Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
53
notið lítillar virðingar, verið
þverbrotnar, og í sumum tilvikum
beinlínis stuðlað að ræktun virð-
ingarleysis fyrir réttarreglum.
Við megum ekki gleyma því að
flestar af þeim ástæðum sem til
staðar voru er lög um hundahald
og sullaveikivarnir voru sett í önd-
verðu eru fyrir hendi í dag. Þannig
dettur engum í hug að takmarka-
laust hundahald verði liðið fremur
en þá. Réttur nágrannans er í dag
jafnvel enn ríkari, þ.e.a.s. vegna
ýmiskonar „immisjóna", t.d.
ónæðis. Sullaveikin er ekki úr sög-
unni og hafa bæði landlæknir og
yfirdýralæknir beðið menn að
halda vöku sinni, þar sem hættan
sé vissulega fyrir hendi auk þess
sem þeir hafa bent á enn hættu-
legri og ægilegri sjúkdóma, sem
óþarfi ætti að vera að nefna hér.
Sú „hundalógík" sem ríkt hefur í
hundahaldsmálum hér á landi á
undanförnum árum, gengur ekki
lengur og er kominn tími til að
spyrna við fótum og taka á málum
af skynsemi og víkja tilfinningun-
um örlítið til hliðar á meðan. Sé
hundahald bannað, þarf að fram-
fylgja banni og sé það takmarkað,
verður að sjá til þess að eftirlit sé
í lagi og hundar hreinsaðir reglu-
lega. Það er aumt til þess að vita,
að þar sem engin ákvæði gilda um
hundahald, þ.e.a.s. í strjálbýli
landsins skuli ástandið vera hvað
best, t.d. hvað hreinsun hunda
snertir.
Ennfremur ber að vara við því,
sem hlýtur að teljast einsdæmi í
íslenskri réttarsögu, og ég leyfi
mér hér að kalla aflátssölu. Hér á
ég við þá ósvinnu að brotlegum
aðilum er gert að greiða sekt, en
síðan halda þeir áfram að brjóta
gegn hundahaldssamþykktum
eins og þeir séu lausir allra mála
og komast upp með það. í þessu
tilviki virðist litið á sekt sem eins
konar leyfisgjald.
Ég leyfi mér því að skora á lög-
regluyfirvöld og yfirvöld sveitar-
félaganna að taka á þessum mái-
um af festu, hafandi í huga að
komi eitthvað fyrir, verður yfir-
völdum kennt um og þau sökuð um
linkind og sofandahátt. Ásökun
um slíkt er hjóm eitt miðað við
hugsanlegar afleiðingar ef t.d. hér
kæmi upp hundaæði.
Látum það ekki henda að sam-
þykktir sveitarfélaganna á þess-
um vettvangi verði taldar þýð-
ingarlaust kák, eins og Magnús
Jónsson alþingismaður komst að
orði árið 1924 um ákvæði í lögum
er snertu þessi mál og áður er
greint frá.
20. október 1983
Ingimar Sigurdsson er deildarstjóri
í heilbrigðis- og tryggingariðuneyt-
inu og stjórnarformaður Hollustu-
yerndar ríkisins.
Ulf Adelsohn, leiðtogi íhalds-
flokksins (moderatana), sagði rík-
isstjórnina hafa lýst stríði á hend-
ur meirihluta sænsku þjóðarinn-
ar. Hann kvað þær breytingar,
sem gerðar hefðu verið nú fyrir
stuttu á sjóðstillögunum, aðeins
vera yfirklór og hrafnaspark.
Nýi leiðtogi frjálslyndaflokks-
ins (folkpartiet), Bengt Wester-
berg, taldi breytingarnar þýð-
ingarlausar og tillagan um smá-
firmasjóð eins og hvert annað
vindhögg.
Varaformaður miðflokksins
(centerpartiet) sagði að ríkis-
stjórnin sýndi algjört ónæmi fyrir
þeim vilja meirihluta landsmanna
að fylgja eftir jákvæðri þróun
hins frjálsa markaðar.
Kommúnistaleiðtoginn, Lars
Werner, VPK, kvaðst ánægður
með að tillagan um launþegasjóði
væri komin fram, en hins vegar
væri það útvötnuð tillaga að víkka
út eftirlaunasjóðina. Kommúnist-
ar ætla að mæla fyrir enn róttæk-
ari breytingum á tillögunum, er
þær koma fyrir þingið.
Talsmaður bandalags starfs-
manna á skrifstofu- eða í stjórn-
arstöðum, TCO, kvað tillögurnar
hneykslanlegar og sagði sín sam-
tök myndu berjast ótrauð áfram
gegn sósíaliseringu á sænsku
efnahagslífi.
