Morgunblaðið - 15.11.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983
55
ungra manna gaman, en það er
einmitt mergurinn málsins. Við
vorum ungir og léttlyndir eins og
ungir menn eiga að vera. Jón var
engin undantekning; hann var
ekkert guðslamb. Þeim mun ein-
kennilegra er að hann skuli gera
sér tíðrætt um jafn sjálfsagðan
hlut og kvennafar og ölteiti fé-
laga síns og þrásetur á vertshús-
um.
Ég var að skemmta mér. Ég
fór utan til þess — og þetta var
bara byrjunin. Og hann var að
skemmta sér á sína vísu og var
ekki næstum því búinn, þótt það
henti honum að yrkja í eyður
gleymskunnar.
Eg þarf þess ekki. En mér ber
að leiðrétta missagnir. Rétt skal
vera rétt.
Við fórum með drekkhlaðinni
ferju frá Dover til Calais. Ég
kann því jafnan betur að dveljast
í hreinu lofti, ef ég á þess kost, og
því lét ég fyrirberast í sólstól á
háþiljum og kneifaði minn bjór,
en Jón var á augabragði kominn í
slagtog við frönskumælandi
ferðamenn, og í þeirra hópi hvarf
hann mér niður í skipið. Ég sat
sem fastast, enda einskis vant úr
því ég hafði bjórinn og andvar-
ann. Ég heyrði tilkynnt í hátal-
ara að farþegar skyldu framvísa
skilríkjum á tilteknu þilfari og
veita viðtöku landgönguheimild.
Ég gegndi því kalli og leitaði Jón
síðar uppi, hann var þá miðdep-
illinn í heljarmiklum gleðskap,
frönskum auðvitað, á bar skips-
ins — og var ekki til viðtals
nema á frönsku. Ég hvarf þvi á
ný uppá háþiljur og hreyfði mig
ekki þaðan fyrr en skipið nálgað-
ist höfnina í Calais og hóf þá
árangurslausa leit að félaga mín-
um. Þegar skipið lagðist að
bryggju, taldi ég ráðlegast að
gefa upp leitina og verða með
fyrstu farþegum uppá bryggjuna;
þannig slyppi hann síður óséður
framhjá mér. Uppúr skipinu
hlyti maðurinn að koma um síð-
ir.
Ég þurfti að bíða lengi, uns
tvísýnt var hvort við næðum lest-
inni til Parísar. Ég beið og beið.
Allir farþegarnir virtust komnir
í land og borðalagður vörður við
landganginn á skipsfjöl geispaði.
Slagbrandur í frönsku fánalitun-
um benti eins og fingur til him-
ins. Og hana nú: þarna birtist
Jón og var fart á honum. Vörður-
inn stöðvaði hann snarlega. Jón
fátaði í vasa sína. Ég horfði á
hann snúa þeim við, ekki einu
sinni, heldur oft.
Bomm. Vörðurinn lét slána
falla. Hún var nú lárétt í heimin-
um — í þessum líka fínu litum.
Það varð handapat, stymp-
ingar og orðaflaumur. En sláin
hélt. Hönd varðarins útrétt:
Veskú, þessa leið. Og sjá — koll-
egi minn og leiðtogi var leiddur
ákveðið en kurteislega undir þilj-
ur — úr augsýn. Bara hvarf.
Frönskumælandi maðurinn, píla-
grímur að fara á vit hinnar helgu
borgar.
Maðurinn var kominn í klærn-
ar á „le control étrangers franc-
ais“.
Grafarþögn.
Andvarinn.
Suðrið sæla.
Ekkert lífsmark.
Bara sláin í fánalitunum, le tri
colore.
Handan hennar, einhvers stað-
ar í þögninni í djúpum skipsins
var nú Jón óskar, fararstjórinn,
frönskumælandi maðurinn, kom-
inn í klærnar á landamæralög-
reglu franska útlendingaeftir-
litsins. Kyrrsettur. Handtekinn.
Guð mátti vita hversvegna.
Kannski búinn að týna pening-
unum eða passanum, eða búinn
að gleyma hvert hann væri að
fara.
Sláin. Þögnin. Fannhvít ferjan.
Ég beið og beið, fyrst upprétt-
ur; síðan settist ég á leðurtösk-
una mína góðu. Hana Gulu víð-
förlu sem svo hét, því að þetta
var merkistaska, hún hafði fylgt
föður mínum í stríðssiglingum
hans um veraldarhöfin heil fimm
ár. Ég bar hana sem unglingur
um borð þegar ég fylgdi föður
mínum til skips — og ég bar
hana frá borði þegar ég endur-
heimti hann heilan á húfi úr
kafbátaárásum og stórsjóum
Atlantshafsins, og nú sat ég á
henni í Calais í Frans, táknræn
taska, sem Jón Óskar heldur
fram að ég hafi hlaupist frá í
eltingarleik við stelpu á stassjón
heilags Lazarusar. Ja hérna.
