Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.10.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. OKTÓBER 1983 81 Allir alvarlega veikir sjúklingar eru, við komuna á sjúkrahúsið, í fyrstu lagðir inn á gjörgæzludeild. „Hún á ekki að vera i augum fólks neinn aflokaður staður, fullur óhugnaðar, enginn biðsalur dauð: ans,“ segir Jungermann læknir. í sjúkrahúsinu er heldur engin sér- stök stofa ætluð deyjandi sjúkl- ingum. Hvernig bregðast svo aðrir sjúklingar við, þegar einn úr þeirra hópi deyr? „Stundum verða þeir alveg miður sín, en það kemur líka fyrir, að þeir séu alveg ósnortnir, af því að þeir eru svo uppteknir af sjálfum sér.“ Að taka ekki ráðin af sjúkling- unum táknar í sjúkrahúsinu Herdecke einnig, að sjúklingnum er sagður sannleikurinn um ástand hans, og vilji hans er að fullu tekinn til greina. „Hingað er stöðugt að koma fólk einungis til þess að fá staðfestingu á sannleik- anum um ástand sitt, sem reynt hefur verið að dylja þá og gera minna úr á öðrum sjúkrahúsum. Það má samt ekki svipta sjúkling- inn viljanum til að yfirstíga sjúkdóminn; honum er skýrt frá því, hvaða möguleikar séu fyrir hendi og hvernig horfurnar séu.“ Að fá að deyja í friði „Við virðum líka óskir fólks um að reyna ekki til hins ítrasta að lengja líf þess. Það eru margir, sem segja: Þegar mér er farið að hraka ennþá meira og komið svo langt, að hjartsláttur og öndun hafa stöðvast, þá vil ég ekki, að gerðar verði neinar lífgunartil- raunir á mér.“ Það ætti ekki að daufheyrast við þess háttar óskum fólks, heldur ræða þessa hlið málsins við sjúkl- inginn og nánustu aðstandendur hans. Meðan ég sat á tali við Jörg Jungermann lækni, er komið með ungan mann úr skurðstofunni. Ætlunin hafði verið að skera hann upp og fjarlægja illkynjað æxli úr maga. Það hafði hins vegar komið í ljós, að magi hans var allur und- irlagður af krabbameini, og allur maginn hafði því verið numinn burt. Þessi 38 ára gamli maður, sem lítur út fyrir að vera enn yngrr, hefur heldur ekki ennþá fengið vitneskju um að allur lík- ami hans sé fullur af krabba- meinsæxlum og að lifrin sé sér- staklega illa leikin. Honum hafði fundizt hann vera alheilbrigður alla tíð, þar til skömmu áður en hann gekkst undir uppskurðinn. „Það kann líka að vera, að hann hafi bara ekki viljað viðurkenna veikindi sín fyrir sjálfum sér,“ segir læknirinn. Hjálparvana á vit dauðans Sjúklingurinn er fölur; höfuðið liggur á flötum kodda og sveigist örlítið aftur á bak. Hann er með mjóa slöngu í annarri nösinni. Undan ábreiðunni, sem hylur náhvítan, grannvaxinn líkamann, gægjast litlar plasthyrnur, sem festar eru við slöngur. Ég sé, að þær fyllast smátt og smátt af blóði. Ungi maðurinn opnar aug- un. Það er auðséð, að hann áræðir ekki að hreyfa höfðuðið. Hann fylgist órólegur með bjástri hjúkr- unarkonunnar. Hún spyr hann, hvernig honum líði. Hann svarar, að sér sé illt í kviðnum, en að öðru leyti sé allt í lagi með sig. Hann kvartar undan því, að sér sé kalt á fötunum. Hún nær í hitapoka handa honum. Mér finnst, að ég sé þarna öllum óþörf og flækist bara fyrir, án þess að geta nokkuð hjalpað. Ég veit ekki, hver hann er þessi ungi maður, né heldur hvað hann starf- ar. Mér finnst ég vera sek, þegar ég virði hann fyrir mér, þar sem hann liggur þarna hjálparvana; ég finn til sektarkenndar yfir því að vita það, sem hann enn ekki veit um örlög sín. Það væri það ein- faldasta, ef ég mætti setjast hjá honum og halda í hönd hans. Én ég áræði ekki að gera það. Hjúkrunarkonan segir við hann, að hún verði núna að ýta mjórri slöngu upp í hina nösina á honum — fyrir súrefnið til þess að hann eigi auðveldara með að anda. Hún festir þrjár dropaflöskur við grind hjá rúminu hans. Gegnum holnál, sem hún rennir inn í hálsslagæð- ina á honum seytlar núna nær- ingarvökvi og lyf inn í líkama hans. Á meðan hún vinnur hvert sitt handtak rólega og fumlaust, býr hún hann allaf undir það, sem hún þarf næst að gera. Ungi maðurinn er mjög máttfarinn. Hún segir honum einungis hið allra nauð- synlegasta. Segir