Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 9

Morgunblaðið - 15.11.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1983 Góða, Bókmenntír Erlendur Jónsson Nýverið kom út 21.—22. árgang- ur Goðasteins sem þeir gefa út, Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson í Skógum. Saga ritsins er orðin bæði mikil og merkileg. Lengi komu tvö hefti á ári, síðan eitt. Nú kemur ritið út annað hvert ár. Sú þróun er skiljanleg. Vandalaust er að safna efni í tvo til þrjá árganga. Þegar frá líður verður efnisöflun torsóttari: fræðauppsprettan er naumast óþrjótandi. Mun betra er að draga saman segíin en t.d. að endur- prenta ræður og erindi sem flutt hafa verið við hátíðleg tækifæri eins og stundum hefur tíðkast í ritum af þessu tagi til að halda í þeim lífinu. Goðasteinn heldur ekki aðeins í horfinu með hliðsjón af efnisgnótt og gæðum. Hann sækir í sig veðrið. Sunnlensk — en einkum þó rangæsk fræði bera ritið upp sem fyrr. Óþarft er að minna á hið stórmerka starf sem Þórður Tóm- asson hefur unnið með því að koma á fót byggðasafninu í Skóg- um og síðan að auka það og bæta ár frá ári. Með því var ekki aðeins unnið þarft verk fyrir sunnlensk fræði heldur varð Skógasafnið og uppbygging þess fyrirmynd ann- arra byggðasafna víðsvegar um landið. Goðasteinn hefur alltaf verið nokkurs konar málgagn byggðasafnsins, þar hefur Þórður sagt frá söfnun sinni — og þá vafalaust með hjálp ritsins komist á sporið eftir merkilegum munum og minjum og bjargað þeim frá tortímingu með því að draga þá til safnsins. í þetta Goðasteinshefti ritar Þórður tvo þætti um safnið, annars vegar skýrslu fyrir árið 1981, hins vegar þáttinn Skyggnst um bekki í byggðasafni, en þátt með því heiti hefur Þórður jafnan ritað í Goðastein. Að þessu sinni segir hann frá örlögum skrifaðra bóka og blaða sem safninu hafa áskotnast. Ennfremur er hér þáttasyrpa sem Þórður nefnir Hugsað á ári aldraðra. Þar segir Þórður frá kynnum sínum af gömlu fólki sem hann nam af í bernsku og æsku. Hann segist snemma hafa verið nógu vel heima í mannfræði og ættartölum til að »verða það sem nefnt er ættfræðingur«. En hon- um þótti sem það »væri að kasta tímanum á glæ, önnur þýðingar- meiri fræði kallaði mig til liðs við gamla tíö Jón R. Hjálmarsson sig. Hvarvetna var gamalt fólk með meiri eða minni fróðleik um deyjandi þjóðmenningu og horfna atvinnuh'ætti, hann var í meiri hættu með að gleymast og týnast en mannfræðibækur í skjalasöfn- um landsins.* Þórður lýsir með fáum orðum því gamla fólki sem hann segir frá. Hann skýrir einnig frá því • hvað það kenndi honum. Það sagði honum frá gengnum einstakling- um og lífi horfinna kynslóða. Það sagði honum sögur sem það hafði sjálft numið af öðrum endur fyrir löngu. Og þannig gat það rakið frásögur af fólki og atburðum allt aftur til sautjándu aldar. Slíkt mundi nú þykja ótrúlegt! Þeir, sem hafna hvers konar sagnfestu- kenningu, ættu að lesa þætti Þórð- ar. Jón R. Hjálmarsson hefur skráð viðtöl svo tugum ef ekki hundruð- um skipta. Hér ritar hann þáttinn Úr fórum Jóns Pálssonar. Jón R. Hjálmarsson byggir þætti sína gjarnan þannig upp að fyrst rekur sögumaður stærstu drættina í lífshlaupi sínu, en síðan er tekið fyrir eitthvert sérstakt efni sem sögumann varðar öðru fremur. Jón Pálsson segir hér frá dulræn- um fyrirbærum. Ekki gerir hann ráð fyrir að orð sín falli hvarvetna í frjóan jarðveg ... »segi maður ungu fólki nú á dögum frá ein- hverju slíku, þá trúir það einfald- lega ekki og heldur bara að maður sé að skrökva.