Eins og ég hefði ekki getað kippt
töskunni með mér á hlaupunum,
þrautþjálfaður frá því á gang-
stéttunum í London.
Þarna sat ég nú og beið og beið
og ekki bólaði á Jóni.
Ég varð tóbakslaus og skrapp í
kiosk steinsnar frá landgangin-
um og taskan auðvitað með í för.
Ég þurfti í biðröð; hace cola heit-
ir það á máli stúlkunnar sem
brátt kemur við sögu. Kaupin
tóku mig samt ekki nema tvær
þrjár mínútur — og ég í loftköst-
um aftur að landganginum. Ekk-
ert kvikt. Sláin óhreyfð að því er
virtist, lárétt, le tri colore. Lestin
til Parísar stóð á teinum álengd-
ar, svartur skröltormur og sýndi
á sér fararsnið. Ég spurði
bryggjuvörð á ensku hvort hann
hefði séð mann ganga frá borði
nýverið. Hann skildi mig ekki.
Ég áræddi ekki að böggla á hann
spurningu á þýsku; svo skammt
var liðið frá stríðslokum. Það var
skynsamlegt. Ég fékk staðfest-
ingu á því á ferðalagi um Frakk-
land, tíu árum seinna. Lestin var
að leggja af stað. Ég heyrði þung
sog; hvítur eimur við teina. Ekki
loku fyrir það skotið að Jón
kynni að hafa skotist frá borði
þessar mínútur sem ég stóð við
kioskinn. Ef ekki, nú — þá áttum
við pöntuð herbergi á Hotel
Franklin í París. Þar hlutum við
að hittast. En við hittumst raun-
ar fyrr. Hann reyndist hafa skot-
ist frá borði meðan ég stóð við
kioskinn.
Ég snaraðist með töskuna um
borð í lestina, enda var ferðinni
heitið þangað — en ekki í klærn-
ar á frönsku ríkislögreglunni.
Lestin var komin hálfa leið til
Parísar þegar Jón birtist. Ég var
þá að borða og gæða mér á rauð-
víni með spænskri stúlku í veit-
ingavagni lestarinnar. Það varð
mikill handasláttur og fögnuður.
Jón taldi sig hafa heimt mig úr
helju og átti í mér hvert bein —
og stelpunni líka, sem var verra,
því að hún hafði viðkvæma lund,
þessi elska, þetta spænska blóm.
Þegar lestin rann inn á stöð
heilags Lazarusar, stökk ég af
lestinni með töskuna mína í ann-
arri hendi og tösku stúlkunnar í
hinni og hún fylgdi fast á eftir,
en Jón rak lestina, töskulaus. Ég
seildist í farangursvagn á hjól-
um, skellti töskunum tveim á
hann og spurði Jón um hans
tösku. Hann hvorki heyrði mig
né sá. Hann var með allan hug-
ann við stúlkuna, og ég mátti nú
gera tvennt í senn, keyra vagn-
inn og verja stúlkuna orðsins
brandi Jóns, sem hann sveiflaði
hart og títt eins og Tyrki í víga-
hug.
Þetta var löng leið, langir
brautarpallar. Ég kom stúlkunni
með herkjum í leigubíl utan
stöðvar, skynjaði borgina rétt í
svip, og það var á hangandi ári
að ég næði að krota niður heimil-
isfang stúlkunnar á bréfsnifsi
áður en hún hvarf mér sjónum.
Þegar stúlkan var flúin, spurði
Jón mig um töskuna sína.
Hún hlýtur að vera þar sem þú
skildir hana eftir, svaraði ég. Um
borð í lestinni.
Jón fór í loft.köstum inn um
dyrnar á stöðinni og ég i humátt-
ina og settist á hana Gulu víð-
förlu, heldur en að skilja hana
við mig og varp öndinni. En Jón
kom ekki með töskuna sína, það
var trúlega búið að flytja lestina
til á teinum, taskan kannski
komin í óskilagóss. Jón kom til
að sækja borðalagðan starfs-
mann, það var sá fyrsti, þeir
urðu margir, því að nú byrjaði
fararstjórinn minn að marséra
með hvern járnbrautarstarfs-
manninn á fætur öðrum uppá
arminn frá stjórnstöðinni niður
á pallana — og borðum og tign-
armerkjum fjölgaði eftir því sem
ferðirnar urðu fleiri. Loks var
hann kominn með einn sem var
borðalagður uppá olnboga eins
og aðmíráll, hann gat þessvegna
verið samgönguráðherra Frakk-
lands og hefur sennilega verið
það.
Það var óþol í mér; þetta hafði
tekið klukkutíma, það var ryk og
stybba innandyra, gluggalaust
helvíti, og utan stöðvarinnar beið
París og ég var ungur. Ég kallaði:
Hvað er títt, Jón? Ég bíð og
bíð.