ÓSA
Tafetu
meðírúmi
Litli ljósálfurinn slær
birtu á næturlífið. Elskan
við hliðina svífur ótrufluð
á vit ljúfra drauma. Á með-
an festir þú lítla ljósálfinn
á bókina góðu. Þín bíður
langur næturlestur í frá-
bærum félagsskap.
Þú færö
Litli ljósálfurinn kemur
víðar að góðum notum.
Hvert sem leið liggur,
hafðu þennan upplýsta
félaga með í för. Litli ljós-
álfurinn getur líka notast
við rafhlöður og þannig
varpað ljósi sínu — hvar
sem er.
hringt í síma 91-81699 og fengið hann sendan um hæl í póstkröfu
í PAKKANUM, Borgartúni 22. Einnig getur þú
PAKKINN
Borgartúni 22, Reykjavík
Frásagnir af sníkjudýrum
Erlendar
bækur
Siglaugur Brynleifsson
Robert S. Desowitz:
New Guinea Tapworms and Jewish
Grandmothers.
Tales of Parasites and People.
W.W.Norton and Company, New
York — London 1982.
Heimurinn er fullur af lífverum,
sem eru ofsmáar til þess að sjást
með berum augum. Þessar verur
berast um með flugugeri og skrið-
kvikindum, en fjöldi þeirra er
ofboðslegur. Þessar verur bera um
hættulega sjúkdóma og barátta
manna við þær hefur staðið frá
upphafi. 1950 var svo komið að
menn álitu að DDT myndi vernda
menn og jarðargóða fyrir ásókn
þessa skaðsamlega safnaðar, en
svo varð ekki. Mannkynið losnaði
ekki við malaríu, svefnsýki og
ýmsa aðra skaðvænlega hitabelt-
issjúkdóma. En um tíma var því
slegið föstu að nú væri nokkrum
plágum færra í mannheimi.
Kvikindin eða örverurnar eða
bakteríurnar aðlöguðust DDT,
malarían er í vexti og breiðist enn
betur út nú en áður, með vatns-
veituframkvæmdum í fátækustu
heimshlutum, sem eiga að bæta
lífskjörin, en verða m.a. til þess að
hættulegar pestir hafa enn greið-
ari aðgang að íbúunum. Ýmiskon-
ar iðraormar, hringormar og
bandormar og annar ófögnuður
fjölfjölgast með ári hverju og bar-
áttan harðnar. Penisillínið sem
átti að drepa margvíslega sýkla er
orðið sýklafóður í sumum tilfell-
um og ýmiskonar nýjar tegundir
sjúkdóma hafa skotið upp kollin-
um. Menn geta nú orðið varla lagt
sig undir hnífinn á nútíma sjúkra-
húsum nema eiga á hættu að grafi
í skurðunum, sökum þess að dauð-
hreinsuð verkfærin sem notuð eru
eru ekki dauðhreinsaðri en það, að
þar á blómgast einn líflegur urta-
garður sýkla-vilpu og pestarber-
enda.
Allar þessar basillur og örkvik-
indi anda með húðinni og þær
virðast nu komnar upp á lagið með
að læra gegnum húðina, hvernig
aðlagast megi ýmiskonar hreinsi-
og eiturefnum sem þeim eru settar
til höfuðs. E.t.v. hefur skólarann-
sóknadeild menntamálaráðuneyt-
isins þar sína fyrirmynd varðandi
kennslutækni til uppfræðingar
börnum og unglingum.
Stórframkvæmir við virkjanir
og stíflugerðir hafa haft örvandi
áhrif á lífheim þessara kvikinda.
Regnskógarnir haf verið kvistaðir
niður, stórfljót hafa verið stífluð
vegna rafmagsframleiðslu og með
þessum framkvæmdum hefur at-
hafnasvæði kvikindanna verið
stóraukið, flugur, mýflugur og bit-
vargar ásamt sníglum geta nú
numið ný stórsvæði öðrum lifandi
verum til óþurftar. Til þess að
vinna bug á þessum ófögnuði hafa
menn framleitt fjölbreytilegar
tegundir „undra“lyfja, sem hafa
slíkar hliðarverkanir til ills, að
notkun þeirra gerir meira ógagn
en gagn þegar til lengdar lætur og
jafnframt eyðileggur notkun
þeirra hefðbundnar og svæðis-
bundar aðferðir til varnar ófögn-
uðinum.
Lyfjafyrirtækin blómstra vita-
skuld við svona aðstæður og
myndu lítið gleðjast yfir því ef
hægt væri að útrýma örverunum í
eitt skipti fyrir öll, en það mun
vonlaust.
Dr. Desowitz er prófessor í hita-
beltissjúkdómum við háskolann á
Hawaii og er kunnur sem ráðgjafi
við Alþióða heilbrigðismálastofn-
unina. I þessari bók sinni rekur
hann á liflegan og læsilegan hátt
óskemmtilegar sögur sníkjudýr-
anna.