honum, að hon- um muni brátt fara að líða betur. Allra þýðingarmest að vera ekki skilinn eftir einn og yfirgefinn Eftir að hafa fest rafskaut á brjóst sjúklingsins og sett tækið, sem mælir hjartslátt hans, í gang, mælir hún blóðþrýstinginn og spyr sjúklinginn, hvort hann vilji ekki hafa ofurlítið meira undir höfðinu. Ef hann snúi höfðinu að- eins til hliðar, geti hann horft út um gluggann. Frá rúminu sínu getur ungi maðurinn núna séð vinalegt, hæð- ótt landslagið fyrir utan gluggann. Það er vetrarlegt yfir að líta á þessum degi. Þegar ég skömmu síðar geng út og nýt þess að reika um þetta umhverfi, verður mér skyndilega ljóst, að það er alls ekki einfaldur og sjálfsagður hlut- ur fyrir alla. Það er þó gott, að gluggarnir á þessu sjúkrahúsi eru — víst and- stætt almennum reglum um sjúkrahússglugga — hafðir það lágt frá gólfi, að jafnvel sjúkl- ingar, sem eru þungt haldnir, geta horft út um þá frá rúmunum sín- um og notið útsýnisins. Á gjör- gæzludeildum margra sjúkrahúsa er stöðugt látið loga á neonljósum, þannig að sjúklingarnir vita naumast orðið skil á nótt og degi. Læknirinn kemur enn einu sinni að rúmi unga mannsins. Hann segir honum, að það hafi orðið að taka úr honum magann og spyr, hvort hann eigi von á heimsókn. Ungi maðurinn kinkar lítið eitt kolli, og læknirinn spyr, hvort hann eigi von á konu sinni í heim- sókn. Nei, ég á von á vini mínum, segir ungi maðurinn. Læknirinn lofar, að gesturinn fái að koma inn til hans. Hann veit vel, að það skiptir sjúklinginn langmestu máli núna, að hann verði ekki skil- inn eftir einn og yfirgefinn. Sé þessi brennandi ósk sjúklingsins uppfyllt, skipta allar kvalir og öll önnur óþægindi hann mun minna máli. Þetta er lika skýringin á því, að sjúklingar, sem legið hafa á fleiri en einni gjörgæzludeild, segja yf- irleitt einum rómi, að þeim hafi liðið bezt á þeirri gjörgæzludeild- inni og haft mesta öryggistilfinn- ingu, þar sem alltaf hafi einhver verið í kallfæri og viljað sinna þeim, þegar sjúklingarnir óskuðu þess. Varnarlaus, óttasleginn og umkomulaus Frederik er átján ára gamall leikari í Hamborg; þegar hann var sextán ára veiktist hann af beinkrabba. Hann hafði þetta að segja: „Eftir að sýnin höfðu verið tekin, vaknaði ég sneisafuilur af alls konar lyfjum. Einhver á stof- unni sagði: Nú já, þetta er þá nýi beinkrabbinn! Mér var sagt, að það yrði að taka af mér fótinn. í fyrstu trúir maður ekki svona nokkru. Mér fannst allir læknarn- ir vera alveg óhemjulega tauga- strekktir. Ég var alveg að verða vitstola útaf eilífum stórum sprautum. I 48 tíma samfleytt verður maður að fá lyf og næringu í æð, þá koma aðrir 24 tímar, þeg- ar verið er að skola þetta allt sam- an úr manni aftur. Þannig gekk það fyrir sig í hverri einustu viku. Þetta var þessi svokallaða lyfjameðferð." Það var sett á hann nýtt hné á sjúkrahúsi í Vín. Fyrir tæpu hálfu ári veiktist hann svo aftur. „Þegar röntgen- myndirnar voru teknar af mér \. Eppendorf, fundu þeir eitthvað í lungunum. Ég tók því með stök- ustu rósemi, mér stóð orðið á sama. Hann var þvínæst sendur á sjúkrahús í Heidelberg, þar sem hann átti þegar í stað að gangast undir uppskurð, en fyrst þurfti að framkvæma lungnaspeglun á hon- um. Hann var svæfður áður. „Það var alveg ægilegt; það minnti mig svo mikið á fyrsta uppskurðinn, sem ég gekkst undir. I þrjá daga var ég alveg út úr heiminum, lá bara og mókti. Á fjórða degi, daginn áður en ég átti að gangast undir uppskurðinn, drakk ég vatnið úr blómavasan- um; ég gerði það af eintómri skelf- ingu.“ Það varð að fresta uppskurð- inum í um þrjá daga. „Undirbúningurinn undir upp- skurðinn var hræðilegur. Maður liggur þarna algjörlega umkomu- laus, fær alls konar slöngur og leiðslur í sig og er gripinn hræðslu." Það var enginn hjá honum til að róa hann og styrkja með nærveru sinni í þessum raunum hans. „Alveg þvert á móti. Þarna var einhver hryllilegur hjúkrunar- maður. Leit út eins og ofdrykkju- maður. Hann kom með hæðnislega athugasemd um mig. Maður sá aldrei nokkurn lækni; þeir birtust ekki fyrr en búið var að svæfa mann.