Jón hreytti um öxl sér á
þramminu:
Ou est ton bagage?
Ég gat mér til um merkinguna
af síðasta orðinu. Hann var að
spyrja mig hvar taskan mín
væri.
Ég sit á henni, sagði ég og
þetta er í annað sinn sem ég sit á
henni og bíð, og í töluðum þeim
orðum þraut þolinmæði mína. Ég
kippti upp töskunni og vatt mér
með hana út úr Brautarstöð
bölvaðs Lazarusar og settist að
veitingum á gangstéttarkaffihúsi
gegnt stöðinni, þaðan sem ég gat
haft auga með útgönguleiðinni.
Ég sat í klukkutíma án þess að
bólaði á Jóni. Það kom síðar í ljós
að hann hafði yfirgefið stöðina
um aðrar útgöngudyr. Ég veifaði
leigubíl. Þegar ég kom á hótelið
hafði hann verið þar hálftíma
áður. Hann hafði miklar áhyggj-
ur af yður, sagði móttakan. Hann
fór strax út að leita að yður.
Umhyggjusamur maður, Jón.
En ég hélt áfram að skemmta
mér, eins og Jón lýsir í tilvitnun-
inni. Mig minnir að ég hafi verið
á Pigalle, enda ungs manns gam-
an helst þar að hafa. Ég var nú
samt kominn heim á hótel á und-
an Jóni. Hann barði nefnilega
svo hressilega á herbergisdyr
mínar um nóttina til að ganga úr
skugga um að móttakan færi rétt
með, að ég væri heill á húfi inn-
anhúss, að okkur var vísað af
hótelinu morguninn eftir.
Móttakan sagði stutt og lag-
gott: We can’t keep you.
Gerði ekkert til. Þetta var allt-
of dýrt hótel. Ég útvegaði okkur
herbergi á Rue Buffault. Þaðan
lá leiðin út á Rue Lamartine. Jón
var þá tekinn við leiðsögu-
mannshlutverki sínu, allsgáður
og endurnærður eftir meinlæta-
. sprenginguna, og lagði sig í
framkróka að sýna mér það
markverðasta í París, dró ekki af
sér, og síðar um sumarið barg
hann mér úr miklum kröggum og
þurfti eðallyndi til.
Það er önnur saga, en síðan hef
ég haft mætur á Jóni sem manni
og rithöfundi.
Það hvarflar heldur ekki að
mér að hann fari vísvitandi
rangt með í ferðalýsingu sinni.
Það sem henti hann er einfald-
lega vel kunnur fylgifiskur vín-
anda umfram þol, heitir black
out á erlendu máli. Minnisteppa.
Aðflutningsleiðirnar í minnis-
banka heilans teppast. Heilinn
skáldar svo þénanlega i eyðurnar
og sendir rétta boðleið í minnis-
geymslurnar. Kemur til baka
sem endurminning í bók.
Jón má mín vegna segja frá
næturferðum mínum um lysti-
semdahverfi Parísar. Það er af
nógu að taka. Kemur ekki mál
við mig. Ég er ekki meinlæta-
maður, en ég kann ekki við að
vera ranglega sagður ganga svo
af göflunum á kvennafari á er-
lendri grund að ég láti farangur
minn lönd og leið.
FURUHILLUR
Útsölustadir: REYKJAVlK: JL-Húsið húsgagnadeild, Liturinn Síðumúla 15, KÓPAVOGUR: Byko
Nýbýlavegi 6, HAFNARFJÖRÐUR. Málur Reykjavíkurvegi 10, KEFLAVÍK: Dropinn, AKRANES:
Verslunin Bjarg, BORGARNES: K.B. Borgarnesi, HELLISSANDUR: K.B.. ÓLAFSVÍK: Verslunin
Lára, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr
Einarsson, ISAFJÖRÐUR: Húsgagnaverslun ísafjarðar, HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmas.,
BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, SAUÐÁRKRÓKUR: Hátún, SIGLUFJÖRÐUR: Bólsturgerðin,
ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, DALVÍK: Versl. Sogn, AKUREYRI: Grýtan Sunnuhlíð, HÚSAVlK:
Kaupfélag Þingeyinga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn
NESKAUPSTAÐUR. Nesval, REYÐARFJÖRÐUR: Lykill, FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Versl. Pór, VÍK
Kaupfélag V-Skaftfelling, VESTMANNAEYJAR: Porvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.Á.
PLANTERS HNETUR
í nýjum og ódýrum umbúðum. 50 gr.,
80 gr., 100 gr., 200 gr. álpokar.
Heildsölubirgðir: Agnar Ludvigsson hf.,
Nýlendugata 21,
sími 12134.
NQACK
fcLlí'iíTVim
FYRIR ALIA BÍLA 06 TÆKI
Sænsku bílaframleiðendurnir VOLVO, SAAB og SCANIA
nota NOACK rafgeyma vegna kosta þeirra.