« Þá er hér þáttur eftir Jón R. Hjálmarsson er hann nefnir Brot úr sögu Borgundarhólms. Orðið »hólmur« vekur ekki hugmyndir um mikið land í vitund íslendinga. Og líkast til vitum við álíka mikið um Borgundarhólm og Skandínav- ar um Island. »Það er fróðlegt að Þórður Tómasson kynnast því frjálslega og glaðværa fólki, sem byggir þetta fagra land,« segir Jón Hjálmarsson. »Þetta er fólk með ríkulega sjálfsvitund og þjóðarkennd og jafnvel eigin tungu, sem er mjög frábrugðin venjulegri dönsku.« Meðal annarra þátta í Goða- steini nefni ég Alþýðufræðslu á 19. öld eftir Vigfús Bergsteinsson, at- hyglisverða samantekt. Margir hafa gerst Njáluskýr- endur og hér bætist Sigurður Björnsson, Kvískerjum, í þeirra hóp með hugleiðingu sem hann kallar Ók skarni á hóla. Sigurður telur að kerlingarnar hafi ekki verið að færa þær fréttir til Hlíð- arenda að húsdýraáburður hafi verið borinn á tún á Bergþórs- hvoli, slíkt hefðu ekki þótt umtals- verð tíðindi, þá fremur en nú, heldur hafi þær átt við skarn það sem til féll á kömrunum á bæ Njáls, það skýri heift Skarphéðins þegar hann hjó höfuð af Sig- mundi. Fleira er í þessum Goðasteini, ljóð og laust mál. »Gefið út í Skóg- um undir Eyjafjöllum,* stendur á titilsíðu. Ekki munu þau orð prentuð af fordildarsökum, heldur mun ritið unnið þar að mestu leyti, auk þess sem annar ritstjór- inn á þar heima og hefur helgað þeim stað mestallt ævistarf sitt. Héraðaritin eru hvert með sín- um hætti, mótuð af stund og stað, en bera þó alltaf mestan svip þeirra sem hafa af þeim mestan veg og vanda. Goðasteinn hefur alltaf verið í fremstu röð þeirra. Og ekkert annað sambærilegt rit, sem ég man eftir í andartakinu, hefur verið svo mjög byggt upp af heimafengnu efni. Þar hefur Goðasteinn notið sinna vökulu út- gefenda. Grýlukertin loga Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson Gyrðir Elíasson: SVARTHVÍT AXLABÖND Guðbrandur Magnússon Forlag 1983. Ég hygg að tvö smáljóð úr Svarthvítum axlaböndum segi meira um ljóðagerð Gyrðis Elías- sonar en mörg orð. Fyrra ljóðið nefnist rok: rétt einu sinni steypist myrkrið yfir hnöttinn svartur fugl að setjast á egg sitt þó skurnin sé brostin Síðara ljóðið kallast hríð- skjálfti: grýlukertin loga kalt í ljósu skeggi þaksins dagurin enn lagður upp í heimsreisu oggvuð er aftur kominn með flösu Ljóð Gyrðis Elíassonar eru öguð og það er góðs viti. Hann dregur upp smámyndir veðurfars og nátt- úru, einnig lýsir hann hversdags- lífi og degi verkalýðsins eða blátt áfram því sem felst í ljóðaheiti eins og bæjarbragur. Hann bregð- ur á leik í prósaljóðaflokki: eptir prédikun og lætur einsemd nú- tímamannsins speglast í kaflanum úr kvöldbók einstæðíngs. Honum lýkir á hreinskilinni játningu: „mér líður ekki vel.“ Það er sem- sagt nokkuð um tómleika í þessum ljóðum, en kaldhæðnislegt skop ræður oft ferð og stundum tekst höfundinum vel í fáum línum: grátt hús grátt hár grátt líf gráttu mig ekki (grámi) Við bíðum og sjáum hvað setur. Gyrðir Elíasson hefur með Svart- hvítum axlaböndum sent frá sér bók sem er meira en venjulegt byrjandaverk. Svarthvít axlabönd eru gefin út af nýju forlagi Guðbrands Magn- ússonar á Sauðárkróki. Frágangur bókarinnar er mjög til fyrirmynd- ar. Tíu skápar á dag koma skapinu í lag Sagöi fyndnasti lagermaöurinn okkar í gær þegar hann hamaöist viö aö bera stóra og litla skápa í útkeyrslubílana. Skápakynning okkar hefur fengiö góöar und- irtektir og flestir oröiö undrandi á því feiknar úrvali sem viö höfum af allskonar skápum. Aðeins 20% út og rest á 6—8 mánuð- um. 3ja ára ábyrgð. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA HÚS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410 Rekum SMIÐSHOGGIÐ á byggingu sjúkrastöðvar SÁÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.