“ Frederik vaknaði aftur til með- vitundar á gjörgæzludeildinni. „Þar lágu, auk mín, fjórir gamlir menn, sem tengdir voru við hjarta-lungnatæki. Það var óhugnaniegt að hlusta á þessar öndunarpumpur og á kveinið í hinum sjúklingunum. Maður varð alltaf að liggja á bakinu, og einu sinni varð ég að liggja tímunum saman í mínum eigin saur, af því að hjúkrunarkonan hafði engan tíma til að sinna mér. Hræðilegast við þetta allt sam- >an var þessi vanmáttur, sem mað- ur fann til, þetta algjöra umkomu- leysi með allar þessar slöngur alls staðar út úr sér.“ Hreinskilni mikilsverÖ Á meðan við ræðumst við verð ég vör við, að það veldur honum óróleika að rifja upp þessar óskemmtilegu minningar. Hann strýkur hárið frá enni sér. „Mér líður alls ekki vel, þegar ég fer að hugsa um þetta allt saman aftur. Það heyrðist píp-píp í mæli- tækinu við rúmið mitt; stundum varð þetta píp mjög hratt, og þá varð maður verulega skelkaður." Þrátt fyrir allt, er Frederik því feginn, að læknarnir skyldu alltaf tala við hann af fullri hreinskilni og segja honum nákvæmlega, hvernig ástand hans var. „Það virtist sjálfsagður hlutur, að manni væri sýnd full hreinskilni." Hann segist hafa slampast ein- hvern veginn gegnum þetta allt saman. „Þetta þurfti víst að vera svona. En ég vildi fá að skilja allt, sem verið var að gera við mig, var alltaf að reyna að sjá í gegnum þetta allt. Maður verður líka að hafa leyfi til að mótmæla." Allir þeir sjúklingar, sem liggja meðvitundarlausir á sjúkrahúsun- um, og haldið er á lífi með því að beita allri þeirri tækni, sem læknavísindin búa yfir, eiga þess engan kost lengur að hafa uppi mótmæli. Það er alveg sama, þótt þeim hafi sjálfum fundizt, áður en þeim endanlega tók að hraka, að lífið væri ekki lengur þess virði að lifa því áfram. Þannig er því til dæmis farið með margt háaldrað fólk, sem á sér enga ósk heitari en að fá að hverfa úr þessum heimi í friði. Sama er að segja um yngra fólk, sem er mjög langt leitt af ólækn- andi sjúkdómum. Þetta fólk veit: Sérhver lenging ævidaganna fæst aðeins gegn því, að kvalir þeirra séu iengdar. Metsölubladá hverjum degi! SKKM- FBtÐIR til Zillertal FLUGLEIÐIR Gott fólkhjé traustu félagi Flugleiðir bjóða ( vetur ferðir í beinu leiguflugi til víðfrægra skíðastaða í Zillertal, sem er ein helsta vetrarparadís Austur- ríkis. Þessir staðir eru Mayrhofen og Finkenberg. Skammt frá er hinn tignarlegi Hintertux-jökull, þar er annað tveggja bestu skíðasvæða Evrópu. Samtengt skfðasvæði þessara vina- legu nágrannabæja er hreint út sagt frábært. Þarna er aðstaða sem hentar öllum, bæði byrjendum og útlærðum (skíðalistinni. Fararstjóri ( skíðaferðunum verður Rudi Knapp, fæddur og uppalinn í tíról. Flann er mörgum Islendingum af góðu kunnur sem skíða- og seglbrettakennari, og talar ágæta íslensku. Mun Rudi leggja sig fram við að leysa hvers manns vanda. Fjöldi lyfta sjá um að flytja þig ( þ(na óskabrekku, bratta eða aflíðandi, ( troðna slóð eða lausamjöll. Þá býður þessi langi skfðadalur upp á einstaka aðstöðu til skíðagöngu. Að loknum góðum degi á sklðum í austurrfskri fjallasól er Ijúft að láta líða úr sér yfir góðum mat og drykk, eða ( sundi og sauna. Þeir sem eiga næga krafta eftir geta fengið sér snúning á einu diskóinu eða jóðlað með síkátum tírólunum! Frekari upplýsingar Hér látum við fljóta með dæmi um verð á þessum hálfsmánaðar skíðaferðum: Finkenberg: Sporthotel Stock, frá kr. 25.531,- Verð miðað við gistingu pr/mann í 2 manna herbergi. Hálft fæði innifalið. Ibúðir. Verð frá kr. 19.744 pr/mann. Gert er ráð fyrir 4 ( hverju húsi. Mayrhofen: Café Traudl, verð kr. 22.619,- Verðið er miðað við gistingu pr/mann í 2 manna herbergi. Morgunverður innifalinn. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um skíðaferðirnar ( vetur skaltu hafa samband við einhverja söluskrifstofu Flugleiða, umboðsmann eða ferðaskrifstofu. Verðútreikningar miðaðir við gengi 14.10. 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.