eitt sinn sútunarverksmiðju í Newcastle og tengsl hans við iðnaðarmennsku og tækni héldust alltaf traust. Fyrir mann sem eitt sinn lýsti yfir því að leikur væri „að dreyma eftir skipun“ eða á öðrum tíma sem „listin að forða stórum hópi manna frá því að hósta", var það ekki tiltökumál að gleyma sér tím- unum saman við að leysa tæknileg vandamál eins og hvernig eðli- legast væri að slaga yfir sviðið eins og fyllibytta, hvernig best væri að setja saman göngulag sem væri bæði létt og stirt (Falstaff) eða hvað best væri að gera til að auka áhrifin í illa lýstum leikhús- um í Suður-Ameríku. „Náðu í brilljantínið, sagði hann einu sinni við Alan Howard þegar þeir voru í Quito og það voru lítið ann- að en berar ljósaperur sem héngu niður úr loftinu. „Það endurkastar ljósinu," sagði hann. Kvikmyndir Hann lék í kvikmyndum allt fram á síðustu ár. Síðasta kvik- myndin sem hann lék í var Drag- onslayer, sem var tekin í Wales. 1 henni lék hann fornan galdrakarl. Hann lék guð í Time Bandits, þingmann i Rollerball. Eldri myndir hans eru David Copper- field, The Looking-Glass War, The Battle of Britain, Oh What a Love- ly War, sem sýnd var í íslenska sjónvarpinu fyrir stuttu, Dr. Zhiv- ago og svo mætti lengur telja. Hann birtist oftlega í sjón- varpsleikritum eða myndum en það síðasta sem hann gerði fyrir sjónvarp var í Wagner sem það íslenska er nú með sýningar á. Þættirnir þykja ekki síst merki- legir fyrir það að í þeim leika í fyrsta sinn saman riddararnir þrír, Richardson, Olivier og Giel- gud. Að dreyma eftir skipun „Að leika er að dreyma eftir skipun," sagði Richardson einu sinni. Það var í viðtali við Daily Mail og hann sagði: „Leikur er að vissu marki draumur sem er stjórnað. í einum hluta meðvit- undarinnar er það áreiðanlega og virkilega að gerast. Og til að gera það trúverðugt fyrir áhorfendur verður leikarinn allan tímann, eða örugglega einhvern hluta hans, að trúa því sjálfur að það sé satt. En reynsla mín er sú að þessi full- komni raunveruleiki sé frekar lít- ill hluti leiksins. Afgangurinn er tækni, eins og ég segi, að vera mjög gætinn á því að hluturinn sé virkilega nákvæmur, gersamlega skýr, alveg eins og hann hefur ver- ið lagður fyrir. Á öllum sýningum ertu að reyna að finna betri leið til að gera það, og það sem þú reynir að endurskapa, litlu tilraunirnar, þær geta verið mjög litlar, og leik- arinn sem leikur á móti þér tekur kannski ekki eftir þeim, en þær eru í gangi allan tímann. Af þvi leiðir að þrjú eða fjögur stig með- vitundarinnar hamast við að vinna á þeim tíma sem maður er að leika.“ Það er ljóst að með láti Rich- ardsons hefur breskt leikhús misst einn sinn besta mann eða eins og sir Peter Hall forstjóri breska þjóðleikhússins sagði: „Hann var einn af stórkostlegustu leikurum sem uppi hafa verið." Við lok hverrar sýningar á þriðju- dagskvöldum í þremur þjóðleik- húsum Breta, steig aðalleikarinn fram á sviðið og bað áhorfendurna að minnast sir Ralph með mínútu þögn. Samantekt: — ai. BBSODSÖ . ÞRIAR_ NVIAR EINKAlDUniR SEMMARKA TIMAMOr Rainbow Professional 325 Professional 350 KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRD HF Tölvudeild, Hólmaslóð4,101 Reykjaviks.24120 Viö vorum aö taka upp matar- og kaffistell, hnífapör, dúka, servíett- ur, kerti og ýmislegt fleira frá Dansk Interna- tional Designs. Leirtauiö er eldfast og má þvo þaö og hnífapör- in í uppþvottavél. Afborgunarskilmálar viö öll stærri viöskipti. Opiö á fimmtudögum til kl. 21, á föstudögum til kl. 19 og til hádegis á laugardögum. KRISTJÁn SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVIK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.