Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1983
77
Knud H. Thomsen.
Enginn þeirra dó
Knud H. Thomsen er danskur
rithölundur sem hefur sent frá sér
tvær vinsælar skáldsögur til þessa,
en hin þriðja er nú nýkomin á
markað. Allar styðjast sögurnar að
einhverju leyti við heimildir og ger-
ast í fortíðinni. Þriðja sérkenni
þeirra er svo það, að engin þeirra
gerist í Danmörku. Virðast Danir
sólgnir í að lesa eitthvað annað en
samtímalýsingar á sér og sínu sam-
félagi, ef marka má vinsældir þess-
ara sagna. Kannski eru þær lýs-
ingar ekki nógu skemmtilegar.
Fyrsta saga Thomsens heitir
„Klokken i Madedonien" og gerist
þar suðurfrá árið 1944, er Make-
dónía var hernumin af Þjóðverj-
um. Hún kom út árið 1981. Árið
eftir kom svo „Roverne i Skot-
Iand“ sem gerist, eins og nafnið
bendir til, í Skotlandi. En það er
Skotland á síðari hluta átjándu
aldar. Hér er einnig hernám á
ferðinni. Það er hernám Englend-
inga í Skotlandi á árunum eftir
1746.
í báðum þessum sögum er lýst
ýmsum skráveifum sem hinir
undirokuðu gera útlensku yfir-
völdunum, en gleðskapur og húm-
or er í fyrirrúmi.
í nýjustu sögunni kveður við
alvarlegri tón. Hún nefnist „Den
irske præst“ og gerist á írlandi á
árunum 1919 og 1920, en þá var
býsna heitt í kolunum þar og
breska herraþjóðin í vanda stödd,
enda var Irska lýðveldið stofnað
1921.
Aðalpersónan er fimmtugur
prestur í verkamannahverfi í
Dublin, reyndar bara aðstoðar-
prestur. Hann hefur meiri áhuga
á Tullamore-vískíi og vindlum en
guðfræði, en er þó samviskusam-
ur í starfi sínu. Hann er lítið inni
í pólitík og finnst rangt af nunn-
um í nærliggjandi klaustri að
leyfa eftirlýstum mönnum að
leynast hjá sér og geyma þar
vopn.
Á hinn bóginn býður samviska-
hans honum að hjálpa meðbræðr-
um sínum og að lokum fer svo að
hann tekur virkan þátt í and-
spyrnunni gegn Bretum með því
að aðstoða sína menn og konur í
að komast undan og i lokin verð-
ur hann meira að segja einum
Breta að bana.
Eðli málsins samkvæmt er ekki
jafn mikið fjör hjá sögupersón-
unum í þessari bók og í hinum,
enda um að ræða kaþólskan prest
og sjö nunnur, en á flótta gegnum
sveitir írlands gefst þó tækifæri
til að koma við á nokkrum ang-
andi gömlum krám.
Knud H. Thomsen þykir hér
hafa færst mun meira í fang en í
fyrri bókum sínum, enda um að
ræða nokkurs konar þroskasögu
prestsins. En jafnframt þvi virð-
ist mönnum sem honum hafi tek-
ist alveg bærilega upp þrátt fyrir
hina auknu alvöru. Sagan endar
líka vel, að minnsta kosti í þeim
skilningi að engin aðalpersóna
deyr, svo ekki verður sagt að
Thomsen hafi söðlað alveg um.
— Byggt á Weekendavisen.
Umsjón:
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Fyrsta sfldin
til Akraness
Akranesi, 12. október.
FYRSTA síldin á þessari ve'rtíð barst
til Akraness í gær þegar Skírnir AK-
16 landaði 73 tonnum. Sfldin var
söltuð hjá söltunarstöð HB & Co.
Auk Skírnis munu fjögur skip frá
Akranesi stunda sfldveiðar í haust.
Það eru Sigurborg, Grótta, Höfrung-
ur og Bjarni Olafsson. Öll eru byrjuð
veiðar.
Afli togaranna hefur verið
sæmilegur að undanförnu. I gær
landaði Krossvík 100 tonnum en
hinir togararnir landa á næstu
dögum. Uppistaðan í afla þeirra er
karfi.
Tveir bátar eru byrjaðir línu-
veiðar, Haraldur og Sólfari. Har-
aldur rær með beitingavél og er á
útilegu. Afli hefur verið tregur
það sem af er.
Mikil aukning hefur orðið í smá-
bátaútgerð frá Akranesi og stunda
flestir eigendur smábátanna nú
línuveiðar. Hefur ýsuveiði verið að
glæðast að undanförnu.
— Fréttaritari.
Gamlir sem nýir...
allir þurfa
ljósastillingu
Verið tilbúin vetrarakstri
með vel stillt Ijós, það
getur gert gæfumuninn.
Sjáum einnig um allar
viðgerðir ó Ijósum.
Höfum til luktargler, spegla,
samlokur o.fl. i flestar
gerðir bifreiða.
BRÆÐURNIR
ORMSSON h/f
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Hirslur
Hirslur eru til margra hluta nauðsynlegar og hjá okkur
eru til hirslur í hvert einasta herbergi í húsinu þínu.
Veggskápar í einingum og samstæöum í stofur með
geymslurými fyrir dúka, matarstell, hnífapör, uppáhalds-
glösin þin og verðmætustu bækurnar undir gleri, og
margar hillur sem þú getur sett á styttur, skálar og fleiri
hluti sem þú vilt hafa fyrir augunum hvern dag vegna
þess að þeir eru þér kærir. Skápar í sjónvarpsherbergiö,
útvarps- videó- og plötuspiiaraskápar, plötuskápar og
raunar skápar fyrir hverskonar tæki og „græjur“ sem þú
átt.
Bókaskápar sem allsstaðar eru til prýöi.
Skápar í herbergi barnanna, unglinganna og í herbergi
húsbóndans og húsfreyjunnar. Allt þetta fæst hjá okkur
í ótal stærðum, gerðum og viðartegundum á hagstæöu
verði með góðum greiðslukjörum.
Gefðu þér góðan tíma
HDSGAGNAHÖILIN
BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK ® 91-81199 og 81410
SD8020
Tilboð “is
EFTIRSTÖDVAR
Á6 MANUÐUM
Tölvustýrt segulband
SD-8020
Compudeck tm
Tveggja hraða Metal og snertitakkar
— Wow and fluiter (WRMS) 0,05% á 4,75 cm/s
— Tíðnisvörun (Metal): 25 HZ — 18500 Hz á 4,75 cm/s eru 20
Hz — 23.500 Hz á 9,5 cm/s
Einfaldlega æðislegt tæki